Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1974 ÍmilAIRIIIlK \llllti;il\BlADSIIÍS Tvö Islandsmet hjá stúlkunum síðari dag Rey kj avíkurleikanna TVÖ Islandsmet litu dagsins ljós á Laugardalsvellinum f fyrra- kvöld, er þar fór fram sfðari hluti Reykjavfkurleikanna. Ingunn Einarsdóttir lét sig ekki muna um það að bæta lslandsmet sitt f 400 metra hlaupi, þó svo að hún væri nýkomin úr 100 metrunum. Tími Ingunnar var 59.0 og bætti hún eldra metið um 2 sekúndu- brot, úr 59.2. Sveit Armanns setti nýtt Islandsmet f 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Hljóp sveitin á Ingunn Einarsdóttir bætti Islandsmet sitt f 400 metra hlaupi. 50.3 sekúndum. 1 sveitinni voru Ása Halldórsdóttir, Lára Sveins- dóttir, Erna Guðmundsdóttir og Sigrún Sveinsdóttir. Raunar á landssveit betri tfma, 50.1 sek. Sovétmennirnir Plunge og Piskulin náðu beztum árangri á Reykjavíkurleikunum, Plunge í kúluvarpi og Piskulin í þrístökki. Plunge setti nýtt vallarmet á Laugardalsvellinum fyrri dag keppninnar, er hann kastaði vel yfir 19 metra. Síðari daginn tókst honum ekki eins vel upp, en kast- aði eigi að síður 18.82. Piskulin var aðeins 7 cm frá vallarmeti Vilhjálms Einarssonar í þristökki, er hann stökk 16.63 metra. Er það annar bezti árangur Sovétmanns- ins í þrfstökki. Kolesnikov hafði talsverða yfir- burði f 100 metra hlaupinu og fékk tímann 10.8 sek. Bjarni Stefánsson var á 11.1 og Marinó Einarsson á 11.7. 1 1500 metra hlaupinu háðu þeir skemmtilegt einvígi Ágúst Asgeirsson og Norð- maðurinn Arne Hovde. Fóru leik- ar svo, að sá norski sigraði á 3:51.7 og er það vallarmet á Laugardalsvellinum. Ágúst fékk tímann 3:52.8 og gerði sig sekan um mistök f hlaupinu. Hóf hann endasprettinn of snemma, ætlaði greinilega að hrista Norðmanninn af sér, en tókst ekki. Bretinn Huge Symonds sigraði örugglega í 5000 metra hlaupinu á 15.37.6. Keppnin um þriðja sætið var mjög hörð og hlupu þeir í hnapp nærri allan tímann, Halldór Matthfasson skfðagöngu- garpur frá Akureyri, Erlingur Þorsteinsson Stjörnunni og Jón Sigurðsson HSK. Með stórgóðum endaspretti náði Erlingur öðru sætinu örugglega og sýndi í raun- inni með þessum góða spretti, að óþarfi var hjá honum að láta Bret- ann sigra svo örugglega. Halldór varð í þriðja sæti, en Jón varð að láta sér fjórða sætið nægja að þessu sinni. Tími Erlings var 16:10.2 og Halldórs 16:18.0. 1 þrístökkinu eins og áður sagði, náði Alexej Piskulin 16.63 metr- um og varð þar með öruggur sigurvegari. Segal frá Sovétríkj- unum varð annar með 15.93 metra og Friðrik Þór Öskarsson þriðji með 14.83 m. Karl West sigraði í stangarstökki stökk 4.10 metra en Valbjörn varð annar með 4 metra rétta. Ingunn Einarsdóttir sigraði í 100 metra hlaupi á 12.7 sekúnd- um, meðan þær Erna Guðmunds- dóttir og Petra Ziethen frá V- Þýzkalandi fengu tímann 13.0. Ingunn fór svo beint í 400 metra hlaupið og setti þar nýtt Islands- met. Þar varð Svandís Sigurðar- dóttir í öðru sæti á 62.2 sek. og Dagný Pétursdóttir þriðja á 69.4. Eins og sést af þessu, fékk Ingunn ekki mikla keppni og ætti því Alexej Piskulin dró ekki af sér I þrfstökkinu og náði 16.63 metra stökki sfðari daginn. s auðveldlega að geta bætt met sitt enn. 50.3 var hinn nýi íslandsmet- tími Ármannsstúlknanna f 4x100 metra hlaupinu, sveit v-þýzkra stúlkna fékk tfmann 50.5 og ÍR- sveitin 51.8. Lára Sveinsdóttir sigraði f hástökkinu á 1.55 metra, en sömu hæð stökk Björk Eiríks- dóttir einnig. Lára Halldórsdóttir stökk 1.50. Erlendur Valdimarsson átti að- eins tvær gildar tilraunir í kringlukastinu og mældust köst hans þá 57.42 m og 56.42. Öskar Jakobsson kastaði 49.46 m og Hreinn Halldórsson 47.70. Plunge varpaði kúlunni 18.82 metra, Hreinn 18.18 og Óskar 14.69. Þó svo að þessir Reykjavfkur- leikar hafi verið svipminni en hinir fyrri, fór það þó ekki svo að áhorfendur fengju ekki að sjá ágæt afrek. Tvö Islandsmet voru sett af stúlkunum, og erlendu keppendurnir settu tvö ný vallar- met á Laugardalsvellinum. FRl á þakkir skildar fyrir að koma móti sem þessu á. Skipulag var gott og verðlaun þau, sem sigurvegarar hlutu hin glæsilegustu. Þrfr sterkir. Plunge, sovézki kúluvarparinn, sem á bezt 20.24 metra, tekur við hamingjuóskum frá Öskari Jakobssyni. Hinn nýi Islandsmet- hafi, Hreinn Halldórsson, varð annar f kúluvarpinu báða dagana. Fyrir framan kúluvarparana er stúlka á þjóðbúningi, sem afhenti öll verð- laun. Óskar mikið efni Hreinn sterkur en vantar meiri tækni SOVÉZKI kúluvarparinn Rim- antas Plunge náði beztum árangri keppenda á Reykjavfkur- leikunum f frjálsum fþróttum, er hann varpaði kúlunni 19.51 metra fyrri dag keppninnar. Hann hefur þó kastað enn lengra og á bezt 20.24 metra. