Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULI 1974 Landsmót skáta 1974: 2000 manna klæðum og með hjálm á höfði. Eitt skátafélagið, Dalbúar í Reykjavfk, ætlar að reisa hof á mótinu. En að sjálfsögðu verður þar ekki blótað að forn- um sið ásatrúarmanna, — nema svona til að sýnast. Þess má geta í framhaldi af þessu, að messur verða með þrennu sviði á mótinu, — ein lúthersk, ein kaþólks og ein að hætti ensku biskupakirkjunnar. Eins og kunnugt er, eiga skátar mannvirki og lönd að Ulfljótsvatni. Þar er Kven- skátaskólinn, og þar er rekin sumarbúðastarfsemi. 1 tilefni af þessu landsmóti hafa Klukkan úr Landakotskirkju kominn á sinn stað. boðnir á mótið dagana 19. til 20. júlí. Mótstjóri Landsmótsins er Bergur Jónsson, verk- fræðingur. Vinnusími er 86686, heima 81329. Sfminn á skrifstofu Banda- lags fsl. skáta er 23190 Erindreki BlS er Guðbjartur Hannesson. Þegar hafa um 1700 íslenzkir skátar tilkynnt komu sfna á mótið og greitt mótsgjöld. 200 erlendir skátar munu dveljast á mótinu allan tfmann, en einnig koma um 100 skátar frá Frakk- landi og Danmörku f heimsókn í tvo daga. Skátarnir, sem koma erlendis frá, eru frá Færeyjum, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum, Keflavíkur- flugvelli, Frakklandi, Græn- landi og Sviss. Frá Grænlandi koma 8 skátar, en 5 frá Sviss. Meðal mannvirkja á móts- svæðinu má nefna, að gömlu kirkjuklukkurnar úr Landa- kotskrikju eru komnar að Ulfljótsvatni, eða a.m.k. önnur þeirra. Hún á að vera þar til frambúðar. Klukkan er mjög stór, og reist upp á járngrind. Skátar úr Garðahreppi eru að reisa 5 metra háa steinvörðu efst á Ulfljótsvatnsfelli. Efst á vörðunni á að loga eldur allan mótstímann. Hátíðapallurinn á mótinu er með mjög sérstöku sniði, sem þjóðhátíðarnend hefði gjarnan mátt taka sér til fyrirmyndar. Hann er byggður eins og vfkingaskip og upp úr honum stendur mastur, með þöndu segli. Ekki verða þar þó víking- ar, sem bíta í skjaldarrendur. Pósthús verður á mótinu, en enginn sími, eins og þó hefur verið undanfarin landsmót. Þeir hjá landssfmanum töldu það illa borga sig að setja upp sfmstöð þarna, þrátt fyrir að öll vinna og aðstaða byðist ókeypis. Pósturinn neitaði að hafa sér- stakan póststimpil á mótinu, þótt slíkt hafi tfðkast áður. Sögðust þeir vera svo upptekn- ir við að útbúa alls konar sérstimpla fyrir þjóðhátíðir úti um allt land. Dagskrá þessa landsmóts skáta verður geysiviðamikil, eins og búast má við, þar sem 2000 manns ætla að búa saman í heila viku. Vmsir fastir liðir eru í dagskránni, eins og t.d. fánahylling, matartímar, fóta- ferð og háttatími. Dagskráin byggist upp á þátttöku bæði einstaklinga og flokka. LANDSMÓT skáta verður haldið að (Jlfljótsvatni dagana 14.—21. júlf n.k. Þar mun rfsa 2000 manna þjóðfélag, og eins og að lfkum lætur, verður ýmislegt að gerast mótsdagana, eins og fram kemur hér á eftir: sé sjálfu sér nógt um flesta hluti. Rammi mótsins er „Land- námið“, og hefur öll dagskrá verið undirbúin í samræmi við það. Þannig velur hvert skáta- félag sér landnámsmann og tjaldbúðirnar verða skfrðar eftir fornum höfuðbólum f heimahéraði félagsins. Búast má við því, að margir skátar komi á mótið í víkinga- Mótsstjórinn Bergur Jónsson. Tjaldaborgin, sem íslenzkir skátar munu reisa að Ulfljóts- vatni á þessu landsmóti, verður líkt og „ríki í ríkinu“. öll dagskrá mótsins, allur út- búnaður og öll sú starfsemi, sem þar fer fram, miðast við það, að þar búi rúmlega 2000 manns f lokuðu samfélagi, sem Undirbúningur f fullum gangi. Skátar að reisa tjöld. Allt þarf að vera nýmálað og fínt. nokkrar varanlegar mann- virkjaframkvæmdir verið settar í gang. Búið er að byggja vatnsgeymi nægilega stóran handa mótsgestum. Þá hafa verið byggð salerni, sem standa ekkert kömrum þjóðhátfðar- nefndar að baki. Búið er að mála og snurfusa mannvirki á Ulfljótsvatni og meira að segja byggja flugvöll! Hann er þó aðeins ætlaður litlum fjarstýrð- um flugvélum, sem áhuga- skátar um slfkt ætla að sýna. Dagskrárliðir eru geysi- margir, margir alger nýjung á skátamótum hérlendis. Nafngiftir eru í stíl for- ferðranna, eins og t.d. „Drótt- skátaat", en það er víðavangs- leikur, sem dróttskátar taka þátt f. Þrautabrautirnar eru nefndar „Vfkingaslóðir". Um þær fara flokkar og einstakl- ingar og leysa ýms verkefni af höndum, verkefni, sem krefjast útsjónarsemi og hugvits. Merkasta framtakið á mótinu er eflaust það, sem nefnt er „Landnám". Úlfljótsvantsráð hefur skipulagt, hvernig örfoka land verði grætt upp í nágrenninu. Skátaflokkar fara skipulega um nágrennið, sá, bera á áburð, gróðursetja plönt- ur, setja upp girðingar o.s.frv. Þessar framkvæmdir eru allar kostaðar af skátunum sjálfum. Frumlegasta dagskráratriðið er án efa markaðstorgið. Það er hugsað líkt og markaðstorg erlendis. Þar koma skátar saman, skiptast á merkjum, bókum og hnífum. Þeir koma með heimatilbúin skemmti- atriði og sýna þau á markaðs- torginu. Þar verður einnig ýmiss konar hagnýt kennsla allan daginn. Aðalrúsínan verður á fimmtudag, daginn sem Alþingi tslendinga verður sett. Þá um kvöldið verður sett upp tívolf. Þar mun ægja saman alls konar skemmtiatriðum. Hugmyndin er að setja upp t.d. 2 metra háa teygjubyssu fyrir menn að spreyta sig á. Menn munu ganga á stultum, reyna sig í bogfimi og prófa alls konar leiktæki hjá hinum skáta- félögunum. Að sjálfsögðu kostar eitthvað inn á skemmtunina, en það er greitt með verðeiningu, sem mótsstjórn hefur gefið út. Verður seðlum útbýtt meðal allra skátanna. Auðvitað kostar svo eitt kýrverð inn. Heimsóknir almennings verða leyfðar laugardaginn 20. júlí. Þá mega allir skoða allt og prófa allt. Ylfingar og ljósálfar eru „ríki í ríkinu” að Úlfljótsvatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.