Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 35 Umsjón: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Sigurbjörn Magnússon Tryggvi Gunnarsson ém - mM Ste/S'.W? MÉ %IÉmm mÍ00 m® ÉliiÉ isitW#! Samband ungra sjálfstæð- ismanna hefur nýlega sent frá sér níunda ritið í röð smárita S.U.S. og ber það heitið „Sósíalismi, — hug- myndafræði sem lofar meiru en hún getur staðið við“. Höfundar eru Róbert T. Árnason og Sveinn Guðjóns- son en í ritinu f jalla þeir um sósíaliska hugmyndafræði, inntak hennar og þróun svo og hvernig sósíalisminn hef- ur reynst í framkvæmd, þar sem bcrlega kemur í ljós, að það er sitthvað, hugmyndin og framkvæmd hennar. í formála, sem Sveinn Guðjónsson skrifar, segir svo: „Á undanförnum árum og áratugum hefur fylgi sósíalista og kommúnista vaxið verulega á Vesturlönd- um og gætir áhrifa þeirra nú víða í stjórnkerfum vest- rænna lýðræðisríkja. Ungir menntamenn grúfa sig yfir marxísk fræðirit og nytsam- ir sakleysingjar láta glepj- ast af fölskum loforðum og fyrirheitum um nýtt og betra mannlíf á grundvelli sósíalismans. Sem afleið- ingu þessa horfum við ís- lendingar nú upp á vaxandi umsvif sósialista í íslenskri stjórnsýslu og nægir í því samhandi að benda á að- gerðir núverandi ríkis- stjórnar, sem virðast að verulegu leyti byggðar á pólitískum stefnumiðum Al- þýðubandalagsins. En loforðin ein duga skammt, þótt sósialistum hafi orðið býsna spordrjúgt á sviknum loforðum eins og dæmin sanna. Reyndar höf- um við áður orðið vitni að því í sögunni, að stórir hóp- ar og jafnvel heil þjóðfélög hafa flækst í blekkingarvef pólitískrar hugmyndafrseði og látið glepjast af fagur- gala sem á sér enga stoð í veruleikanum um leið og heilbrigðri skynsemi er varpað fyrir róða. í þessu riti verður tekin til umfjöllunar pólitísk hug- myndafræði sósíalista og kommúnista og hvernig sú hugmyndafræði hefur reynst í framkvæmd. Kemur þar ýmislcgt fram, sem rennir stoðum undir þá full- yrðingu, að sósíalisminn sé þess fullkomlega vanbúinn að standa við gefin loforð og fyrirheit. Að útgáfunni er staðið í trausti þess, að blákaldar staðreyndir þessa máls veki lesandann til um- hugsunar um þann pólitíska veruleika sem við okkur blasir i dag og þá einkum með tilliti til úthreiðslu sósialismans og þeirra fórna sem framkvæmd hans krefst.“ Ritið skiptist í þrjá hluta og skal hér lftillega drepið á nokkur atriði, sem fram koma í hverjum hluta fyrir •sig. I Hugmyndafræðin I fyrsta hlutanum er fjall- að almennt um hugmynda- fræðina, upphaflegar hug-. myndir Marx og Engels og hvernig hin ýmsu afbrigði kommúnismans hafa þróast út frá hinum upprunalegu kennisetningum og hvernig baráttan í hinum einstöku löndum, þar sem hugmynda- fræðin var aðlöguð aðstæð- um hafa haft þau áhrif, að mismunandi túlkanir hafa komið fram. Þar segir m.a.: „Mörkin milli sósíalisma og kommúnisma eru víða afar óskýr enda er hér um að ræða meiði. Hugmyndafræði kommúnista er í daglegu tali notuð í mjög víðri merkingu því hún er raunar samnefn- ari fyrir margar ólíkar teg- undir hugmyndafræði, sem eiga það eitt sameiginlegt, að rætur þeirra liggja á ein- hvern hátt í kenningum þýska hagfræðingsins Karls Marx og að einhverju leyti í kenningum rússneska bylt- ingarmannsins V.I. Lenins. Reyndar byggðu Marx og samstarfsmaður hans Friedrich Engels hugmyndir sínar að ýmsu leyti á skoðun- um þýska heimspekingsins Hegel. Hugmyndum þeirra Marx og Engels er einna best lýst í flugriti því, er þeir sömdu og gáfu út fáum dög- um fyrir febrúarbyltinguna 1848 og nefnt hefur verið ,Jíommúnistaávarpið“. Kommúnistísk hugmynda- fræði er ekki bundin við ákveðin landsvæði (eins og t.d. nasismi og fasismi) held- ur hefur hún breiðst út um allan heim og áhrifin hvar um sig hafa breytt henni. Greina má mótunarskeið hennar í fjögur stig: 1. Fyrir valdatökuna í Rússlandi 1917. (Skeið hinna svokölluðu kaffihúsakomm- únista (s.s. Lenin) en í raun