Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 21 komingar — Alþingi — þingrof — nýjar kosningar — Alþingi — Friðrik Sóphusson: Niðurgreislur einhver dýrasta gerð Friðrik Sóphusson (S) gerði þau ummæli viðskiptaráðherra að um- talsefni. að vísitalan hefði ekki verið fölsuð. Benti hann á þá mótsögn, sem annars vcgar er fólgin f þvf að lækka vísitöluna með niðurgreiðslum, sem svo hins vegar er borin uppi af hærri sköttum, sem ekki eru í vísitölunni, enda væri nú svo komið, að ríkisstjórnin væri millifærslna húin að setja íslandsmet f skatt- píningu. Niðurgreiðslur væri ein- hver dýrasta leið af millifærslum, sem til væri. en það væri e.t.v. þess vegna sem ríkisstjórnin væri búin að gefást upp á þessari millifærslu- leið. Auk þess skapaði hún breyttar neyzluvenjur, ekki síður hjá þeim. sem hærri hefðu launin en hinum lægst launuðu. Vilmundur Gylfason og Geir Hallgrímsson við umræðurnar á Alþingi í gær. Vilmundur Gylfason: Revnt sé að finna meirihluta á Alþingi VILMUNDUR Gylfason (Afl) sagði á Alþingi í gær, að það væri rétt, að á stjórnarheimilinu væru vandræði vegna þess að ríkis- stjórnin hefði ekki komið sér saman um stefnu til þess að vinna bug á verðbólgunni. — Það er staðreynd, sem enginn afneitar, sagði þingmaðurinn. reynist vonlaust verður að fara eins og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til. Þingmaðurinn sagði, að það væri ekki rétt, að stefna Alþýðu- flokksins fyrir ksoningarnar hefði verið „samningana í gildi". — Við lögðum til þjóðhagsvíitölu og höfum alltaf gert það ljóst, að vísitölukerfið, eins og það er, er verðbólguaukandi. Hitt væri rétt, að einstakir frambjóðendur Alþýðuflokksins hefðu talað um „samningana í gildi" eins og Björn Jónsson, sem hefði verið höfundur að þessu „slagplani". í þessu sambandi rifjaði hann upp, að ríkisstjórnin hefði jafnvel gripið til þess að greiða niður vörur á pappírnum, sem ekki hefðu verið til í landinu, auk þess sem „félagslegi pakkinn" svokallaði, sem hefði vald- ið lækkuðum launum frá 1. des. til 1. marz, væri að engu leyti kominn til framkvæmda og því hefði jafnvel verið lýst yfir, að sumir þættir gengju ekki í gildi fyrr en 1982. Loks benti hann á þá mótsögn, sem annars vegar væri fólgin í því að skera niður 8% verðbætur á laun 1. desember af því að atvinnurekstur- inn hefði ekki getað risið undir þeim launagreiðslum, en leggja svo nýjar álögur á atvinnureksturinn í staðinn. Þessi 8% niðurskurður á verðbóta- vísitölunni samræmdist auk þess ekki ummælum viðskiptaráðherra um, að samningarnir væru í gildi. Lárus Jónsson: Skattahækkanimar koma við hvern einasta mann í landinu Með því að 1. marz væri liðinn og ríkisstjórnin stefndi í sama horf og embættismannastjórnin 1974—1978 segði sig sjálft, að forsendurnar fyrir stjórnarsam- starfinu væru brostnar. — Það er einn leikur eftir. Það er að reyna til þrautar á Alþingi,— hvort þar er 32 manna þingmeirihluti, sem sé tilbúinn að fara í slag og ná verðbólgunni áþreifanlega niður. Það er þingræðisleg skylda að reyna þetta, áður en kemur til þingrofs og nýrra kosninga, Ef það ALÞÝÐUFLOKKURINN er sílellt að koma með nýjar og nýjar dagsetningar, sífellt er verið að fresta vandanum. en ekkcrt gerist þrátt fyrir allar þessar yfirlýsingar. sagði Matthi'- as Á. Mathiesen (S) á fundi samcinaðs Alþingis í gær. Sagði hann að fyrst hefði verið miðað við að gera þyrfti ráð- stafanir fyrir 1. september. Síðan hafi komið 1. desember. Ekkert gerðist þegar þessir dagar runnu upp. Þá kom afgreiðsla fjárlaga og jólaleyfi