Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 Hátíðarsamkoma í Háskólabíói fimmtudaginn 8. maí, uppstign- ingardag, k/. 20.30 í tilefni 30 ára afmælis sigursins yfir fasistaherjum Hitlers. Dagskrá 1. Lúðrasveit Húsavikur leikur áður en samkoman hefst og i upphafi hennar. Stjórnandi: Robert Bezdek. 2. Þórarinn Guðnason læknir setur samkomuna og kynnir dagskrár- atriði. 3. Ávarp: Einar Ágústsson utanrikisráðherra. 4. Ávarp: Géorgij N. Farafonof sendiherra Sovétrikjanna á (slandi. 5. „Forleikur um gyðingastef" fyrir strokkvartett, klarinettu og pianó op. 34 eftir Sergei Prokovéf. Flytjendur: Gísli Magnússon, Graham Bagg, Gunnar Egilsson, Helga Hauksdóttir, Janina Klek og Pétur Þorvaldsson. 6. Karlakórinn Þrymur á Húsavik syngur undir stjórn Róberts Bezdek. 7. Einleikur á pianó: Agnes Löve. 8. „Stalingrad". Baldvin Halldórsson leikari les Ijóð Jóhannesar úr Kötlum. 9. Einleikur á fjórar dojrur (bjöllutrumbusettj: Kakhramon Dadaéf. 10. Kvartett, skipaður tékkneskum hljóðfæraleikurum úr Sinfóniu- hljómsveit íslands, leikur. 11. Einsöngur: Galina Múrzaj. Undirleikur á bajan: Vladimir Ljaposjenko. 1 2. Samkomuslit. Öilum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Undirbúningsnefnd. VOR-sýning 30 mismunandi útgáfur af HJÓLHÝSUM-TJALDVÖGNUM - SUMARHÚSUM Ensk sumarhús - A-line- Ótrúlega hagstætt verð. 5 teg. Tjaldvagnar Amerískir: Steury 2 teg. Coleman 2 teg. Þýzkir: Camptourist. Af því takmarkaða magni, sem kemur á þessu ári er hluti kominn. ________________ Sýningin stendur yfir frá 3. maí til 11. maí að báðum dögum meðtöldum. Opið daglega frá kl. 1:30 til 9:30 að kvöldi. (Einnig laugardaga og sunnudaga) Gísli Jónsson & Co. hf.f Sundaborg — Klettagorðum 11 — Rvík. Simi 86644 Tilkynning til hunda- eigenda í Grindavík Athygli hundaeigenda er hér með vakin á þvi að samkvæmt samþykkt um hundahald i Grindavík rennur frestur til að ganga frá skráningu hunda út 1 5. mai n.k. Óskráðir hundar verða fjarlægðir eftir þann tima. Sjá nánari götuauglýsingum. Bæjarstjórinn í Grindavik. Hvítasunnuferð um Snæfellsnes. Brottför frá B.S.Í. kl. 14 laugardag. Gengið á jökul ef veður leyfir á sunnudag. Komið til baka að kvöldi 2. í hvítasunnu. Gisting að Lisuhóli. Guömundur Jónasson h.f. Borgartúni 34, sími 35215. JACO MARINE teg. 0130. Sérstaklega skemmtilegar ekta mokkasínur fyrir "'tT.— sumarleyfið. Hafa m.a. þá sérstöðu að vera með botnum sem siglingakeppendur I Ólympíuleikunum voru hafðir I ráð- um með og skinnið er meðhöndlað gegn saltvatni. Litir: Blátt/hvítt og brúnt. Verð 6.290. age Domus Medica sími 18519 Póstsendum samdægurs. Nýtt frá J ACO Ekta handsaumaðar MOCCASÍNUR teg. 5640 Tízka allra tíma — mjúkar og þægilegar mokkasíur úr nappaskinni skinnfóðraðar. Litur: Millibrúnt. v/erð 6.290. Einnig sama snið með kínahælum í Ijósbrúnum lit með blágrænu tástykki. Verð 5.895. — Myndlist Framhald af bls. 20 hægt að gera eftirlíkingar af prýðilegum málverkum með ná- kvæmni og á sannverðugan hátt. Sú eftirlíkning sem þannig fáist, njóti ávallt sömu aðdáunar og frummyndin, og hún sé viður- kennd sem endursköpun á lista- verkum. Hér staðnæmist ég við lesturinn, þvi að þetta kernur mér spánskt fyrir sjónir, þar sem löngu er búið að viðurkenna grafík sem sjálfstæða listgrein með eigin yfirbragði og í engum beinum tengslum við málaralist- ina. Ég