Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÖBER 1975 Þu veist hvar þú stendur efþúátthann Og umfram allt veistu, að hann endist þér lengi. Þú getur treyst honum Varahlutir — Þjónusta._ ® HEKLAhr <© Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240 Fjöldí umferðaróhappa MJÖG mörg umferðaróhöpp urðu f Reykjavfk á föstudag og klukkan 11 f fyrradag höfðu sam- tals verið tilkynnt 18 óhöpp til lögreglunnar og þegar undir kvöld var komið voru þau á þriðja tug. A föstudagsmorgun var tals- verð hálka á götum borgarinnar og átti hún sinn þátt f ástandinu. Að öðru leyti var bjart og fagurt veður og akstursskyggni eins og bezt verður á kosið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar varð fyrsta óhappið um klukkan 21 á fimmtudags- kvöld. Var þá ekið á rfðandi mann, sem geystist yfir Reykja- nesbraut við Lækjarbug í Blesu- gróf. Við áreksturinn kastaðist maðurinn af hestinum, upp á vélarhlif bifreiðarinnar, braut framrúðuna og dældaði þak henn- ar fyrir ofan framrúðuna. Knap- inn var fluttur í slysadeild Borgarspítalans, en að rannsókn þar lokinni fékk hann að fara heim til sín. Hesturinn meiddist lítið sem ekkert. Aðkoman að slysi þessu var heldur ljót og má teljast mikil mildi, að bæði maður og hestur skyldu komast frá þessu óhappi heilskinnaðir. Þá varð slys á Reykjanesbraut við Álfabakka, sem er gatan, sem ekið er um inn í Neðra-Breiðholt. Sendiferðabíl var ekið suður Reykjanesbraut og beygt til vinstri inn Alfabakka og lenti þar í árekstri við bifhjól, sem ekið var norður Reykjanesbraut. Skall ökumaður bifhjólsins með nokkru afli á hurð sendiferðarbílsins, en hann var fluttur í slysadeild Borgarspítalans en síðan í Landa- kotsspftala. ökumaður bifreiðar- innar ber að hjólið hafi verið ljós- laust. Um klukkan 10 í fyrradag varð síðan slys ágatnamótum Safamýr- ar og Háaleitisbrautar. Strætis- vagn kom Fellsmúlann og ætlaði að beygja suður Háaleitisbraut. Ising var á götunni, en sólbráð. Vegna skugga hússins á gatna- mótum Fellsmúla og Háaleitis- brautar hafði sólin ekki náð að bræða ísinguna og var því laun- hált á gatnamótunum. Strætis- vagnstjórinn náði ekki beygjunni vegna hálkunnar og fór upp á gangstéttina á suðvesturhorni gatnamótanna og rakst þar á ljósastaur. Staurinn lagðist alveg niður á jörð og talsverðar skemmdir urðu á strætisvagnin- um. Tveir farþegar í vagninum voru fluttir í slysadeildina, en ekki var talið að þeir hefðu slas- ast alvarlega. Rétt um sama leyti varð slys á Norðurbrún, þar sem gatan beyg- ir við Dyngjuveg. Tveir bílar voru þar að mætast og skullu saman. Ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Um klukkan 11 í fyrradag varð síðan slys á Njálsgötu á móts við húsið númer 49. Maður um átt- rætt varð þar fyrir bíl og hlaut höfuðmeiðsl. Hann var fluttur í slysadeild Borgarspítalans til rannsóknar. Laust fyrir klukkan 15 varð síðan slys á Holtavegi við Lang'- holtsveg. Lögregluþjónn á bif- hjóli var þar á ferð um sama leyti og hópur barna. Um leið og lögregluþjónninn ók hjá barna- hópnum, hljóp 7 ára telpa skyndi- lega í veg fyrir hjól hans og tókst honum ekki að forðast árekstur. Telpan hruflaðist talsvert í and- liti og marðist, en einnig var óttazt að hún hefði lærbrotnað. Lögregluþjónninn meiddist eitt- hvað á fæti, en ekki alvarlega. Um klukkan 15.30 varð síðan 82ja ára maður fyrir bfl á Hverfis- götu á móts við húsið númer 39. Maðurinn gekk norður yfir göt- una, er bíl bar að og tókst öku- manni ekki að forðast árekstur. Maðurinn hlaut höfuðhögg var fluttur i slysadeild