Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 Risaveldi kvik- myndaiðnaðarins Við sem burðumst með kvik- myndabakteríuna innra með okkur, könnumst við þá spennu sem er því samfara er ljósin í sýningarsalnum slökkna. Það dregur úr skrjáfinu í sælgætis- bréfunum og lækkar í gest- unum, þótt einstaka kjaft- askar og fimmaurabrandara- karlar eigi bágt með sig. Mér er það minnisstætt frá uppvaxtarárunum, að þá lögðu hin stóru dreifi- og framleiðslu- fyrirtæki Hollywood mikið upp úr því að eftir vörumerkjum þeirra væri tekið, en þau birt- ast einmitt. fyrst af öllu í myndarbyrjun. Ljónið hjá Metro-Goldwyn-Mayor öskraði hátt og tígulega, hljóðmerkin sem heyrðust með R.K.O. merk- inu voru framandi og torráðin, lúðrastef 20th Century-Fox kvikmyndafélagsins get ég enn raulað í huga mér, o.s.frv. En nú er öldin önnur. Kvik- myndaverin þar vestra hafa „moderniserast" í auglýsinga- tækni, líkt og önnur fyrirtæki. Merki þeirra hafa verið einföld- uð (sumra oft), og eru þau nú öll miklu risminni, og lúðra- blásturinn er hljóðnaður. Af menntagyðjunni hjá Col- umbia er nú ekkert eftir nema blysið, Metro-ljónið er löngu þagnað, R.K.O. er farið á haus- inn. Það var siðast 20th Century-Fox sem )ét undan tískunni og breytti það merki sínu í fyrra. Eftir er ósköp lítil- látur svipur þess garhla, en enginn blástur, engir ljóskast- arar, ekkert „show“. Para- mount heldur reyndar enn tryggð við sitt gamla tákn, fjallstoppinn, en hann hefur breyst. Nú má lesa í undirhlíð- um hans A GULF + WESTERN COMPANY. Þau hafa nefnilega orðið örlög Hollywoodkvik- myndaveranna að verða keypt af risafyrirtækjum, í dag er það 20th-Fox eitt, sem rekið er af samnefndu hlutafélagi. En tilgangur þessarar greinar er ekki sá að gráta þess- ar breytingar. Heldur er ætl- unin að kynna þau kvikmynda- fyrirtæki sem hér um ræðir. Því þrátt fyrir þá staðreynd að bandarískar kvikmyndir séu uppistaðan í því kvikmyndavali sem hér er boðið til sýninga árlega, tel ég ólíklegt að al- menningur þekki nokkuð til þessara framleiðslurisa. COLUMBIA PICTURE INDUSTRIES Columbia hefur lengi mátt þola það að vera kallað „annað hinna tveggja litlu“, hitt er Universal. Það er stofnað árið 1924 af einum harðsvíraðasta framleiðanda allra tima, Harry Cohn. Hann þótti ekki vaða í vitinu, lagði oft í tvísýn ævin- týr, var ruddamenni hið mesta og var uppnefndur fyrir allt þetta' „King Cohn“. Framundir miðja öldina flaut Columbia á ósköp lágkúrulegri framleiðslu, ef undan eru skild- ar myndir Frank Capra, Kram- ers og örfáar aðrar. Um og eftir ’50 byrjar sVo nokkur velgengni fyrirtækisins, og stóð hún fram á síðasta ár. A þessu tímabili hafa komið fram allmargar ágætismyndir, þ. á m. ALL THE KINGS MEN, BORN YESTERDAY, FROM HERE TO ETERNETY, ON THE WATERFRONT, THE BRIDGE ON THE RIVER KWAI, LAW- RENCE OF ARABIA, MAN FOR ALL SEASONS, FUNNY GI^L, o.fl. Árið 1968 tók svo Columbia að sér að dreifa myndinni Easy Rider, en á henni hagnaðist fyrirtækið gífurlega. En á þessu ári er staða Col- umbia orðin mjög alvarleg. Hlutabréf þess hafa kolfallið í verði, það er í rauninni ein mynd sem hefur bjargað kvik- myndaverinu frá gjaldþroti. Er það THE WAY WE WERE, leikstýrð af Sidney Pollack og með þeim Barbra Streisand og ' Robert Redford í aðalhlut- verkum. En þetta er engin ný bóla i henni Hollywood; það hefur margoft áður gerst að aðeins ein kvikmynd hafi næstum riðið kvikmyndaveri að fullu, en önnur vel heppnuð reist það við. Kvikmyndafram- leiðsla