Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 10

Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 zv t%% v GRÓDRARSTÖDIN STJÖRNUGRÓF 18 SÍMt 84550 Plöntusalan hafin Tré, runnar, stjúpur og fjölærar plöntur. Opið virka daga frá kl. 9—12 og 13—22 sunnudaga frá kl. 10—12 og 13 —19 Pétur M. Jónasson háskólakennari frá Kaupmannahöfn heldur fyr- irlestur í Norræna húsinu föstudaginn 9. maí klukkan 20:30, um Lífríki Mývatns og sér- kenni þess. Allir velkomnir. NORRíNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Hljómeyki TÓNLEIKARNIR hófust með þvi að Rut Magnússon, Guðfinna Dóra Olafsdóttir og Rúnar Einars- son með undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar fluttu fjögur lög eftir Henry Purcell. Rúnar er mjög reyndur og traustur kór- söngvari og skilaði sínu mjög sómasamlega. Guðfinna Dóra kom á óvart. Það er eins og röddin sé að koma fram, stór og hljómmikil. Hún er góður tónlistarmaður og mikilhæfur söngvari, en þyrfti að aga betur framkomu sina. Gestir á þessum tónleikum voru; Jósef Magnússon flautu- leikari, Páll Gröndal cellóleikari og Jónas Ingimundarson pianó- leikari. Konur — megrun Nú eru að hefjast ný námskeið í vinsælu megrunarflokkunum okkar. Þessi námskeið standa yfir í 4 vikur, og eru hugsuð fyrir konur sem þurfa að léttast um 15 kg. eða meira. Læknir gefur holl ráð. Sérstakur matarkúr. Vigtun, mæling, gufuböð, Ijós. Einnig er hægt að fá megrunarnudd. Öruggur árangur, ef viljinn er með. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 1 3—22. Júdódeild Ármanns, Ármúla 32. Eru verðin á úrvalsferðum til Mallorca í raun og veru lægri en áður? 6/6-20/6 1/8-15/8 Gislisfadir: APOLO 2 i íbúö 3 f íbúö 4 í íbúö 23/5 5D 45.500 43.000 39.000 4/7-18/7 15D 48.000 45.500 41.500 29/8 15D 51.800 49.300 47.000 2/9 15D 50.800 48.300 46.000 26/9 15D 46.000 43.000 40.000 10/10 40.000 37.000 33.000 VILLA MARII 2 í íbúö 47.000 49.500 54.000 52.900 51.000 44.000 3 i íbúö 44.000 46.500 52.400 50.400 48.000 41.000 4 i ibúö 41.500 44.000 50.000 47.900 45.000 38.000 IIOTKL PLAYA MARINA por person 53.700 56.200 59.900 59.900 59.900 53.700 HOTELAYA per person 49.300 51.800 57.600 57.600 57.600 49.300 IIOTEL PAX per person 51.500 54.000 58.600 58.600 58.600 51.500 BÖRN APOLO OG VILLA MAR 3— 6 ára 23.900 25.000 28.000 27.700 24.000 20.000 7—11 ára 26.900 27.500 31.700 30.700 27.000 23.000 12—15 ára 28.900 30.000 34.600 33.600 29.000 26.000 Öll hótel með fullu fæði, íbúðir án fæðis. Gert 23. apríl ’75. Einstakt tækifæri fyrir alla fjöl- skylduna með hagstæðari verðum fyrir börnin. URVAL 1970 19751 FERDAUÓNUSTA FARARSTJÓRN FERDASKfí/FSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900 Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Þeir fluttu tríó i D-dúr eftir Haydn og tríó eftir Bohuslav Martinu. Þessi tilbreytni var vel til fundin og sérlega gaman að triói Martinu, þar sem skiptast á ómblíðar línur og hljómar og nú- timaleg mishljóman vafin í léttan og skemmtilegan hryn. Flutning- ur var vel útfærður og flytjend- um til sóma. Hljómeyki er skipað þrautreyndu söngfólki, sem skilaði sínu verki vel, og á köflum með glæsibrag. Þó er töluvert ósamræmi i hljómgæðum radd- anna. T.d. vantar fyllingu i tenor- raddirnar og sópraninn er of hlé- drægur, sem virðist vera vegna söngvenja fremur en raddgerðar, ef marka má frammistöðu Guð- finnu Dóru, t.d. í laginu Fine knacks for ladies eftir John Dow- land og einsöng hennar í The Blue bird eftir Stanford. Þessi vöntun á hljómfyllingu verður áberandi vegna raddbreiddar alt- og bassaraddanna, sem eru óvíða i sambærilegum kórum skipaðar eins hljómfögrum röddum. Söngskrá kórsins spannar 400 ára sönghefð Englendinga, allt frá Thomas Morley til Richard Rodney Bennet, sem átti þarna tvo frábæra madrigala. Þrátt fyr- ir þennan mun, sem er á hljóm- gæðum raddanna, var flutningur kórsins mjög góður, þegar þess er gætt að viðfangsefnin eru mjög erfið og viðkvæm í flutningi, sem náði hámarki í Five Flower songs, eftir Benjamín Britten. Eitt var þó ómögulegt og það var dagur- inn. Endurtekning á þessum tón- leikum ætti ekki að vera nein áhætta. Tónleikar sem þessir eru merkilegri en svo að örfáum séu veitt þau sérréttindi að njóta þeirra og þá miklu vinnu sem söngvararnir og þá ekki sízt Rut Magnússon hafa hér lagt fram, þarf að nýta betur en sem eyrna- gaman fyrir örfáa söngaðdáend- ur. Bíllinn fór 6 veltur SNEMMA á sunnudagsmorgun- inn lenti Hafnarfjarðarlögreglan f eltingarleik við stðra ameríska bifreið en lögreglumönnunum hafði þótt aksturlag hennar eitt- hvað ðöruggt. Barst eltingarleik- urinn frá Keflavíkurveginum f átt til Kðpavogs og þegar kom að brúnni yfir Kðpavogslækinn gerðist það, að ökumaður amerfska bflsins missti stjórn á bílnum, sem rakst á annan brúar- stólpann og valt sfðan einar 6 veltur áður en hann stöðvaðist. Að vonum varð eltingarleikur- inn ekki lengri og ökumaður og farþegi, sem var stúlka, færð til yfirheyrslu en bæði sluppu með lítil meiðsl þótt bíllinn lægi eftir ónýtur. Kom í ljós, að bæði voru ölvuð, pilturinn 14 ára, og að sjálfsögðu réttindalaus, og stúlk- an 15 ára. Höfðu þau stolið biln- um þá um nóttina við verzlun Kr. Kristjánsson við Suðurlands- brautina og voru rétt að hefja ökuferðina þegar lögreglan kom auga á þau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.