Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 vegsemd að því að vera tignaður sem listaguð einnig. I fróðlegri bók, sem út kom hjá Máli og Menningu árið 1973 og ber heitið „Um listþörfina" (í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar) sýnir austurríski marxistinn Ernst Fischer hvernig fara á að í verðsetningu vestrænna menningarverðmæti síðastliðin fimm hundruð ár. Lýsir hann þar hvernig firring auðvaldsskipu- lags, með rætur í borgaramenn- ingu endurreisnartímabilsins, máði smám saman út persónu- einkenni einstaklinga og varð til þess að þeir misstu sjónar á tilgangi lífsins í samkeppni um falsverðmæti. Öll sönn list segir Fischer að feli í sér þann félags- lega veruleika, er hin takmark- aða sjálfsvitund einstaklingsins í auðvaldssamfélagi þyrsti eftir að meðtaka. Þannig verður sönn list einlægt að hafa á horni og stokki hina fáránlegu mynd auðvalds- kerfisins á hverjum tíma og venda til þess er koma skal; Þjóðfélags byggt á kröfum verka- lýðsstéttarinnar. Obbann af allri annars konar list afgreiðir höfundur sem „mannskemmandi óþverra kapítalískrar afþreying- arlistar". Það er vafalaust engin tilviljun að höfundur bendir á Sovétríkin sem verðuga fyrirmyndi Vestur- landa, en í Sovétríkjunum segir hann að gæti göfugrar viðleitni til að gera listina að almennings- eign. Með öðrum orðum, að mati Fischers, getur það skipulag eitt sem heldur er uppi herjum, áróðurs- og hugmyndasér- fræðinga í þágu hins sósíalíska uppeldis, hlúð á frjóanga heil- brigðrar listsköpunar. Lögboðin list einvörðungu er sönn list. ‘^Í ' * List í þágu þjóðfélagsgagnrýni er vissulega ekki ný af nálinni. Margir af fremstu höfundum Vesturlanda hafa beitt þessum tjáningarmáta á áhrifamikinn hátt, m.a. jafn ólík skáld og Stoppard og Shaw. Menningar- dögum herstöðvaandstæðinga er hins vegar ekki einasta ætlað að sýna hvernig íslenzkir listamenn hafa undirlægjuhátt íslenzkrar borgarastéttar við „handhafa stríðsgróðans" að leiksoppi i heldur einkum hvernig list- sköpun og hæfileikinn til að sjá í gegnum varnarbandalag vest- rænna þjóða eru í rauninni ein og • sama gáfan. í þessu ljósi aðeins er unnt að skilja upplýsingar aðstandenda í þá veru að „mikill meirih!uti“ íslenzkra listamanna sé „einlægir herstöðvaand- stæðingar". Listamönnum, ekki síður en öðru friðelskandi fólki, hlýtur að standa stuggur af hernaðar- bandalögum. Smáþjóð í norður- höfum, sem ekki hefur tök á að annast eigin landvarnir, kallar ekki yfir sig erlent setulið af fúsum vilja. Heimsmynd sú er við blasir á okkar dögum á rætur sínar að rekja til eftirleiks af sögulegum harmleik. I læblöndnu andrúmslofti eftirstríðsáranna er varnarlausu eylandi miðsvæðis milli gínandi stríðsvéla tveggja heimsbandalaga sá kostur nauðugur að kjósa. Andspænis hernaðarásýnd okkar tíma hafa íslendingar kosið að taka hönd- um saman með þjóðum, er þeir áttu samleið með í stjórnarfars- og menningarefnum áður. Andstæðingar hernaðarbanda- laga slá hnakkanum við slíkum röksemdum. Þeir segjast vilja engin hernaðarbandalög. I þeirra augum er það aðeins léttvæg ■ Gunnar Pálsson: Hér syndum vér fiskarnir. I tilefni menningardaga herstöóvaandstæðinga Ivikunni datt grátt umslag frá Samtökum hernámsand- stæðinga inn um bréfa- lúguna. Þjóðin má nú gera sér dagarmun í tiiefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því að Island gekk í Atlandshafsþanda- iagið. Kynnt er dagskrá með glæsisniði að Kjarvalsstöðum. Margir listamenn hafa verið kvaddir til af þeim sökum að ekkert minna er í húfi en lands- ins heill og æra. Til glöggvunar á samhengi hers í landi og listar er hjálplegt að rýna í ávarpsorð formanna. Hér stíga meðal annarra á stokk ýmisr skáldmæringar þjóðarinn- ar að lýsa vanþóknun sinni á því „hernámi hugarfarsins", er siglt hefur í kjölfar aðildar að því fantabandalagi, er gert hefur okkur „ábyrg fyrir arðráni auðhringa og stríðsrekstri stjórn- valda". Sjálfstæðishetju íslenzku þjóðarinnar, Jóni Sigurðssyni, er vissulega vorkunn þótt hann setji rjóðan af blygðun og hylji andlit- ið í listaverkinu á kápu umslags- ins. Þessu lunkna líkingamáli hreykir málgagn Alþýðubanda- lagsins á forsíðu sunnudagsblaðs. söguleg staðreynd að við lifum í áþreifanlegri veröld samtímans. Vafrandi á mörkum draums og veruleika þekkja sveimhugar þessir engan mun á hinu hlut- kennda og þeirra eigin hugar- heimi. Þeir hampa orðinu hlut- leysi, hugtaki, sem á sér aðeins fótfestu í órum þeirra sjálfra. Með stórasannleik að vopni vilja þeir kenna mannkynssögunni. Hér syndum vér fiskarnir, segja hornsílin. Þeir segjast vilja engin hernaðarbandalög. Þeir segjast vilja hlutleysi. Þegar nánar er að gáð kemur þó á daginn að enginn skeytir hætishót um hlutleysi. Hnútum sínum beina þeir ekki að skuldbindingum til bandalaga. I ljós kemur að það er innra eðli þessa félagsskapar, sem er skot- markið. Mestu skiptir að við höfum róið á borð með alþjóð- legri glæpastarfsemi og eru meðsek í voveiflegu samsæri gagnvart marnnkyninu. Bak við inntaksþrunginn og ábúðarmik- inn orðavef um „arðrán auð- hringa" og „stríðsglæpi stór- velda“ sveima óræðar og skin- helgisfullar kennisetningar, sem enginn rökræðir lengur, en hver étur upp eftir öðrum. Um romsu þessa þarf ekki að orðlengja. Fyrst hlýðum við á stefið um firringu launavinnunnar, stétta- baráttu og arðrán eigenda fram- leiðslutækjanna, er síðan nær hátindi með hergólinu: „alræði öreiganna". Vissulega væri ranghermt að samtök herstöðvaandstæðinga vildu kalla yfir þjóðina vernd af því tagi, er Sovétmenn veittu nágrönnum sínum í Tékkóslóvakíu svo aufúslega. Þvert á móti spinna íslenzkir róttæklingar upp fáguð orð- flokkunarkerfi í því skyni að sundurgreina þann sósíalisma, er spámennirnir einir þekkja og sósíalisma í framkvæmd. Heilagrasósíalismi af íslands- gerðinni hlýtur að verða heimin- um hulin ráðgáta meðan hann stígur ekki holdtekinn upp úr hugsanaflautum þeirra, sem fóstrið ala. Menningardagar herstöðvaandstæðinga að Kjar- valsstöðum eru engu síður for- vitnileg vísbending um þau meðul, er ísienzkir sósíalistar eru reiðubúnir að beita hugsjón sinni til framdráttar. Nóg var áður komið um mannkynslausnarann Marx. Því fer fjarri að honum sé þó ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.