Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 27 9 farast í snjóflóði Nýju-Delhi, 7. marz. AP. NÍU manns létuzt og sjö slösuð- ust þegar mikið snjóflóð féll á bæinn Neeru í Kashmir-ríki á Norður-Indlandi, segir í fréttum United-fréttastofunnar í dag. Ástæðan fyrir þessu mikla snjó- flóði er talin vera gífurleg snjó- koma sem verið hefur á þessum slóðum síðustu tíu daga. Tólf manns slösuðust Tel Aviv, 7. marz. AP. TÓLF manns slösuðust alvarlega þegar sprengjur sprungu í þrem- ur langferðabílum í ísrael í gærdag auk þess sem miklar skemmdir urðu á byggingu sem einn bílanna stóð við, segir í fréttum frá Tel Aviv í dag. Talið er nær fullvíst, að Pales- tínuskæruliðar standi á bak við þessar sprengingar þótt þeir hafi enn ekki formlega lýst ábyrgð á hendur sér. Þá fannst mjög öflug sprengja í langferðabíl rétt utan við Tel Aviv og er talið að hún hefði grandað fjölda manns ef hún hefði sprungið á tilætluðum tíma. Hvítir í verkfall JóhannesarborK, 7. marz. AP. NÆR öll vinna lá niðri í námum Suður-Afríku í gær, þar á meðal í öllum gullnámum landsins, vegna verkfalla hvítra starfs- manna þeirra. Segjast verkfalls- menn með þessu vilja leggja áherzlu á andstöðu sína við að fjölgað verði svörtum starfs- mönnum og hvítum fækkað eins og mjög hafi færst í vöxt að undanförnu. Ekki er búizt við að verkfallið standi yfir í langan tíma heldur muni starfsmenn mæta aftur til vinnu á föstudag. Ekki hefur verið birt nein yfirlýsing af hálfu yfirvalda en tapið daglega vegna verkfallanna er talið nema hundruðum milljóna. Veður víða um heim Akureyri -12 skýjaö Amsterdam 8 rígning Apena 14 skýjað Barcetona 15 skýjað Bertin 8 rigning BrUssel 7 skýjað Chigago 5 skýjað Frankfurt 10 skýjað Genf 13 rigning Hefsinki -1 skýjað Jerúsalem Jóhannesarb 27 heíðskírt Kaupmannah. 4 skýjað Lissabon 15 rigning London 8 heiðskírt Los Angeles 29 heiðskírt Madríd 15 rigning Malaga 11 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Míami 25 rigning Moskva 4 heiðríkt New York 14 skýjað Óslo 5 rigning París Reykjavík -5 snjókoma Rio De Janeiro 32 heiöskírt Rómaborg 16 heiðskfrt Stokkhólmur 7 skýjað Tel Aviv Tókýó 14 heiöskírt Vancouver 15 skýjað Vínsrborg 3 skýjaö Mohammed Reza Pahlavi fyrrverandi íranskeisari brosir sínu breiðasta í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina bandarísku, en þar lýsti hann því m.a. yfir að hann hygðist alls ekki afsala sér völdum. Afsalar sér ekki völdum New York, 7. marz. AP. MOHAMMED Reza Pahlavi, fyrrverandi íranskeisari, sagði í viðtali viðbandarísku sjón- varpsstöðina ABC, að hann væri ekki bitur vegna valda- leysis síns eða útlegðar. „Ég er ekki bitur, en það þýðir ekki að ég geti ekki liðið þjáningar," sagði keisarinn fyrrverandi. „Ef ég hefði aðeins fengið þrjú ár til viðbótar til að ljúka áætlunar- verki mínu hefði fólk séð mig í réttu ljósi," sagði hann enn- fremur. Viðtal ABC-sjónvarpsstöðvar- innar var tekið upp í lúxusvillu keisarans fyrrverandi í Marokkó s.l. mánudag, en þar dvelst hann í boði Hassans Marokkókon- ungs. Pahlavi sagði í viðtalinu, að hann byggist ekki við því að verða um kyrrt í Marokkó, sennilega myndi hann flytjast til Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hann hefði ekki haft neitt sam- band við Carter Bandaríkja- forseta síðan hann