Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNt 1977 5 Gísli Jónsson menntaskólakennari: Umfáeinný- yrði og fleira SEINT virðist okkur ætla að auðnast að losna við orð- skrlpið badminton um ágæta íþrótt, sem borist hef- ur til okkar með þessu nafni frá útlöndum. Farsælli vorum við, þegar málvisir menn fundu handa okkur orð eins og svig og blak I staðinn fyrir slalom og valley ball. Þökk sé Hermanni Stefánssyni og Sigurði skólameistara. Menn hafa reynt að láta orðið hnit koma I staðinn fyrir badminton, en það fest- ist illa I málinu, enda gamalt orð I annarri og óskyldri merkingu. Hvernig væri nú að reyna nýyrði? Af sögninni að rísa er mynduð orsakar- sögnin að reisa, þ.e. láta eitthvað rísa; af hníga eigum við orskarsögnina að hneigja o.s.frv. Mætti þá ekki hugsa sér að mynda orsakarsögnina að sveifa: láta e-ð svífa. List- in I badminton er að láta fokkuna svífa, en falla ekki til jarðar. Og gaeti þá leikurinn sjálfur ekki sem best heitið sveifa? Þeirri tillögu er hér með komið á framfæri, eink- um við forystumenn íþrótta- sambands íslands. Við get- um þá farið í sveifu, keypt okkur sveifuspaða. haldið sveifumót og jafnvel orðið íslandsmeistarar í sveifu. í myndlistargróskunni spretta upp mörg hús, þar sem menn geyma og sýna myndir, listaverk. Þetta er gjarna kallað gallerf að er- lendri fyrirmynd. Tökuorð geta stundum verið góðra gjalda verð, sé vissum skil- yrðum fullnægt, sbr. orðið fokka héraðframan. En orð- ið gallerí fer ekki vel í ís- lensku. Að minnsta kosti þyrftum við að eiga annað orð íslenskt i sömu merk- ingu. Ég sting upp á myndhús eða listhús: Myndhús eða listhús Háhóll f staðinn fyrir gallerí Háhóll o.s.frv. í öllu tali okkar um eiturlyf, eða svonefnda vímugjafa, bregður oft fyrir tökuorðum eins og narkóman, dópisti o.fl. Hvernig væri að prófa hér nýyrðið vfmill (eða vfm- ull) sem samheiti um þetta? Maðurinn var áreiðanlega einhvers konar vímill (vfmull). Finnst mönnum kannske að fleirtalan vfmlar sé ekki nógu smekkleg? Reyna má það. í sambandi við sjónleika ekki síst, notum við stundum útlendu orðin tragfkómfk eða tragfkómfskur. Stund- um hefur verið reynt að setja orðið grátbroslegur í staðinn fyrir hið síðara Hér er tillaga um að reyna annað nýtt: Harmskop f staðinn fyrir tragfkómík og harmskop- legur í staðinn fyrir tragíkóm- ískur. Og svo að lokum. í blöð- unum er nú oft sagt að ein- Gfsli Jönsson hver gæti einhvers eins og sjáaldurauga síns. Hérhefur illa farið, þegar eignarfalls- essið er horfið. Sjáaldur gæt- ir ekki auga síns af þeirri einföldu ástæðu, að sjáldrið er í auganu, en á ekkert auga Hins vegar gæta menn einhvers eins og sjáaldurs auga síns, ef vel er að verið. Ég trúi því mætavel að hinn gjörvulegi knattspyrnu- maður, Ólafur Sigurvinsson, hafi gætt hættulegasta sóknarmanns franna eins og sjáaldurs auga síns, en alls ekki að hann hafi gætt Mc- Greerys eins og sjáaldrið gætir sfns eigin auga, sem ekkert er. Kvenfélag- ið Berg- þóra 50 ára KVENFÉLAGIÐ Bergþóra I Ölfusi átti 50 ára afmæli hinn 6. júni siSastliS- inn. FélagiS mun vera eitt hi8 elzta á sambandssvæSi Sambands sunn- lenzkra kvenna. Fyrsti formaSur félagsins og aSal- hvatamaSur var GuSrún Snorradótt- ir, Þórustöðum, en meSstjórnendur þær Elin Þorláksdóttir, Hrauni, og Margrét Árnadóttir. AlviSru. Stofnendur voru 20. ÖlfusiS er ennþá fámenn sveit. og félagar hafa þvi aldrei veriS margir, nú eru félags- konur 37. En þessi fámenni hópur hefir látiS talsvert til sin taka og lagt mörgu góSu málefni Ii8. Eins og meSal flestra kvenfélaga landsins er a8al- markmiB félagsins a8 stuSla a8 menningar- og mannúSarmálum