Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 3 Nú munaði bara hársbreidd Háhyrningurinn I þrónni, sem búin hafði verið til um borð f Rauðsey og sést hér hvar franski Háhyrningurinn hffður um borð f Rauðsey. sjávardýrafangarinn er að stjana við dýrið. (Ljósm. Mbl. Sigurgeir). Hér er háhyrningurinn hffður f land f Eyjum eftir hin dapurlegu endalok, en eins og sjá má var þetta hið vænsta dýr. ELTINGALEIKURINN við há- hvrningana undan suðurströnd landsins heldur áfram eftir heldur slvsalega tilraun til að ná einum slfkum lifandi upp úr sjónum, háhyrningi þeim sem v.b. Rauðsey var kominn með f tog fyrir helgina og Morgun- blaðið skýrði þá frá. Rauðsey fékk háhyrninginn í nótina, er skipið var við síld- veiðar undan suðurströndinni og gerðu skipverjar þegar að- vart um þennan óvænta afla til franska sjávardýrafangarans, sem hér dvelst í þessu skyni. Hann fór þá þegar með flugvél til Víkur í Mýrdal og fékk björgunarsveitarmenn þar til að fara með sig og annan mann út að Rauðsey f gúmbjörgunar- báti. Samkvæmt frásögn eins björgunarsveitarmanna, Magnúsar Kristjánssonar, höfðu skipverjar smeygt lykkju f nælonkaðli um sporð hvalsins og svamlaði hann þar fram af bátnum. Frakkinn skaut þá róandi lyfi í háhyrninginn en ekki var að sjá annað en það hefði aðeins gagnstæð áhrif. Skipverjar útbjuggu stroffu úr sildarnót, sem smeygt var undir hvalinn og tókst að koma hon- um um borð með því móti. Háhyrningurinn var ótrúlega rólegur að sögn Magnúsar sem kvað hafa mátt likja tilburðum Frakkans við háhyrninginn við Framhald á bls. 35 Skipverjar á Rauðsey að brasa við að koma „stroffunni" undir háhvrninginn. Ljósm. Magnús Kristjánsson. íslenzku loðnuskipin fara heimshorna á milli: „Spennandi tilbreyting að fiska á stuttbuxum” — segir Hrólfur Gimnarsson, skipstjóri á Guðmundi, sem hyggst halda til Afríku eftir mánaðarveiði í Barentshafi ÍSLEN'ZKU loðnuveiðiskipin — Sigurður, Börkur og Guð- mundur, sem verið hafa við loðnuveiðar í Barentshafi und- anfarnar vikur og landað þar um borð I Norglobal, komu öll til landsins f kringum síðast- liðna helgi. Skipin þrjú fengu þokkalegan afla eða samtals um 25 þúsund tonn, en Guð- mundur var aflahæstur þeirra með um 9 þúsund tonn. „Maður er svosem ekkert allt- of ánægður með útkomuna, en hún er þó allavega skárri en fæst út úr þessu basli í Norður- sjónum," sagði Hrólfur Gunn- arsson, skipstjóri á Guðmundi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann i gær. Guðmundur hélt héðan til þessara veiða hinn 8. ágúst si. en kom hingað árla i gærmorgun eftir 6 daga sigl- ingu af miðunum i Barentshafi. Auk íslenzku skipanna þriggja lönduðu tvö færeysk skip i Nor- global en annað þeirra varð aflahæst allra skipanna. „Færeyingarnir eru komnir miklu lengra en við í tæknilegu tilliti," útskýrði Hrólfur i þessu sambandi. „Færeysku skipin þarna voru t.d. með upp undir helmingi stærri nót en við og með 15 milna gang á móti 11 mflum hjá okkur. En svona stór vél i skipi hefur þó eðlilega i för með sér geysilega oliu- eyðslu, svo að dálítið meiri afli Færeyinganna þarf þess vegna ekki endilega að þýða að fjár- hagsleg útkoma veiðanna hafi orðið svo miklu betri en hjá okkur.“ Hrólfur sagði ennfremur, að veiðarnar hefðu farið fram á stóru svæði i Barentshafi eða allt frá 214ðu gráðu austur lengdar að 45tu austur lengdar. „Loðnustofninn i Barentshafi virðist vera geysilega stór, en loðnan er ákaflega misjöfn og við veiddum allt frá fremur smárri loðnu og upp i mjög stóra loðnu; töluvert stærri en þá sem við eigum að venjast hér við Iand.“ Rússar voru einnig að veiðum í Barentshafi um þetta leyti, en Hrólfur kvað þá, sem veiddu i Norglobal, aldrei hafa orðið þeirra varir enda veiðisvæði óhemju viðáttumikið. Engin norsk skip lönduðu i Norglobal þarna i Barentshafi. „Ég býst við að þeim hafi þótt verðið heldur lágt eða 11 aurar norsk- ir meðan hægt var að fá 25 aura fyrir kilóið i landi. Færeying- arnir fengu Iika hærra verð fyr- ir loðnuna heldur en við eða 14 Framhald á bls. 35 Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri, I brúnni á Guðmundi RE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.