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við Plunge að keppninni á þriðju- daginn lokinni, en Plunge þykir meðal efnilegustu frjálsfþrótta- þjálfara Sovétmanna. Sagði Plunge, að sér hafi líkað vel að kasta á Laugardals- vellinum, sér finnist þægilegt að keppa á litlum leikvöngum sem þessum. — Ég hefði þó náð enn betri árangri, hefðu andstæðingar mínir verið sterkari og ég fengið meiri keppni. Um íslenzku kúlu- varparana sagði Plunge: — Hreinn Halldórsson er mjög sterkur kúluvarpari, sem gæti bætt árangur sinn til muna, sinnti hann tæknilegu hlið kúluvarpsins meira. Óskar Jakobsson er hins vegar mjög efnilegur og ég vildi gjarnan fá tækifæri til að leið- beina honum. Hann gæti með réttri meðferð orðið mjög góður kúluvarpari innan fárra ára, sagði þessi 29 ára gamli kúluvarpari, sem er fjórði bezti kúluvarpari Sovétmanna og stefnir að þvf að kasta vel yfir 21 metra. Vildi sýna Vil- hjálmi gottstökk Á Ólympíuleikunum í Mel- bourne árið 1956 náði Vilhjálm- ur Einarsson þeim frábæra árangri að verða annar f þri- stökkskeppninni, eins og menn eflaust vita. 1 þriðja sæti hafn- aði þá Sovétmaðurinn Kreer. Sá er nú orðinn einn aðalþjálf- ari sovézka frjálsíþróttalands- liðsins, og einn af nemum hans er þrístökkvarinn Piskulin, sem hjó nærri bezta árangri Vilhjálms á Reykjavíkurleik- unum f fyrradag. 1 fyrrakvöld hittust Vilhjálm- ur Einarsson og fararstjóri Sovétmannanna. Hafði Sovét- maðurinn meðferðis bók eftir Kreer um þjálfun frjálsfþrótta- fólks og færði Vilhjálmi að gjöf með beztu kveðju og árnaðar- óskum. Þakkaði Vilhjálmur fyrir sig og sagði meðal annars um Kreer, að hann hefði verið skemmtilegur íþróttamaður og drengilegur, en f stórmótum hafi hann oft skort herzlu- muninn til að sigra, heppnin hefði ekki verið fylgifiskur hans. Sagði Vilhjálmur, að það hefði komið sér skemmtilega á óvart hve góðum árangri Piskulin náði f þrístökkinu og spurði, hvort honum hefði ekki þótt erfitt að stökkva á Laugar- dalsvellinum. — Þrátt fyrir að aðstæðurnar væru ekki sérlega góðar, var ég ákveðinn í að gera mitt bezta, sagði Piskulin. — Þjálfari minn hafði beðið mig sérstaklega um að sýna sfnum gamla vini, Vil- hjálmi Einarssyni, virkilega gott stökk, og ég gerði hvað ég gat til að uppfylla óskir hans. Björgvin 1 sér- flokki á Akranesi BJÖRGVIN Þorsteinsson, Is- landsmeistari f golfi, gerði góða ferð á golfmót á Akranesi um sfðustu helgi. Björgvin sigraði f þeim tveimur mótum, sem fóru fram á Skaganum og virðist vera að komast 1 sitt gamla form. Fyrri daginn fór fram unglingakeppni GSl og sigraði Björgvin á 48 stig- um (111 höggum), Átli Arason GR varð annar með 45 stig (113 högg) og þriðji varð Loftur Ólafs- son á 115 höggum. Var keppnin f unglingaflokknum mjög skemmtileg og þá einkum á milli Björgvins og Atla, en það var ekki fyrr en á sfðustu 9 holunum, sem Björgvin tryggði sér sigurinn með þvf að leika mjög glæsilega. 1 SR-keppninni, sem fór fram á sunnudeginum, sigraði Björgvin aftur, en þó ekki fyrr en eftir bráðabana við Þorbjörn Kjærbo. Fóru þeir báðir á 156 höggum, en Björgvin vann á 2. holu f auka- keppninni. Jóhann Ó. Guðmunds- son varð þriðji á 157 höggum, Loftur Ólafsson þriðji með 158 högg og Óskar Sæmundsson f fjórða sæti með 160 högg. Atli Arason fór á 161 höggi, Einar Guðnason á 162 og þeir Elvar Skarphéðinsson og Sigurður Thorarensen báðir á 164 höggum. Keppnin gaf 130 stig til landsliðs og skiptast milli átta þeirra efstu. 1 1. flokki sigraði Kristinn Ólafsson án forgjafar og Rúnar Hjálmarsson með forgjöf. Kjartan L. Pálsson sigraði 1 meistaraflokki með forgjöf og þar varð Atli Arason annar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.