Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 25
Eins og lauf á haustdegi (brot) — Þegar ég nú hugsa til þess, hvemig var að alast upp í smá- þorpi á íslandi fyrir og um aldamótin síðustu, þar sem aldrei heyrðist meiriháttar músík svo heitið gæti og að mestu sam- bandslaust við umheiminn, verður mér orðs vant til að geta lýst breytingunum. En það var kannski ekki um svo auðugan garð að gresja á íslandi í þá daga. Menntun almennings sára- lítil, svolítið spilað í kirkjum, aðeins sungið á stórhátíðum og nótnabækur jafnsjaldséðar og heilagur andi. Fátækt höfuðóvinur flestra og baslið enn helzta umhugsunarefnið. Engar eftirprent- anir á veggjum. Ragnar Jónsson að eigin sögn bólugrafinn strákur og lék sér að stráum heima í hlaðvarpanum á Mundakoti. í fyrstu var ég lítt hneigður til músíknáms, en þráði þó ekkert fremur en lifa og hrærast í músík. En tækifærin ekki á hverju strái. Þegar ég kom 19 ára til Leipzig að nema músík, var ég jafn- gamall þeim sem voru að ljúka námi, raunar nokkru eldri. Auk þess höfðu aljir nemendurnir á Konservatóríinu alizt upp við músík frá blautu bamsbeini, hlustað á tónleika, kynnzt öllum tegundum hljómlistar og byrjað nám 5 eða 6 ára. Ég var að vísu mjög seinþroska eins og oft kom í Ijós, en samt ekki svo það yrði mér til mikils trafala. Ég var kominn á níunda ár, þegar ég Handrítið af 1 dag skein sól byrjaði að læra að spila og hafði þá meiri áhuga á flestu öðru en „ferlíki“ föður míns. Ég hösvaðist þó við námið og áhuginn á tónlistinni glæddist við nánari kynni. F.n samt var ég svo illa á vegi staddur þegar ég kom til Leipzig, að við borð lá að mér fellust hendur og var kominn á fremsta hlunn með að hætta við allt saman. Ég sneri mér eftir eins árs nám til kennara míns, prófessors Karls Straubc og sagði rnínar farir ekki sléttar, að ég óttaðis't að ég væri orðinn of gamall til að ganga þessa hálu braut og líklega yrði það ekki til annars en þess að safna glóðum elds að höfði mér. En Straube klappaði mér vingjarnlega á öxlina og sagðist hafa vcitt því athygli, að ég væri seinþroska. „Þér skuluð bíða átekta og sjá hvað setur," sagði hann föðurlega. „Ef frarn- farir yðar í orgelleik verða í samræmi við það sem verið hefur, er öllu óhætt.“ Eg ákvað að halda áfram námi. — F.n Stokkseyri, ég hélt þú ætlaðir að tala um hana. — Á uppvaxtarárum mínum hér á Stokkseyri skiptust á ljós og skuggar, eins og gengur. En ástandið í músíkmálum var betra hér austur frá en \ íðast hvar annars staðar á landinu, jafnvel óvíst livort Reykjavík hafi haft upp á meira að bjóða fyrir ung- an músíkant en þetta fátæka sjávarpláss nteð si'num skellóttu luisum og torfgrænu þiikum. Mesta yndi hafði ég af að hlusta á föður minn leika á orgel- harmóníum í rökkurbyrjun. Hann gat ekki helgað sig tónlist- inni nema stutta stund á degi hverjum, því hann hafði skyldum að gegna við stóra f jölskyldu. Foreldrar mínir áttu tólf börn sitt á hverju ári og oft erfitt að sjá svo stórum hópi farborða, enda þröngt í búi hjá flestum á þeim árum. Faðir minn vann alla algenga vinnu til að afla sér tekna, stundaði sjóróðra, sveitabú- skap og ýmislcgt annað sem til féll. \'ar auk þess læknir í for- föllum og eftirsóttur af nærsveitamönnum. En honum græddist ekki fé, hefur líklega verið of mikill listamaður í sér til þess. Hann var þunglyndur að eðlisfari, hló sjaldan, en hafði viðkvæma lund_undir