Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 15 Samningaumleitanir við kvikmyndagerðarmenn Greinargerð frá Ríkisútvarpi I tilefni af fréttum frá Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK), sem birst hafa f fjölmiðlum undanfarna daga, telur Ríkisút- varpið rétt að þetta komi fram: I samningaumleitunum Sjón- varpsins við FK, sem lauk 11. febrúar sl., var annars vegar fjallað um sýningarrétt á full- gerðum heimildarmyndum, sem félagsmenn í FK eiga sýningar- rétt á (A-hluti samnings), og hins vegar um vinnu félagsmanna (lausráðinna) við kvikmyndagerð á vegum Ríkisútvarpsins (B-hluti samnings). Fyrir sýningarrétt á mynd skv. A-hluta hafði Sjónvarpið boðið 23 þús. kr. fyrir sýningarmínútu, eða sem svarar 690 þús. kr. fyrir 30 minútna mynd. Talan er fengin úr samningi norska sjónvarpsins við þarlenda kvikmyndagerðar- menn, og er þetta, eftir þeim upp- lýsingum, sem fengist hafa, hæsta verð, semtíðkast á Norðurlöndum fyrir sýningarrétt á heimildar- myndum. Minna má á, að sjón- varpsnotendur í Noregi eru meira en 20 sinnum fleiri en hér. Astæða er líka til að leggja fyllstu áherslu á, að hér er aðeins um að ræða þóknun fyrir rétt til einnar sýningar i íslenska ájónvarpinu. Fyrir endursýningu innan þriggja ára var boðið hálft upp- haflegt gjald, en að þeim tíma liðnum aftur fullt frumsýningar- gjald. Um þessi síðastnefndu atriði var ekki ágreiningur. Ailur annar réttur yfir myndinni, þar á — Sjónvarpið Framhald af bls. 19 er honum oft ekki vaxin. Af þeim sökum hafa taugaáföll, barna- morð og sjálfsmorð færzt mjög í vöxt með ungum mæðrum i Japan. Mörg börn sæta líka sí- felldum meiðingum og svelti, þótt ekki séu þau drepin. Það kom í ljós við könnun, að 40% mæðra, sem misþyrma börnum sínum, hafa viðbjóð á barneignum. 90% þeirra þjást af alvarlegri sálsýki sem oftast má rekjatil áhyggna af barnauppeldi. Er nú svo komið, að japönsk yfirvöld hyggja á stórkostlega herferð til að vinna bug á þessu og verða læknar, félagsráðgjafar og næringarfræðingar sendir í of- boði út um allt land og hjálpar- stöðvar stofnaðar. Standa vonir stjórnvaida til þess, að þannig megi stemma stigu við illri með- ferð ungbarna og barnamorðum. Þetta getur þó hrokkið skammt og má vera, að hér sé byrjað á öfugum enda. Getnaðarvarnatöfl- ur liggja ekki á lausu í Japan. Margar stúlkur, sem verða barns- hafandi af slysni, eiga ekki annan útveg úr klipu sinni en fóstureyð- ingu. Alltaf eru þó allmargar, sem draga of lengi að leita fóstureyð- ingar, og þær gripa oft til barns- morðs. Þá er kynlifsfræðsla í mesta ólestri í Japan. Mörgum finnst skynsamlegra að rækja hana fyrst, en fræða fólk þvi næst um uppeldi barna. Menn í Japan eru alls ekki á eitt sáttir um það, hvað skuli til varnar verða. Telja sumir að or- sakir meðferðarinnar á ungbörn- um séu svo margþættar og djúp- stæðra að ekki dugi minna en gjörbylting menningarinnar, og komst einhver svo að orði: „Eigin- girni, græðgi og gegndarlaus sóun ráða lögum og lofum í siðmenn- ingu vorri. Meðan svo helzt munu barnamorð tiðkast." —MARK MURRAY. meðal sýningarréttur í erlendu sjónvarpi