Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 39 BARNIÐ — FJÖLSKYLDAN — VINNAN: Hvað með innra líf fjölskyldunnar? Á íundi hjá Hvöt, félagi sjálf- stæðiskvenna, 8. marz s.l. var fjallað um „Fjölskylduna, barn- ið og vinnuna“. Þorvaldur Karl Ilelgason, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, var einn fram- sögumanna á fundinum. Hér fer á eftir inntakið úr ræðu hans. Þegar ræða skal á fáeinum mínútum barnið, fjölskyldan og vinnuna, þá er manni mikill vandi á höndum, þar sem um er að ræða eina mikilvægustu stofnun þjóðfélagsins, þ.e. fjölskylduna. Og í tilefni barna- ársins hafði þið valið að um- ræðuefnið verði staða barnsins innan fjölskyldunnar og tengsl þess við vinnu foreldra. Þær öru breytingar á íslensku þjóðlífi síðasrliðna áratugi hafa auðvitað haft áhrif á fjöl- skylduna, stöðu hennar og hlut- verk. 1) Fjölskyldan var fram- leiðandi og neytandi en er í dag nær eingöngu neytandi. 2) Uppeldishlutverk hennar hefur og breyst. Hún er ekki lengur ein um það, skólar og dagvistar- Frá vinstri: Helcna Albertsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Klara Hilmarsdóttir, Ilelga Ilannesdóttir, Marta Sigurðardóttir. til. Jafnframt mætti hugsa sír aukið leiguhúsnæði á vegum opinberra aðila, öruggt og á sanngjörnu verði til langs tíma. Hitt langar mig að nefna í þessu sambandi. Er það ekki oft svo, ef við vinnum ekki allan daginn, að þá eigum við erfitt með að ráðstafa þessum aukna frítíma. Við erum nefnilega orðin svo háð því að vera mötuð á þeim stundum sem við vinnum ekki. Ef við leggjum áherslu á styttri vinnutíma og þar með auknar frístundir, með hverju ætlum við að fylla þær stundirj Enn lengri sjónvarpsdagsskrá? Enn meiri mötun? Mér hefur verið sagt að þegar sjónvarpsgeislinn tók að senda myndefni sitt til Öræfinga nú fyrir skömmu, þá hafi ekki allir glaðst, þvi þegar í stað hafi dregið úr þeim aldna gamla siö að sækja menn heim. Viðfangsefnið barnið, vinnan og fjölskyldan er margbrotið, en eitt er víst að enga heildarstefnu er að finna varðandi málefni fjölskyldunnar hér á landi. Væri það ekki verðugt viðfangs- efni á alþjóðaári barnsins að móta slíka stefnu, ef við teljum fjölskylduna vera einn af horn- steinum þjóðfélagsins? Þorvaldur Karl Ilelgason, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. stofnanir hafa komið til. 3) Atvinnuhættir hafa breyst. Algengt er nú að báðir foreldrar vinni úti. 4) Verndarhlutvcrk fjölskyldunnar er ekki lengur eitt af hennar sérkennum. Ymsar velferðarstofnanir hafa yfirtekið það, svo sem sjúkrahús og almannatryggingar. 5) Fjöl- skyldan sem staður hvíldar og upplyftingar fyrir einstakling- inn hefur misst það hlutverk yfir til afþreyingariðnaðar, sjónvarps, kvikmyndahúsa ofl. 6) Ég vil líka nefna að trúarlegt uppeldi barna hefur að miklu leyti flust frá heimilunum yfir til barnastarfs kirkjunnar og til skólanna. Flestir munu sammála um að mörgu hafi verið breytt til góðs, svo sem með aukinni menntun, bættu heilsufari, betra húsnæði og almennri velmegun. En spyrja má: Hvað með innra líf fjölskyldunnar og þar með þjóð- félagsins? Ytri búnaður er allur glæsilegur, þrátt fyrir verðbólgu og miklar skuldir heimila og þjóðfélagsins, en hvað með það líf sem hrærist innan þessa ramma, er það fegurra mannlíf? Andlegur og trúarlegur þroski einstaklingsins skiptir miklu máli varðandi velferð fjölskyldu og þjóðfélags, maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Allt þetta hefur