Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULI 1974 29 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JOHANNA KRISTJÓrvfeDÓTTIR. 52 hún sagði mér frá einmanaleik sínum og að hún þráði það að kynnast einhverjum, sem hún gæri elskað og sem gæti endur- goldið ást hennar ... já, síðustu nóttina þar gerði ég sem sagt það, sem ég bjóst við, að hún ætlaðist til af mér og það væri ófyrirleitið af mér að segja, að það hafi á nokkurn hátt verið mér á móti skapi. Þegar ég kom heim aftur tókst með okkur samband, óreglulegt að vísu. Við hittumst oftast á hverju kvöldi hér á safninu, en það leið oft langt á milli þess, að ég færi með henni heim. öllu oftar kom hún með mér heim. Að hún var innilega ástfangin — já, ég áttaði mig auðvitað á því fljót- lega, bæði af því viðmóti, sem hún sýndi mér, og á þeim dýrindis nærklæðnaði sem hún útvegaði sér fyrir þessar fáu „ástarnætur" okkar. Ég skil reyndar ekki ! hvernig á því stendur, að fólk er að ómaka sig til að nota náttföt við slíkar athafnir! Eg var ekki hrifinn af henni, en mér þótti æ vænna um hana og þegar hún kom einn góðan veðurdag og sagði mér frá því, að ég hefði sennilega barnað hana, sagðist ég auðvitað ætla að giftast henni. Nú, það kom í ljós, að slíku var ekki til að dreifa og við frestuðum giftingunni, en eftir þetta setti hún allt sitt traust á mig. Hún taldi mig á að taka við meiri og meiri peningum til að ég gæti losað mig úr mestu skuldakrögg- unum og helgað mig nám- inu ... og hún virtist vera ósköp dús, við þetta samband okkar héldist eins og það var — enda þótt ástrfðuhita frá minni hálfu hafi skort og hún hafi sjálfsagt fundið það. Hvorugt okkar hafði áhuga á, að um samband okkar fréttist þá og mér skildist á Evu, að hún hefði ekki einu sinni orðað það við Kersti Ryd. Já, Wijk hefur lýst þvf, hvað síðan gerist. Görel Fahlgren kem- ur til sögunnar og ég vissi allt í einu, að ég hafði hitt konuna, sem mig hafði dreymt alla ævi. Eva uppgötvaði strax hvernig hugur minn til Görel var og þegar ég afþakkaði sunnudaginn 23. september að taka á móti pening- um, sem hún hafði tekið út úr bankanum handa mér varð hún ofsalega reið og kallaði mig hinum verstu ónöfnum. Daginn eftir bauð hún Staffan þessa pen- inga ... sjálfsagt í von um að ég frétti af því og yrði kvíðinn. En ég var með hugann bundinn annars staðar. Frá byrjun gerði ég mér Ijóst, að Görel þótti mjög vænt um Pelle Bremmer og kannski hafði hún vegna hans hætt námi f Upp- sölum og komið til Stokkhólms. Utlitið var því ekkert sérlega bjart. En því ákafar sem Pelle einbeitti sér að doktorsritgerð- inni sinni, því meira virtust augu Görels opnast fyrir nærveru minni og að lokum fannst mér, að það allra ósennilegasta, sem ég hafði látið mér detta í hug gæti orðið að veruleika. Sem sé, að hún yrði hrifin af mér í alvöru. Samt sem áður vildi ég ekki reyna að nálgast hana fyrr en ég færi frjáls maður. Og þá erum við komin að miðvikudagskvöld- inu .... rétt fáeinum dögum fyr- ir morðið. Ég fylgdi Evu til stúdentaheimilisins til að tala við hana. Ég reyndi eins varfærnis- lega og er hægt, þegar svona er komið, að skýra fyrir henni hvaða tilfinningar ég bæri til Görel. Þær væru gerólíkar öllu, sem ég hefði áður kynnzt, Eg stakk einnig upp á, hvemig ég gæti — að vfsu á alllöngum tfma — endurgreitt henni það, sem hún hefði lánað mér. En ég komst ekki að með að segja helminginn að þvf, sem ég 1 hafði ætlað mér, því að hún varð örvita af bræði og hryggð, grét og hrópaði yfir sig, svo að mér varð að lokum ljóst, að ég átti ekki um annað að velja en fara mína leið. Daginn eftir kom hún heim til mín og sagði mér, að hún hefði ekki hugsað sér undir nokkrum kringumstæðum að sleppa mér. Hún myndi frekar