Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977 33 Víetnam: Olíufundur gæti haft þýðingu fyrir Cargolux OLtULEIT í Víetnam getur haft verulega þýðingu fyrir íslenzk- sænsk-Iúxemborgska vöruflugfélagið Cargolux og orðið til þess að auka flutninga félagsins til Hanoi. Að undanförnu hafa mörg vestræn olfufélög átt viðræður við stjórn Víetnam með það fyrir augum að hefja þar olíuleit, og hefur Cargolux þegar verið falið að flytja nokkurt magn af olíuborunartækjum til Hanoi. Eins og annars staðar í heimin- hafi verið lág þá hafa þessir flutn- um þar sem olía hefur fundist, ingar haft vissa hagkvæmni i för gætu velheppnaðar olfuboranir í með sér fyrir félagið, vegna þess Vfetnam orðið til meiriháttar aukningar á vöruflugi til og frá landinu. Nú fljúga aðeins þrjú evrópsk flugfélög til Víetnams. Þau eru Cargolux, Interflug, sem er helzta flugfélag Austur- Þýzkalands og sovézka flugfélagið Aeroflot. Aðeins Cargolux stund- ar eingöngu vöruflutninga. Hleðslunýting Cargolux á flug- leiðinni til Hanoi hefur verið mjög lág, 33% að meðaltali, en söluherferðir eru i undirbúningi i V7estur- og Austur-Evrópu. En þó að hleðslunýtingin (8—9 tonn) að á flugleiðinni Arabaflói- HongKong hefur það annað hvort þurft að fljúga yfir \ríetnam eða taka krók í suður og fljúga fram- hjá landinu. \7enjulega fljúga vöruflutn- ingaflugvélar leiguflugfélaga fullhlaðnar til Arabaflóa, síðan tómar til HongKong og svo full- hlaðnar aftur til Evrópu. Flutn- ingarnir til Víetnams, þó litlir séu, hafa því skapað einhverja nýtingu á flugvél, sem annars flygi tóm. Víetnamflutningarnir hafa einnig gert félaginu mögu- legt að millilenda í Hanoi. Þannig hefur félagið, með flugi yfir Víet- nam sparað sér meir en 1.300 kíló- metra flug á ieiðinni til Hong- Kong. Ef um flutningana til Víetnams væri ekki að ræða fengi Cargolux undir venjulegum kringumstæð- um ekki leyfi til að fljúga yfir vfetnamskt landsvæði og yrði að fara sunnar og lengri leið yfir Thailand. Það eru aðallega byggingarvör- ur frá Sviþjóð og Frakklandi, sem Cargolux flytur til Vietnams, en einnig lækningavörur og dipló- matapóst, og hefur hingað til ver- ið flogið einu sinni f mánuði. húsnæði og stuðlað þannig að breyttu rekstrarformi, sem nauð- synlegt var til að mæta aukinni samkeppni. Það var ekki sizt fjárfesting i nýju húsnæði, sem varð til aó auka samkeppnisgetu okkar, þvi mörg fyrirtæki bjuggu við óhag- kvæman húsakost, sem stóð hag- ræðingu og framleiósluaukningu fyrir þrifum.“ Sem dæmi um þetta nefndu þeir fyrirtæki, sem fluttist úr erfiðu húsnæði í nýtt hús þar sem framleiðslan fór fram á einu gólfi, og jókst framieiðsla fyrir- tækisins um 20—30% við flutn- ingana. Talandi dæmi um framleiðni- aukningu er Axei Eyjóifsson h.f. Hjá Axel Eyjólfssyni er fram- leiðslutfminn á lengdarmetra á fataskápum f dag 41% af fram- leiðslutimanum 1973. í því sam- bandi má nefna að Axel Eyjólfs- son h.f. hefur ekki hækkað verð á fataskápum sinum i síðustu 16 mánuði. Er mjög svipaðar sögur að segja af Haga h.f. og Á. Guðmundssyni h.f. „Við gerum okkur ljóst að þetta er mikilvægur árangur og án hans gætum við ekki staðist aukna er- lenda samkeppni," sögóu þremenningarnir. „Aðflutnings- tollar halda hins vegar áfram að lækka og erlendir framleiðendur halda áfram að auka framleiðni sina, þannig að við verðum að taka enn stærri stökk en þeir ef við ætlum að draga á þá. Við veróum þess vegna að áuka hag- ræðingu og bæta vélakost enn meira." En þó að miklar framfarir hafi átt sér stað I húsgagnaiðnaðinum, þá er langt frá þvf að hann sé laus við öll vandamál. Eitt vandamálið er sá langi tími, sem lióur frá þvi að fyrirtæki fær hráefni þar til það hefur selt það aftur í formi tilbúinnar vöru. Þetta hefur vald- ið þvi að fyrirtækin hafa þurft á rekstrarlánum að halda til lengri tíma en almennt er hægt að fá með góðu