Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Séra Óskar H. Finnbogason Fæddur 13. sept. 1913 Dáinn 24. febr. 1976 Séra Öskar Finnbogason, sein- ast prestur á Bíldudal, lézt að heimili sinu í Kópavogi 24. febrúar sl. 62 ára gamall. Hann hafði átt við sjúkdóma að stríða i vetur en var á góðum batavegi, svo að vonir stóðu til að hann kæmist til heilsu og fengi enn að njóta langra lífdaga En sjúk- dómurinn mun hafa verið alvar- legri en flesta grunaði. Það varð því óvænt áfall ætt- ingjum hans og vinum þegar hon- um versnaði aftur skyndilega svo mjög, að ekki varð við neitt ráðið. Tíminn var fullnaður fyrir hon- um. Hann hné niður heima hjá sér og gaf upp andann, fáum augnablikum síðar, í örmum sinnar trúföstu eiginkonu. I blíðu og stríðu hafði hún staðið honum við hlið og verið honum ómetanleg stoð og stytta öll samvistarárin. Frá henni vildi hann heldur ekki víkja hversu þjáður, sem hann var. Hjá henni vildi hann lifa og deyja. Það varð þá líka svo, eins og hann vildi. Um ætt og uppruna séra Öskars veit ég ekki mikið en fæddur var t Útför móður okkar EMMU JÓNSDÓTTUR, Kvisthaga 25 sem lézt 29 febrúar fer fram frá Fossvogskírkju mánudaginn 8 marz kl 3 e h Ástríður Jakobsdóttir Jóhann Jakobsson Jón Jakobsson Björn Jakobsson. t Við þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför INGVARS JÚLÍUSAR BJORNSSONAR, trésmíðameistara. Valgerður Brynjólfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför TRYGGVA TÓMASSONAR Rauðarárstfg 50 Þórdís Guðmundsdóttir og systkini hins látna. t Þakka innilega öllum þeim er heiðruðu minningu föður míns HELGA ÓLAFSSONAR, Gunnarsbraut 38, Reykjavik, með nærveru sinm við útför hans, vinarhug og samúðarkveðjum F h fjölskyldu minnar og systkina hins látna, Guðni Helgason. t Útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar og afa, PÁLS S. PÁLSSONAR, Geitfandi 39. fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1C marz kl 13:30 Sigrún Elfasdóttir. Páll Ásmundsson, börn og barnabörn. t Eiginmaður minn séra KRISTINN STEFÁNSSON, f.v. áfengisvarnaráðunautur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9 marz kl 1 3 30 Dagbjört Jónsdóttir. t Útför RÖGNU HALLDÓRSDÓTTUR Norðurbrún 1 sem andaðist 1 mars sl fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9 mars kl 1 3:30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Slysavarnafélagið Ellert Árnason, Sigrún Ellertsdóttir. Sigurþór Ellertsson. hann í Skarfanesi á Landi í Rang. 13. september 1913 og voru for- eldrar hans Finnbogi Höskulds- son, bóndi í Skarfanesi, og kona hans Elísabet Þórðardóttir. — Sjálfur var séra Oskar ættfróður og sýndi mér eitt sinn fram á allnáinn skyldleika hans og konu minnar með þvi að rekja saman ættir. Séra Oskar var gáfaður maður og vel menntaður. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólan- um árið 1940, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1949 og varð cand. íheol. frá Háskóla Islands í mai 1953. Öllum prófum lauk hann með fyrstu einkunn. Prestvígslu hlaut hann 21. júní 1954 og varð prestur í Staðarhraunsprestakalli þar sem hann þjónaði í 11 ár eða til ársins 1965, en hafði þá lengst af búsetu í Borgarnesi. Næsta ár var hann prestur i Stafholti, en til Bíldu- dals kom hann árið 1967. Hlaut hann þar frábærar viðtökur safnaðarins og var kosinn prestur Bilddælinga með glæsibrag. Naut hann virðino-y- g $r -~iHa sóknarmanna_ PfaU y ár’, senj hann þjónaði þar, en hann lét af prestskap sl. haust, mest vegna þverrandi heilsu. Sem opinber starfsmaður hafði hann þá líka lokið þjónustutíma sínum, en auk prestsstarfa hafði hann