fara til Görels með bréfin og kvittanirnar. Hún heimtaði meira að segja, að við settum upp hringa á stundinni. Hún virtist vera í sæmilegu jafn- vægi, en hún var þrjózkari en fjandinn sjálfur og ég varð alveg miður mín. Ég ætla ekki að halda því fram, að ég hafi ekki vitað hvað ég var að gera, með tilliti til þess, sem hafði verið á milli mín og Evu. En ég segi það satt, að ég hafði aldrei gert mér upp meiri tilfinningar en ég bar til hennar og ég get líka með sæmilega góðri samvizku fullyrt, að oftast var það hún, sem allt að því neyddi upp á mig pen- inga. Ég vildi ekki sætta mig við, að hún neyddi mig inn f hjóna- band, sem ég gat ekki hugsað mér að ganga inn í, með hótunum og sem mér fannst þegar hér var komið sögu beinlínis fráhrind- andi, svo vægilega sé til orða tekið. En ég skildi — en ekki án kvíða — að það var einmitt þetta, sem hún hafði í hyggju að gera. Ef hún sneri sér til Görels með sína útgáfu af sögunni, var ég nokkurn veginn sannfærður um, að sú eina kona, sem ég hafði nokkurn tíma elskað, myndi snúa við mér bakinu full fyrirlitningar. A laugardagskvöldið fórum við Görel í leikhús að sjá „Ödipus konung.“ A eftir féllst hún á að koma með mér heim og fá sér dálítinn náttverð. Á heimleiðinni velti ég fyrir mér, hvort ég ætti að segja henni frá sambandi okkar Evu, en þvi lengur, sem við töluð- um saman, því gleggri grein gerði ég mér fyrir því, að siðferðishug- myndir Görels voru mjög af- dráttarlausar bæði þegar um var að ræða peninga og likamleg mök, og ég varð æ hræddari um að fortíð mín myndi verða mér fjöt- ur um fót og mér tækist aldrei að vinna hana. En þegar hún að lok- um hreifst með af ástríðu minni og gafst mér á vald, full trúnaðar- trausts, þá var mér ekki síður alvara en henni og ég fann, að EKKERT mátti lengur komast upp á milli okkar. Mig dreymdi um að þessi nótt væri aðeins upp- hafið að. ótal sælustundum, sem við myndum eiga saman. Eg leit svo á, að færi ég á mis við þær, eftir þetta væri lífið einskis vert. Þegar Görel var farin velti ég fyrir mér hinum fráleitustu leið- um og ég sofnaði ekki fyrr en undir hádegi á sunnudag og þá dreymdi mig sætan draum um að öll mín vandamál með Evu hefðu leystst á skjótan og ágætan máta. En klukkan hálf átta um kvöld- ið hringdi Eva. Hún minntist ekki einu orði á rifrildi okkar nokkr- um dögum áður, en sagði mér aðeins, að hún byggi í ibúð Bures- hjónanna og bað mig að koma þangað. Ég neitaði þvi. Þess í stað fór ég á bókasafnið, en ég gat af skiljanlegum ástæð- um ekki unnið neitt af viti og klukkan rétt fyrir níu ákvað ég svo skyndilega að fara og hitta Evu og reyna einu sinni enn að tala við hana. Ég kom upp þegar klukkan var korter yfir níu. Ji?. im v \ V y V> 'si \ W v'....T. v ■vA. ........ ........................... k> óV99 '........................".'í'/ví'!''.'."H> Ég næ ekki vagninum — það er pottþétt. < PIR COSPER I I I I } } VELVAKANOI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10,30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Nafnleysingjar „Harður“ sendir Velvakanda eftirfarandi lfnur: Kunningi minn varð fyrir þvf óláni fyrir skemmstu, að ótfndur svikahrappur hafði af honum tals- vert fé. Við eftirgrennslan kom sfðar f Ijós, að kauði hafði raunar stundað þessa iðju sina árum saman og gert mörgum mann- inum alvarlega skráveifu. Þessi maður reyndist þar að auki marg- dæmdur. Nú spyr ég af gefnu tilefni: Hvers vegna birta blöðin ekki nöfn þessara manna og jafnvel frásagnir af aðferðum þeirra við að svíkja fé út úr fólki? Þeir ættu þá kannski fyrir bragðið ekki alveg eins auðvelt með að stunda þessa iðju sfna. Svar: Það er einskonar hefð hjá blöðunum að birta helzt ekki nöfn afbrotamanna nema um ,.mjög alvarleg" mál