Morgunblaðið - 15.12.1978, Side 30

Morgunblaðið - 15.12.1978, Side 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 10 Austurstræti 27211 Jólasöngvar við kertaljós AÐ VENJU verda fluttir jólasöngv- ar við kertaljós í Háteigskirkju síðasta sunnudag fyrir jól og hefst samveran kl. 22.00. Fyrr um daginn eða kl. 11.00 árdegis verður fjölskylduguðsþjón- usta með sérstöku hátíðarsniði. í ■* > 3 5 Vígsludagur Háteigskirkju er fjórði sunnudagur í aðventu, sem að þessu sinni fellur saman við aðfangadag jóla, og því gerum við okkur dagamun í kirkjunni sunnu- daginn 17. desember. Dagurinn hefst með fjölskyldu- guðsþjónustu kl. 11.00 þar sem stúlknakór og nemendur úr Hlíða- skóla flytja Helgileik og er jóla- söngvum fléttað saman við efni leiksins. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortes, tónmenntakennari. Þá munu nemendur úr Æfinga- og tilrauna- skóla Kennaraháskóla íslands leika á blokkflautur og nokkur önnur blásturshljóðfæri undir stjórn kenn- ara síns, Jóns G. Þórarinssonar. Birgir As Guðmundsson leikur á orgelið. Jólasöngvarnir hefjast svo kl. 11.00 um kvöldið. Það er orðin áralöng hefð að flytja jólasöngva við kertaljós í Háteigskirkju seint á jólaföstu. Það hafa margir lagt leið sína í kirkjuna og notið stundarinn- ar og þess, sem fram hefur verið borið, enda jafnan vel til þess vandað í hvívetna, og svo er cinnig nú. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syng- ur jólasöngva og stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir kórnum. Þau hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson, sem bæði eru við tónlist- arnám erlendis, munu leika saman á selló og orgel. Andrés Björnsson útvarpsstjóri mun svo flytja okkur hið talaða orð og jólasálmar verða sungnir af öllum viðstöddum. Það er von mín og vissa, að þið, sem nemið staðar með okkur í Háteigskirkju á sunnudaginn, mun- uð fara heim ríkari af eftirvæntingu eftir friði og fögnuði jólanna. Verið velkomin. Tómas Sveinsson, sóknarprestur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn: Sjálfseignarsjóður sem byggir aðeins á verðtryggðum lífeyri „Frjálsi lífeyrissjóðurinn er fyrst og fremst stofnaður til að mæta þörfum þeirra, sem einhverra hluta vegna hafa ekki aðgang að þeim lífeyrissjóðum sem fyrir eru í landinu. — Þar er aðallega um að ræða atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi háskólamenn,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Fjárfestingafélagsins sem rekur sjóðinn sem er hinn eini sem ekki heyrir beint eða óbeint undir ákveðið stéttarfélag. menn sem þegar hafa komið sér fyrir í lífinu og þurfa þess vegna að jafnaði ekki á útlánum að halda. — „Við kaupum í því sambandi fyrst og fremst spari- skírteini ríkissjóðs fyrir framlög sjóðfélaga sem þeir fá frádráttar- bær til skatts," sagði Sigurður. Þá er sjóðurinn einnig að því leyti frábrugðinn öðrum sjóðum að hann er séreignarsjóður en ekki samtryggingarsjóður eins og al- gengast er. I dag eru sjóðfélagar farnir að slaga hundrað en Sigurð- ur sagðist vonast til þess að nokkur aukning yrði nú í kringum áramótin, en sjóðurinn hefur verið kynntur í einstökum hópum at- vinnurekenda að undanförnu. „Greiðslur til sjóðsins eru mið- aðar við þá hámarksupphæð sem er frádráttarbær til skatts og það sem menn fá út úr þessu er, að tekjur þeirra verða 10% frá- dráttarbærar til skatts og vextirn- ir af því sem þeir leggja inn,“ sagði Sigurður Helgason að síðustu. Sigurður sagði, að þegar hug- myndin hefði fyrst komið fram hjá þeim Fjárfestingafélagsmönnum hefðu þeir reynt að gera sér grein fyrir þeim fjölda einstaklinga sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Sú könnun hefði ótvírætt leitt í ljós að mikill áhugi væri á slíkum lífeyrissjóði. Þá var reynt að kanna hverjar væru óskir þessara manna og það haft til hliðsjónar þegar sjóðurinn var mótaður. Sjóðurinn er að því leytinu frábrugðinn öðrum lífeyrissjóðum að hann byggir eingöngu á verð- tryggðum lífeyri en ekki útlánum, enda eru sjóðsfélagarnir yfirleitt Landssöfnun Hjálparstofn- unar kirkjunnar í desember Hjálparstofnun kirkjunnar stendur nú á jólaföstu fyrir landssöfnun undir kjörorðinu Brauð handa hungruðum heimi, • • sa Marks og Spencer £t]fUckcdd Morgunsloppar*Náttkjólar *Náttföt i en þetta er í annað sinn sem slík söfnunarherferð er skipulögð. í fyrra söfnuðust alls um 36 milljónir króna. Jafnframt söfnunarherferðinni er dreift blaðinu Höndin, fréttabréfi Hjálparstofnunarinnar ti) lands- manna og flytur það ýmsan fróðleik um hjálparstarf eriendis, en blað þetta kemur jafnan út 4 sinnum á ári. Með blaðinu fylgir söfnunar- baukur þar sem minnt er á að ýmsar upphæðir, t.d. 9.500 krónur, nægi til að byggja brunn með fersku vatni og minnt er á gírónúmer Hjálparstofnunarinn- ar. Ætlast er til að baukum þessum sé komið til skila á skrifstofu stofnunarinnar og verð- ur tekið við þeim út þennan mánuð og fram í janúarmánuð. Þá munu söfnunarbílar Hjálparstofnunar- innar verða á ferli síðustu dagana fyrir jól og verður í þeim tekið við baukum og öðrum framlögum. Auk frétta og frásagna af hjálpar- starfi m.a. í Eþíópíu er í blaðinu Höndin grein eftir hr. Sigurbjörn Einarsson biskup þar sem rætt er um föstuna og segir hann m.a.: „En nú eru vikurnar næstu fyrir jól, aðventutíminn, oft líka kennd- ar við föstu. Það er alvörublær yfir því orði. Það minnir á sjálfsafneit- HOflDlíl Brauð handa hungruðum heimi l.ainlss<)fniiti a jolafostu — Sja bls. 2 <>ií ,‘í Ávarp herra Shfurbjörns F.inaresonar, biskups, til landamanna Aðatoð við Suður* Súdan Heimur fullur mismunar Höndin, blað Hjálparstofnunar kirkjunnar, flytur fréttir og frásagnir af hjálparstarfi víða um lönd. un, bindindi, sjálfsaga. Gleði og alvara eiga eðlilega samleið hér. ... Lífshættir manna í löndum nægtanna þarfnast endurskoðun- ar. Það er alkunna og almennt viðurkennd staðreynd að ofneyzla og streita eru þær tvær orsakir heilsutjóns og ótímabærra dauðs- falla sem einna atkvæðamestar eru í þeim löndum." ÞITT FRAMLAG ER MIKILS VIRÐI. Söfnunarbaukar fyigja blaðinu og verður þeim veitt móttaka í söfnunarbílum og á skrifstofu Hjálparstofnunarinnar í desember og fram yfir áramót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.