Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 3 Miklar saltfisk- birgðir liggja óseldar í Noregi GEYSIMIKLAR birgðir af salt- fiski liggja nú óseldar hjá salt- fiskverkendum i Þrændalögum. Segja má, að sala saltfisks héð- an hafi alveg stöðvazt um páska- leytið í fyrra. Síðan hafa hlaðizt upp miklar birgðir saltf isks og hef- ur þetta valdið miklum erfiðleik- um í sjávarútvegi og fiskverkum hér í Þrændalögum. Allt geymsiu- pláss fyrir saltfisk er fullnýtt svo að móttaka meiri fisks er svo að segja útilokuð. Ennfremur veldur þetta ástand miklum erfiðleikum fyrir saltfiskverkendur þar sem I svo til allt rekstrarfé þeirra ligg-1 ur bundið i þessum birgðum. Unnið er nú af kappi við að leysa þessi vandamái svo flotinn hér stöðvist ekki alveg. Rikisvaldið ! hefur verið beðið um að skerast i leikinn og hafa komið fram margs j konar tillögur til að ráða fram úr þessu ófremdarástandi. T.d. hef- ur verið farið fram á, að rikið láni allt að 80% þess fjármagns, sem liggur bundið vaxtalaust, þar til úr hafi rætzt. Var gripið til slíkra ráðstafanahér 1967 og ’68. Forráðamenn í saltfiskverkun hér segja að oft hafi útlitið verið svart, en aldrei verra en nú þar eð útlit er fyrir að flotinn stöðvist alveg vegna þessa ástands, ekki sízt vegna vöntunar á geymslu- plássi, þótt ráða megi fram úr fjárhagserfiðleikum með bráða- birgðaráðstöfunum. Hins vegar er augljóst, að þeir sem að útgerð og fiskverkun hér standa eru bjart- sýnismenn með óbilandi trú á framtíðina. Endurspeglast hér sama bjartsýnin og kjarkurinn og maður á að venjast hjá starfs- bræðrum þeirra á Islandi. (Ur Adressevisen 23.11. ’74) Jólakort barnahjálpar SÞ: Islenzk fyrirmynd að korti nœsta ár Nt) eru liðin 25 ár frá stofnun Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, en einu ári eftir undirritun stofnskrá Sþ var stofnaður sér- stakur hjálparsjóður fyrir börn, sem áttu um sárt að binda vegna sfðari heimsstyrjaldarinnar. Síðar var þessi sjóður notaður til aðstoðar bágstöddum börnum víóa um heim, og enn eru mörg verkefni óleyst á þeim vettvangi. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) er m.a. starfrækt með aðstoð félagasamtaka, skóla og kirkjusamtaka víða um heim, og hér á landi er það Kvenstúdenta- félag Islands, sem undanfarin ár hefur styrkt UNICEF með sölu jólakorta barnahjálparinnar. Fyrirmyndir af kortunum eru jafnan gerðar af listamönnum úr hinum ýmsu þjóðlöndum, og er það framlag þeirra til sjóðsins. Á næsta ári verður Islenzk fyrir- mynd að barnarhjálparkorti. Er það krosssaumuð rúmábreiða með mynd af fæðingu frelsarans. Rúmábreiðan er úr Þjóðminja- safninu, en upphaflega var hún i eigu Vigfúsar Schevings sýslu- manns, sem var ráðsmaður Hóla- skóla 1762—65. Jólakort Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna kosta 35 krónur, og verða þau eins og fyrr til sölu í flestum bókaverzlunum. Sælgætissala Lionsmanna á Laugavegi LAUGARDAGINN 31. nóvember verður Lionsklúbbur Reykjavík- ur með sælgætissölu á Laugavegi 1 í Skósöiu Sveins Björnssonar, en ágóðinn mun renna til líknar- sjóðs klúbbsins, en hann hefur að aðalstarfssviði að hjálpa blindu fólki og sjóndöpru. Jónas Gislason lektor, formaður framkvæmdanefndar Hjálparstofnunarinnar, Sigurbjörn Einars- son biskup og Ingi Karl Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Fatasöfnun til Eþíópíu HJALPARSTOFNUN kirkj- unnar hefur ákveðið að gangast fyrir vfðtækri fatasöfnun til bágstaddra i Eþíópiu dagana 5.