þingmanna. Þá átti að grípa til ráðstafana, en ekkert gerðist, kratar samþykktu allt sem fyrir þá var borið en tóku aftur sínar eigin tillögur. Þá var miðað við 1. febrúar, en hann rann upp og leið án þess að nokkuð gerðist. Næst kom 27. febrúar, sprengidag- ur. Þá átti að sprengja allt upp og efna til þjóðaratkvæðis. Ekkert gerðist og Vilmundur dró tillögu sína til baka. Þá var allt miðað við 1. mars, og var á þann dag lögð tvöföld helgi, því hann er afmælis- dagur forsætisráðherra. Sá dagur leið og ekkert gerðist. Og nú kemur einn þingmanna Alþýðu- flokksins og nefnir tvær nýjar dagsetningar sem miða skuli við, 17. mars og 20. apríl! Hvað kemur næst? spurði Matthías, á ef til vill að fara að miða við afmælisdag utanríkisráð- LÁRUS Jónsson (S) skírskotaði á Alþingi í gær til þeirra ummæla forsætisráðherra að það væri rétt að skattar hækkuðu á hærri herra, eða kannski afmælið hans Lúðvíks? — Þegar hér var komið kallaði Lúðvík fram í, og sagði að það væri alltof seint að miða við sitt afmæli, það væri ekki fyrr en 14. júní! Sverrir Hermannsson (S) skír- skotaði á Alþingi í gær til sögu, sem Einar Ágústsson hafði farið með ( ræðu sinni fyrr um daginn og sagði, að tími kraftaverkanna væri ekki liðinn. Ríkisstjórnin stæði uppi í háum stiga og málaði rauðar rósir fyrir fólkið í landinu, en undan- farið hefðu þeir Vilmundur Gylfa- son og Lúðvík Jósepsson brotið eina rimina af annarri. Með tiilöguflutn- ingi sfnum hefði svo Bragi Sigur- jónsson farið með stigann, — og ríkisstjórnin hangir á penslinum, sagði þingmaðurinn. Það er krafta- verkið, sem við horfum á, en óvíst er hvernig hún stendur sig með að mála. Þingmaðurinn sagði, að innlegg ráðherra í þessar umræður væri ómerkilegasta málafylgja, sem hann tekjur, eignir og atvinnurekstur- inn. Benti þingmaðurinn honum á að kynna sér betur stefnuna í skattamálunum. eins og hún kæmi fram í raunveruleikanum og vék m.a. að því, að óbeinir skattar eins og vörugjald hækk- uðu sem næmi milljörðum króna. auk þess rynni öll hækkun launa- skattsins beint í ríkissjóð, sem þýddi sérstakan tekjuskatt á alla launamcnn, hvort sem þeir hefðu nokkur hundruð þúsund cða nokkrar milljónir í tekjur. Hann benti á, að skattheimta ríkissjóðs hefði hækkað úr 28% í 31,5% af þjóðartekjum sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar, eða sem svaraði 25—30 milljörðum króna á desember verðlagi. Lúðvík Jósepsson hefði nefnt 33% í þessu sambandi. Svo gífurlega aukin skattheimta hefði heyrt og vefðu þeir tungu um höfuð sér. Þeir hefðu aðallega áhyggjur af, hvernig við hefðum það í Sjálfstæðisflokknum, — þeim væri það helzt til varna, að hann ætti í erfiðleikum. — En við höfum það gott, sagði þingmaðurinn. Það liggur ljóst fyrir, að a.m.k. aðalforystu- menn stjórnarflokkanna hafa lítið álit á Sjálfstæðisflokknum. En hvernig stendur lessið hjá þeim sjálfum? Samkvæmt nýrri skoðana- könnun ætlar helmingur kjósenda að kjósár Sjálfstæðisflokkinn, ef kosið yrði í dag. Þingmaðurinn sagði, að menn ættu því að verjast, að utanríkis- ráðherra lónaði í meinleysi um þingsali, en eftir ræðu hans deginum áður svinglaði hann um meðvitundarlaus. Þannig hefði hann kæmi niður á hverju einasta mannsbarni í landinu. Þingmaðurinn vék síðan að lánsfjáráætluninni og sagði, að það væri langt frá því, að um hana væri nokkurt samkomulag í stjórnarherbúðunum. Lúðvík Jósepsson hefði flutt klukkp- stundar ræðu um hana með stór- um fyrirvörum, þar sem hann kallaði það m.a. siðleysi að taka skatta í ríkissjóð, sem markaðir hefðu