Borgar- spítalans til rannsóknar. Hólabiskups- dæmi endurreist? Mælifelli 6. október UM helgina var aðalfundur Prestafélags Hólastiftis haldinn á Akureyri. Á stefnuskrá félagsins, sem er 77 ára og elzta starfandi prestafélag á landinu, er endur- reisn biskupsdæmisins, sem lagt var niður á neyðartímum fá- mennisins um aldamótin 1800. Nú loks virðast sterkar líkur á, að Norðurland verði að nýju sérstakt biskupsdæmi, en kirkjumálaráð- herra hefur sýnt málinu mikinn áhuga, einn ráðherra kirkjumála fram til þessa, eins og séra Gunn- ar Gfslason, fv. alþingismaður, ro Móttaka á lopapeysum og ýmsum handunnum ullarvörum er á þriðju- dögum og föstudögum e.h. ATH. HÆKKAÐ VERÐ. GEFJUN AUSTURSTRÆTI Alltaf fjölgar Volkswagen. sagði á fundinum. Voru nær allir fundarmenn á einu máli um sam- þykkt tillögu, er lýsti áhuga og samstöðu f þessu merka efni, sem víst má kalla stórmál Norðlend- inga. Vakti það að sönnu furðu, að eini norðlenzki presturinn, séra Þórhallur Höskuldsson, sem situr í svonefndri starfsháttanefnd þjóðkirkjunnar, bar fram frávís- unartillögu f þessu gamla og nýja höfuðmáli félagsins, og þá ekki sfður hitt, að einn skagfirzkur prestur, séra Tómas Sveinsson, lagðizt eindregið gegn biskupi á Norðurlandi og þá sérstaklega biskupssetri á Hólum, þar sem biskupinn yrði grafinn lifandi, eins og hann kaus að orða það. Móttökur vígslubiskupshjón- anna og bæjarstjórnar á Akur- eyri, prestshjónanna þar og á kirkjustöðum og prestsetrum í Eyjafjarðarprófastsdæmi voru að verðugu mjög rómaðar. Síra Agúst Þrýstimælar Hitamælar i^L Jðxni®©®in) ©@. Vesturgötu 16, sími 13280. Hálka á Akureyri Akureyri, 3. október. — MIKIL fsing og hálka varð 1 morg- un á Akureyrargötum ekki sfzt þeim sem malbikaðar og nokkrir ökumenn vöruðust ekki þennan lftt sýnilega háska. Tveir harðir bflárekstrar urðu um klukkan 08 í morgun og má sennilega rekja báða að nokkru leyti til ísingarinnar. Sá fyrri varð klukkan 07,55 í Skipagötu á móts við símstöðina. Þar rákust á tveir fólksbflar og skemmdust nokkuð, en engin meiðsl hlutust af. Hinn síðari varð 10 mfnútum seinna á mótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar. SteVpubíll var á leið vestur Þingvallastræti, sem er aðalbraut, þegar fólbsbfl var ekið eftir Mýrarvegi þvert í veg fyrir hann. Hægri hlið fólksbfls- ins lagðist að mestu saman og ökumaður og barn í aftursæti meiddust nokkuð, en ekki voru meiðslin talin alvarlegs eðlis. Fullorðinn farþegi í aftursæti slapp ómeiddur. — Sv.P. Sjógangur brýtur land Höfn 6. október MIKILL sjógangur var við Horna- fjörð í veðrinu, sém gekk yfir landið um helgina, og að sögn kunnugra hefur ekki svona mikill sjógangur hér um fjölda ára, en sem hafsjór var að sjá milli Fjöru- vita og Hvanneyjar. Þegar lætin voru afstaðin kom í ljós, að sjór- inn hafði tekið mikið af Tangan- um og breytt honum mikið. I þessum látum hækkaði óvenjumikið inni f hofninni og þegar sjórinn var sem hæstur vantaði ekki nema eitt fet, að hann næði upp á bryggjubrúnir. Elfas Skaftá óvenju jökullituð Hnausum 6. október Undanfarinn hálfan mánuð hef- ur Skaftá verið óvenju jökullituð. Hefur lagt af henni megna brennisteinslykt. Ekki hefur áin þó orðið vatnsmikil, en vatns- meiri en eðlilegt er vegna þurr- viðris og kaldrar veðráttu. Bendir þetta til umbrota undir jökli. —Fréttaritari. Sparið óþægindin í vetur! ÖRYGGISATRIÐI ERU YFIRFARIN í °VETRARSKOÐUN SKODA VERÐ KR: 5.900 SKODA u VERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42604

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.