—12. desember og ræddu for- ráðamenn Hjálparstofnunar- innar við blaðamenn af því til- efni. Þar kom fram að strangar reglur gilda um innflutning á notuðum fatnaði til Eþíópiu. Hjálparstofnunin þarf að fá vottorð íslenskra heilbrigðis- yfirvalda um að öllum hrein- lætiskröfum sé fullnægt. Er þvi ljóst að eingöngu hreinn og heill fatnaður kemur til greina. Þá er að geta að þrátt fyrir að Cargolux og Flugleiðir hafa heitið hagstæðum flutnings- gjöldum er reiknað með að heildarkostnaður að með- töldum pökkunar- og umbúða- kostnaði muni nema kr. 150 á kíló. Verður því að biðja hvern gefanda að greiða flutnings- gjald nokkurn veginn i sam- ræmi við þyngd þess fatnaðar sem gefinn er. Tildrög þessarar söfnunar voru að beiðni um fatagjafir barst fyrir rúmum mánuði frá séra Bernharði Guðmundssyni, sem starfar við útvarpsstöðina „Radio Voice of the Gospel” i Addis Abeba. Hefur sr. Bern- harður verið í stöðugu sam- bandi við Christian Relief Nákin erum viö... Hjálpum klœólausum Fatasöfmmin til Eþiópíu Hjálparstofnunin hefur látið gera þetta spjald til að vekja athygli á fatasöfnuninni. Commitee sem er samstarfs- stofnun allmargra hjálparsam- taka og starfandi eru í Eþíópiu. Fram kom á blaðamanna- fundinum að í Englandi hefur slík fatasöfnun til Eþiópíu farið fram og þegar verið sent á ákvörðunarstað. Er stefnt að því að safna fatnaði sem fylli a.m.k. eina flugvél frá Cargo- lux. Hjálparstofnunin mun jafn- framt veita móttöku framlögum þeirra sem vilja styðja þetta málefni, en hafa ekki tök á að gefa föt. Yrði þvi fé sem þannig safnaðist varið til kaupa á brýn- um nauðsynjum I samráði við hjálparsamtök i Eþíópiu og sr. Bernharð Guðmundsson. Framlögum er veitt móttaka á gír'óreikningi 20005 og á annan venjulegan hátt. Geta ber þess að sóknar- prestar og söfnuðir þjóðkirkj- unnar um allt land sjá um söfn- un hver á sínum stað. Sigurbjörn Einarsson biskup kvaðst láta þess getið að hann hefði orðið þess var að fólk héldi að svo mikill hiti væri i Eþíópíu að þangað þyrfti ekki að gefa klæðnað. Það væri mik- 111 misskilningur. Asmara höfuðborg Eritreu — en þangað verður fatnaðurinn sendur — er á hásléttu, þar sem oft er hrollkalt á kvöldin og nóttunni, vætusamt og húsa- kynni léleg. Fram kom að forráðamenn Hjálparstofnunarinnar vona að hver fjölskylda á landinu muni gefa sem svarar 1—2 kg af fatn- aði og með því móti verði hægt að fylla eina flugvél. Varðandi frekari upplýsingar má svo snúa sér til Hjálparstofnunar- innarbeint. Kanarfeyjar Brottför: 1 2. des 1 5. des 1 9. des. 26. des 2. jan. 9. jan 1 6 jan. 23. jan 6. feb 13. feb. 2 7 feb. 6 marz 20. marz 27 marz 1 7. maf 1. maí GAMBIU FERÐIR Vikuferðirtil Kaupmannah.: 31. jan. „Exh. Building Products" 14. feb. „Scandinavia Men’s Wear Fair" 3. mars „Shoe Fair Exh." „International boat show" 14. mars „19th Scandinavian Fashion Week '75" Flug, gisting og morgunverður 29 500 kr. 2 vikur 1 9 dagar, aukaferð 3 vikur 3 vikur 2 vikur, aukaferð 2 vikur 4 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur Brottför: 30. nóv. 14. des. (jólaferð) 28. des. (nýársferð) 8. febr. 22. febr. 8. marz. 22. maí (páskaferð) Brottför 21. des. (jólaferð) 28. des. (nýarsferð) 25. janúar 22. febrúar 22. mars (páskaferð) KENYA 1 7 dagar viku Safari. Vika við Indlandshaf. 2 dagar í Nairobi Fyrsta flokks aðbúnaður. Ferðaskrifstofan til Austurríkis 1 7 dg Brottför 28. des., 1 mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.