er eitt stórt fjárhættu- spil. Það er því engin ástæða til að ætla að Columbia Pictures komist ekki útúr yfirstandandi efnahagsvanda. Hér á landi er það Stjörnubíó sem umboð hefur fyrir Columbia og sýnir myndirþess. METRO COLDWYN MAYER Hér i eina tíð var MGM vold- ugasta kvikmyndaver heims, með skínandi stórstjörnur eins og Gretu Garbo, Clark Gable, Lionel Barrymore, Joan Craw- 1--------------------------- I Austurbæjarbíó | BLUME IN LOVE I ★ ★ ★ Handrit Mazurskys er ekkert gerviþvaður, og I þar af leiðandi er þessi af- bragðsmynd um ástir og svik ekkert yfirborðskjaft- æði sem enga hliðstæðu á i raunveruleikanum, eins og | svo oft vill brenna við i kvik- ' myndum. Heldur er hún 1 hótfyndin, sannferðug, og umfram alit mannleg lýs- 2 ing á einmanalegu ástandi * hinna nýskildu, (en ennþá ástföngnu). Mazursky. (BOB | & CAROL & TED & ALICE, HARRY AND TONTO), er I tvimælalaust einn eftir- I tektarverðasti kvikmynda- höfundur Bandaríkjamanna ■ I dag. Það má bæta því við, | að búið er að stilla upp i Gamla bió, mynd hans, * ALEX IN WONDERLAND. | S.V. I Gamla bíó LIBIDO 0 Þrjár stuttar ástralskar I myndir um kynhvöt og af- brýði. Upphaflega munu * þær hafa verið fjórar, en ein hefur helzt úr lestinni, ein- I hvers staðar á þessari löngu I leið. Ekki svo að skilja að hennar verði saknað óskap- lega og vonandi er þetta I ekki sýnishorn af ástralskri kvikmyndagerð í dag. SSP. I___________________________ ford, Jean Harlow, Spencer Tracy, Laurel og Hardy og Marxbræður, fastráðnar. Þá var æðsti draumur hvers leik- kvik-i » myncJt ■ ■ /íöcin j 1 SIGUROUR SVERRIR PÁLSSON SÆBJÖRN VALDIMARSSOt Þessi mynd er sönnun þess að ástralir eru á svip- uðu frumstigi i kvikmynda- gerð og vér fslendingar. Hér eru sagðar þrjár smásögur úr hversdagsiifinu, og reynt er að gægjast örlftið undir yfirborðið, en því miður með fálmkenndum hætti byrjandans. s.V. Laugarásbíó Laugarásbfó: Geimveiran (The Andromeda Strain) ★ ★ ★ Það má segja, að Geimveiran sýni manninn f sinni ómannlegustu mynd. I bók Crichtons, sem myndin er byggð á, er framtfðarspá hans sú, að maðurinn verði algjörlega á valdi þeirrar tækni, sem hann hefur komið sér upp, og ráði tæp- ast við hana. Með tækni- brölti sfnu úti í geimnum eigi maðurinn á hættu að bera banvæna sýkla til jarðar, sem okkar vfsindi kunna engin deiii á. Adeila Crichtons rfs einna hæst, þegar vísindamennirnir eru sótthreinsaðir margoft, áður en þeir taka til starfa, en eins og einn þeirra segir: „Það er hlægilegt, að ein- ara að komast á samning hjá MGM. Velgengnisárin stóðu fram til 1950. Þá fór að draga úr aðsókn að kvikmyndahúsum, aðallega vegna tilkomu sjón- varpsins, og MGM var blindað af fornri frægð. Og nú er öldin önnur. I fyrra gafst kvikmyndaverið upp á því að dreifa sinni eigin fram- leiðslu, og fór m.a. útí umsvifa- mikinn hótelrekstur. United Artists dreifir nú myndum MGM með mjög góðum árangri, og í dag er þó nokkur gróska í kvikmyndaframleiðslu hjá þessu gamla risaveldi. Það væri langt mál að teija upp allarþær myndir frá MGM, sem vinsælda hafa notið. Það sérhæfði sig í gerð afþreyingar- mynda þegar í upphafi, og hér verður aðeins getið örfárra þeirra: THE FOUR HORSE- MEN OF APOCALYPSE, mitt maðurinn skuli vera einhver skítugasti hiuturinn á jörðinni". Adeilan á hið ómennska umhverfi sem vís- indamennirnir hafa skapað sér, er undirstrikuð ræki- lega i lokin, þegar einn þeirra verður að fara úr sótt- hreinsuðum og lokuðum búningi sínum og gripa til venjulegri