skiptu þeir litlu máli í stjórn- málum Evrópu fram tii 1917). Þá er getið hugmynda- fræði Che Guevara, sem hélt því fram, að stéttaandstæður væru ekki höfuðatriðið held- ur hópur manna sem sé stað- ráðinn í að gera byltingu auk þess sem hann hafnar for- ystuhlutverki flokksins sem Lenin setti á oddinn. Síðan segir: “Þá mætti og geta hér “hinnar nýju vinstri hreyf- ingar“ sem spratt upp í há- skólum á Vesturlöndum og kom fram á sjónarsviðið í „skálmöldinni" sumarið 1968. Þetta fólk er af kynslóð eftirstríðsáranna, — kynslóð sem ekki þekkir styrjaldir, kreppu eða aðrar nauðir og sumir úr þessari „allsnægta- kynslóð" telja sig vera vaxt- arbrodd byltingarinnar. Hugmyndafræðilegt leiðar- ljós þessa sjálfskipaða vaxt- arbrodds er samsuíl af kenn- ingum Marx, Lenins, Trot- skys og Maós.“ I lok fyrsta hluta er síðan fjallað lítillega um jafnaðar- stefnuna og bent á nokkra þætti sem tengja hana kommúnismanum. II Sögulegt yfirlít I öðrum hluta er rakin þróun kommúnismans frá byltingunni til okkar daga og drepið á ýmis atriði sem hópar innan kommúnista- flokkanna, sem hafa aðrar skoðanir á útfærslu hinna kommúnísku fræða, en for- ystan. Á Vesturlöndum hins- vegar eru raðir kommúnista klofnar niður í ótal brot, klíkur og flokka. Stafar þessi klofningur allur af ósam- komulagi um túlkun hinna Marx-Lenínísku kenninga.“ „Sovétstjórnin hélt föstu taki um stjórnvöl allra kommúnistaflokka, meðan sú var tíðin að flokkarnir voru bannaðir og félagar þeirra hundeltir af lögreglu viðkom- andi landa, kommúnistar voru hvergi við völd nema í Sovétríkjunum og allir flokk- arnir voru fjárhagslega háðir Sovétríkjunum. Þetta var á árunum frá 1920—1945. Sami háttur var hafður á þegar settar voru á laggirnar stjórnir kommúnista í ríkj- um Austur Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Öll pólitísk andstaða var upprætt, oftast með mann- drápum og ógnarstjórn. Kommúnistaflokkarnir urðu valdhafarnir og Marx-Lenín- ismi varð hin opinbera hug- myndafræði. Á þeim fáu stöðum þar sem öðrum flokk- um var leyft að starfa sam- hliða kommúnistaflokkum var aðeins á ferðinni hlægi- legt sjónarspil, því þessir um um nýtt og betra mann- líf, — enda af nógu að taka. í upphafi kaflans segir svo: „Eins og áður hefur verið drepið á er sósíalisminn miklu róttækari í öllum lof- orðum sínum og fyrirheitum, en nokkurn tíma kapítalism- ||p inn og er þetta ein megin- |||| ástæðan fyrir því hve sósíal- iskir flokkar eru stórir á |p|| Vesturlöndum. Loforðin um j|j|| nýtt og betra mannlíf hafa |1§| laðað fjölmarga til fylgis við |||i þessa hugmyndafræði. Hin sósíalísku loforð hafa víða brugðist og má nefna fjöl- mörg dæmi þessu til sönnun- |||S ar. Gulag Stalíns og menn- §É| ingarbylting Maós, svo dæmi ||| séu nefnd, virðast réttlæta þá fullyrðingu að það sé einmitt sósíalisminn sem hneppir menn í þrældóms- fjötra, en ekki fjármagns- skipulagið, kapítalisminn. Menn vilja gjarnan rétt- læta þá óhæfu, sem fram- kvæmd er í nafni sósíalism- ans, með því að benda á þær efnahagslegu framfarir sem orðið hafa í sumum sósíalísk- um ríkjum. Hvers virði eru efnahagslegar framfarir, ef slátra þarf stórum hópum þegnanna eða hneppa þá í þrældóm? Hafa ber hugfast að vinstri menn réttlæta sósíalismann undantekning- arlítið með þeim rökum, að miklar efnahagslegar fram- 2. Þróun Sovétríkjanna 1917-1950. 3. Sérþróun í Evrópu og Kína 1950-1960. 4. Þjóðfrelsishreyfingar í Asíu, Afríku og S-Ameríku.