harðri skel og brosti fallega. Mér er hann afar minnis- stæður, þar sem hann sat i húminu og lék á orgelið af fingrum fram, fantaseraði og samdi lög. Þá var ég allur ein hlust, ekki sízt þegar ,,í birkilaut hvíldi ég bakkanum á“ kom á móti okk- ur út úr orgelinu eins og nýfætt lamb, sem dillaði rófunni fram- an í vorið og sólina. Venjulega var hann þó eina eða tvær vikur að fullsemja lögin, áður en hann skrifaði þau. — Þú talaðir um að hann hefði leikið sorgarmars eftir Beet- hoven, en Iék hann ekki einnig verk eftir aðra stórmeistara? — Jú, það gerði hann auðvitað, Bach, Haydn, Hándel, Schu- mann og Mendelssohn. Auðvitað gat hann ekki leikið verkin í upprunalegri mynd, en varð að styðjast við útdrætti í harmóní- um-albúmum, léttar útsetningar, sem þó höfðu ýmislegt til síns ágætis, voru stílhreinar og héldu kjarna hvers verks. — Beethoven hefur auðvitað haft mjög djúp áhrif á þig strax í æsku? — Já, það hafði hann, tröllið, þó ég kynntist aðeins fáum stórverktim hans á þessum árum. Ég fann fljótt að Beethoven skildi meira eftir en hinir, hann var dýpri. Faðir tninn lék þau verk hans, sem voru þung og tregafull. Ég minnist þess t. d. að hann spilaði ákaflega oft sorgarmarsinn, sem er síðastur í Stapfs- heftunum og ég bað hann stundum sérstaklega að spila hann fyrir mig. Svo sterkt orkaði hann á mig. En þegar ég nú hugsa um verk Beethovens, sakna ég þess að hafa ekki heyrt meira eftir hann á uppvaxtarárum mínum en það, sem var í þessum al- búmum. Það hefði orðið mér til góðs síðar í lífinu, ef ég hefði kynnzt verkum hans betur, þegar hugurinn var enn óméitaður og opinn fyrir hverskyns áhrifum. — Það er oft talað tim ,,Htisið“ á Eyrarbakka, komstn aldrei þangað? —Jú, það gerði ég. Píanó var ekki til á Stokkseyri og þegar við pabbi skruppum út á Eyrarbakka, komum við alltaf við í „Húsinu“ að hlusta á frú Eugeníu Nielsen leika á píanó. Hún var mjög músíkölsk. Guðmunda, dóttir hennar, spilaði einnig á píanó. í „Húsinu" heyrði ég fyrst píanóleik og varð í senn undrandi og glaður yfir þessum töfratónum. Okkur var alltaf vel tekið í „Húsinu“. Frú Eugenía bar af ein- hverjum ástæðum mikla umhyggju fyrir mér og sagði fyrst allra, að ég skyldi helga mig tónlistinni — „já, sem allra fyrst,“ bætti hún við. Fyrir þau orð er ég henni ævinlega þakklátur og skil raunar ekki, hvers vegna hún hafði þetta álit á mér, unglingn- um. í „Húsinu“ kynntist ég sónötum Beethovens lítillega og ýmsum öðrum verkum, t. d. eftir Schubert og Schumann, og svo sönglögum. — Var ekki faðir þinn organisti við Stokkseyrarkirkju, Páll? — Jú og æfði líka kirkjukórinn. Fyrst hafði hann karlakvart- ett, sem hann æfði heima á vetuma. Það voru unaðslegar stundir, þegar þeir sungu. I kvartettinum voru góðir söngmenn eins og Jón Jónsson í íragerði, einhver bezti bassi sem ég hef heyrt, Nikulás Torfason sem söng fyrsta tenór, Sigurður Magnússon annan tenór, Ásgrímur Jónsson frá Móhúsum sem söng fyrsta bassa og Jón Jónsson annan bassa. Allir voru þeir framúrskar- andi músíkalskir menn og sungu m. a. lög eftir Bellmann og ýmis önnur lög eftir erlend tónskáld, en lögðu sérstaka rækt við lög eftir föður minn, enda samdi hann mörg af sínum karlakórs- lögum fyrir þennan kvartett sinn. — Og stundum hafa þeir haldið tónleika hér á Stokkseyri? — Já, kvartettinn hélt tónleika í Góðtemplarahúsinu og voru þeir yfirleitt vel sóttir. Ég var bamungur, þegar faðir minn lét mig leika á harmóníum á söngskemmtunum, meðan kvartett- inn hvíldi sig. Ég geri ekki ráð fyrir því, að tónleikamir mundu þykja merkilegir nú á dögum, en þeir gerðu sitt gagn og voru mér og öðrum nauðsynleg uppörvun. Faðir minn var fyrsti kennari minn. Ég man vel eftir kvöldinu, sem hann kom til mín og sagði: „Nú byrjar þú að læra að spila á morgun.