Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 3 Festíbúnaður verkpall- anna ekki viðurkenndur ÖRYGGISEFTIRLIT rfkisins hcfur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá athugun, er gerð var á verkpöllum af þeirri gerð. sem slys varð við á Engihjalla 9 í Kðpavogi 2. sept. s.l. og hefur ekki talið ástæðu til að finna að gerð verkpallanna sjálfra. Segir öryggismálastjóri, Friðgeir Grímsson, að hins vegar hafi festibúnaður verkpallanna, sem bilaði, ekki fengið viðurkenningu eftirlitsins, en sá búnaður er frá- brugðinn öðrum verkpalla- festingum, sem fallizt hefur verið á að notaðar væru. Af 43 festing- um verkpallanna á Engihjalla fundust 9 frábrugðnar en ein þeirra bilaði. Segir jafnframt í tilkynningu öryggiseftirlitsins, að þetta hörmulega slysatilvik minni ábyrga ráðamenn á að láta ekki undir höfuð leggjast að tilkynna til öryggiseftirlitsins um hluti eða virki, sem taka á til afnota eða vinna við og valdið geta slysi á vinnustað ef þeir bila eða bregðast, nema viðurkenning sé áður fengin. Skulu slikri tilkynningu fylgja teikningar eða lýsingar, sem eftir- litið telji nægar til umsagnar, sbr. lög nr. 23 frá 1952 um öryggisráð- stafanir á vinnustöðum. Loðnuaflinn orðinn jafnmikill LOÐNUAFLINN var sfðdegis í gær kominn í 111 þúsund tonn, en það er jafnmikið og veiddist á allri sumar- og haustvertfðinni i fyrra. Undanfarna þrjá daga hef- ur verið mokveiði og hafa komið á land 18.760 tonn. t gær höfðu bátar tilkynnt 4.270 tonn. Lítil veiði var árdegis i gær, en upp úr klukkan 14 fóru bátarnir að tilkynna löndun. Átta bátar og í fyrra höfðu síðdegis í gær fengið 4.270 tonn og hugðust landa á Faxaflóa- höfðanum, i Siglufirði og i Bol- ungarvik. Löndunarbið er nú að verða í Faxaflóahöfnum, en enn er rými fyrir hendi í Grindavik. Eftirtaldir bátar höfðu í gær tilkynnt afla: Eldborg 500, Árni Sigurður 420, Freyja 300, Helga RE-49 280, Fifill 600, Ársæll Sig- urðsson 220, Víkingur 1.350 og Gullberg 600 lestir. Margrét Elíasdóttir við eitt verka sinna. Fyrsta einkasýning ungrar listakonu UNG listakona, Margrét Elías- dóttir, opnar sina fyrstu einka- sýningu í norræna húsinu á morg- un, laugardag, klukkan 14.00. Áður hefur Margrét átt verk.á Listsýningu islenzkra kvenna 1975, og i fyrra sýndi hún leir- muni i Gallerí Sólon íslandus. Margrét stundaði listnám i Hol- bæk i Danmörku 1965—66, við Myndlista- og handiðaskóla Is- lands 1966—71 og síðan við Kunstfack skólann í Stokkhólmi 1972—74. Margrét er nú búsett i Stokkhólmi. Jón á örlítið betri biðskák JÓN L. Árnason tefldi í gær við trann Delaney á heimsmeist- aramóti unglinga f skák, sem haldið er í Cagnes í Frakk- landi. Skák þeirra fór í bið og samkvæmt upplýsingum Mar- geirs Péturssonar, fréttaritara Morgunblaðsins, hafði Jón ör- lítið betra tafl. Jón hafði svart og tókst að ná heldur betri stöðu í byrjun skákarinnar og vann peð, en missti aðeins tök- in á skákinni í miðtaflinu og vann írinn þá peðið aftur, en þegar í cndatafl var komið, var Jón með aðeins betri stöðu. Hefur Jón því 'A vinning og biðskák eftir tvær umferðir. Efstir í mótinu nú eru Kasparov frá Sovétríkjunum, Sendur frá Tyrklandi og Wei- der frá Póllandi, allir með tvo vinninga eftir tvær umferðir. Bandaríkjamaðurinn White- head á betri biðskák gegn Leski frá Frakklandi og vinni hann hana, sem allar líkur eru á, verður hann jafn hinum þrem- ur