Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 43 Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson . 34 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 19 Gunnar Karlsson — Sigurjón Helgason 11 Ragnar Óskarsson — Sigurður Ámundason 6 Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson +2 Jakob R. Möller — Jón Hjaltason -«-18 Meðalárangur 0. Keppni þessi var jafnframt undankeppni fyrir íslandsmót og komast 17 pör í þá keppni en framangreind pör eru 17. Að keppni lokinni voru veitt verðlaun fyrir síðasta íslands- mót í sveitakeppni og tvímenn- ingi. Kom þessi verðlaunaaf- hending mjög á óvart, enda hafði hún ekki verið auglýst. Kom þá líka á daginn að nokkra af verðlaunahöfum vantaði. Nýr farandbikar var afhentur stjórn Bridgesambandsins en gefandi var Óðal. Það vakti nokkra athygli að á hann hafa verið settir skildir yfir sigurvegara frá 1976, 1977 og 1978. Virðist einhver brotalöm hafa verið á að nýr bikar hafi verið settur í umferð þegar sá gamli var fullskipaður. Það var sveit Hjalta Elíassonar sem hafði unnið Islandsmótið 1978 og geymir því farandbikarinn næstu mánuðina. Sigurður Sverrisson og Skúli Einarsson tóku við fyrstu verð- launum fyrir tvímenninginn sem þeir unnu með tilþrifum í gær. Þá er komið að atviki sem vakti athygli mína óskipta. Alls voru veitt fimm verðlaun fyrir tvímenningskeppnina og þegar kom að parinu í þriðja sæti sem voru þeir félagar Einar Þor- finnsson og Sigtryggur Sigurðs- son tilkynnti Einar að hann afsalaði sér verðlaununum. Þeg- ar ég spurðist fyrir um ástæð- una kom í ljós að í mótinu hafði aðeins munað einu stigi á þeim og parinu sem varð í öðru sæti og höfðu þeir Sigtryggur og Einar farið fram á að móti loknu að allt mótið yrði endur- reiknað en því var hafnað. - O - I framhaldi af þessu langar mig að minnast á bikarkeppnina í tvímenningi sem haldin var í janúar á þessu ári og úrslit eru enn ekki komin í. Hvað ætli sé að frétta af því máli? Á að drepa niður þessa keppni? Henni var m.a. komið á til að styrkja unglingastarfið. Verður hún haldin á næsta ári? Ef svo verður — ætlast BSI til þess að einhverjir spili í keppni þar sem engin úrslit eru birt? Það þýðir ekki að sofa svefninum langa. Bridgesambandið lætur helzt aldrei í sér heyra. Hvað með félögin úti á landsbyggðinni sem eru í sambandinu, eru þau í einhverju sambandi við BSI? Þetta er að verða eins og einhver leynisamtök. Hvað er að frétta af firma- keppninni í bridge 1978? Þessi keppni hefir ætíð verið haldin að vori en nú er árið að renna sitt skeið og ekkert hefir frétzt af keppninni. Er þetta ekki Islandsmót í einmenningi? Þessi keppni verður kannski ekkert haldiií? Ef svo fer fram sem horfir þá get ég farið að taka undir orð menntamálaráðherra þar sem hann sagði eitthvað á þá leið, að einhvers staðar þyrfti nú að draga mörkin þegar bridgespil- arar væru farnir að biðja um styrk frá ríkinu. Það var góð hugmynd hjá Bridgesambandinu að koma á meistarastigunum. Lausn fjár- hagsvanda BSI var einfaldlega leystur með því að láta bridge- spilarana bara borga meira fyrir hvert spilakvöld en ég held þeim hafi ekki órað fyrir því að þar með myndu aðrar fjáröflun- arleiðir sambandsins detta upp fyrir. Orðið er laust. Dómar gagnrýnenda: Mbl. 3. des. 78 HIA „Mörgum þykir ellaust fullmlkiö aö gefa út tvöfalt albúm, en þegar hlustaö hefur veriö á plöturnar skilst þaö strax hvers vegna annaö var ekkl hægt. Þaö heföi ekki eitt einasta lag mátt missa sig úr mynstrinu og er þá mikið sagt um sautján lög. Þaö má telja Gunnarl til hróss hversu heil- steypt efniö er, hvaö þá ef miöaö er viö þaö, aö platan var tekin upp á sjö mánuöum. Hann hefur greinilega séö fyrir hvernig platan átti aö vera í endann. Þrátt fyrlr þaö aö ekkert lag heföi mátt mlssa sig hafa þau öll mjög sterk sérkenni." Víslr 4. des. 78 Gsal .Gunnar er Ijóörænasta tónskáld poppkynslóöarinnar. meistari hinnar „rennandi" geöþekku og oft angur- væru melódíu. Þaö er enginn nýr Gunnar sem kveöur sér hljóös á plötuspilaranum meö tveggja platna albúmi heldur þessi sami Gunnar sem hefur fyrir löngu tónaö sig Inn í hjörtu okkar. Gunnar, ekki aöeins sem laga- smiðs, heldur líka sem hljóöfæraleik- ara og útsetjara. Þó eru þaö fyrst og fremst lögln sem heilla. Piatan snart mig ekki verulega í byrjun, jafnvel hiö létt rennandl lag .Drottningin rokkar" var mér sem lokuð bók viö fyrstu heyrn. Svo smjúga lögln Inn í vitundina hvert af ööru uns hálfum mánuöi síöar aö orö sem þessi eru komin á pappfr. Dagblaöið 13. des. 78 Á.T. „Lögin viö erlendu textana taka yfir heila plötu, alls rúmlega fjörutíu minútur ( flutningi. Þar skiptast á róleg lög og hröö. Þau, sem grípa hugann strax, eru lögin Hold On og Gipsy Rose, þar sem Gunnari tekst bezt upp í söngnum. Þegar bétur er hlustaö vinna rólegu lögin á. Aö lokum vill maöur helzt ekki á annaö hlusta en She Had Reality, Llke Love ... og Wake Up. Tryggió ykkur eintök strax í dag 2 plötur fyrir aðeins kr. 9.900- Útgefandi Ýmir Dreifing Steinar h.f, Lagiö „Drottningin rokkar“ er nú í fyrsta sæti á Topp 5 í þættinum Á tíunda tímanum. Lögin „Blóörautt sólarlag“| og „Hold on“ eru á vinsældar- listanum í Holly- / wood. Og svona má lengi telja þvf lögin hafa öll sín sérstæöu einkenni og veröa betri og betri meö hverri hlustun sem gefa merki um aö hér sé á feröinni plata sem á fyrir sér langa framtíö. Auk þess alls bendir allt nú til þess aö verk Gunnars eigi eftir aö heyrast víöa um hinn stóra heim og hafa þau m.a. veriö leikin í BBC og nokkrum Bandarfsk- um útvarpsstöövum. piataii sistr í J.U.I J.M JJJ J J JiiiJiJJiJJJJ IIJJ illilUIIViJiM, I•«•181 I !•.,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.