“ Um kenningarlegt fram- lag Maó Tse-Tung segir m.a.: „Kenningar Marx taka ekki til þess sem á sér stað þegar byltingin er komin á. Þar fyllir Lenin út í myndina með því að gera grein fyrir hlut kommúnistaflokksins, — þ.e. kenningarleg réttlæt- ing fyrir hlutverki flokksins. Lenin bjó til kenninguna um kommúnistaflokkinn sem lít- inn, agaðan flokk byltingar- manna, sem helguðu sig bylt- ingunni af lífi og sál. Á grundvelli þessa Marx-Len- inisma er stjórnkerfi Sovét- ríkjanna mótað. Hann er fyrst og fremst evrópskt fyr- irbrigði og innan hans er ekki að finna hugmynda- fræðilegan þátt sem tók til vandamála þriðja heimsins. I þeim efnum hefur komið fram nýtt byltingarmódel þar sem arðránið færist yfir á vanþróuðu löndin fram- kvæmt af iðnaðarríkjum. Má segja að það módel sé að verulegu leyti byggt á kenn- ingarlegu framlagi Maó Tse-Tung. Marx og Lenin gerðu ráð fyrir að verkalýðurinn væri hið leið- andi afl byltingarinnar. Staða bænda var mjög óljós og þeir féllu ekki inn í módel- ið enda voru bændur í Sovét- ríkjunum andvígir bylting- unni. Maó hagnýtti hins veg- ar bændastéttina og knýr fram byltingu með stuðningi hennar. Maó túlkaði marx- ismann á nýjan máta fyrir bændasamfélög og vanþróuð ríki Sveinn Guðjónsson orðið hafa til þess, að sam- fylking kommúnista hefur riðlast verulega og skal hér gripið niður á stöku stað í kaflanum: „Eitt sinn var Moskva mið- stöð allra kommúnista og kommúnistaflokka. Þangað sóttu menn linuna. I dag eru kommúnistar margklofnir í ólíkar fylkingar, sem þó telja sig allar vera hina einu réttu og upprunalegu, þ.e. að þeir telja að þeirra túlkun á sósíaliskum kennisetningum geri þá að arftökum kenn- ingasmiðanna Marx og Leníns. í dag eru til yfir 60 millj- ónir flokksbundinna komm- únista í 90 þjóðlöndum sem dreifðir eru um allan heim. Meirihluti þeirra býr í svo- nefndum „sósíalískum ríkj- um“ (um það bil 55 milljónir) þ.e. ríkjum þar sem komm- únistaflokkur er við völd.“ „I þeim löndum þar sem kommúnistaflokkar eru við völd eru hvorki leyfðir aðrir pólitískir flokkar né heldur Róbert T. Árnason flokkar voru fullkomlega undir stjórn kommúnista og voru fljótlega leystir upp. Öll framleiðslutæki voru þjóð- nýtt og öll athafnasemi var háð stjórn, eftirliti og sam- þykki ríkisins. Sjálfstæður atvinnurekstur hvarf að mestu og komið var á sam- yrkjubúskap í landbúnaði." Þá eru nefndir þrír miklir brestir í samfylkingu komm- únista frá 1945, — þ.e. Júgó- slavía 1948, ágreiningur Kín- verja og Sovétmanna og „eyðimerkurganga" Albana. I lok kaflans er svo fjallað um Evrópukommúnisma og rakt- ar orsakir þeirrar óeiningar sem ríkir í röðum hinna nýju Evrópukommúnista. III Sósíalisminn í framkvæmd I síðasta hlutanum er svo fjallað um framkvæmd sósíalismans og bent á fjöl- mörg dæmi þar sem hug- myndafræðin hefur ekki staðið undir fögrum loforð- SOSIALISMI hugmyndafrædi svikinna lororða farir hafi orðið í ríkjum sósíalista. Því er rétt að benda þeim á fórnirnar, sem fólkið í þessum ríkjum hefur mátt færa.“ I ritinu er síðan rakið hvernig loforðin hafa brugð- ist í höfuðatriðum, hvað varðar efnahagslega þróun, frelsi þegnanna, lífsafkomu og jafnrétti enda ber þar allt að sama brunni. Efni þetta er of yfirgripsmikið til að unnt sé að gera því viðhlítandi skil hér en áhugamönnum er bent á, að ritið er til afgreiðslu á skrifstofu S.U.S. í Valhöll. Hér skulu þó að endingu tilfærð lokaorð ritsins: „Þegnum kommúnistaríkj- anna er mörgum vel ljóst að krafa valdhafanna um jafn- rétti er aðeins í orði en ekki á borði. Hinn almenni borgari getur nöldrað yfir þessu og sagt um það skrýtlur, en þeim fer vissulega fjölgandi, sem efast orðið um ágæti stefnunnar og framkvæmd hennar. Og margur sósíalist- inn er nú orðinn uggandi um örlög einstaklingsins í þeim yfirþyrmandi ríkisafskiptum sem eru sósialismanum sam- fara. Nægir í því sambandi að vitna í þekktan sósíalista, Georg Lictheim, sem eitt sinn sagði: „Öll sú miðstýring sem felst í regluveldi hinna sósíalísku ríkja getur aldrei orðið heillavænleg og mun aðeins tortíma frelsi þegn- anna. Ef það er rétt, sem sumir halda fram, að þeir stjórnarhættir sem verið hafa við lýði í Austur Evrópu síðan 1945 séu sósíalisminn í framkvæmd, getur ekki nokkur heilvita maður að- hyllst þessa hugmyndafræði hvað þá heldur stutt liðsodda hennar til valda.“ . •'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.