“ Ég kipptist við, í senn kvíðinn og stoltur. Svo kenndi hann mér að lesa nótumar og ég fór að reyna að spila „Sigur- hátíð sæl og blíð“. Auk mín kenndi hann fimm eða sex öðrum nemendum. — En spilaðirðu nokkum tíma í kirkjunni á þessum árum? — Nei, ekki við messumar sjálfar, en prelúdíum og eftirspil- ið var ég oft látinn spila. Síðar eitt og eitt sálmalag. Leikur minn vakti nokkra athygli í plássinu, en ég var lítið hrifinn, enda feiminn framan af og óframfærinn og þjáðist mikið hvert skipti sem ég átti „að troða upp“. — En varstu farinn að semja lög sjálfur? — Ekki get ég neitað því. Fljótlega fóru að sækja á mig ýmsar hugsanir, sem mig langaði að vinna úr og bókfesta. Ekki veit ég hvort það hafa verið áhrif frá föður mínum eða ósjálfráð við- brögð unglings við nýrri reynslu. En hvemig sem á því stóð heyrði ég margvíslega tóna í huganum, og þeir létu mig ekki í friði, en komu aftur og aftur, smálög sem voru sjálfum mér mikils virði og ég hef getað notað eins og dálitla uppsprettu, sem ég hef ausið af fram á þennan dag. Stundum þegar ég gætti yngri systkina minna og hélt á þeim eða ruggaði þeim í vöggunni, heyrði ég smálög sem ég mundi lengi á eftir, sum skrifaði ég síðar og nokkur hafa jafnvel orðið svo fræg að komast á prent. Þessi litlu lög fuku til mín eins og gulnað lauf á haustdegi, án þess ég vissi hvaðan þau kæmu, eða hvert þau fæm. Ég held hæfileiki minn til að semja lög hefði þroskazt mjög fljótt, ef ég hefði hlotið næga tónlistarmenntun í æsku og þá hefði ég kannski getað samið mörg verk á ungum aldri. En kunnáttuleysið varð mér fjötur um fót og lítil leið til þess, að ég gæti fellt þessar fljúgandi hugsanir mínar í form, því síður fest þær á pappír. Samt leituðu þær jafnt og þétt á mig, komu og fóru eins og flóð Sigrún Eiríksdóttir og Páll lsólfsson um það leyti sem þau giftu sig. og fjara án þess að gera boð á undan sér, án frekari skýringa. Þessi ásókn var í algleymingi, þegar ég var 12—15 ára. — Þig hefur auðvitað snemma langað að læra meira en kostur var á í heimahúsum? — Sigfús Einarsson, frændi minn, var í Reykjavík og mér var tíðhugsað til hans, því mig langaði að læra hjá honum. Fað- ir minn fór til Reykjavíkur á hverju ári, oftast fótgangandi og tók þá gjama með sér nokkur af lögunum mínum að sýna Sig- fúsi. Sigfús hvatti mig til að halda áfram að kompónera og helzt vildi hann, að ég kæmi til Reykjavíkur og lærði hjá sér. En af þvl gat ekki orðið fyrst um sinn, svo ég hélt áfram að senda hon- um lög til athugunar, mér var léttir að því. (tJr Hundaþúfunni og hafinu) Við fótskör meistaranna (brot) — En ætlarðu ekki að minnast á Max Reger? — Jú, það mikla tónskáld. Hjá honum sótti ég fyrirlestra í tón- skýringum. Hann hafði áður búið í Leipzig og unnið bæði við Há- skólann og Konservatóríið. Nú bjó hann í Jena og kom tvisvar í viku til Leipzig til að kenna. Hann hafði ekki mjög marga nem- endur í sínum bekk, tók aðeins þá beztu. Aldrei komst ég í þann hóp, sótti ekki einu sinni um