Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 7. OKT0BER 1975 1400 nemendur verða í Fjölbrautaskólanum: Fjölbrautaskólinn í Breið- holti, sá fyrsti sinnar teg- undar á landinu, var settur að viðstöddu miklu fjölmenni á laugardaginn. Við setninguna voru viðstaddir menntamála- ráðherra, borgarstjóri Reykja- víkur, borgarf ulltrúar, o.fl. o.fl. Þegar fjölbrautaskól- inn, sem stendur við Austur- berg, verður fullbyggður, er gert ráð fyrir að 1400 nem- endur muni stunda nám við skólann, en i þessum skóla á að leggja verknám og bók- nám að jöfnu og verður lacjt kapp á að búa á engan hátt siður að verknámi i skólanum en bóknámi. Það verður lika verknámið, sem tryggir nem- endum hæfni til að starfa úti i atvinnulifinu og veitir þeirr. réttindi, i ýmsum atvinnu- greinum. Skólameistari Fjölbrautarskólans, Guðmundur Sveinsson, ræddi mikið um framtíðarskipulag skólans i setn- ingarræðu sinni. Guðmundur sagði, að er einföld eða tvöföld, er komið fyrir einföldum eða tvöföldum gipsplötum allt eftir þvi hvaða kröfur eru gerðar til hljóðeinangrunar viðkomandi rýmis. Hljóðeinangrun i tvöföldum vegg er 56 dB, en einföldum 40 dB Gipsplöt- urnar koma klæddar vinyldúk, sem auðvelt er að þrifa. Nýjung þessi er fólgin í þvi að þessa veggi á að vera mjög auðvelt að flytja til á skömmum tima og nota allt efnið aftur þar sem enginn nagli er í veggjunum, enda ætlast til þess og skólinn reyndar hannaður með það fyrir augum að hann geti verið meira eða minna opinn eins og nú er farið að ryðja sér mjög til rúms erlendis. Veggir þessir munu vera lítið dýrari en vel einangraðir spónaplötuveggir Fastir kjarnar eru þó fyrir vatn og frárennsli við hverja súlu, en það eru þeir veggir sem klæddir eru rauðu harðplasti. þótt einnig þar verði um menntunar- framboð að ræða sem hliðstæður eiga í íslenzkum skóla Þá sagðu Guðmundur: Sviðin greinast svo hvert um sig í námsbrautir. Á menntaskólasviðinu verður þannig um þrjár námsbrautir að ræða á fyrsta ári skólans: Tungumála- braut, eðlisfræðibraut og náttúru- fræðibraut. í venjulegum atriðum verður þar byggt á skipan og hefð menntaskólanna enda námsmagn ákvarðað af lögum og reglugerð um menntaskóla — Á iðnfræðslusviði verður um tvær námsbrautir að ræða: Málmiðnabraut og tréiðnabraut. Iðn- fræðsluráð hefur tekið að sér það verk- efni að skipuleggja og ákvarða hinn faglega þátt þessara brauta, en auk beinnar fag- og verkkennslu hljóta nemendur á iðnfræðslusviði verulega almenna menntun f bóknámi. Nám á iðnfræðslubrautum svo og á öðrum Skólinn leggur Hlutl nemenda, sem stunda munu nám við Fjölbrauta- skólann í vetur. verknám og bóknám að jöfnu segir skólameistarinn Guðmundur Sveinsson skv afstöðumynd væri framkvæmdum við mannvirki skólans og skólasvæðið i heild skipt í áfanga og byggingarstig 1 áfangi 1. byggingarstig væri knattspyrnu- og íþróttavöllur Stærð vallarins væri 110x70 metrar með 4x400 metra langri hlaupabraut Þá er og mjög góð stökkbraut Áhorfenda- stæði eru fyrir 1000 manns Þessi völlur á einnig að þjóna Fellaskóla og Hólabrekkuskóla svo og almenningi og íþróttafélögum. en þetta mannvirki er nú tilbúið 1 áfangi 