sé að ræða. Raunar er þessi regla ærið losara- leg og oft illgjörlegt að fylgja henni. Þá er enginn öfundsverður af þvf að eiga að „meta“ afbrot náunga síns þegar hann kemur undir mannahendur. Hvar eru mörk „alvarlegu afbrotanna" og svo þeirra „meinlausu"? En á ] meðan þessi regla stendur halda . jafnvel síbrotamenn áfram að hafa þá hulu yfir sér, sem þeim er einmitt lffsnauðsyn — til þess að geta haldið áfram að féfletta sam- borgara sína. 0 Tjóðurbandið Maður kom að máli við okkur á ritstjórninni og var argur út af orðinu „bílbelti" eða „bfla belti“, sem hann vildi álfta að væri hálfgerð vitleysa. Hann hefur kannski nokkuð til sfns máls. Maðurinn benti á, að beltin þau arna væru síður en svo ætluð til þess að tjóðra bíla niður á vegina heldur til þess að ganga sem tryggilegast frá farþegunum. Beltin væru ekki á bflana heldur mannfólkið. Hann vakti líka athygli á þvi, að til væru ágæt íslenzk orð, sem hæfðu beltunum betur, svosem eins og „sætisól“ eins og þau eru stundum kölluð öryggisbeltin í flugvélunum. En þá vaknar að vfsu sú spurning hvort einhverjum finnist nú ekki liggja f því orði, að ólin sé til þess að tjóðra sætin fremur en farþegana! 0 Kostar ekki neitt — en... Frá ,Jihannesi“ — ungum náms- manni“hefur dálknum borizt eftirfarandi bréf: Ég er á skyldunámsaldrinum og á eftir eitt ár. Ég er ekki viss um ég haldi lengra á námsbrautinni. Bróðir minn segir mér, að þegar hann var á mínum aldri hafi hann fengið nær allar námsbækur sínar ókeypis. Hann segir, að hann hafi átt rétt á því og að skólaárið hafi alltaf hafizt með úthlutun bóka til allra nemend- anna. Ég hef hins vegar aldrei fengið ókeypis bók eða mjög sjaldan. Ég hef alltaf þurft að kaupa allar mínar námsbækur dýrum dómum. Er það rétt, að mér beri samt í raun og veru að fá náms- bækur mínar ókeypis? Ég á við, á meðan ég er við skvldunámið. Svar: Velvakandi veit ekki betur en að svo sé. Hins vegar er fyrir löngu hætt að kenna flestar þær bækur, sem skólarnir fá til úthlutunar til nemenda. Ríkið læst því vera að bjóða þeim náms- bækur, sem allir vita, að hætt er að kenna! Og „kerfið'" virðist ekki hafa áttað sig á þessu — nema það sé með vilja gert að hafa náms- gögnin úrelt. Það er ekki lltill sparnaður f því að bjóða það sem gjöf, sem enginn hefur hið minnsta gagn af að þiggja! 0 „Sælureitir Ari skrifar að norðan: Ég er búinn að vera næstum þrjú ár erlendis og sé hlutina þess vegna hálfgerðum gestsaugum ennþá. Því er ekki að neita, að mið- bærinn hjá ykkur Reykvíkingum I hefur tekið miklum stakka- | skiptum, ekki sízt með hellu- ■ lagningu austanverðs Austur- * strætis. En er þetta sú fjárfesting, sem * kemur borgurunum bezt? Ég hef séð svona göngustræti I erlendis verða að hálfgerðum J hreiðrum fyrir auðnuleysingja. I Þar sem þetta er verst hafa sæmi- I legir borgarar beinlfnis forðazt • „sælureitina". Þetta er að vfsu ■ ekki einhlftt og að óreyndu vil ég | ekki trúa því, að eins fari í i Reykjavík. En yfirvöldin hjá J ykkur ættu að vera veí á verði. Eftirmáli Velvakanda: Það fer J tvennum sögum af reynslu manna I í útlandinu — og ekki sfzt af I „Strikinu" Dananna. Sumir láta ■ vel af og þykir tilraunin hafa gef- ■ izt vel. Aðrir sveia og segja að | þarna sé naumast hægt að þver- ■ fóta fyrir misyndismönnum og [ lausingjalýð. 0 Hvað finnst þér? Kona hringdi og bað okkur að I koma því á framfæri við Sjón- . varpið, að það framlengdi sumar- * fríið. „Þetta er svo ágætt,“ full- | yrti hún — „og saknar þess ■ nokkur?