það, því ég taldi mig þess ekki um- kominn að sækja tíma hjá slíkum snillingi. Samt fékk ég að hlusta á hann brjóta verk meistaranna til mergjar og skýra þau, það var skömmu áður en hann dó 1916. Það var ógleymanlegt, því skýringar Regers voru leiftrandi af gáfum og þekkingu. Reger var mikill persónuleiki. Hann var risi að vexti en hand- smár og fótnettur, svo líkaminn samsvaraði sér fremur illa. Hann var feitlaginn og miðdigur og heldur klunnaleg^ur fyrir bragð- ið. Reger var svo mikill húmoristi, að hann hefur hlotið heims- frægð fyrir þá gáfu eina. Hann átti einnig til að vera nokkuð grófur og fráhrindandi, líkt og sagt var um Brahms. í fyrsta tím- anum, sem ég sótti, sátum við 10 eða 12 við langt borð, tvær dömur beint á móti Reger og ég við hlið annarrar þeirra. Það var bannað að reykja í kennslustofunum, en Reger reykti eins og honuni sýndist, Enginn öskubakki var í stofunni, svo hann lét öskuna, auðvitað í hugsunarleysi, í haug fyrir framan sig á borðið. Þegar haugurinn var orðinn allstór, blés hann öskunni burt og frarnan í dömurnar og þá sem næstir sátu. Þessu lét hann fylgja svofelld afsökunarorð: „Fyrirgefið, mínar dömur, en mig vantar öskubakka!“ Síðan var ekki meira um það rætt, en nýr haugur myndaðist brátt á borðinu og ný yfirvofandi hætta fyrir dömurnar. En þá allt í einu settist hann við annan flygilinn og bað einn nem- andann, ágætan píanóleikara, að setjast við hinn flygilinn, sem stóð í einu horni kennslustofunnar. Reger var að skýra fyrir okkur „inventsjónir" Baclis, fyrst þær tvírödduðu og síðan þær þrírödduðu, og bað nemandann að spila þá í d-moll, sjálfur sagðist liann ætla að spila tvær raddir til viðbótar með sömu stefjum á hinn flygilinn. Nemandinn byrjaði. En þegar nokk- uð var á liðið inventsjónina, fipaðist honum svo að hann varð að hætta, en Reger lék sínar raddir án nokkurs hiks. Nú reidd- ist meistarinn: „Það er liart," sagði hann, „að góður píanisti skuli ekki geta leikið sér að því að spila tvíradda lag eftir Bach.“ Síðan var tilraunin endurtekin, en allt fór á sömu leið. í þriðja sinn heppnaðist þetta loks. Reger bætti sem sé tveim- ur röddum við hinar tvær og notaði sömu mótív. Heili hans hlýtur að hafa verið óvenju þroskaður og merkilegur. Prófessor Emil Paul, sem þekkti Reger vel, sagði okkur hvernig hann hefði skrifað upp „100. sálm Davíðs“, sem hann samdi fyrir kór og stórt orkestur. Fyrst samdi hann í huganum allt verkið, sem er í mörgum köflum, einnig tvöföldu fúguna í lok verksins, tók svo að skrifa partitúr eða raddskrána fyrir allt orkestrið og kórinn hvar sem hann var staddur, sat t. d. lengi við sama borð- ið á kaffihúsinu Panorama við Königsplatz rétt hjá liljómsveit- inni og hreinskrifaði þetta mikla verk, þegar hann var búinn að borða og orðinn vel saddur. Það truflaði hann ekki vitund, þó hljómsveitin léki Straussvalsa á meðan eða aðra létta músík. ,,100. sálmur Davíðs" er með erfiðustu og flóknustu verkum sinnar tegundar og ekki er að sjá, að kastað hafi verið höndun- um til einnar einustu nótu. Tímarnir hjá Max Reger voru opinberun, en því miður allt- of fáir. Samt fékk ég ómetanlega tilsögn í því, livað er aðalatriði og hvað aukaatriði í verkurn meistaranna. Eftir „inventsjónirnar" komu sónötur Beethovens o. s. frv. „Þetta gæti enginn nema Bach,“ sagði hann stundum eða „þetta getur Beethoven einn, öðrum þýðir ekki að reyna það.