2 byggingarstig eru sund- laugar með búningsklefum Stærri laugin er útilaug 25x12,5 metrar, en minni laugin er innilaug 12 5X7,5 metrar, og er hún aðallega ætluð fyrir sundkennslu yngri barna skólanna. I þessu stigi er einnig aðalinngangur fyrir væntanlegt íþróttahús svo og snyrtingar og fatageymslu fyrir áhorf- endur Gufubað verður fyrir bæði kyn- in Þetta byggingarstig hefur verið boðið út og hefur veríð samið við Sveinbjörn Sigurðsson bygginga- meistara, sem átti lægsta tilboðið Rúmmál 9940 rúmm. 1 áfangi 3 byggingarstig er raunar fyrsti áfangi sjálfs Fjölbrautaskólans eða sú bygging sem nú er risin. 2 ágangi 2 byggingarstig verður siðan náttúrufraeðideild, mynd og handmenntadeild, hússtjórnadeild, heilsugæzludeild o.fl Teikningar hafa verið samþykktar I byggingarnefnd Reykjavlkur og stefnt er að þvl að hefja framkvæmdir á næsta ári Stærð þessa byggingarstigs verður u.þ b 100 fm og 1 2 500 rúmm Þá verður samtimis byrjað á verk- stæðum handan götunnar, en þar verður grófur og hávaðasamur iðnaður til húsa Vinna við hönnun er um það bil að hefjast Röð næstu áfanga hefur ekki verið ákveðin ennþá, en skv afstöðumynd er gert ráð fyrir langri byggingu meðfram Austurbergi Þar verður meðal annars stórt bókasafn og lesstofa fyrir almenn- ing og nemendur, stjórnunardeild skólans, fyrirlestrasalir, matsalur fyrir nemendur o fl Út frá þessari álmu koma svo fjórar álmur til vesturs Þá lýsti Guðmundur þeim áfanga, sem þegar er lokið við og sagði i þessum áfanga verða 1 6 almennar kennslustofur, stjórnunardeild til bráðabirgða svo og eðlis- og efnafræði- stofa, herbergi læknis og hjúkrunar- konu o.fI Flatarmál þessa áfanga er 760 fm á þremur hæðum rúmmál hans er 7627 rúmm. Skólinn er byggður á súlum, en berandi útveggir og kjarnar kringum stigahús og snyrtingar Það heyrir til nýjunga i þessum skóla að innveggir eru fluttir inn frá Dan- mörku frá fyrirtækinu NORDIA Veggir þessir eru byggðir þannig upp að uppi- stöður úr járni eru spenntar upp á milli gólfs og lofts Utan á þessa grind, sem Öll loft eru klædd með svokölluðum Herakustikplötum, sem bæði eru mjög hljóðeinangrandi og þar að auki eld- varðar Arkitektar skólans og íþróttamann- virkjanna eru þeir Guðm Þór Pálsson arkitekt og Jón Ólafsson húsgagnaarki- tekt á teiknistofunni Arkhönn s.f. Burðarþolsteikningar hafa verið gerðar af Vlfli Oddssyni á teiknistofunni Óðinstorgi sf Hita-, frárennslis- og loftræstiteikningar hafa verið gerðar á Verkfræðistofu Guðmundar ög Krist- jáns Raflagnir eru hannaðar hjá Raf- teikningu s.f. og lóðarlögun er hönnuð af Reyni Vilhjálmssyni skrúðgarðaarki- tekt Aðalverktaki hefur verið byggingar- fyrirtækið Böðvar S Bjarnasón s.f , en þeir áttu lægsta tilboðið sem barst I verkið Undirverktakar eru Axel Bender, Hannes Vigfússon og Bene- dikt Jóhannsson Daglegt eftirlit hefur verið I höndum byggingardeildar borgarverkfræðings Fjölbrautaskólinn I Breiðholti mun á fyrsta ári starfa á fjórum aðalsviðum eða i fjórum meginheildum. Sviðin fjögur eru: Menntaskólasvið, iðn- fræðslusvið, viðskiptasvið og loks sam- félags- og uppeldissvið Segja má, að fyrstu þrjú sviðin byggi