“ Hvað finnst lesendunum? Eru þeir sama sinnis og konan I eða sakna þeir Sjónvarpsins? Hví ekki að senda Velvakanda I Ifnu? I — Lögbann Fram hald af bls. 21 dýr á meðan á fæðingu stendur og fyrstu dagana þar á eftir. Það þýðir, að þangtekjan verður erfið frá byrjun maí og þangað til í júnílok. Það er skoðun mfn, að æðarungar lifi í nánu sambandi við líf það, sem þróast innan um þangið, og þar á æðarfugíinn nú mjög í vök að verjast vegna þeirra lifshlunninda, sem maðurinn hef- ur veitt bölvaldi hans, svartbakin- um. Eg vil ekkert um það segja, hvað áhrif þangtekja í því magni, sem fyrirhugað er, getur haft á tilveru æðarfuglsins og hljóta rannsóknir að skera úr þvi. Hms vegar vil ég benda á þá staðreynd, að hverfi selur og æðarfugl af einhverjum svæðum og mætti rekja orsakir til þangtöku, verður ekki hjá því komizt að gera verk- smiðjuna ábyrga og gæti þá svo farið, að skaðabætur yrðu svo miklar, að verksmiðjan gæti ekki risið undir þeim útgjöldum. Hér tala ég sem hagsmunaaðili, en ekki sem náttúruunnandi. En hvað er þá náttúruvernd? Ég ætla að skýra það orð eins og ég legg skilning í það. Náttúruvernd er á móti rányrkju í hvaða mynd, sem hún birtist. Náttúruvernd vill einnig bæta það tjón, sem þegar er orðið i náttúrunni. Náttúru- vernd miðar að þvf að viðhalda náttúruauðlindum og að ekki sé meira tekið en skynsamlegt má teljast. Tilvist Breiðfirðinga sem annarra er undir því komin, að þetta heppnist. Því eiga allir að geta komið sér saman um náttúru- vernd, hvar í flokki, sem þeir eru, því að hér er verið að ganga í lið með almættinu og til hins betra. Þegar hagsmunir mannanna rekast á við náttúruna sjálfa verður jafnan að hafa það í huga að gera aldrei neitt fyrr en visindamenn eru búnir að kveða upp ur með það, að hætta sé hverfandi. Maðurinn vill hafa náttúruna í hendi sér og hefur hann haldið ýmsum meindýrum niðri með eitri; má á það benda, að í Englandi er komin fram rottutegund, sem virðist lifa góðu lífi á eitri því, sem henni var ætlað til útrýmingar. D'ka má benda á Asswan-stífluna i Egypta- landi, én hún átti að vera Egypt- um til mikillar blessunar og er það á vissan hátt. Vatnið úr stffl- unni er notað til orkuvinnslu og áveitu og hefur þess vegna stærra land verið tekið til ræktunar. Annað hefur gerzt, sem valdið hefur stórkostlegu tjóni, sem ekki er ennþá séð fyrir endann á, en' það er, að fugla- og fiskalíf hefur beðið mikinn hnekki, einfaldlega vegna þess, að vatn, sem áður lék um óshólma Nílar, er nú að mestu horfið og hið jafna rennsli gerir það að verkurn, að áburður kemur ekki lengur með vatninu og veld- ur þetta mikilU röskun á öllu lffi þar. Því vil ég endurtaka þá skoðun mína, að aldrei er of var- lega farið í þessum efnum. Eg ætla að taka íslenzkt dæmi og ætti það að vera okkur öllum auðskild- ara en dæmi þau frá framandi löndum, er ég tók. Við erum f óðaönn að þurrka upp landið og breyta þar með öllum örverugróðri og örverulffi þess. Við gerum það í beztu trú þess, að við séum að bæta landið og þar með að við stuðlum með þessu að náttúruvernd.Við skulum hugsa okkuraðviðséum búnir að þurrka allt votlendi í einu byggðarlagi og búnir að fá fagur- græn tún og ilmandi töðu i hlöðu. Ef til vill söknum við ekki fífunnar. Ef til vill söknum við ekki engjarósarinnar. Ef til vill söknum við þess ekki, að stelkur- inn og hrossagaukurinn eru horfnir. Þarna erum við komnir að einum þætti náttúruvernd- ar, þeim að ganga aldrei svo hart að einu gróðursvæði, að það bfði svo mikið tjón, að erfitt sé að bæta skaðann. Það sakar ekki að geta þess hér, að mín skoðun er sú, að bændur ættu alltaf að skilja 5 til 10% af ræktanlegu mýrlendi eftir á jörðum sínum til þess að viðhaldaþvílífi, sem þarer. Ég hef lagt hér fram nokkur atriði i því máli, sem hér er að vissu leyti eitt mesta hagsmuna- mál Breiðaf jarðarsvæðisins, og ég vil aðeins segja að lokum: „Flýttu þér hægt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.