yfirgaf íran. Aðspurður sagði Pahlavi, að hann hefði alls ekki í hyggju að afsala sér völdum, því raunin hefði orðið við brottför hans frá íran, að sundrung hefði aukist um allan helming í stað þess að öldurnar lægði. Að síðustu sagði Pahlavi það þvætting að stór- felldar ýkjur að hann hefði stungið undan umtalsverðum fjárhæðum fyrir brottför sína frá Iran. Suarez trvsffifður trygg< leirin nægur meirihluti Madríd, 7. marz. AP. ADOLFO Suarez fráfarandi for- sætisráðherra Spánar er nokkuð öruggur með meirihlutastuðning spánska þingsins til að mynda stjórn að nýju eftir kosningarnar sem fram fóru í síðustu viku að því er haft er eftir árciðanlegum heimildum. I kosningunum fékk Miðflokka- sambandið, flokkur Suarezar, 167 þingsæti af 358 en hafði áður 158 sæti. Hann vantar því níu þing- sæti til að hafa hreinan meiri- hluta. Eftir nokkuð óvæntan sigur í kosningunum hefur Suarez gert hosur sínar grænar fyrir forystu- mönnum smærri íhaldsflokka landsins með það fyrir augum að þeir veittu minnihlutastjórn hans stuðning, og einn þeirra, CD, hefur lýst því yfir að hann muni styðja Suarez. Flóttinn skaðar NATO lítillega Brússel, 7. marz AP. AÐ sögn talsmanns Atlantshafs- bandalagsins, NATO, stendur flótti vestur-þýzka ritarans Ursel Lorenzen á engan hátt í sambandi við tíðar handtökur austur-þýzkra njósnara í Vestur-Þýzkalandi að undan- förnu. Lorenzen, sem starfaði í höfuðstöðvum NATO hafði að sögn talsmannsins ekki aðgang að skjölum sem voru mjög mikil- væg bandalaginu. Lorenzen flúði til Austur-Þýzka- lands s.l. mánudag að sögn austur-þýzku-fréttastofunnar sem sagði ennfremur, að hún byggi yfir mikilsverðum upplýsingum. Tólf austur-þýzkir njósnarar hafa nú verið handteknir á s.l. tveimur mánuðum svo Lorenzen hefðu séð sitt óvænna sagði tals- maður Atlantshafsbandalagsins, fyrr eða síðar hefði röðin komið að henni. EMS af stað í næstu viku París, 7. marz. AP. FRAKKAR munu leggja til við samstarfsþjóðir sínar innan Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, að hið nýja gjaldeyriskerfi þeirra, EMS, taki formlega gildi í næstu viku að því er haft var eftir Valery Giscard d'Estaing forseta Frakklands í dag. Bandaríkin: jr Aætlunarflug raskast mikið vegna olíuskorts New York. 7. marz. AP. FRESTA varð fjölda áætlunarflugferða til og frá Bandaríkjunum vegna þess að flugvélabensín skortir, sem stafar af því að flest stærstu olíufyrirtækin neita að kaupa olíu af Irönum á uppsprengdu verði og hafa þegar hafið skömmtun. Tvö af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, United og Delta, segja að nauðsynlegt verði að fella niður hundruð flugferða í þessum mánuði verði ekki ráðin bót á þessum mikla olíuskorti, en nú hafa tuttugu og sex olíu- félög þegar hafið skömmtun til viðskiptavina sinna. Talsmaður United sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að þeir hefðu í huga að fækka flugferðum um 3,4% sem þýdi að felldar yrðu niður 38 flugferðir á dag, en talsmaður Delta sagði, ERLENT Ekki gripið til að- gerða gegn Luns Haag, 7. marz. Reuter. IIOLLENSKA ríkisstjórnin til- kynnti í dag að hún hygðist ekki gera neinar frekari ráðstafanir vegna meintrar þátttöku Josephs Luns aðalframkvæmdastjóra Atlantshaísbandalagsins. NATO, í starfi hollenska nasistaflokks- ins á árunum 1930 — 1940. I