á traustum hefðum I Islenzka skólakerfinu, sem þó verða aðlöguð sérstöðu skólans -sem sameinaðs og samræmds framhalds- skóla, fjölbrautaskóla Fjórða sviðið hefur hins vegar verulega sérstöðu. verknámsbrautum Fjölbrautaskólans I Breiðholti miðast við almanaksár, ekki kennsluár Skulu nemehdur stunda nám I skólanum, verklegt og bóklegt I níu mánuði, en vinna slðan tvo mánuði úti I atvinnulífinu á ábyrgð og undir umsjón skólans og Iðnfræðsluráðs Iðnfræðslubrautir Fjölbrautaskólans verða skipulagðar á þann hátt að nemendur eigi kost á þvi að ganga undir hæfnispróf að þrem árum liðn- um, sem tryggt geti þeim er prófin standast réttindi iðnsveina, þó þannig að skólinn veitir ekki sjálfur þau rétt- indi heldur þeir aðilar sem samkvæmt iðnfræðslulögum eru þar til skipaðir Eftir þriggja ára námsbrautir er leitt geta til sveinsprófa á iðnfræðslubraut- um gefst nemendum kostur á viðbótar- námi, er tekið getur eitt ár eða eitt og hálft ár eftir atvikum og eiga þeir sem sllkt viðbótarnám stunda að geta að þeim tlma liðnum tryggt sér réttindi til háskólanáms, (tekið stúdentspróf) Það verður eitt af meginmarkmiðum Fjöl- brautarskólans i Breiðholti að engin námsbraut skólans á að enda i blind- götu heldur allar búið nemendum möguleika til að Ijúka prófi er opnar leið til menntunar á háskólastigi Hitt er Ijóst að nemendum er I sjálfsvald sett hvort þeir þreyta nám svo lengi við skólann að þau réttindi verði þeim tryggð — Á viðskiptasviði verða námsbrautirnar þrjár: Búðar- og sölu- fræðabraut, skrifstofu og stjórn- unarbraut og einkaritarabraut. Námsbrautir viðskiptasviðsins geta verið mislangar. Verður þar um að ræða tveggja ára námsbrautir, er veita almennt verslunarpróf svo sem reyndin er i öðrum skólum á fram- haldsstigi, er veita menntun á versl- unar- og viðskiptasviði Hugsanlegt er jafnvel að nemendur eigi kost á eins árs verslunarnámi Þá getur námið einnig staðið i þrjú ár með aukinni hæfni og þekkingu og loks verður fjögurra ára viðskiptamenntun er lýkur með stúdentsprófí. Skipan brauta og námsáfangar á viðskiptasviði taka I verulegum atriðum rnið af frumvarpi því um viðskiptamenntun á framhalds- skólastigi, sem tvivegis hefur verið lagt fram á Alþingi og verður væntanlega samþykkt sem lög áður en langir tímar liða. — Á samfélags- og uppeldissviði Fjölbrautarskólans I Breiðholti verða á fyrsta skólaári a.m.k. þrjár námsbraut- ir Heilsugæslubraut, hússtjórnar og handmenntabraut svo og snyrti og heilbrigðisbraut, en til viðbótar gæti komið gagnfræðaprófsbraut eða for- skólabraut. Þetta fjórða svið Fjöl- brautarskólans verður á margan hátt sérstæðast og vandasamast Hin þrjú sviðin sem áður voru nefnd taka yfir þá þrjá geira fræðslukerfisins þar sem byggt verður á ríkum hefðum. Hið sama verður trauðla sagt um fjórða sviðið eða fjórða geirann, þótt sumar brautir njóti einnig þar hefða og mik- illar reynslu menntastofnana sem til eru i landinu Heilsugæslubraut sam- félags- og uppeldissviðsins stefnir að tveggja vetra námi er veitt getur hæfni og réttindi sjúkraliða eins og þau eru nú. Bæti nemandinn einu ári við nám sitt verður heilsugæslufræðum