móti. Þau hafa selt sin- ar vörur. Gildir þetta einnig um mörg fjárfestingalán, að fjárfest- ingu er ekki lokið þegar endur- greiðsla lánanna hefst. Þá er lánsfé dýrara á íslandi en i samkeppnislöndunum. Nefndu þeir Eyjólfur, Ásgeir og Haukur að vaxtagjöld húsgagna- og inn- réttingaiðnaðarins væru 11% af veltu á tslandi borið saman við 2—3% i Danmörku og Noregi. „Þetta gerir okkur erfiðara fyr- ir og hækkar verð okkar til við- skiptavinanna. V'erðbólgan hefur einnig þungbær áhrif tii rýrnun- ar rekstrarfjár fyrirtækjanna. Þá er orkan hér miklu dýrari en i nágrannalöndunum. En þetta eru atriði, sem vinna má bug á, ef vilji er fyrir hendí. Fram til þessa hef- ur samkeppnin stælt okkur og við munum vaxa til að mæta frekari samkeppni. Það sem mest er að- kallandi er að auka framleiðni enn meira, þannig að hún verði svipuð og hjá erlendum keppi- nautum okkar. Minni framleiðni er hins vegar ekki vandamál, sem einskorðast við húsgagnaiðnaðinn heidur er hér um þjóðfélagslegt vandamál okkar að ræða. Það er staðreynd að framleiðni margra islenzkra iðngreina er aðeins 60—70% af þvi sem gerist erlend- is, og þetta er orsök þess að við getum ekki greitt sömu laun og nágrannar okkar. V'ið erum óhræddir við að glima við þetta vandamál, en til þess þurfum við fjármagn til áframhaldandi upp- byggingar og rekstrar." rjárfestingar f stórvirkum vélum hafa breytt fslenzkri husgagnagerð úr handiðn (verksmiðjuframleiðslu. Nafnabrengl í VIÐTALI við sjómenn frá Fá- skrúðsfirði ■ í blaðinu i gær var Þorsteinn Sigurðsson sagður heita Þórður og Bergkvist Stef- ánsson sagður vera Jónsson. V'ið- komandi eru beðnir velvirðingar á þessu leiðinlega nafnabrengli. — Lífeyrissjóður Framhald af bls. 20 leyfóu. Hann minnti á að borgar- starfsmenn hefðu löngum borið sig saman við rikisstarfsmenn. Þessi regla sem hér kæmi fram i tillögunni væri viðurkenningar- vottur, sem ekki kostaði stórfjár- hæð og að öllum likindum yrði vel metið af fólki sem lengi hefði innt af hendi mikið og gott starf i þágu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að vísa málinu til annarrar umræðu. — Gamall og gróinn Framhald af bls. 29 að meta þýðingu svo hraðfara menningarþróunar. Þegar Njálssaga og nokkrar aðrar Islendingasögur voru gefnar út I rúss- neskri þýðingu fyrir tveimur árum, tókst jafnvel mér, sérfræðingi sem reyni að sjálfsögðu að fylgjast með öllu sem út kemur. I sambandi við ísland, ekki að ná mér I eintak af bókinni. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum Samt var hún gefin út I 300 þúsunc eintökum! Og hér kemur síðasta dæmið, sem er I beinu samhengi við Njálssögu. Ég var búinn að pakka niður fyrir íslands- ferðina þegar ókunnur maður hringdi I mig. Hann sagðist heita Viktor Prokofjef og vera listmálari, hafa áhuga á islandi og langa til að sýna mér svolítið í Ijós kom að hann hafði fyrir nokkrum árum lesið Islenska bók I russneskri þýðingu og fengið sllkan áhuga á landi og þjóð að hann fór að safna Islenskum bókum og lesa þær. Þvl meira sem hann las, því stærri varð undrun hans vegna þess að Islending- ar hefðu getað varðveitt tungu slna og menningu. Svo þegar Njálssaga kom út var hann heppnari en ég og tókst að krækja sér I eintak Hann sagðist hafa lesið hana einum fimmtlu sinnum og svo fór hann að teikna Hann teiknaði á nóttunni. þvi að á daginn vann fyrir brauði slnu Hann teiknaði vegna þess að hann gat ekki annað Hann var orðinn ástfanginn af Islendingum og þeirra erfiðu en frækilegu sögu. Þetta eru skemmtilegar og mjög vel útfærðar myndir. teiknaðar með kol- um, 40x30 cm á stærð Ég fékk leyfi til að taka myndir af nokkrum þeirra og birtast tvær þeirra hér með Nú getið þið séð hverjum augum sovéskur lista- maður lltur fortlð ykkar. Hann hefur aldrei komið til islands og aldrei hitt lifandi íslending Þar að auki teiknaði hann af innri