á náms- árum sinum lengi verið bókari við tollstjóraembættið í Reykjavík. Hann stundaði líka kennslu og var prófdómari aðallega í Borgar- nesi og starfaði auk þess við em- bætti sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Sitthvað fleira mundi vera hægt að nefna, sem ég veit ekki um, enda kynnt- ist ég séra Öskari ekki að ráði fyrr en leiðir okkar lágu saman er hann fluttist á Bíldudal, því að skömmu seinna fluttist ég i næsta prestakall á Patreksfirði. Urðum við þá oft til hvors annars að leita um aðstoð og þjónustu i forföllum eða fjarveru annars hvors okkar. Á ég ekkert nema góðar minn- ingar frá þeim samskiptum okkar enda var alltaf gott til hans að leita svo fúslega sem hann jafnan gekkst undir það aukaerfiði að þjóna fyrir mig minu prestakalli þegar ég þurfti á að halda. Það var gott að eiga hann að sálu- félaga. Oft ræddum við saman og var það mér jafnan til uppörv- unar og hugarhægðar. Séra Óskar var samvizkusamur embættis- Jón Óskar Guð- laugsson frá Eystri-Hellum A síðustu jólum barst Gaul- verjabæjarkirkju rausnarleg pen- ingagjöf að upphæð eitt hundrað og tuttugu þúsund krónur. Gjöfin er minningargjöf um Jón Óskar Guðlaugsson fyrrv. bónda á Eystri-Hellum, gefin og afhent af syni hans, Erlendi Jóns- syni, nú búsettum i Þorlákshöfn. Jón var um áraraðir traustur starfsmaður kirkjunnar, fyrsti formaður Kirkjukórsins og hringjari, svo sem verið hafði faðir hans, Guðlaugur Jónsson, en hann hringdi klukkum Gaulverja- bæjarkirkju við helgar athafnir í um fjörutíu ár. Var auk þess áþví tímabili féhirðir kirkjunnar og umsjónarmaður. Trúmennska og formfesta einkenndu öll störf Guðlaugs í kirkjunni. Jón Óskar Guðlaugsson var fæddur í Austur-Meðalholtum hér í Gaulverjabæjarhreppi 27. október 1908, sonur Guðlaugs Jónssonar og Guðlaugar Jóns- dóttur, er fædd var og uppalin i Austur-Meðalholtum. Foreldrar Jóns settu siðan bú sitt niður á Eystri-Hellum hér i sveit þar sem Jón síðan ólst upp og tók síðar meir við búsforráðum af föður sínum. Hann giftist 4. júní 1942 Kristínu Erlendsdóttur bónda Kristjánssonar á Hvallátrum í Rauðasandshreppi. Jón og Kristín bjuggu á Eystri- Hellum til ársins 1973 er þau urðu að bregða búi vegna heilsu- brests húsbóndans, en í þeirri erfiðu baráttu sýndi Jón karl- mennsku sína og hetjuskap, svo sem í öllum störfum sínum og lífi. Jón lést hinn 22. september 1974. Saga Jóns er saga þúsundanna á Islandi með sínum persónulegu séreinkennum. Hann ólst upp við umönnun traustra og góðra íor- eldra við hin algengu störf í land- búnaði sem þó á þeim tima höfðu það ívaf umfram nútímann, að ungir menn voru sendir í útvertil þess að sækja aukinn feng til heimilisins. Jón var í þessum hópi. Kornungur reri hann ásamt föður sinum með Páli á Baugs- stöðum til fiskjar frá ströndinni sem svo skammt er frá æsku- heimili hans. Síðar fór Jón til vertíðar í Vestmannaeyjum og var þar i starfi hjá þeim kunna útgerðarmanni Arsæli Sveinssyni í 17 vertíðir. Sjósókn heillaði Jón öðrum störfum fremur, og hvergi var hann í viðræðu fróðari né áhugameiri heldur en þegar rætt var um sjósókn og sjómannslíf. Ekki þannig að Jón væri einhæf- ur maður. Öðru nær. Hann var í innsta grunni fjölhæfur til orðs og æðis. Nærfærinn í umgengni við menn og málleysingja, og verður okkur sem enn störfum í fæðingarsveit hans, lengi minnis- stætt allt það aukastarf er hann lagði á sig til hjálpar búpeningi bænda þegar krankleik og erfið- leika bar að á þeim vettvangi. En Jón hafði um miðbik starfsævi sinnar sótt námskeið er veittu undirstöðuþekkingu i þessum efnum. Stutt kennsla í dýralækn- ingum varð