Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 35 Lifið - eina þjóð- félagsumræðan — segir Guðmundur L. Friðfinnsson I tilefni af útkomu nýrrar skáldsögu eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Blóð. litum við til hans og niðurstaðan var þetta spjall. „Þú ert enn úti í kuldanum," segi ég formálalaust og horfi á manninn. „Aldrei er kalt þar sem maður á heima. Það er aðeins útlend- ingurinn sem kennir kuls,“ svarar Guðmundur L. Friðfinns- son að bragði og hagræðir sér í stólnum. „Ég hélt þú værir fluttur hingað suður." „Kemur einn enn,“ segir Guð- mundur og kennir nokkurrar óþolinmæði í röddinni. „Enn er verið að bera það á mig að ég sé fluttur frá Egilsá. Þótt hingað færu í eina tíð fáeinir pottar, grautarsleif og gaffall til að stinga í kartöflur er sannleikur málsins sá að við hjónin höfum alltaf verið heima á Egilsá." „Nú ekki var það neinn glæpur þó þið hefðuð flutt." „Auðvitað ekki. Margt er vel um okkar ágætu höfuðborg. Samkvæmt mínum skilningi eiga ekki að búa tvær þjóðir í þessu landi, þéttbýlisþjóð og dreifbýlis. Öll erum við íslend- ingar og eigum líka að vera það í verki, taka hæfilegt og eðlilegt tillit til andstæðra sjónarmiða og hagsmuna, reyna að vinna saman og burt með allt kyn- slóðabil. Kynslóðirnar þurfa hver annarrar með. Svo hefur ævinlega verið. Rithöfundur þarf að setja sig í annarra spor og helst að kunna þá list að bregða sér í allra kvikinda líki.“ „Já, þú býrð og skrifar enda stundum kallaður skáldbóndi." „Þeir ráða sínum nafngiftum, ég mínum störfum. Annars er nú búskapurinn lítið annað en nafnið núorðið. Ég held ekki þurfi að refsa mér fyrir offram- leiðslu. En framtíðin fyrirgefur það aldrei ef fólkið er flæmt úr sveitunum. í þeim efnum er ekkert eins aðkallandi nú og að finna viðbótaratvinnu handa því fólki sem vill lifa í sveit og hafa ýmist ofurlítinn eða hæfilegan búskap. Án þess ég mæli með nefndarfargani þá hafa oft verið búnar til nefndir af minna tilefni og til að athuga ómerki- legri hluti." „Hvað kallar þú hæfilegan búskap?" „Að þar grói kvistur sem áður var holt, að kýr mjólki okkar fólki, lömb leiki í haga og gróðurlendið standi ekki í stað heldur vaxi.“ „Kannski við víkjum að öðru. Þú ert að gefa út bók.“ „Eg gaf út ljóðabók í fyrra. Hún heitir: Málað á gler.“ „Um hvað eru ljóðin?" „Þau eru um lífið. Það eru mín ljóð.“ „Þú gefur skáldsögu út núna. Af hverju heitir hún Blóð?“ „Hún getur ekki heitið neitt annað. Lífverurnar eru seldar undir það undarlega lögmál að þurfa jafnvel að drekka blóð hver annarrar. Sumar hljóta að drekka sitt eigið blóð. Þetta er hin skelfilega þjáning lífsins og leyndardómur um leið.“ Guðmundur L. Friðfinnsson „Um hvað fjallar annars þessi bók?“ „Hún fjallar um lífið. Engin önnur þjóðfélagsumræða er til. Annars er svipað um bók og hvert annað afkvæmi. Þegar fuglinn er floginn úr hreiðrinu er lítið hægt að gera annað en óska góðrar ferðar og vonast eftir að fuglinn kunni sitt flug. Ritverk er ekki ljósmynd af lífinu heldur röntgen." „Hefur þessi bók ekki boð- skap?“ „Lífið er hinn mikli og sígildi . boðskapur. Sú bók sem röntgen- myndar lífið ber boðskap í sjálfri sér.“ „I auglýsingu er sagt að þessi bók sé um refi.“ „I þeim myndum sem málaðar eru með prentsvertu í þessari bók birtast allmargar lífverur úr þeirri breiðfylkingu lífkeðj- unnar sem kallast refir og að sumra sögn birtast í all fjöl- breytilegum myndum. Allt frá því að skríða eða ganga á fjórum fótum upp í það að gerast lóöréttar og slampast áfram á tveimur. Skaphöfnin er fjöl- breytileg og allvíða er drepið niður fingri. Kannski er þetta ævintýri í bland. Ég held að þroskuð börn geti lesið þessa sögu sér til sálubótar og ánægju. Samt er þetta ekki hugsað sem barnabók. En meðal annarra orða. Erum við ekki öll börn?“ „Viltu segja eitthvað fleira?“ „Það er sjálfsagt hægt að láta kvörnina ganga. En athöfn er orðum ofar. Þegar ég kem heim þarf ég að klappa hundunum. Hver þarf sitt.“ „Eigum við þá að setja punkt hér?“ „Verður nokkurs staðar settur punktur meðan ennþá er verið í hringnum og eftir eru óskráð blöð? Hins vegar er alltaf hægt að segja amen eftir efninu." Kór Langholts- kirkju heldur jólatónleika Föstudagskvöldið 15. desember n.k. heldur kór Langholtskirkju árlega jólatónleika sína og verða þeir að þessu sinni haldnir í Kirkju Krists konungs í Landa- koti og hefjast klukkan 23t00. Á efnisskránni eru innlend og erlend jólalög, gömul og ný. Einsöngvari með kórnum verður Ólöf Kolbrún Harðardóttir en hún hefur annast raddþjálfun kórsins undanfarin ár. Hún mun syngja lög af hinni nýútkomnu plötu „Hátíðarstund“, en á henni koma fram auk Ólafar og Kórs Langholtskirkju Garðar Cortes og Kór Söngskólans í Reykjavík. Vetrarstarf kórsins hófst í september sl. og nú eftir áramótin hefjast æfingar á C-moll messu Mozarts sem flutt verður með vorinu. Stjórnandi Kórs Kangholts- kirkju er Jón Stefánsson. Söng- félagar eru um 50 talsins. Doktorsvörn í læknisfræði Laugardaginn 16. des. n.k. fer fram doktorsvörn við læknadeild Iláskóla íslands. Mun Jón G. Hallgrímsson læknir þá verja ritgerð sína „Spontaneous Pneu- mothorax in Iceland" fyrir dokt- orsnafnbót í læknisfræði. And- mælendur af hálfu læknadeildar verða Tryggvi Ásmundsson læknir og Hrafn Tulinius prófessor. Deildarforseti læknadeildar, próf- essor Víkingur H. Arnórsson, stjórnar athöfninni. Doktorsvörn- in fer fram í Hátíðarsal Háskólans og hefst kl. 14 og er öllum heimill aðgangur. Haustmeist- ari TK HAUSTMÓTI Taflfélags Kópa- vogs lauk nýlega. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfi og voru þátttakendur 22. Sigurvegari og skákmeistari TK 1978 varð Egill Þórðarson með 6'/z vinning. í 2—5. sæti urðu Bjarni R. Jónsson, Einar Karlsson, Jóhann Stefánsson og Þröstur Einarsson með 5 vinninga. IUSAI___- ■—*— Cdi uno oarn ncnir ííT lítid sjónsvid

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.