veit, að þannig var litið á grafík-list fyrr á öldum, en hún er ekki lengur nein „ancilla pictur ae“, vinnukona iistarinnar. Það kemur mér einnig undariega fyrir sjónir, að margt myndanna á sýningunni eru ekki í frumgerð sinni (originai þrykk), heldur svo sem stendur i sýningarskrá tréstunguuppprentanir, hvað sem það á nú að þýða, en þó skilst mér, að þetta séu eftirprentanir á frum-grafískum myndum, sem á máli fagmanna á vesturlöndum nefnast „ræningjaþrykk“ og er eitt af því sem tröllríður vest- rænum markaði i dag. Frum- myndir meistaranna eru teknar traustataki og eftirmyndir gerðar af þeim, og síðan er þessu laumað á markaðinn sem gildri vöru og eru það oft einungis færustu fag- menn, sem greint geta á milli frum- og falsþrykks með berum augunum. Ef um væri að ræða þróunarsýningu á kínverskri grafik væru hinar svonefndu tréstunguuppprentanir meira en réttlætanlegar, en þeg- ar um er að ræða nýlegar myndir, veit maður hreint ekki hvað maður á að haida. Sem betur fer eru nefndar uppprentanir í minnihluta og aðallega undir heitinu Nýjárstré- stungumyndir, skrautlegar og mjög einlægar litmyndir af fólki og aðallega notaðar til þess að vekja upp tilfinningar fagnaðar og gleði yfir komu nýs árs, auk þess sem menntunargildi þeirra á að vera mikið. Það er orðinn mikilvægur þáttur i menningar- lifi verkafólks áð teikna slikar nýjársmyndir og njóta þeirra. Undirritaður efast mjög um, að venjulegt verkafólk hafi vald á jafn þróaðri tækni og þar kemur fram, en hugtök má sjálfsagt skilja á ýmsa vegu og náttúrulega eru listamenn verkafólk og teljast til vinnandi stétta. Myndir i flokknum „Tréstunguprentanir", sem allir álitu ævagarnlar, eru einnig uppprentanir og eru að þrem undanskildum af frekar ný- legri gerð, en I hefðbundnum anda, þannig að lítinn mun er hægt að sjá á gömlu og nýju, enda allt nýlega uppprentað! . . . Lista- stefna Mao formanns að „láta hundrað blómjurtir blómstra, sem eldri blóm hafa látið vaxa, svo að þær megi nýjar af sér gefa“ og „láta fortiðina þjóna nú- tiðinni og Kina notfæra sér það, sem erient er“, er hvort tveggja gild stefna og háleit, svo lengi sem ekki er um gerviblóm að ræða, svo sem uppprentanir hijóta að teljast, og svo sem allir vita, blómstra ekki gerviblóm. Ég kem einungis fram með þessar aðfinnslur hér vegna þess, að hvorki sýningarskrá né sýning- in sjálf veitir nægilegar uppiýs- ingar athugulum skoðendum, er vilja forvitnast um þróun kín- verskrar grafiklistar. Sem betur fer eru, að þvi er ég best fæ séð, allmörg originai verk meðal nútima tréstungna, og þar má margt frábært handverkið sjá, en maður gengur var um sig um sali og vantrúaóur á stundum, t.d. á ég bágt með að trúa því, að mynd nokkur sé gerð af „listhóp frá kæligeymslustöð i Talien í Liaoninghéraði", eða önnur af listahópi fátækra bænda og bænda af lægri miðbændastétt úr framleiðsluhópi Paotang, alþýðu- kommúnu Chingnien, á Nantung námasvæðinu i Szehuanhéraði." . . . Ég trúi þessu ekki, fyrr en ég fæ slíkt með eigin augum litið. I sýningarskrá stendur þetta m.a., sem ég tel rétt að komi fram til aukins skilnings á forsendum sýningarinnar: „Uppsetning. Þeirri eftirlikingu, sem þannig fæst fram, er raðað saman og hún sett upp sem heil mynd sam- kvæmt hefðbundinni aðferð við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.