efstu í mótinu. Sovétmaður- inn Kasparov vann i dag Ne- gulescu frá Rúmeníu. Biðskákir verða tefldar árdegis í dag, en siðdegis hefst þriðja umferð. Biðstaða í skák Jóns og De- laney er svohljóðandi: Hvítur (Delaney): Kf3, Be2, a2, c4, d5, g3. Svartur (Jón): Ke5, Bd7, b6, d6, f5, g6. Svartur lék biðleik. „EKKI segi ég að þessi eldsum- brot staðfesti það að sama sagan sé að gerast og gerðist fyrir 250 árum, er Mývatns- eldar geisuðu, en hver svona hrina e.vkur líkindin með þessu gosi og Mývatnseldum," sagði dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er auðvitað aldrei hægt að segja að tvö gos, sem byrja eins, endi eins, en það, sem hingað til verði verri. Við hverja hrinu hafa orðið meiri umbrot, þótt hraunið hafi verið minnst í hrinu númer 2. Þá voru um- brotin í Mývatnssveit, en nú var langmest hraun. Hingað til likist þetta mjög Mývatnseld- um, það er útilokað að neita þvi,“ sagði Sigurður Þórarins- son. Sigurður sagði að Kísiliðjan sæti mjög illa á svæðinu. Þar væru nú miklar sprungur og Dr. Sigurður Þórarinsson, prófessor: Gosstöðvamar komnar ískyggilega nærri Mývatnssveit —Lyftist landið a ny, verður næsta hrina verri hefur gerzt virðist vera ákaf- I lega líkt.“ Sigurður sagði að nú væru jarðeldarnir farnir að nálgast iskyggilega Mývatnssveit, þvi að það sem kom í ljós i Bjarnar- flagi — þetta litla sem kom upp, er ekki bara kveikt i pipu, það var ekta hraun, þótt lítið væri og aðeins nokkur tonn. Það var samt glóandi hraun sem sýnir að grunnt er á kvikunni. Sigurður sagði: „Það er alltaf til sá möguleiki að upp- streymið hætti og verði ekki eins langt og í Mývatnseldum. Nú þá er þessu lokið, en ef landið fer nú að rísa á ný, þá má búast við að næsta hrina meiri en i april óg enn kvað hann ekki ljóst hvort gliðnunin hefði stöðvast. Um leið og landið fer hins vegar að rísa aftur, sagði Sigurður, ætti hættan að vera liðin hjá i bili og meiri skemmdir ekki að verða. Landið lækkaði ekki eins mikið og i april og i gær mun lækkun þess hafa verið mjög litil. Höfn: Saltað í 2000ustu tunnuna í gærdag Höfn, Hornafirði, í gær — frá blaðam. Mbl. Agúst Ásgeirssyni. I DAG höfðu alls borizt 858 tonn af reknetasíld hér á land. Veiðar í reknet hófust héðan upp úr 20. ágúst og eru miðin á um 40 fer- mílna svæði rétt undan landinu. Reknetaaflinn skiptist þannig, að 533,5 tonn hafa farið í frystingu og rúmlega 320 tonnum hefur verið landað til söltunar. Söltun höfst hjá söltunarstöð Fiskimjölsverksmiðjunnar fyrra laugardag. Á fimmtudag höfðu verið saltaðar rúml. 1700 tunnur og i dag reiknaði Guðmundur Finnbogason, verkstjóri, með að saltað yrði í 2000ustu tunnuna, þvi að alls bárust á land i dag tæpar 800 tunnur. Byrjað var í dag að salta upp í 15000 tunna samning, sem gerður hefur verið við Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar á Akureyri. Nú landa 18 reknetabátar afla sinum i Höfn, en búizt er við að sá fjöldi eigi eftir að aukast þegar afli glæðist. Síldin sem berst á land er enn mjög blönduð smá- síld, en sjómenn tjá mér, að hlut- fall stórsildar og fitumagn aukist með degi hverjum. Um og upp úr helgirtni hefst söltun hjá nýrri söltunarstöð hér á Höfn, Stemmu hf. Að þessu fyrirtæki stendur hópur horn- firzkra áhugamanna um fiskverk- un. Blíðskaparveður var á Höfn i dag, logn og sölskin. Með kvöld- inu kulaði og áttu sjómenn jafn- vel von á brælu á reknetamiðun- um. er líða tæki á laugardags- morguninn. Kópavogur samdi um allt nema kaupið EKKERT miðaði á sáttafundi í kjaradeilu BSRB og ríkisins i gær. Fundurinn hófst klukkan 14 og lauk um klukkan 20. Nýr fund- ur hefur ekki verið boðaður. Hins vegar tókust í fyrrinótt samning- ar milli Kópavogskaupstaðar og Starfsmannafélags Kópavogs um öll atriði væntanlegs kjarasamn- ings, þegár launaliðurinn er und- anskilinn. 