Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 14 VIÐ EIGUM nýreista heykögglaverksmiðju sem mal- ar gras á hundruð hektara svæði aðeins nokkur hundruð metra frá einum jökulsporði Vatnajökuls. Þar sem f fyrra var enn hægt að ganga um árhundr- uða gamlan svartan sandinn var f sumar hægt að vaða grasslægjur upp í mitti. Það munar einu ári, verkið er unnið. Við eigum listdansflokk og dansara sem hefur sýnt að við getum staðið öðrum þjóðum fyllilega á sporði í þeirri grein listtúlkunar ef við aðeins hlúum að henni eins og að gróðrinum á sandinum. Við eigum fullkominn fiskiskipa- og flutninga- skipaflota, trausta landhelgisgæzlu, á þriðja hundrað sílýsandi vita við strendur og annes landsins og þannig mætti lengi telja upp hvern þáttinn á fætur öðrum sem tengir saman þjóðfélag okkar og við eigum sinfóníuhljómsveit sem býður upp á hátíðis- daga þar sem hún fer um. Sinfóníuhljómsveit íslands brá undir sig betri fætinum' I síðustu viku og fór til Vest- fjarða í þeim tilgangi að skemmta Vestfirðingum með leik sínum og tókst það með afbrigðum vel, svo mikill var áhugi heimamanna á þessum allt of sjaldgæfu möguleikum. Það er svo margt I okkar list- flutningi sem er á vissan hátt einangrað við Reykjavíkur- svæðið. Til dæmis má nefna að flestallir tónlistarmenn lands- ins eru bundnir Reykjavik á vetrum í flutningi leikhúsanna, útvarpsins og ýmsu öðru tima- bundu starfi. Á sama hátt eru allflestir atvinnuleikarar lands- ins bundnir Reykjavíkursvæð- inu. Þetta ástand er orðið slæm- ur kækur, því það getur ekki gilt til lengdar að þá sé ekki hægt að ferðast út á lands- byggðina nema hina fáu sumar- mánuði. Það er allt hægt ef rétt er á haldið og auk þess að lands- byggðin á ekki siður rétt á þvi aó njóta listflutnings en þeir sem búa hérna á blessuðu færi- bandinu, þá hlýtur það að vera hvetjandi fyrir listamann að heimsækja landsbyggðina og kynnast landi og þjóð. Að vísu þarf oft að taka mikið tillit til atvinnulífsins úti á landsbyggð- inni og það getur verið hreint ómögulegt að bjóða upp á list- flutning ef svo stendur á að atvinnulífið þarf sitt, því fólks- fjöldinn á hinum ýmsu stöðum býður ekki upp á mikil frávik nema þegar svo ber undir. Menn næla sér í gamanstundir á milli hrina. 45 manna lið Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, hljóðfæraleik- ara og annarra starfsmanna, eða um það bil 75% af allri sveitinni, hélt til Vestfjarða I byrjun síðustu viku í rútubíl frá Guðmundi Jónassyni. Var það löng lota í upphafi, 14 tima akstur, takk, og leiðin lá að Núpi við Dýrafjörð. A hinu glæsilega skólasetri skyldi búið í þá 6 daga sem Sinfóníuhljóm- sveitin heimsótti Vestfirði og hafði hún þá komið einu sinni áður. Þetta myndu hinir feng- sælu aflamenn á Vestfjörðum ekki kalla mikinn afla á löngu úthaldi. aflamenn á Vestfjörðum ekki kalla mikinn afla á löngu út- haldi. Bjarni Pálsson skólastjóri á Núpi og aðrir staðarmenn tóku blíðlega á móti listamönnunum og innan tíðar voru allir eins og heima hjá sér, staðurinn hafði boðið þeim sinn þokka, djúpir dalir, fullir af sjó, kyrrð við fjöru og fjall, raðir af fjöllum eins og prúðbúið