Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 51. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Valdimar Eiðsson Ingibjörg heitin Guðlaugsdóttir Agúst Ölafsson ÞArður Þðrisson Haraldur Jðnsson Sjö skipverja á Hafrúnu leitað á stóru svæði í gær LEITINNI að sjö skipverjum á vb. Hafrúnu frá Eyrar- bakka var haldið áfram í gær, en sem kunnugt er fannst iík áttunda skipverjans, Ingibjargar Guðlaugsdóttur, matsveins, daginn eftir að skipsins var saknað. Ingibjörg var 41 árs að aldri og lætur eftir sig 8 börn á aldrinum 3ja áratii tvítugs. Aðrir skipverjar á Haf- rúnu, sem nú er leitað, eru: Valdimar Eiðsson, skip- stjóri, fæddur 1943, kvæntur og 2ja barna faðir, Ágúst Ólafsson, fæddur 1949 og á eitt barn, Þórður Þórisson, fæddur 1943, kvæntur og á eitt barn, Júlíus Stefánsson, fæddur 1955 og á unnustu, Haraldur Jónsson, fæddur 1955 og á unnustu og eitt barn. Eru þessir menn allir frá Eyrarbakka. Auk þeirra voru á Hafrúnu Guðmundur Sigursteins- son, fæddur 1957 og á hann unnustu, og Jakob Zóphóniusson, fæddur 1931 og á eitt barn. í gær var ráðgert að leita úr lofti á mjög stóru svæði, auk þess sem áformað var að ganga fjörur í kringum Garðskaga og eins vestur á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi. Víða ókyrrð á Vitoria, Spáni, 6. marz, AP — Reuter. SÉRÞJÁLFAÐIR lögreglumenn skutu gúmmíkúlum að mótmælendahópi og hlóðu byssur sínar alvörukúlum í gærkvöldi, er þeir komu í veg fyrir frekari óeirðir í Baskaborginni Vitoriu, þar sem mikil spenna hefur ríkt frá því að lögreglan skaut 3 unga Baska til bana fyrr í þessari viku. Öeirðirnar hófust aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að þre- menningarnir höfðu verið jarð- sungnir, en likfylgdin snerist upp i mótmælagöngu tugþúsunda manna. Engin slys urðu á mönnum i gær, en í tilkynningu spænsku rikisstjórnarinnar sagði að lög- reglan hefði neyðzt til að verjasig eftir að göngumenn hefðu gripið til ofbeldisaðgerða, sem stofnuðu lífi lögreglumannanna í hættu. Talsmenn hinnar ólöglegu verkamannanefndar á Spáni sögðu á fundi með fréttamönnum í dag, að verkfallið, sem lamaði Vitoriuborg i vikunni héldi áfram Spáni og að það ætti eftir að breiðast enn meira út um landið. Um 60 þús. manns hafa nú verið í verk- falli i tvo mánuði og eru heiftar- legar deilur milli verkamanna og atvinnurekenda um hugsanlegar launahækkanir. Ökyrrð er nú víða á Spáni og í gær handtók lögreglan í Pamplona 22 menn eftir mót- mælaaðgerðir og nokkrir tugir manna voru einnig handteknir i Tarragona og 6 lögreglumenn særðust eftir átök lögreglu og 2000 starfsmanna oliuhreinsunar- stöðvar í borginni. Samningar við EBE aðalforsenda framtíðar brezka fiskiðnaðarins Athyglin beinist í auknum mæli að skipulagsatriðum í sambandi við fiskveiðar ein- stakra þjóða innan Efnahags- bandalagsins, og benda Bretar í þvi sambandi á, að þeir afla mest þjóða bandalagsins til manneldis. Þetta kemur fram i grein, sem Rogert Berthoud ritar í The Times s.l. mánudag. Einnig, að Bretar munu nú enn krefjast þess að Efnahags- bandalagið taki tillit til sér- stakra hagsmuna þeirra, — þeir afli mest allra aðildarþjóð- anna af fiski til manneldis, eigi stærsta fiskveiðiflotann og langmestan hluta mestu og fengsælustu fiskimiða á 200 milna heildarsvæði Efnahags- bandalagsins. Af EBE-ríkjunum afla Danir einir meira en Bretar. Árið 1973 var heildarafli Dana tæp- lega einn og hálfur milljarður tonna, en heildarafli Breta nam sama ár 1.1 milljarði tonna Af afla Dana fór mestur hluti í skepnufóður, eða 1.18 milljarð- ar tonna, en af afla Breta fór langmestur hluti til manneldis, eða um einn milljarður tonna. 1 greininni í The Times, sem hér er vitnað til, er því haldið fram, að með tilliti til þeirrar grundvallarkenningar um frjálsan aðgang hvers aðildar- ríkis að mörkuðum hinna, sem samstarf þeirra er reist á, sé tæpast hægt að gera ráð fyrir því, að fiskveiðiflota aðildar- rikjanna verði með öllu óheim- ill aðgangur að fiskimiðum nokkurs eins aðildarrikis. Til að tryggja, að slik þróun ætti sér ekki stað hafi stofnrikin sex hnoðað saman fiskveiðistefnu bandalagsins á elleftu stundu, þegar samningar um inngöngu Breta, Dana og Ira stóðu yfir. 1 þeirri stefnu hafi hugmyndin um frjálsan aðgang aðildarrikj- anna að fiskimiðum hinna vérið lögð til grundvallar, en síðan hafi verið samið um ákveðnar ivilnanir fram til ársins 1982. Allsstaðar hafi verið gert ráð fyrir 6 mílna einkafiskveiðilög- sögu strandríkja, en sums staðar 12 milna, auk þess sem ákvæði um endurskoðun með tilliti til framtiðarskipunar hafi verið i samningnum. Þá segir í greininni: „Nú er ljóst, að 6 og 12 mílna fiskveiðitakmörk eru allt annars eðlis en 200 mílna auð- lindalögsagan, sem kæmi Bretum og Irum sérstaklega til góða vegna langrar strand- lengju með auðugum fiski- miðum. 200 milurnar mundu hins vegar koma illa niður á Framhald á bls. 47 — segir The Times ÞAÐ verður nú ljósara með degi hverjum, að fram- tíð brezka fiskiðnaðarins grundvallast ekki fyrst og fremst á niðurstöðu hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, heldur samningum þeirra um sérréttindi innan 200 mílna efnahagslögsögu Efnahagsbanda- lagsins. Brezki fiskiðnaðurinn gerir kröfu til 100 mílna einkalögsögu innan 200 mílnanna, en enn sem komið er hafa brezk stjórnvöld ekki nefnt ákveðna tölu í þessu sambandi, a.m.k. ekki á opinberum vettvangi. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.