1 gærkveldi hófst'síðan sáttafundur milli starfsmannafé- laga sveitarfélaga i nágrenni Reykjavíkur og viðsemjenda þeirra. Var þar jafnvel búizt við að unnt yrði að gera svipaðan samning við þau og Kópavogs- menn gengu frá í fyrrinótt og einnig munu aðilar hafa ætlað að freista þess að hefja umræður um kaupliðinn. Haraldur Steinþórsson, franv kvæmdastjóri Bandalags starfs- manna rikis og bæja, skýrði Morg- unblaðinu frá því í gær, að í fyrra- kvöld og fyrrinótt hefði verið haldinn sérstakur sáttafundur milli Starfsmannafélags Kópa- vogs og-samninganefndar Kópa- vogs. Var þá gengið frá samkomu- lagi um öll meginatriði kjara- samningsins önnur en launastig- ann. Morgunblaðið spurði Harald, hvort Kópavogsbær hefði með þessu gengið lengra en aðrir við- semjendur félaga innan BSRB. Hann sagði, að fyrir hefðu legið skriflegar gagntillögur frá sanv eiginlegri samninganefnd fyrir 5 sveitarfélög á Reykjanesi. Bæjar- starfsmannafélögin vildu hins vegar semja hvert fyrir sig. Því varó að ráði að byrja og reyna til fullnustu samninga við Kópavog. Hin félögin eru Keflavík, Mos- fellssveit, Seltjarnarnes og Garða- bær. Voru áður komnar skriflegar gagntillögur frá bæjarfélögunum. A sunnudag svaraði samninga- nefnd Kópavogs mörgum atriðum í þeim og i fyrradag var haldið áfram og voru umræðurnar mun opnari en hjá rikinu um mörg atriði. Tókst þvi að ná samkomu- lagi. Hins vegar hefur verið tekið fram að sambærileg kjör yrðu boðin hinum fjórum félögunum og var ætlunin að fjalla um þau á sáttafundi, sem hófst i gærkveldi. Haraldur Steinþórsson kvað mjög líklegt að þetta ýtti undir viðræður bæjarstarfsmannafélag- anna við bæjarstjórnir viðs vegar um land, en þau eru 17, sem hafa sjálfstæðan samningsrétt. Ef ekki er búið að vinna eitthvað að samn- ingum i héraði mun vera stefnt að þvi að halda sáttafundi á þriðju- dag eða miðvikudag. Haraldur kvað það mundu hreinsa mjög andrúmsloftið, ef þessir samning- ar tækjust. Samningar væru mun einfaldari við þessi litlu félög og þeir alls ekki eins flóknir og samningarnir við ríkið. Morgunblaðið spurði Harald um það, hver væru helztu atriði samkomulagsins við Kópavog og vildi hann ekki skýra frá einstök- um atnóum að svo stöddu. Hins vegar er Morgunblaðinu kunnugt um að starfsmenn, sem unnið hafa 12 ár eða lengur, fái 40 þúsund króna launauppbót og að jafnframt verði laugardagar ekki taldir til orlofsdaga. Heimilis- sýningunni að ljúka MIKILL fjöldi manna hefur lagt leið sina i Laugardalshöllina i Reykjavík undanfarna daga og skoðað sýninguna „Heimilið '77". í gærkvöldi var áætlað að um 64.000 manns hefðu komið á sýn- inguna. I dag og á morgun verður sýn- ingin opnuð kl. 13.00 en henni lýkur annað kvöld kl. 22.00. Vegna góðra undirtekta sýningar- gesta á tizkusýningunum i dag- skránni hefur þeim verið fjölgað og verða nú báða dagana fjórum sinnum, sú fyrsta kl. 14.00 og sú siðasta kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.