fólk á skemmtigöngu. Fyrstu tónleikarnir voru á Þingeyri. Mættir voru til leiks 25% íbúanna eða liðlega 100 manns og húsfyllir. Miðað við stærstu tónleíkasali er þetta ekki mikill mannfjöldi, en til dæmis miðað við venjulega að- sókn á tónleikum hjá Sinfóníu- hljómsveitinni 1 Reykjavík, þá er þetta stórkostlegt, því venju- lega sækja um 1% íbúa Reykja- víkursvæðisins tónleika, en þeir eiga að vísu möguleika oft- ar en einu sinni á 15 árum. En þetta var aðeins byrjunin, þannig var öll þessi hljómleika- ferð með reisn og glæsibrag og það var skemmtilegt að sjá hið heimsborgaralega en þó per- sónulega fas, sem ríkti á hverj- um hljómleikum. 1 litlum hús- um leyndist mikill svipur og þegar allt kom til alls var ótrú- lega lítill munur á hinum glæstu sölum hinna svokölluðu kúltúrþjóða heimsmenningar- innar og afskekktra staða vest- ur á Fjörðum. Það var innihald- ið sem skipti mestu máli, nátt- úrulegt viðmót hvers einstakl- ings, samleikur hljómsveitar- innar í túlkun á verkum meist- aranna. Að þessu sinni hélt Sinfóníu- hljómsveitin tónleika á Þing- eyri, Flateyri, Bíldudal, Bol- ungarvík og Isafirði. Á efnis- skránni voru Egmont-for- leikur Beethovens við sam- nefnt leikrit eftir Goethe, en tónsnillingurinn var fenginn til að semja tónlist við leikritið. Fiðlukonsert Mendelssohn í e-moll op 64 var einnig á dag- skrá en þar lék Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari Sinfóníunnar einleik á fiðlu. Feikileg vinna, hugleiðingar og vangaveltur liggja að baki smíðar þessa einleiks tón- skáldsins sem hann samdi 1 samráði við vin sinn og konsert- meistara Ferdinand David. Strax i frumflutningi fiðlukon- sertsins 1845 þótti verkið bjóða af sér mikinn yndisþokka og tlð og tfmi hefur ekkert unnið á því frekar én annari klassík. 1 flutningi Guðnýjar á Vestfjörð- um minnti hinn tæri tónn £ Þorsteinn Hannesson 1 reddingum I eldhúsinu á Núpi. verksins á stund villiblómsins á vori er það vex undan klaka- böndum jarðar sem leysist úr læðingi, ilmurinn sprettur á ný og vorleikurinn sigrar jökul- sporðinn. Píanókonsert Mozarts nr. 24 f c-moll (K-491), hljómaði einnig þessa daga á Vestfjörðum í túlkun hljómsveitarstjórans, Vladimirs Ashkenazy. Það var auðfundið hve vænt Vestfirð- ingum þótti um heimsókn Ashkenazy, enda er það ugg- laust fátítt að heimslistamaður eins og hann ferðist f fámenn- um þorpum á norðurhjara ver- aldar. Þeir sem standa í sviðs- ljósinu miða svo oft allt við fjöldann, en ræktarsemi Ashk- enazys við ísland hefur svo margsinnis sýnt sig og þar á Island hauk f horni, hauk f sviðsljósinu. Það er ekki ástæða til að lýsa hinum stórfenglega leik pfanósnillingsins, hann lék eins örugglega og lipurt á flyg- ilinn og vestfirzkur sjómaður dregur net úr sjó og greiðir úr. Það var þrumandi stuð, eins og ein vestfirzk yngismær orð- aði það, á flutningi sjöundu sin- fónfu Beethovens í hinum vina- legu samkomuhúsum Vest- • Áfram veginn f vagninum ek ég. • Guðný konsertmeistari á hlaði Núps. • Séra Gunnar Björnsson með Q Hvar sem tækifæri gafst var sellóið sitt. taflið dregið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.