Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 3 DukafuUbyssu- kúla i dauð- um haferni HRÆ hafarnar sem fannst í Breiðafjarðareyjum á miðjum varptíma fyrir tveimur árum hefur verið í krufningu að undanförnu hjá Náttúrufræðistofnun íslands. í skrokk arnarins fundu krufningarmenn- irnir byssukúlu. Það er þó ýmislegt mjög dularfullt við þetta mál, því að margt bendir til þess að örninn hafi alls ekki drepist af skotinu. A arnarhræið vantaði hálft höfuðið og ekkert við krufninguna hefur enn bent til þess hvernig á því stendur, en örninn er talinn hafa tapað fjörinu við það að hafa misst höfuðið hvort sem það hefur verið af völdum byssukúlu eða ekki. Ævar Ptersen hjá Náttúru- fræðistofnuninni sagði í viðtali við Mbl. að litlar líkur væru á því að kúlan sem fannst hefði drepið örninn, hún væri úr ævagamalli byssu, einhverjum forngrip sem ekki væri lengur í notkun. Auk þess bæri byssu- kúlan engin merki þess að henni hafi verið skotið úr byssu. Virt- ist honum sem skotinu hafi frekar verið komið fyrir í ernin- um dauðum. Hvaða hvatir þar lægju að baki væri ekki gott um að segja. Dánarorsök arnarins, sem er um fimm ára gamall kvenfugl, er því ókunn. Örninn var allur röntgenmyndaður, en það leiddi ekkert í ljós, sem varpað gat ljósi á málið. Það er þó skoðun þeirra á Náttúru- fræðistofnuninni, að höfuðsárið hafi örninn hlotið frá kraftmikl- um riffli. Ymsar aðrar skýring- ar eru fyrir hendi, t.d. að örninn hafi flogið á línu, eða að eitt- hvert dýr hafi leikið höfuð arnarins á þennan hátt. Þó að engin merki byssukúlu hafi fundist á höfði arnarins, er það engu að síður talið líklegast að hann hafi verið skotinn. Þess má geta að kúlan sem fannst var í kviði fuglsins og hafði gengið inn undir vænginn. Ekkert sár var þar að sjá, aðeins holu þar sem kúlan hafði smogið inn. Ævar sagði að lokum, að segja • Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar íslands skoðar höfuðsár arnarins. Undir vængnum, sem að lesendum snýr, var smáhola þar sem byssukúlan hafði smogið inn. Ljósm. - gg. mætti að engin viðurlög væru til fyrir að drepa erni. Samkvæmt núgildandi fuglafriðunarreglum er sektin fyrir arnardráp aðeins 10.000 krónur. I þinginu lægju hins vegar drög að nýjum regl- um og væri þar gert ráð fyrir 300.000 króna sekt við fyrsta brot. Fjárupphæðin myndi síðan fylgja vísitölunni framvegis. Alþýðubandalagið hefur aðgang að spjaldskrá SÍNE ALÞÝÐUBANDALAGIÐ heíur haft aðgang að spjaldskrá yfir nöfn og heimilisföng Sambands ís- lenskra námsmanna erlend- is (SÍNE) að því er kemur fram í síðasta tölublaði SÍNE-blaðsins sem kom út hinn 15. þessa mánaðar. Hefur einn SÍNE-félaga, Þórólfur Matthíasson, kynnt tillögu er hann hyggst flytja á vorfundi SINE í vor, um að „Spjald- skrá SÍNE svo og önnur gögn er varða samskipti SÍNE og meðlimi sam- bandsins skulu ekki undir neinum kringumstæðum afhent þriðja aðila til afnota eða aflestrar nema tij komi samþykki stjórnar SÍNE og viðkomandi með- lims/ meðlima“. í greinargerð með tillögunni segir Þórólfur, að hún sé flutt vegna þess að stjórn SÍNE hafi veitt Alþýðubandalaginu heimild til að notfæra sér spjaldskrá SÍNE við útsendingu kosningaáróðurs vorið 1978. Tilgangur tillögunnar sé að standa vörð um lýðréttindi SÍNE-félaga þótt í smáu sé„ og að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi endurtaki sig. Tillaga um spjaldskrá Vorfundur SlNE 1979 ályktar: Spjaldskri SlNE svo og önnur gögn er varða samskipti SlNE og meðlimi sambandsins skulu ekki undir neinum kringumstæð- um afhent þriðja aðila til afnota cða aflestrar nema til komi samþykki stjórnar SÍNE og viðkomandi meðlims/meðlima. Greinargerð: Þessi lillaga er lOgð íram vegna þess að sijóm SlNE veilli alþýöu bandalaginu heimild lil aö notfarra sér spjaldskri SlNF. við uisendingu kosningaáróðurs voriö 1978. þelia vegna þess að þeir áUlu spjaldskrá SlNE opmbera eign, eða etllhva þeim dúr. Tilgangur lillögunnarer Sianda vOrð um lýðrétiindi SlNE fé PóroKur Mallhiasx BHM: „Þurfaekki önnur f yrir- mæli en k jara- samninga” STJÓRN launamálaráðs BHM, Bandalags háskólamanna, hefur senf frá sár athugasemd vegna Þeirra ummæla Guðmundar Karls Jónssonar deildarstjóra launa- deildar (jármálaráóuneytisins í fjölmiðlum 20. marz s.l., að launa- deildin hafi ekki fengiö fyrirmæli frá fjármálaráöherra um að greiða umsamda kauphækkun 1. apríl. Athugasemdin hljóðar svo: Stjórn launamálaráós BHM vekur athygli á pví, aó samningsbundin launahækkun 1. apríl n.k. er 3%. Stjórnin telur að launadeild fjár- málaráðuneytis purfi ekki önnur fyrirmæli um greióslur launa en kjarasamninga. Kröflusvæðið: Landris hefur aukist LANDRIS heíur heldur aukizt á Kröflusvæðinu undanfarna daga að sögn Hjartar Tryggvasonar. Er landið orðið nokkrum senti- metrum hærra en það hefur orðið mest áður. Að sögn Hjartar er ástandið Hkt og var árið 1977. Þá var búist við umbrotum í marz en^ær drógust fram í apríllok. Land var þá orðið hærra en nokkru sinni áður og í apríllok hljóp kvikan suður með þeim afleiðingum að miklir jarð- skjálftar urðu í Mývatnssveit og mikið tjón á Kísiliðjunni og víðar. Þá varð einnig eldgos í Leirhnúk en stóð stutt. Skattstofa Reykjanessumdæmis: Vilyrðifyrir lóð í miðbæ Hafnarfjarðar BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam- þykkti nýverið á íundi sínum að leggja til við bæjarstjórn, að fjármálaráðuneytinu yrði gefinn kostur á lóðinni milli Suðurgötu 8 og Suðurgötu 14 eftir nánari ákvörðun bæjaryfirvalda um endanlega staðsetningu og gerð hússins fyrir húsnæði Skattstofu Reykjanesumdæmis. Vegna þessa er talið nauðsyn- legt að fjarlægja húsið númer 14 við Suðurgötu þar sem nú er Ásmundarbakarí og verði í því sambandi samningar hafnir við eigendur hússins um kaup á því, með því fororði, að samningar takist við ráðuneytið um greiðslu kaupverðsins. Þá er talið nauðsynlegt, að aðsetur bifreiðaeftirlitsins verði flutt frá Suðurgötu 8. I áliti bæjarráðsins er lögð þung áherzla á, að bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði og Skattstofa Reykjanesumdæmis verði áfram í miðbæ Hafnarfjarðar. INNLENT Sæluvika Skagfírðinga að ganga í garð Sauðárkróki 21. marz. SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst á Sauðárkróki um næstu helgi, laugardaginn 24. marz. Á laugar- deginum mun Sinfóníuhljómsveit íslands halda tvenna tónleika í Bifröst og mun Páll P. Pálsson stjórna sveitinni. Sunnudaginn 25. hefst hin eiginlega Sæluvika samkvæmt venju á eftir forsælu Sinfóníusveitarinnar. Þá verður guðsþjónusta í Sauðárkróks- kirkju og mun séra Sigfús J. Árnason prédika og um kvöldið frumsýnir Leikfélag Sauðár- króks hinn góðkunna gamanleik Agnars Þórðarsonar, Kjarnorku og kvenhylli, undir leikstjórn Hauks Þorsteinssonar, en leik- mynd er eftir Jónas Þór Pálsson. Sama dag verður opnuð í Safna- húsinu málverkasýning, Mynd- hópurinn á Akureyri, alls 12 málarar. Mánudagurinn er einkum helg- aður börnum, Gagnfræðaskólinn verður með söng- og leikþætti, Leikfélagið sýnir Kjarnorkuna og um kvöldið verður unglingadans- leikur í Bifröst. Þetta sama kvöld verður kirkjukvöld í Sauðárkróks- kirkju og verður það einnig á þriðjudagskvöldinu, en þar syngur Kirkjukór Sauðárkróks undir stjórn Jóns Björnssonar tónskálds. Undirleikari er Gunnlaugur Olsen og einsöngvarar Ragnhildur Óskarsdóttir, Sólborg Valdimars- dóttir og Þorbergur Jósepsson. Dr. Broddi Jóhannesson flytur ræðu á þessu kirkjukvöldi og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri koma fram. Leikfélag Skagfirðinga sýnir barnaleikritið Kardimommubæinn eftir Torbjörn Egner og leikstjóri er Sólhild Linge. Á fimmtudag syngur Samkór Sauðárkróks, stjórnandi er Lárus Sighvatsson, og á laugardag syng- ur hér í sælunni Karlakórinn Stefnir úr Mosfellssveit undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Á laugardaginn mun Gísli Jónsson Menntaskólakennari frá Akureyri flytja fyrirlestur á vegum Safna- húss Skagfirðinga. Kvikmyndasýningar og leiksýn- ingar hjá Leikfélagi Sauðárkróks eru alla daga vikunnar og dans- leikir eru flesta daga og þar leikur Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar. Félagsheimilið Bifröst sér um framkvæmd Sæluvikunnar og for- maður framkvæmdastjórnar er Ólafur Jóhannsson, en framkvæmdastjóri Félags- heimilisins er Helgi Gunnarsson. Að vanda hefur verið gefin út vönduð Sæluvikudagskrá. —fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.