þörf. án þess að hugsa um möguleika á að fá borgun fyrir. Þetta er það sem ég kalla áhuga og virðingu fyrir þjóð ykkar. Nú er Viktor Prokofjéf að búa sig undir að teikna myndir við Eddurnar. — Skipulag raforkumála Framhald af bls. 18 starfsemi Orkusjóðs til gagn- gerðrar endurskoðunar. Það þarf að setja sjóðnum fasta og raun- hæf tekjustofna og efla hann á annan hátt, svo hann geti staðið undir þvi hlutverki að vera fjár- festingarsjóður orkufram- kvæmda með ráðstöfun eigin fjár og endurlánum. Það er naumast hægt að álíta annað en að löggjafinn hafi ekki fyllilega gert sér ljósa þýðingu Orkusjóðsins, þegar hann ákvað að sjóðurinn skyldi vera i vörzlu Seðlabanka Islands, sem hefur á hendi daglegan rekstur hans og bókhald, ársuppgjör og skýrslu- AIIGI.VSINGASÍMINN F.R: . 22480 JRoreunblobií) gerð, eins og kveðið er á um í orkulögunum. Eg er ekki með þessu að segja, að það þurfi að skipta miklu máli i sjálfu sér, hvar þessi verk eru unnin. Auð- vitað getur Seðlabankinn annast þetta, þótt það geti naumast talizt eðlilegt hlutverk hans. Hitt er al- varlegra, að það samrýmist naura- ast þeirri reisn, sem þarf, til að gera Orkusjóð að einum af stærstu og öflugustu fjárfesting- arsjóðum landsins, að láta han ekki hafa fullt sjálfræði eigin mála. Þarf þetta þvf athugunar við. — Umhorf Framhald af bls. 28 allt að þvi ráða þvi hvað er á borðum hverju sinni. Hér er ekki verið að mæla með hýðingum eða öðrum lfkamlegum refsingum, en það er staðreynd, að góður agi er forsenda þess að góð- ur námsárangur náist í skól- um, og það ætti öllum að vera ljóst að kennarinn er sá sem annast leiðsögnina en ekki öfugt. Skólayfirvöld á hverjum stað eru sffellt á undanhaldi í þessum málum. Þegar ekki er lengur unnt að halda regl- ur í heiðri, er þeim breytt. eða þær hreinlega felldar niður. Án tillits til þess hvort þær séu góðar eða slæmar. Gott dæmi um slíkt eru reglur um tóbaksreykingar i gagnfræðaskólum. Fyrir nokkrum crum var það brottrekstrarsök ef nemandi reykti inni á skólalóðinni. Nú er slfkt yfirleitt leyft, og á-skemmtunum er jafnvel viðast komið upp .reyksal innan veggja skólans. Enn er neysla áfengis í grunn- skóla óheimil. Séu nemend- ur hins vegar staðnir að slikri iðju, þá er litið gert i málinu, og skólayfirvöld reyna oftast að leiða slíkt hjá sér. — Ef til vill endar þetta með þvi, að reglur um áfengisneyslu i grunnskól- um hljóði eitthvað á þessa leið: „Nemendum er óheim- ilt að deyja áfengisdauða í kennslustundum." V'onandi fer ekki svo, að hér þarf að spyrna við fót- um, og eigi ekki illa að fara, þá þurfa skólarnir að taka á, og þeir þurfa að geta átt visan stuðning í agamálum á æðri stöðum. — Stuðning sem þeir eiga ekkj vísan sem stendur. SKRATTINN MÁLAÐUR Á VEGGINN? Einhverjum kann að virð- ast að hér að framan sé full sterkt til orða tekið, og skrattinn jafnvel málaður á vegginn. V'íst kann svo að vera, en það verður þó aldrei of oft kveðið, að hvergi ber meiri nauðsyn til að vera vakandi, en einmitt á sviði uppeldis- og skólamála. í þvi sambandi er ekki úr vegi að minna á það, hve iUa er búið að kennurum, bæði hvað varðar laun og starfs- aðstöðu. Fáum Sem utan skólanna standa mun það ljóst, og oft eru störf kenn- ara og annara uppalenda lit- ils metinn. Ætli fólki sé það til dæmis almennt kunnugt, að nú eru byrjunarlaun kennará, eftir fjögurra ára nám í Kennaraskólanum álika há og lágmarkslaun verkamanns? Hér þarf úr að bæta, og menn skyldu vera þess minnugir, að ef ekki er vel að kennslu og öðru starfi í grunnskóla staðið, þá fer fyrir okkur líkt og húsbyggj- anda sem hyggst reisa hús sitt á sandi. Yfirvöldum menntamála má líka vera það minnis- stætt, að ekki er allt gott sem kemur erlendis frá, og að kanna þarf nýjungar áður en þær eru heimfærðar upp á okkur íslendinga. — AII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.