Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 48
Electronic gjöfin, sem vermir RONSON nucLvsincnR fg.^22480 139. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 3 menn fórust á Guðbiörgu IS X vrfíw nlrív>í X Ó rlílíntYt í AllTTl V Brotsjór reið yfir skipið á djúpmiðum Horft yfir ný byggðahverfi í Hafnarf irði, neðst til vinstri er Sólvangur, Reykjanesbraut til hægri. Ljósm: Ól. K. M. ÞAÐ hörmulega slys varð um borð í skuttogaranum Guðbjörgu ís 47 í fyrra- kvöld að þrír ísfirskir sjó- menn fórust um borð er brotsjór reið yfir skipið á sama tíma og það hafði fest trollið í skrúfunni eftir því sem fregnir hermdu i gær, en þá var skipið ekki enn komið til ísafjaróar og ekki vitaó um nánari tildrög at- burða. Allir sjómennirnir eru fjölskyldumenn, en ekki er unnt að birta nöfn þeirra að svo stöddu. Guð- björg, sem er nýjasti og stærsti skuttogari Vestfirð- inga, var væntanleg til hafnar á ísafiröi kl. 3 í gærdag með lik sjómann- anna. Guðbjörg var stödd um 50 sjómílur út af Bjargi þegar slysið átti sér stað og kom varðskip á vettvang til að draga skipið til lands. Fór varðskipið með skut- togarann inn á Patreks- fjörð þar sem kafarar frá varðskipinu skáru úr skrúfu skipsins aðfaranótt laugardagsins. Þaðan hélt Guðbjörg síðan til ísa- fjarðar. Slæmt sjóveður hefur verið á miðunum víóa kring um land síðustu daga. Hátíðarútgáfa þjóð- lagasafns séra Bjarna HIN fágæta bók, Islenzk þjóðlög, safn séra Bjarna Þorsteinssonar, hefur verið ófáanleg á Islandi í langan tíma, en bókin var fyrst prentuð í Kaupmannahöfn 1906—1909 og var gefin út á vegum Carlsbergsjóðsins. Hefur bókin ekki verið prentuð síðan, en nú í vikunni kemur út sérstök þjóðhátíðarútgáfa af bókinni og er það Siglufjarðarprentsmiðja, sem gefur hana út í fyrsta skipti á lslandi. A undanförnum árum hefur það vart komið fyrir, að gamla útgáfan hafi fengizt hjá fornbókasölum, en hún hefur kostað tugi þúsunda þegar svo hefur borið undir. Stálu sex ávísanaheftum og byrjuðu að gefa út A MIÐVIKUDAG fyrir hálfri annarri viku, var brotizt inn i Trésmiðju Austurbæjar og stolið þaðan reiknivél, ritvél og sex tékkheftum. Þjófarnir fundust bráðlega og reyndust vera þrír. Þá voru þeir búnir að gefa út 10—20 ávísanir en ekki munu upphæðirnar hafa verið háar. Hátíðarútgáfa Siglufjarðar- prentsmiðju er ein af þremur bókum, sem gefnar eru út á árinu sérstaklega með leyfi þjóðhátíðar- nefndar til að hafa merki þjóð- hátíðarársins, en hinar eru I.anci náma og Ferðabók Eggerts og Bjarna. Hátíðarútgáfa Siglu- fjarðarprentsmiðju er númeruð og gefin út í 1100 eintökum, en númer bókanna eru frá 874—1974, ein bók fyrir hvert ár af 1100 ára byggð i landinu. Bókin mun kosta um 8000 kr., en hún er um 1000 blaðsíður að stærð og kemur út í nákvæmlega sama broti og upprunalega útgáfan. Yfir 300 lög af ýmsum gerðum eru i bókinni, en að sögn Sigur- jóns Sæmundssonar forstjóra Framhald á bls. 47 Seldu fyrir 630 millj. króna árið 1973 — Áherzla verður lögð á markaðinn í Belgíu LÖNDUNARBANNIÐ I VÞýzka- landi mun eðlilega koma nokkuð hastarlega við íslenzk fiskiskip, því á árinu 1973 seldu þau fisk í Þýzkalandi fyrir 630,2 millj. kr. og frá áramótum til októberloka þessa árs hafa þau selt fyrir 403,4 millj. kr. Hvað skipin gera er Geirfinnsmálið: MENN ATHUGAÐIR í REYKJAVÍK Rannsóknarlögreglan I Kefla- vik heldur markvisst áfram að vinna að könnun Geirfinnsmáls- ins. 1 gær fóru þeir Haukur Hækkun á tóbaki og áfengi: Sígarettupakk- inn í 127 kr. — Vodkaflaskan í 2000 kr. AFENGI og tóbak hækkar frá og með morgundeginum 2. desem- bcr. Sígarettur hækka þá um 10% og áfengi um 15%. Nokkuð er um liðið frá því, að þessar vöruteg- undir ha-kkuðu sfðast, t.d. urðu engar hækkanir á þessum vörum við sfðustu gengisiækkun og sið- ustu söluskattshækkun. Hjá Jóni Kjartanssyni, forstjóra Afengis- og tóbaksverzlunar rfkisins, fcng- um við þa‘r upplýsingar, að venjulegur sígarettupakki kost- aði eftir hækkunina 127 kr., en kostaði áður 115 kr. Eftir hækkunina á víninu mun t.d. rússneskt og ameriskt vodka kosta 2050 kr. flaskan, pólskt vodka mun kosta kr. 1960 og íslenzkt Tindavodka kr. 1750. Brennivinsflaskan mun kosta eft- ir hækkunina kr. 1440 og Wiskey- flaskan kr. 2150 að meðaltali. Sama prósentuhækkun verður einnig á léttum vínum og eftir hana munu frönsk rauðvín kosta kr. 550—1600 og spænsk rauðvín 470—630 kr. Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaður og Valtýr Sigurðs- son fulltrúi til Reykjavfkur. Þar ætluðu þeir að athuga með nokkra menn, sem t.d. hafa unnið með Geirfinni og vitað er að þekktu hann og bera einhvern svip af styttunni. Þá er einnig verið að kanna feril Geirfinns frekar og tengsl hans við annað fólk, þá eru kann- aðar brottfarir af landinu á þess- um tfma frá því, að Geirfinnur hvarf og þannig er unnið á fjöl- margan hátt að þvf að þrengja hringinn. Hæsta meðal verðið í Danmörku VlÐIR frá Neskaupstað seldi 1128 kassa af síld í Skagen í gær- morgun fyrir 113.817,40 kr. danskar eða rúmlega 2,3 millj. ísl. kr. Meðalverðið, sem skipið fékk fyrir síldina, var kr. 53,50, sem mun vera hæsta meðalverðið, sem fengizt hefur á þessu síld- arúthaldi í Norðursjónum. ekki gott að vita, en útgerðar- menn hafa upplýst Morgunblaðið, um það, að þeir muni senda skip sfn í ríkari mæli til Belgfu og láta þau selja I Ostende. Frá Ostende er fiski dreift vfða um Evrópu m.a. f rfkum mæli til Þýzkalands. Þá getur einnig farið svo, að ein- stöku skipstjóri, leggi nú meiri áherzlu á að ná í fisk, sem hentar enska markaðnum, en það er þorskur, ýsa og flatfiskur. Aftur á móti er ufsinn f mjög háu verði í Þýzkalandi og sömuleiðis stór karfi. Eins og fyrr segir seldu íslenzk skip fyrir 630,2 millj. kr. í Þýzka- landi á s.l. ári. Skiptust söluferð- irnar þannig, að bátar fóru 62 ferðir með 4.062 lestir, sem seldust fyrir 174 millj. kr., minni skuttogarar fóru 10 ferðir með 1.177 lestir, sem seldust fyrir 54,2 millj. kr. og stærri skuttogarar og síðutogarar fóru 69 söluferðir með 9.435 lestir, sem seldust fyrir 402 millj. kr. Það sem af er þessu ári hafa bátarnir farið 28 ferðir með 1687 lestir sem selzt hafa fyrir 104 millj. kr., minni skuttogarar hafa farið 4 ferðir með 489 lestir og sá afli hefur selzt á 29 millj. kr. og stærri skuttogarar og siðutogarar hafa farið 32 söluferðir með 5406 lestir, sem fyrir hafa fengist 272,4 millj. kr. Svíar vinna að kortagerð fyrir Austfjarðavirkjun KORTAGERÐ, sem byggir á mæl- ingum er gerðar hafa verið á svæði hugsanlegrar Austurlands- virkjunar, er f vinnslu hjá fyrir- tækinu Viak í Svíþjóð. A Orku- stofnun von á að því verki verði lokið á fyrstu mánuðum næsta árs. Þá tekur við mikilreikni- vinna, sem standa mun fram undir vor, en þá ætti að liggja fyrir betra yfirlit yfir virkjunar- möguleikana. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Hauki Tómassyni, jarðfræðingi hjá Orkustofnun, er spurzt var fyrir um væntanlega hagkvæmd slíkrar virkjunar. Ekki vildi Haukur fullyrða að Austfjarðavirkjun væri einhver hagkvæmasta virkjun, sem hægt væri að fá í Evrópu, en sagði allt benda til að hún yrði mjög hag- kvæm, en hversu hagkvæm sæist ekki fyrr en að loknum útreikn- ingum í vor. Töluverðar upplýsingar liggja fyrir um jarðfræði þessa svæðis. En eftir að kortagerð lýkur, þarf að fara að reikna út hinar stóru stíflur og hvar þær eiga að koma. Þá eru eftir allar djdpkannanir með borunum, því hingað til hafa allar jarðfræðirannsóknir farið fram á yfirborðinu. 1 Jökulsá á Brú myndi koma há og vandasöm stífla og þyrfti miklar kannanir í sambandi við hana, sem ekki þyrfti þó að hefja strax í upphafi. Byrjað yrði að virkja Jökulsá á Fljótsdal, sem ein er stærri en Búrfellsvirkjun. Næsta skref yrði að safna i Eyjabakkalón með skurðum og auká rennslið og eftir það kæmi að virkjunum á Jökulsá Framhald á bls. 47 6 manna nefndin á fundi í dag 6 MANNA nefndin sem fjallar um verð landbúnaðarvara heldur fund í dag kl. 2. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér var ekki lokið við að ná ýmsum endum saman í gær, en nefndin heldur áfram störfum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.