Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 7. MARZ 1976 41 + Gamla konan sem brosir svona fallega á myndinni heldur um þessar myndir upp á demantsafmæli stt I veitingarekstri. Hún heitir Justine Dollmann og rekur veitingastað ( Unterhaching, skammt frá Munchen. Þar hefur hún með ljúfu geði reitt fram bjór og aðrar veiting- ar í sextiu ár. Þrátt fvrir sín 80 ár virðist hún ekki taka það vkja nærri sér að hampa þarna sex föntum sem hver um sig inniheldur þó 1 Htra af bjór. En hún var líka kosin „indæl- asta veitingakona ársins 1975“, skömmu áður en kvennaárið rann sitt skeið á enda. Justine sagði af þvi tilefni: „Ég vona, að mér auðnist að bera tililinn með sóma á árinu 1976.“ + HljómsveitarstjórinnGLENN MILLER, sem lést árið 1944 er aftur kominn á brezka vinsældalista. Lag hans „Moonlight Serenade" var nr. 11 á vinsældalistanum i síðast- liðinni viku. fclk í fréttum Maðureldistfljóttíþessum bransa + Maður eldist fljótt f þessum Suzi Quatro: léttist um 2 kg á hverjum hljómleikum. bransa, segir rokksöngkonan Suzi Quatro, — en á móti kem- ur að maður hefur svo sem haft það ósköp indælt, hve lengi sem það stendur. Suzi Quatro er 25 ára gömul, fremur lag vexti, eða aðeins 152 cm á hæð, og hún segist léttast um 2 kíló á hverjum hljóm- leikum. Hún dregur ekki af sér á sviðinu og svitinn rennur í lækjum. Bassa- gítarinn sem hún leikurj á er næstum eins stór og hún sjálf, en hún heldur því fram — og vfsar f þvf efni til Paul McCartney — að hún hafi sýnt fram á að bassagftaristar séu ekki neitt „aukanúmer úti f horni*. Hún er frá Detroit og hefur f mörg ár verið f vinfengi við hryllingsrokkarann Aiice Cooper. Hún gengst fúslega við þvf að hún sé f rauninni tvær persónur: blfð og svolftið feim- in f einkalffinu — en ofsa- fengin og djörf á sviðinu. Það getur verið að ég sé kleyfhugi, — en mér geðjast ágætlega að báðum helmingun- um. Og það er svo sem ekkert syndsamlegt, þvf að það eru Ifka tvær hliðar á þessum bransa. Hún byrjaði feril sinn sem píanisti og gutlaði svolftið við djass. Það eru tfu ár sfðan hún byrjaði f rokkinu, og það var erfitt í fyrstu. En það var þess virði og leggjandi á sig. — Fæstir komast þó áfram, segir hún. Er hún með eitthvað nýtt á prjónunum? — Það er alltaf ferskur andblær yfir hljóm- leikum hjá Suzi Quatro, segir hún spotzk. BO BB & BO VOV-//- -?£> STGmOMP —— + Söngvarinn Eddie Fisher gekk nýlega i gegnum sinn fjórða hjónabandsskilnað. Mál- ið er nú í höndum lögfræðinga. Hjónabandið hélt i aðeins fjóra mánuði. Eiginkona nr. 4, feg- urðardrottningin Terrv Richard, 21 árs gömul, er kom- in heim til mön.mu. Söngvar- inn, sem er nú 47 ára gamall, var áður kvæntur Debbie Rev- nolds, Elizabeth Tavlor og Connie Stevens. r o hellír Ljósmyndunarnámskeið fyrir byrjendur NÁMSKEIÐ I: Aldur 12—15 ára. Þátttökugjald kr. 500.—. Námskeiðið hefst 10. mars. NÁMSKEIÐ II: Aldur 1 6 ára og eldri. Þátttökugjald kr. 4.500,- Námskeiðið hefst 1 1. mars. Innritun og allar frekari upplýsingar í Fellahelli, sími 73550. ||! ÆSKULÝÐSRÁÐ Bókamarkaður Æskunnar er að Laugavegi 56 r Odýrar eldri bækur, svo sem: Barnabækur Skáldsögur Ævisögur Bækur um íþróttir Bækur um dulræn efni Ljóðabækur Allskyns fróðleikur o.m.fl. Bókamarkaður Æskunnar er opinn árið um kring. Munið bókaskrá Æskunnar. Sendum bækur í póstkröfu hvert sem er Bókaútgáfa. Afgreiðsla Barnablaðsins Æskunnar. Bóka- og ritfangasala Laugavegi 56. Sími 14235 stofa 10248. Afgr. blaðsins 17336. Pósth. 14. HER OPNAR í nýjum húsakynnum, ein elzta húsgagnaverzlun landsins. með kynningu á nyrri gerð einingarskápa til hverskonar nota, ásamt öðrum vel þekktum framleiðsluvörum AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSUJN SMIÐJUVEGI 9 KOPAVOGI SÍMI 43577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.