gerð fyllri skil, en hið fjórða á að veita hvort tveggja I senn, aukin atvinnuréttindi og rétt til að stunda háskólanám. — Hús- stjórnar- og handmenntabraut mun fljótlega greinast I tvær sjálfstæðar brautir, annars vegar hússtjórnar- braut er stefnir til almennra heimilis- fræða, neytendamenntunar, fram- reiðslu- og veitinganáms með áföngum I samræmi við tlmalengd og hæfnis- próf, en stúdentspróf að lokamarki — hins vegar listmenntabraut er grein- ast mun verulega eftir markmiðum og þeim greinum lista, sem lögð verður stund á — Snyrti- og heilbrigðis- braut mun gefa nemendum eftir þvi sem unnt reynist tækifæri til að stunda nám I eftirfarandi snyrtigreinum Hárgreiðslu og háskurði kvenna, hár- skurði karla, andlits og handsnyrtingu, fótsnyrtingu svo og nuddi Þessi braut verður verulega vandasöm, þar sem hún tekur annars vegar til löggildra iðngreina, þ e. tveggja fyrstu þáttanna svo og snyrti og heilbrigðisþátta er ekki búa enn við löggildingu og lög- vernd, en hafa engu að síður verið ræktir og það af aðilum með harla ólika menntun sem þá greinast eðlilega I félög með ólík viðhorf og mismun- andi metnað fyrir starfsstéttirnar. For- ráðamenn Fjölbrautaskólans vænta þess að takast megi að búa svo að þessari sérstæðu námsbraut að hún leiði til eðlilegra námsáfanga og stuðli að því að sjálfsögð réttindi fáist miðað við nám, þekkingu og hæfni. Llklegt hlýtur að teljast að náin samvinna verði á milli heilsugæslubrautar skólans annars vegar og snyrti og heilbrigðis- brautar hins vegar. Á brautum Fjölbrautaskólans I Breið- holti skiptist nám I kjarna. kjörsvið og valgreinar. Kjarni verður sameiginlegur á öllum námsbrautum skólans og er ætlast til að hann veiti nemendum sameigin- legan þekkingarforða, er komi I veg fyrir óeðlileg skil og tryggi samstöðu og bekkjarvitund Á fyrsta námsári er gert ráð fyrir að kjarni verði helmingur námsins eða 18 kennslustundir á viku.Hinn mikli sameiginlegi kjarni á að gera nemendum auðveldara að skipta um námsbrautir að einu námsári loknu, telji viðkomandi nemendur að áhugi þeirra stefni fremur til annarra námsbrauta en þeir völdu I upphafi. Kjörsvið námsbrautanna verður með þrennu móti: a) nær einvörðungu verklegt, b) að mestu leyti bóklegt eða c) bæði verklegt og bóklegt og fer það eftir eðli og innihaldi þeirrar náms- brautar sem valin hefur verið. Kennslan I Fjölbrautaskólanum fer fram I deildum, þar sem hinum mis- munandi námsgreinum bóklegum og verklegum verður búin hin besta að- staða bæði hvað varðar tækjakost, bókakost I sérsöfnum svo og annað er hinar óllku námsgreinar gera æskilegt og eðlilegt I aðbúnaði og aðstöðu. Þegar Fjölbrautaskólinn I Breiðholti verður fullgerður er áætlað að deildir Framhald & bls. 27 Frá setningu Fjölbrautaskólans, borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunn- arsson, flytur ræðu. í fremstu röð má m.a. sjá Guðmund Sveinsson skólameistara, Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra, Sonju Bachmann, eiginkonu borgar- stjóra, og Kristján Gunnarsson, fræðslustjóra Reykjavfkur. Ljósm. mw Brynjóifur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.