vissulega áhrif á barnið innan fjölskyld- unnar. Samfara breytingum á þjóðfélaginu hafa komið breyt- ingar á fjölskyldugerðinni. Fjölskyldan hefur skroppið saman, hlutverkum hennar hef- ur fækkað og ættliðirnir eru færri á heimili nútímans. Áður fyrr voru margar kynslóðir á heimili og ómetanlegt hlýtur það að vera að hafa afa og SÁÁ fær Silunga- poll BORGARRÁÐ samþykkti nýlega að veita SÁÁ afnot af Silungapolli, sem er eign Reykjavíkurborgar, en samtökin höfðu óskað eftir húsnæðinu undir starfsemi sína, sem nú er rekin í Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit. SÁÁ óskaði eftir hús- næðinu til hausts 1980 og var það samþykkt. ömmu, sem geta í sumum tilfell- um borið saman líf og starf fimm kynslóða. Það er útilokað að snúa þess- ■aTÍ þróun við að öllu leyti. Enginn lætur sér detta það í hug að færa alla vinnu þjóðfélagsins aftur inn á heimilin og engin tillaga í sömu átt hefur komið fram hvað varðar fræðslu og menntun barna og unglinga. Umræður hafa einkum snúist um að færa meir uppeldishlut- verkið aftur inn á heimilin. Er þá einkum átt við að bjóða upp á aðra möguleika fyrir foreldra heldur en að hafa börnin á dagvistunarstofnunum. Langar mig að benda á grein eftir dr. Björn Björnsson prófessor, sem birtist í Dagblaðinu 22. maí s.l. Þar segir hann m.a. „Með fjölskylduvernd sem markmið birtast ýmsir nýir fletir á því máli sem hér er til umræðu, dagvistun barna. Til dæmis þætti mér trúlegt að heilsdags- vistun mjög ungra barna á dagheimili, t.d. á dagvöggustofu, yrði ekki talin farsæl lausn. Nær væri að verja þeim fjár- munum, og þeir eru miklir sem varið er til að byggja og reka slíkar stofnanir, til þess að gera einstæðu foreldri kleift að annast barnið sjálft á meðan það er á víkvæmu þroskaskeiði." Til þess að unnt sé að fram- kvæma slíka breytingu eða til- færslu og gera foreldrum kleift að vera hjá barni sínu meðan það er ungt, þá þarf gjörbreytta stefnu innan þjóðfélagsins. Ékki aðeins tilfærslu í fjámálum opinberra aðila, heldur og á vinnumarkaðinum og ekki hvað síst þar. Þið hafið bent á sveiganlegri vinnutírna og hærra kaup fyrir dagvinnu. Ég tel að ræða þyrfti gaumgæfilega stöðu vinnunar í íslensku nú- tíma þjóðfélagi. Hvar eru t.a.m. öll þau börn, þeirra foreldra, sem vinna nú í sjávarþorpum um land allt við loðnuvinnslu allan daginn? Oft finnst manni að ekki sé íhugað að heimilið er ekki bara vinnuafl heldur og börn. Á ráðstefnu erlendis fyrir tveimur árum var ég að því spurður hvað ég teldi vera mesta böl íslensks þjóðfélags í dag. Ég taldióhóflcga vinnu eiga einn stóran þátt í því böli. En hvers vegna vinnum við svona mikið? Þurfum við ekki á bless- aðri loðnunni að halda fyrir þjóðarbúskapinn? Hitt er og staðreynd að við vinnum mest þegar við erum í húsnæðis- byggingum. Þá kemur vinnu- álagið á versta tíma, þegar börnin eru hvað yngst og þurfa mest á okkur að halda. Þeirri þróun verður að breyta. Það má gera með hagkvæmum lánum til langs tíma eins og þið leggið (Erindið stytt og því lítillega breytt.) sloinorhf kynnir: Loksins ný Supertramp plata Supertramp eru loksins komnir meö nýja plötu eftir tæplega tveggja ára biö. Já, þú spyrð hvort biðin hafi borgað sig! Þú spyrð eins og bjáni. Biðin hefur verið vel þess virði, því „Breakfast í America“ er hreint út sagt frábær plata. HLJOMDEILD (itii) KARNABÆR r Laugavegi 66, s. 28155, Glæsibæ, s. 81915, Austurstræti 22, s. 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.