og í kvikmyndahúsum hér og erlendis er óháður þessum samningsákvæðum og eign upp- haflegs rétthaf a eftir sem áður. Um lausavinnu FK-manna fyrir sjónvarpið skv. B-hluta samnings- uppkastsins lágu fyrir tvö boð frá Sjónvarpinu, þegar samingaum- leitunum lauk. Annars vegar var boðinn timakaupstaxti FK, en þann taxta hefur félagið sett ein- hliða. Miðað við dagvinnu er þessi taxti 133—147% hærri en tíma- kaupstaxtar fyrir hliðstæð störf hjá Sjónvarpinu samkvæmt launakerfi rikisins (skv. samning- um við BSRB). Þetta boð byggðist á því, að Sjónvarpið eignaðist allan rétt yfir afrakstri þeirrar vinnu, sem unnin væri samkvæmt slikum samningi, annan en svo nefndan sæmdarrétt. Hins vegar var boðið kaup eftir timakaupstaxta ríkisstarfsmanna, sem vinna samskonar störf, að viðbættum 5% fyrir stjórnanda kvikmyndar, en 20% fyrir aðra starfsmenn við kvikmyndagerð. Stjórnandi átti auk þess að fá greiðslur fyrir endursýningar í ís- lenska sjónvarpinu, svo og fyrir sýningar erlendis, í höfuðatriðum eftir sömu reglum og gildandi eru í skiptum Sjónvarpsins við Félag íslenskra leikara. Svo að dæmi sé tekið, mundu þessar greiðslur t.d. fyrir eina endursýningu í ís- lenska sjónvarpinu og eina sýn- ingu í sjónvarpsstöðvum Norður- landa nema 140% upphaflegra vinnulauna. Samkvæmt þessu lætur nærri, að í fyrra tilboðinu felist fyrir- framgreiðsla fyrir rétt til endur- sýningar hér og til einnar sýn- ingar á öllum Norðurlöndum, hvort sem sá réttur yrði notaður eða ekki. Samkvæmt síðara tilboðinu yrðu mánaðarlaun stjórnanda (miðað við 50 stunda vinnuviku, þ.e. 10 yfirvinnustundir á viku) kr. 135.398 á mánuði (4 vikuml. miðað við núgildandi launastiga. Fyrir mynd, sem unnið væri að í 3 mánuði (12 vikur), fengi stjórn- andi þannig í upphafi kr. 406.194. Fyrir endursýningu í íslenska sjónvarpinu yrðu greiddar kr. 203.097, og fyrir eina sýningu i sjónvarpsstöðvum Norðurlanda kr. 365.575. Þannig væri heildar- greiðsla fyrir framlag stjórnanda til einnar myndar, miðað við 12 vikna vinnu skv. framansögðu. orðin kr. 974.866. Þetta eru i stórum dráttum þau tilboð Ríkisútvarpsins, sem samn- inganefnd Félags kvikmynda- gerðarmanna hafnaði á fundi 11. febrúar sl. Samningamenn Ríkis- útvarpsins-Sjónvarps töldu þau ganga eins langt i samkomulags- átt og verjanlegt er, hvort sem litið er til hagsmuna Sjónvarpsins eða tekið mið af óhjákvæmilegum samanburði við kjör þeirra manna, sem fastráðnir eru hjá Sjónvarpinu og starfa að kvik- myndagerð á vegum þess. 5. mars 1976. Afi yir Vid^CTálar’ ' °g /w • enáður tn Cj V/ 9 I i I 'II I |W I ■ Jjötið þess öryggis sem góð heimilistrygging veitir. Heimilistrygging SamYÍnnutrjgginga er: Trygging á innbúi gegn tjóni af völdum eldsvoða og fjölmöigum öðrum skaðvddum. Abyrgðartrygging Bætur greiðast fyrir tjón, sem einhver úr fjölskyldunni veldur öðru fólki,sbr.nánari skilgreiningar í skilmálum tryggingarinnar. Örorku og/eða dánartrygging heimilisfólks við heimilisstörf. ^ SAMYINNUTRYGGINGAR GT ÁRMÚLA3- SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGiNGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.