“ Og svo komu skýringar á því, hvers vegna verkið væri svona, en ekki öðruvísi og manni fannst hann hljóta að hafa rétt fyrir sér í livert skipti, og ég held hann hafi haft það. .. — Og þá erum við aftur komnir að orgelnáminu og Karl Straube, er það ekki. — Ég hef alltaf gaman af að tala um þann merka mann. Kynni mín af honum urðu mér til mikils happs og að þeim hef ég búið fram á þennan dag. Eins og þú veizt var Straube tvímælalaust fremstur allra orgelleikara um langt skeið vegna framúrskarandi túlkunar á verkum Bachs og annarra meistara. Færri en vildu fengu tíma hjá honum. Ég held helzt hann hafi tekið mig vegna þess hann gat þá sagt, að „jafnvel íslendingur lærði hjá mér.“ Hann reyndist mér ekki aðeins bezti kennari, heldur eins og faðir og sálusorgari. Hann tók þennan fram- ahdlega íslending að sér eins og hvert annað furðuverk, sem honum var annt um, og lét frænda minn Jón Pálsson einatt vita, hvernig námið gengi. Þetta minnir á það, þegar Grímur Thomsen kom fyrst til Parísar, ungur diplómat. Hann segir ein- hvers staðar frá því í bréfi, að honum hafi verið boðið til fyrirfólksins í borginni, svo það gæti séð þennan íslending, sem þar var staddur. Það er okkur í senn til gagns og ógagns að vera fæddir og aldir upp í þessu menningarfjarlæga en for- vitnilega útskeri. Að vísu stöndum við miklu betur að vígi nú en þegar ég ólst upp, en við erum ekki nógu kröfuharðir, hvorki við sjálfa okkur né aðra. Við eigum ekki að taka við öllu sem að okkur er rétt, við eigum sjálfir að velja úr erlendri menningu, sækja hana, en ekki láta senda okkur hana í póst- kröfu. íslenzka hámenningin á miðöldum leið nánast undir lok, þegar utanferðir skálda og annarra menntamanna lögðust af á 14. öld. Straube kenndi mér allt frá byrjun. Hann sagði, að ég yrði að útvega mér pedalæfingar opus 8 eftir Hans Reimann. Síðan sagði hann mér að kaupa mér Pedalstudien eftir Schneider, sem hann hafði gefið út. Tímarnir voru erfiðir í fyrstu, því ég var lengi að læra á pedalana eða fetalana, eins og Einar Benedikts- son vildi kalla þá. Aftur á móti var ég miklu skárri á hljómborð- ið, því ég æfði mig af krafti á píanóið. Og raunar tók ég námið svo alvarlega að ég missti næstum því heilsuna. Straube lét oftar en einu sinni í ljós ánægju yfir árangrinum af námi mínu og einn góðan veðurdag kalláði hann mig á sinn fund og sagði: „Nú byrjum við á „Sálmaforleikjum Bachs“, 5. bindi." Ég varð innilega glaður og tók til óspilltra málanna. Þessir sálmaforleikir eru snilldarverk hins mikla og óviðjafnan- lega meistara, eins konar prógrammúsík eða hermitónlist að því leyti, að hún túlkar orð textans eins og unnt er í tónum. Straube setti mér fyrir tvö eða þrjú forspil fyrir hvern tíma, en tím- arnir voru venjulega tveir á viku, á þriðjudögum og föstudög- um, stundum færri þegar Straube var á konsertferðalögum. Kennsla Straubes fór fram í stóra salnum í Konservatórlinu. Þar var stórt orgel frá Sauer í Frankfurt an der Oder, sams konar orgel og I Tómasarkirkjunni og Gewandhaus. Salurinn var mikið notaður á daginn, sérstaklega fyrir hljómsveitaræfingar. Straube kenndi því oftar seint á kvöldin og byrjuðu tímarnir þá ekki fyrr en kl. 9. Söfnuðust nemendurnir saman litlu fyrr, el hægt var að komast að salnum og æfðu dálítið, áður en kennsl- an byrjaði. Svo birtist Straube með vindilinn í munninum og ævinlega í góðu skapi