hreppsbúa. í tilefni þessara timamóta bauB félagiS öllum félagskonum og nokkr- um eldri meSlimum til kvöldverSar og leikhúsferSar i höfuSborginni. Hin árlega skemmtiferS i sam- vinnu vi8 BúnaSarfélag sveitarinnar er i undirbúningi og verSa Strandir skoSaSar. FélagiS er eignaraSili. ásamt sveit- inni. a8 félagsheimili, og hafa félags- konur látiS sér mjög annt um a8 búa a8 þvi sem bezt. Ágrip af sögu félagsins hafa nýver- i8 ritaS þær PagnheiSur Jóhanns- dóttir, Bakka, Gróa Jónsdóttir. Hvoli, og SigriSur Kjartansdóttir. Völlum, og birtist þar í hinu fyrirhug- a8a riti Sambands Sunnlenzkra kvenna á næsta ári, en þá verSur SSK 50 ára. í núverandi stjóm eru ValgerSur Tryggvadóttir, Vogi, GuSriSur Gu8- jónsdóttir, HjarSarbóli, og ÞrúSur SigurSardóttir, Hvammi. Brátt hita tölvumar morgun- kaffið og rista brauðið ÞtJ VAKNAR morgun einn — eftir fimm ár eða svo, mælir af munni fram fáein vel valin orð við heimilistölvuna þfna þar sem þú gefur henni fyrirmæli um að hefjast handa og stundarfjórðungi sfðar gengur þú frfsk og spræk inn I eldhús- ið og kaffið er þá nýlagað á könnunni, ilmandi ristað brauð bíður I brauðristinni og eggin á pönnunni eru steikt nákvæm- lega eins og óskað er eftir. Sú hin sama tölva, sem komið hefur verið fyrir i veggjum hússins og er útbúin til að þekkja aðeins eina drottnunar- rödd — sú hin sama tölva mun einnig sjá til þess að ljósin verði slökkt, að loftræsingar- kerfið í íbúðinni verði hæfilega lengi í sambandi og stilla hit- ann i herbergjum þeim sem notuð eru í íbúðinni. Heimilistölvan mun einnig sjá um greiðslu á reikningum og hún mun reikna út kostnað- inn við heimilishaldið og gefa ákveðnar ráðleggingar um, hvar megi spara og hvað borgi sig að kaupa. Hún mun sjá um pantanir á nýlenduvörum og grænmeti, skipuleggja máltíðir og sjá um að gefa þér hugmynd- ir að því hvað eigi að hafa í matinn hverju sinni. Heimilis- tölvan væri meira að segja vís tii að opna útidyrnar fyrir þér til að spara þér að rétta út höndina. Svo að fátt eitt sé nú nefnt. Þetta er ekki fáránlegir órar og grillur heldur það sem koma skal, að sögn Thomasar O’Toole, fréttamanns New York Times. Hann segir að slík heimilistölva hafi verið tekin í notkun og sé nú verið að gera margvíslegar tilraunir með hana áður en hún verður sett á markaðinn. Vísindamenn leggja áherzlu á að slik tölva verði „vingjarnleg vél með ákveðnum mannlegum eigin- leikum", sem skelfi ekki eig- anda sinn með óhugnanlegum hæfileikum, heldur verði til þess fallin að vinna með fólki til að gera því lifið notalegra. Enda þótt óbreyttum lesanda þyki lýsingar á þessum atriðum heldur fjarri lagi er Ijóst að svo stórstígar framfarir hafa orðið í tölvuframleiðslu síðustu ár að þetta er ekki neinn fjarlægur draumur lengur. Fyrir örfáum árum voru tölvuúr og vasatölv- ur svo dýrar að þann munað veittu sér aðeins útvaldir. En á ótrúlega skömmum tima hefur þróunin i þessum málum orðið sú að nú getur hver maður gengið með slíka gripi upp á vasann, að minnsta kosti þurfa menn ekki að setja verðið fyrir sig eins og áður. Og tölvan er komin og verður ekki aftur snúið með það. Og þá er lika eins gott að hún verði „vingjarnleg vél, vél með manneskjulegu yfirbragði“ svo að við kaffærumst ekki i allri tækninni. KENWOOD, TOPPUR TÓNGÆÐANNA Þetta er KENWOOD KA-8300 og KA-5500 í hnotskum. 2x80 RMS wött, 8 ohm, 20-20000Hz, bjögun minni en 0,1% - eða 2x55 RMS wött, 8 ohm, 20-20000Hz, bjögun minni en 0,1%. Toppur tóngæðanna á hagstæðu verði. Það eru engir lausir takkar á KENWOOD mögnurunum - allt geislar af krafti og fullkomnun. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.