Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 ATXimA AW Bókarar — Gjaldkeri Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík, sem stundar alþjóðlegan rekstur, óskar eftir að ráða vana bókara eða skrifstofumenn, svo og gjaldkera strax. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi auk starfsþekkingar allgott vald á enskri tungu. I boði er fjölbreytileg vinna og góð kjör fyrir hæfa umsækjendur. Tilboð merkt: „International — 4643" sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 7. desem- ber n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Húsnæði — Húshjálp Hjón eða einstaklingur óskast til að annast eldri hjón, sem hafa fótavist að nokkru leyti. Gott húsnæði fyrir hendi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 5. desember merkt „Aðstoð — 8804". Telpa óskast til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími kl. 1 —5 e.h. Morgunblaðið Bakari — Afgreiðslustúlka Bakari eða aðstoðarmaður óskast til starfa í bakarí, ennfremur stúlka til afgreiðslu- starfa hálfan daginn. Upplýsingar í síma 33435 og 72286. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða stúlku í Berklavarnardeild við afgreiðslu, spjaldskrá og vélritun. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist forstöðukonu fyrir 1 2. desember n.k. Viðskiptafræðingur óskast sem framkvæmdastjóri fyrir Prjónastof- una DYNGJU h.f. á Egilsstöðum. Fyrirtækið hefur mikla möguleika til vax- andi umsvifa og er starfið því áhugavert fyrir ungan, áhugasaman og hugmynda- ríkan mann. Húsnæði á staðnum er fyrir hendi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu vorri, og eru þar veittar nánari upplýsingar. HANNARR S/F Reks trarráð gja far Höfðabakka 9, sími 38130. Afgreiðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslu í litla raftækja- verzlun eftir hádegi. (Allur dagurinn kem- ur til greina). Skrifleg umsókn leggist inn á afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Rafrækja- verzlun — 7435". Frá Strætisvögnum Reykjavíkur Óskum eftir að ráða fastan starfsmann á verkstæði vort á Kirkjusandi. Aðalverk- efni: Daghreinsun á verkstæði og smærra viðhald utanhúss og innan. Vinnutími kl. 07.30 til kl. 15.45 mánud. — föstu- daga. Laun samkv. 6. launaflokki borgarstarfs- manna. Ráðningartími frá n.k. áramótum. Nánari upplýsingar gefur Haraldur Þórðarson í síma 32024 kl. 13.00 til 1 4.00 frá og með þriðjud. n.k. Vaktmenn Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar óskar að ráða vaktmenn til starfa við sameiginlega vaktþjónustu borgarstofnana, sem stað- sett verður í Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar, Skúlatúni 1. Upplýsingar um starfið gefur forstjóri Vélamiðstöðvar í síma 18000 næstu daga. Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. félagsráðgjafa í fullt starf eða hluta af starfi. Umsóknarfrestur til 31. des n.k. 2. fóstru með framhaldsmenntun til að annast umsjón með barnaheimilum er Sumargjöf rekur. Umsóknarfrestur til 31. des. n.k. 3. forstöðukonu og fóstru að leikskólanum Árborg við Hlað- bæ. Umsóknarfrestur til 14. des. n.k. Reykjavík 28. nóv. 1 974. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF. Trésmiðir með meistararéttindi geta bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í símum 72973 og 73666. Afgreiðslumaður Traust fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða áreiðanlegan og reglusaman mann,, á aldrinum 25—40 ára, til afgreiðslu og skrifstofustarfa. Góð vinnuskilyrði og mötuneyti á staðnum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sem farið verður með sem trúnaðar- mál, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. desember, merktar „Framtíðaratvinna 4649". Kona óskast til ræstinga. Upplýsingar í síma 83374. Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk á skrifstofu vora í Mosfellssveit. Karl eða konu til bókhaldsstarfa, aðeins vanur aðili kemur til greina. Karl eða konu til starfa við launaútreikn- inga og skýrslugjörðir. Upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 66300 frá kl. 8 — 16. Á/afoss h.f. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 57. og 60. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 974 á Kársnesbraut 59, þinglýstri eign Björns Emilssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. desember 1 974 kl. 1 1. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Hafnarfjörður Jólafundur kvenfélagsins Hrundar verður miðvikudaginn 4. desember kl. 8.30 í félagsheimilinu Linnetstíg 3. Fundarefni: Jólahugleiðing séra Bragi Friðriksson. Kvikmynd Eldeyjan. Einsöngur Ingveldur Hjaltested. Happdrætti. Kaffi. Stjórnin. MARGFALOAR [ÖIíllMlMil 2Hox*0uuWatuí> 2Hov£unWaíní> Nauðungaruppboð sem auglýst var i 57., 58. og 60. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 974 á Hjallabrekku 47, þinglýstri eign Bjarna Kjartanssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. desember 1 974 kl. 16. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 58. og 60. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 974 á Auðbrekku 7, þinglýstri eign Helga Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. desember 1974 kl. 1 6.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 57., 58. og 60. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1974 á Skólagerði 64, þinglýstri eign Þórarins Jakobssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 9. desember kl. 1 5.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.