og varla man ég eftir honum öðruvísi en með bók í hendi. Hann notaði hverja stund sem gafst til að lcsa. Þess \egna tók hann jafnvel bók með sér I kennslustund- irnar, þó ekki læsi liann í tímunum nema við værum eitthvað sein fyrir og hann þyrfti að bíða eftir okkur. Við lékum öll það sem okkur hafði verið sett fyrir, og því urðu tímarnir oft langir, stundum fram á nótt. Við urðum að síendurtaka verkefnin, ef illa gekk. Þá klappaði Straube oft á öxlina á okkur, því orgelhljómurinn yfirgnæfði allt, svo ekki heyrðist mannsins mál: „Noch einmal", drundi við eyra manns. Oft settist liann sjálfur við orgelið til að sýna okkur, hvernig hann spilaði, en varaði okkur þó við því að stæla sig. Mesta áherzlu lagði hann á sjálfstæða túikun nemandans, en fyrst í stað sat tæknin í fyrirrúmi við kennsluna. Straube hafði sömu skoðun á hljóðfæraleik og Hans von Bulow, að það væri eink- um þrennt sem væri nauðsynlegt til að ná árangri í leik: í fyrsta lagi tækni, í öðru lagi tækni og í þriðja lagi tækni. Með þessu vildi hann segja, að orgelleikarar yrðu að hafa fullkomið vald Ragnar í Smára og dr. Páll við vfgslu styttunnar af dr. Páli f lsólfsskála í sumar. Ein sfðasta myndin af dr. Páli. yfir hljóðfærinu til að geta túlkað verk meistaranna, svo sæm- andi væri. Auðvitað kom það fyrir, að nemendur lykju ekki við allt, sem þeim hafði verið sett fyrir, enda ekki til þess ætlazt. En ef einhverjir gallar komu f Ijós, varð kennarinn miskunnarleysið sjálft og rannsakaði nákvæmlega hvað að var. Síðan vorum við látin endurtaka hinn misheppnaða kafla, unz hvorki fannst blettur né hrukka. Eitt sinn kom austurrískur nemandi, Sauer að nafni, til Straubes. Hann var búinn að læra heilmikið og þóttist fær í flestan sjó. Var samt engan veginn öruggur, þegar hann spil- aði. Eitt kvöldið tókst honum verr upp en endranær. Straube gerði athugasemdir við leik hans og leiðrétti hann. Sauer tók því illa og mótmælti’. Þá stóð Straube upp, tók stólinn sem hann sat á og sló honum svo fast í gólfið, að ein löppin brotnaði. „Þessum manni er ekki hægt að hjálpa," sagði hann, „hann sér ekki sólina fyrir sjálfum sér.“ Ekki sá ég Straube oftar reiðast, en Sauer sótti ekki framar tíma hjá honum. Mér er það ógleymanlegt, þegar Straube oft og tíðum ýtti nemendanum út af orgelbekknum, settist sjálfur og hélt áfram að leika verkið, sem nemandinn var að glíma við. Munurinn var svo mikill, að því lýsa engin orð. Straube fylgdist vel með öllu. Hann spurði okkur oft í þaula um líf okkar og aðstæður. Hvað við læsum, hvort við fengjum nóg að borða, því það væri nauð- synlegt ungum mönnum, sem legðu hart að sér. Já, jafnvel spurði hann mig eitt sinn, hvort ég væri trúlofaður. Nei, ég var það ekki. „Það er gott, það liggur ekkert á, góði minn, fyrr en þú hefur fengið góða stöðu,“ sagði Straube. Hann bar föðurlega umhyggju fyrir öllum nemendum sín- um og kom flestum í góðar organistastöður, því meðmæli hans voru svo mikils metin, að þau ein nægðu oftast. Þannig hafa nemendur Straubes skipað margar veigamestu organistastöður í Þýzkalandi og á Norðurlöndum og orðið víðfrægir menn, eins og Heitmann, Keller, Ramin, sem varð eftirmaður hans við Tómasarkirkjuna, Högner, Novakovskí, Fjeldrad, Raasted, Sand- vold og margir aðrir. Straube hafði álíka mikil áhrif með orgel- kennslu sinni og Franz Liszt á sínum tíma með píanókennslu sinni. Liszt