verið til sérstakra verkefna svo sem launaskatturinn til hús- næðismálakerfisins. Það virðist þannig hafa farið fram hjá hon- um, að ráð var fyrir þessu gert í fjárlögum, sagði þingmaðurinn. Eg held ríkisstjórnin ætti að bíða með að hrósa sér af markvissri stefnu í efnahagsmálum, þangað til henni hefur tekist að koma lánsfjáráætluninni fram, en um hana er mikill ágreiningur. talið það ótrúlegt ábyrgðarleysi að hlaupa frá efnahagsvandanum og efna til kosninga nú, en samt legðu menn úr hans flokki þetta sama til, þótt með öðrum hætti væri. Hann hefði jafnframt sagt, að nýkjörnir þingmenn Alþýðuflokksins hefðu ekki gleymt því, sem þeir sögðu fyrir kosningar. — Það getur vel verið, sagði þingmaðurinn. En þeir hafa ekkert gert með þá sjálfir, sem þeir sögðu þá. Vilmundur Gylfason hefði sagt, að þeir stæðu við allt, í sam- bandi við samningana í gildi. — Það hef ég ekki heyrt fyrr. Það er nokkuð seint í rassinn gripið að segja það núna. Alþýðuflokkurinn hefur e.t.v. líka staðið við skattamálin? Og lækkað tekjuskattinn? Ég skal ekki segja, hvað hægt er að fá þá til að gera, en þeir hafa breytt allt öðru vísi hingað til. Matthías A. Mathiesen: Hvaða dagsetn- ing kemur næst, kannski afmælið hans Lúðvíks? Sverrir Hermannsson: Stjórnin hangir á penslinum síðan Bragi fór með stigann ÞINGFRÉTTIR 1 STUTTU MÁLI Eins og bardir barnsrassar Matthías Bjarnason sagði við Dingrofsumræður í gær, að órólega deild Alþýðuflokksins hefði verið kölluð saman í eitt herbergja þinghússins fyrir jól og þar hefðu þeir verið flengdir. Þeir voru eins og barðir barns- rassar, þegar þeir komu aftur, sagði þingmaðurinn. Eins og kólfur í klukku Matthías Bjarnason sagði ennfremur í ræðu sinni, að for- sætisráðherrann sveiflaðist eins og kólfur í klukku milli krata og komma. Hundleiður á þessari leiksýningu Matthías Bjarnason sagði einnig, að hann væri orðinn hundleiður á þeirri leik- sýningu.sem fram hefði farið í þinghúsinu frá því í haust. Maður brosti kannski fyrst í haust, sagði þingmaðurinn en ekki lengur. Stjórnarsinnar ættu að taka upp samkeppni við Austurbæjarbíó og koma hér með Rúmrusk — það hefur ekki verið sýnt hér, sagði Matthías Bjarnason. Glæst framtíð — flekkótt fortíð Friðrik Sóphusson sagði við þingrofsumræður í gær, að fyrir 9 mánuðum hefði Alþýðu- flokkurinn átt sér glæsta fram- tíð — en nú ætti hann einungis flekkótta fortið. Samkrull embætté og stjórnmálamanna Vilmundur Gylfason lýsti Sjálfstæðisflokknum á þann veg í þingrofsumræðunum í gær, að hann væri samkruil embættis- manna og pólitíkusa. Af hverju glottirðu? Vilmundur Gylfason sagði í þingræðu í gær, að hann fylgdi formanni sínum. Af hverju glottirðu, þegar þú segir þetta spurði einn þingmanna. Má ég ekki lyfta andlitinu, þegar mér sýnist, svaraði ræðumaður. Hinum megin á sjöstjörnunni Sverrir Hermannsson sagði við þingrofsumræður í gær, að formaður Alþýðuflokksins hag- aði sér eins og ætti hann heima hinum megin á Sjöstjörnunni. Kreisti út úr sér stuðning Einar Ágústsson kreisti út úr sér, að hann styddi þessa ríkis- stjórn og það kalla ég gott hjá honum að koma því út úr sér, sagði Matthías Bjarnasón í þing- inu í gær. Sætti mig ekki mikið lengur við þessa grautargerð Ég sætti mig ekki mikið lengur við þessa endalausu grautargerð, sem er orðin víta- mínslaus og jafnvel lífshættuleg öllu venjulegu fólki, þannig að enginn þolir drykkinn nema jötnar, sagði Einar Ágústsson á Alþingi í gær, þegar hann var að lýsa stjórnarsamstarfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.