hjá honum að drjúgri þekkingu sem grundvallaðist á hinni traustu og heilsteyptu manngerð hans. Aldrei lét Jón það neinu skipta í þessum efnum hvernig á stóð fyrir honum sjálfum, hvort hann var svefnlítill, þreyttur og oft ekki heill til heilsu, af stað fór hann með það eitt í huga að hjálpa, lina þrautir og gera þeim greiða sem til hans leituðu i það og það sinnið. Ekki voru það fjármunir sem mölur og ryð fá grandað sem ýttu á Jón í þessum störfum, og mun hann aldrei hafa látið sig nokkru skipta hvort greiðsla kæmi fyrir Móðir okkar, KRISTENSA JENSEN, Álfheimum 56, Reykjavík lézt á Borgarsjúkrahúsinu að morgni föstudagsins 5. mars Torfey Steinsdóttir, Kristján Steinsson. maður og skyldurækinn þrátt fyrir ýmiss konar erfiðleika, sem hann átti við að stríða einkanlega á fyrstu árum prestskapar síns. Seinustu árin átti hann við van- heilsu að stríða, eins og áður getur. Þá kom kannski hvað bezt í ljós hversu vel hann var kvæntur. Var það aðdáunarvert að sjá um- hyggju konu hans og var hún þá sjálf ekki alltof heilsuhraust, en manni sínum var hún ómetanleg stoð og stytta. Þessi ágæta kona er Rakel Veturliðadóttir frá Isafirði en henni kvæntist séra Óskar 13. marz árið 1943. Frú Rakel er væn kona, dugleg og bráðmyndarleg í öllum verkum sínum. Það varð augljóst öllum, sem á heimili þeirra komu. Þau séra Óskar og Rakel eignuðust þrjú börn i hjónabandi sínu, Finnboga í Kópavogi, Guð- rúnu Auði, sem gift er i Dan- mörkuj og Veturliða, sem enn er ungur piltur. Auk þeirra ólst upp með þeim dóttir Rakelar, Kristjana, sem er elst barnanna. Þessum ástvinum séra Óskars sendi ég einlægar samúðarkveðj- ur mínar og bið þeim Guðs blessunar í sorg þeirra og söknuði. Mig langaði til að minnast séra Oskars Finnbogasonar, vinar míns. Það geri ég með sjálfum mér miklu betur en þessi fáu og fátæklegu orð bera með sér. En þau verða nú að duga á þessum vettvangi. Góður maður er genginn veg allrar veraldar. Blessuð sé minning séra Óskars Finnbogasonar. Þórarinn Þór. eða ekki. Þannig kom hann alls staðar fram i okkar sveitarfélagi, að hjálp til eins og annars, hvar sem hennar var þörf, var hans eðli og ánægja. Jón gekk hægt um gleðinnar dyr, jafnlyndur og hógvær maður sem dæmdi aldrei neinn, en fann ætíð málsbætur í öllu og um alla. Heimili sínu var hann hið trausta bjarg sem ekki bifaðist. Iðinn, veitull og umhyggjusamur, og verður mér sem þessar línur rita, ógleymanleg sú umhyggja og nær- færni, er ég oftsinnis i bernsku minni varð vitni að, sem hann sýndi móður sinni er lifði um mörg ár við skerta heilsu. Ekki þykir mér út í hött að álykta, að í þeim efnum hafi Jón sýnt svo að eigi yrði efast um hvern mann hann geymdi í sál og sinni. Hann var enda gæfumaður, og gæfa hans var sú mest að eiga að félaga eiginkonu sina, Kristínu Erlends- dóttur, og þeirra mannvænlegu börn er í öllu bera mannsbragði foreldra sinna órækt vitni. Börn þeirra eru: Erlendur, Sigurjón, Guðlaug, Ólafur, Óskar. Kristín Erlendsdóttir er mikil mann- kostakona sem af dugnaði, rausn og höfðingsskap stóð við hlið manns sins, jafnt á heimilinu sem utan þess. Um leið og ég lýk þessum fáu kveðjuorðum til Jóns Guðlaugs- sonar, sem eiga að rúma þakklæti íbúa okkar sveitarfélags til sam- skipta okkar við hann, þakka ég fyrir hönd Gaulverjabæjarkirkju þá höfðinglegu minningargjöf er sonur hans, Erlendur, hefir fært kirkjunni og að er vikið hér i upphafi. Kristínu og börnum hennar öllum færum við kærar þakkir í þessu efni, svo og fyrir samstarf liðinna ára. Blessuð sé • minning Jóns Guðlaugssonar. Gunnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.