bréfi sem Andreas Van Agt forsætisráðherra sendi þinginu í gær sagði hann að rannsókn á starfsemi Luns í nasistaflokknum gæfi ekki tilefni til neinna aðgerða af hálfu ríkisins. Luns hefur þráfaldlega lýst því yfir að þrátt fyrir að nafn hans sé á lisfca yfir félaga í flokknum hafi hann aldrei tekið þátt í neinu stafi hans. Forsætisráðherrann lýsti því einnig í bréfi sínu til þingsins að starfsemi Luns sem á þessum árum var lagastúdent gæti á engan hátt hafa skaðað hagsmuni ríkisins. að felldar yrðu niður a.m.k. níu flugferðir á þeirra vegum dag- lega. Þetta gerðist 1973 — Sprengjutilræði í London = Frú Irving fær tvö ár í Sviss fyrir þátttöku í Howard Hughes-svindl- inu. 1970 — Hryðjuverkamenn skjóta niður þyrlu Makariosar (sem sakaði ekki). 1969 — Her Rússa á landamærum Kína settar í viðbragðsstöðu eftir átökin við Ussuri-fljót. 1961 — Suður-Afríka boðar úrsögn úr samveldinu á ráðstefnu forsætis- ráðherra þess í London. 1954 — Varnarsamningur Banda- ríkjanna og Japans undirritaður. 1950 — Voröshilov marskálkur tilkynnir að Rússar eigi kjarnorku- vopn. 1949 — Víetnam fær sjálfstæði í franska samveldinu. 1942 — Japanir taka Rangoon, Burma. 1920 — Danir fá inngöngu í Þjóða- bandalagið. 1917 — Rússneska byltingin hefst í Petrograd ■ = Wilson forseti fyrir- skipar að bandarísk kaupskip verði vopnuð = Bandarískir landgöngulið- ar ganga á land á Kúbu að beiðni stjórnarinnar þar. 1865 — Lagning skurðar milli Amsterdams og Norðursjávar hefst. 1801 — Brezki herinn tekur Abouk- ir. 1765 — Brezka lávarðadeildin sam- þykkir stimpillögin um álögur á EMS-gjaldeyriskerfið mun ná til allra aðildarþjóða EBE nema Breta sem neituðu aö samþykkja samningsdrög þau er samþykkt voru í Brússel í gærdag. Markmiðið með þessu nýja fíjaldeyriskerfi er að koma á meiri stöðugleika í gjaldeyrismálum þessara landa, svo að ekki verði miklar sveiflur í gengisskráningu eins og oft gerist. EMS átti formlega að taka gildi 1. janúar s.l. en Frakkar fóru þá fram á, að því yrði seinkað vegna vandræða i málefnum bænda þar í landi með tilkomu kerfisins. 8. marz íbúa nýlendnanna í Norður-Amer- íku. 1702 — Anna drottning tekur við ríkjum í Bretlandi. Afmæli: Richard Howe, enskur aðmíráll (1726-1799) = C.P.E. Bach, þýzkt tónskáld (1714—1788) = Oliv- er Wendell Holmes, bandarískur hæstaréttardómari (1841—1935) = Otto Hahn, þýzkur efnafræðingur (1879—1968) = Cyd Charisse, banda- rísk leikkona-dansmær (1923- ). Andlát: Karl XIV Svíakonungur 1844 = Hector Berlioz tónskáld, 1869 = John Ericsson, uppfinningamaður, 1889. Innlent: Alþingi endurreist 1843 = Stjórnarskrá Islands samþykkt 1944 = Hundadalsvíg, d. Snorri og Þórður Þorvaldssynir 1232 = d. Jón Thoroddsen 1868 = f. Páll Ólafsson 1827 = d. Kristján Jónsson skáld 1869 = Á annað hundrað farast á tugum báta 1700 = Réttarhald um brottvísun starfsfólks iðnfyrirtækja 1773 = Vesturfaraagent píptur niður í Reykjavík 1893 = Fyrsta óperusýn- ing á Islandi 1937 = Togarinn „Gullfoss“ talinn af 1940 = Sátta- fundur í Laxárdeilu 1971 = f. Bjarni Snæbjörnsson 1889 = d. Friðfinnur Guðjónsson leikari 1955. Orð dagsins: Allir vilja lifa lengi, en enginn vill verða gamali — Benjamin Franklin, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1706—1790).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.