myndaði nýjan píanóstíl, sem beztu nemendur hans fluttu út um heiminn og svipað má segja um Straube. Samt var hann bam síns tíma og lifði í hinúm.rómantíska heimi fyrir og um aldamótin síðustu. Útgáfur hans á verkum Bachs og öðrum gömlum meisturum sýna þetta glögglega. En hin nýja orgelhreyfing Alberts Schweitzers náði svo föstum tökum á hon- um, að hann afneitaði sinni fyrri stefnu, sagði að hún væri of rómantísk og hóf að nýju útgáfur í anda nýju orgelhreyfingar- innar, sem byggir á barokklistinni og hinum óviðjafnanlegu orgelum barokktímans. Orgelsmíðinni hafði stórhrakað síðari hluta 19. aldar. Þá komu hin nýju svonefndu fabrikuorgel, risastór að vísu, en með óskýram og grautarlegum hljómi og illa til þess fallin að túlka þær hreinu línur, sem svo mjög ein- kenndu verk Bachs og fyrirrennara hans. Sinnaskipti Straubes áttu auðvitað ekkert skylt við hringlanda- hátt, en voru sprottin af djúpri innsýn mikils manns í sögulega þróun og stílhreint yfirbragð góðrar listar. Hann var nógu merkilegur maður til að viðurkenna að aðrir gátu haft rétt fyrir sér. Hann snerist á sveif með þeim og áður en varir eru það þeir sem fylgja honum á hinni nýju braut, því persónu- leiki hans, kunnátta og stórkostlegir túlkunarhæfileikar hlutu alltaf að varða veginn. Oft hefur verið sagt, að Karl Straube hafi ekki verið fæddur tónlistarmaður. Sjálfur hélt hann því fram. „Ég hefði alveg eins getað orðið stjórnmálamaður," sagði hann eitt sinn. Og hann hefði áreiðanlega getað orðið hvað sem var með sínar alhliða gáfur. En sem tónlistarmaður naut hann þessara miklu gáfna, sem aldrei brugðust, og hann kunni að nota þær, ekki sízt þegar hann lagði á ókunna stigu... ...Straube var stjórnandi Bachverein-kórsins eða Bachtélags- kórsins í Leipzig og æfði árlega bæði Mattheusarpassíuna og ýmsar af kantötum Bachs og einnig oratoríur eftir Hándel, \erk eftir Brahms, Beethoven og marga aðra meistara. Hann lét okk- ur, sem höfðum einhverja rödd, syngja í Bachfélagskórnum, en lagði ekki mikið upp úr þ\ í, að við liefðum góðar raddir heldur hinu, að við værum læsir á nótur og gætum sungið eftir þeim og hjálpað góðum raddmönnum, sem áttu ekki cins hægt með að lesa nóturnar. Auk þess sagði hann, að það væri okkur brýn nauðsyn að kynnast verkum meistaranna á þennan hátt. Síðar fékk ég að spila undir á æfingum og lærði margt á því, t. d. lék ég undir í Mattheusarpassíunni, kantötum Bachs og h-moll messunni hans, Missa solemnis eftir Beethoven og Stabat mater eftir Dvorák. Það var góður undirbúningur undir það sem síð- ar varð, þegar ég gerðist aðstoðarorganisti við Tómasarkirkjuna. Straube kom að máli við mig einn dag og var óvenju alvarlegur í bragði. Hann sagðist bráðum mundu verða kallaður til her- þjónustu og kvaðst hafa áhyggjur af organistastarfinu við Tóm- asarkirkjuna. Hann spurði, hvort ég \ ildi taka starfið að mér fyrst um sinn. Þetta kom mjög flatt upp á mig og ég sagðist vera hræddur við að takast svo vandasamt starf á hendur jafnóreynd- tu og ég væri. „F.n ég treysti yður vel til þess,“ sagði hann þá. •>Ég get þá ekki verið að malda í móinn,“ sagði ég — já, það var ekki laust við að ég væri dálítið upp með mér þennan dag. Straube bjó mig nu eins vel undir starfið og honum var frekast unnt og ég var svo ráðinn „víkar" hans eða aðstoðarorganleikari við kirkjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.