aðgerða, þá kviknar á sjálfvirku kerfi, sem tilkynnir, að „dýr hafi sloppið inn f miðkjarna vfs- indastofnunarinnar". Leik- stjóri er Robert Wise, en þekktustu myndir hans eru vafalaust West Side Story, Sound of Music og Star. SSP. if if Tæknibrögð kvik- myndarinnar slá hátt uppf töfra „2001“ og tekst Wise furðu oft að magna upp spennu með því að láta áhorfandann snarblína á einhverjar galdramaskfnur framtfðarinnar og furðutól, sem hann kann lítil sem engin deiii á. Það er vei gert, og þá sérstaklega þegar haft er f huga að sfðasta mynd Wise á undan þessari var engin önnur en SOUND OFMUSIC! En þó maður æski þess ó (joklinu GONE WITH THE WIND, WUTHERING HEIGHTS, THE BEST YEARS OF OUR LIVES, MRS. MINIVER, GIGI, HIGH SOCIETY, CAT ON A HOT TIN ROOF, (sem löngum hefur verið ein af uppáhaldsmyndum undirritaðs); BEN HUR, THE WIZARD OF OZ, NORTH BY NORTHWEST, DOCTOR ZHIVAGO, ZABRISKIE POINT, BLOW UP, 2001: A SPACE ODYSSEY, WEST- WORLD. Listinn er orðinn langur nú þegar. Velþekkt atriði úr frægum MGM myndum voru sett saman í tveggja tíma langa kvikmynd, sem frumsýnd var í sumar. Nefnist hún THAT’S ENTER- TAINMENT, og hefur hlotið bullandi aðsókn. Sú mynd sem MGM bindur hvað mestar vonir við á næstunni er OCCU- PATION, REPORTER, nýjasta verk Antonionis. Fer Jack Nicholson með aðalhlutverkið ásamt Mariu Schneider, (LAST TANGO IN PARIS). Gamla Bíó hefur umboð fyrir MGM á Is- landi. REPUBLIC OG R.K.O. RADIO PICTURES Bæði þessi kvikmyndaver hafa nú runnið skeið sitt á enda, og ég hefði gjarnan sleppt því fyrrnefnda ef ekki hefði verið fyrir Roy Rogers myndirnar gömlu og góðu. Þó það hafi svo sem ekki alltaf verið hátt á þeim risið, þá eru þær óneitanlega ljúfar endur- minningar minnar kynslóðar, fyrsta kvikmyndareynsla margra okkar og settu drjúgan svip á bernskubrekin og leik- ina. R.K.O. var um alllangt skeið eitt af stærstu kvikmynda- verunum vestra. Það var stofn- að 1921, og hafði á sínum vel- gengnisárum samningsbundnar stórstjörnur á borð við Cary Grant, Katharine Hepburn, Spencer Tracy og John Wayne. Meðal þekktra mynda frá R.K.O. má nefna CIMARRON, KING KONG, THE INFORM- ER, SUSPICION, og FORT APACHE. Þá dreifði það einnig myndum fyrir Walt Disney, Selznik og Goidwyn. Howard Hughes náði tangarhaldi á kvikmyndaverinu árið 1948 og fimm árum síðar var það selt sjónvarpsefnisframleiðendum (DESILU Playhouse). S.V. kannski ekki að von Trapp fjölskyldan tralli fyrir mann nokkur aukanúmer, þá gerir öll þessi tölvuvæð- ing og tækniglys myndina hálf einstrengingsiega ómannlega og oft fráhrind- andi. Wise hreinlega mis- takast fangbrögðin við mannfólkið, þá sjaldan hann ætlar að gefa þvi tæki- færi. S.V. Stjörnubíó Stjörnubfó: CISCO PIKE. if Cisco er söngvari og laga- smiður, nýsloppinn úr fang- elsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir að dreifa eiturlyfjum. Hann ætlar að hætta í eiturlyfjunum, en lögreglumaður nokkur (Gene Hackman) þröngvar honum til að dreifa fyrir sig 100 kilóum af grasi. Óheiðarleiki lögreglu- mannsins, sem byggist á óréttiátum launasamningi við rfkið, bitnar á góðviljuð- um en ístöðulausum þegni hins sama ríkis. Afleiðingar eiturlyfjaneyslunnar, dauði og vesaldómur, láta heldur ekki á sér standa. 1 mynd- inni er mikil músik og nokkur ágætis lög, en f heildina er hún fremur sundurlaus. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Bill Nort- ons, sem einnig samdi kvik- myndahandritið. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.