Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 48
AUÍÍI/VSINÍÍASÍMINN ER: 22480 FIMMTUDAGUR, 22. MARZ 1979 Þorskaflinn á bilinu frá 315 þús. tonn í ár? Hafísinn hetur nú þrengt svo að höfninni á Þórshöfn að búist er við því að hún lokist þá og þegar. Myndin var tekin í vikunni og sýnir Þórshafnarbát þræða leið- ina milli ísjaka inn til hafnar. Sjá „ísinn kominn austur að Seleyu á bls. 2. Ljósm. Már öskarsson. Kvótakerfi á togarana frá 10. apríl til loka septenber Á NÆSTU dögum verða kynnt áform sjávarútvegsráðu- neytisins um hvernig þorskveiðum við landið skuli hagað það sem eftir er ársins. Eftir upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun ekki vera áformað að ákveða hámarksveiðina við ákveðið magn, heldur gæti þorskaflinn orðið á bilinu frá 285 þúsund tonnum upp í 315 þúsund tonn eftir því hvernig aflast. Veiðarnar verða einkum takmarkaðar með veiðibanni um páska og jól og með kvótakerfi á togara frá 10. apríl til loka september. ¥ 13? *'■ ^• ? HTZ ■ J5 ***> ■* ■*>& ■■ Kvótakerfið á togarana mun vera þannig hugsað, að það verði notað frá 10. apríl til 30. septem- ber. Fyrstu 75 daga þess tíma- bils mega togararnir veiða 300 tonn, en síðan verður þetta kerfi endurskoðað í byrjun júlí. Ef einhverjir togaranna hafa farið yfir 300 tonna mörkin verður kvóti þeirra til 30. september skertur. Á öllu tímabilinu mega togararnir veiða 600 tonn. Til viðbótar þessum kvóta má þorskur verða 20% af því, sem fæst við veiðar á öðrum tegund- um. Fiskifræðingar lögðu til að veiðin í ár færi ekki yfir 250 þúsund tonn til að uppbygging þorskstofnsins gæti orðið sem fljótust. Ef veiðin yrði t.d. 290 þúsund tonn seinkaði það upp- byggingunni verulega, sagði í skýrslu fiskifræðinga um ástand og horfur nytjastofna. Á síðasta ári veiddu Islendingar nokkuð yfir 320 þúsund tonn af þorski. Það sem af er þessu ári hafa aflabrögð verið einstaklega góð og má ætla að þorskaflinn sé a.m.k. 50% meiri en á sama tíma í fyrra. Björn Dagbjartssori aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra Rúmlega 80 þús. laxar veiddust9 78 ENDANLEGAR tölur liggja nú fyrir um laxveiði hér á landi síðastliðið sumar, sem varð enn eitt metveiði- árið. Alls veiddust 80.578 laxar og af þessu magni fengust 65% á stöng. Tvær beztu stangveiðiárnar voru Þverá í Borgarfirði og Laxá í Aðal- dal. Sérstaka athylgi vekur hversu mikil laxveiði var í Þjórsá en þar fékkst fjórföld meðalveiði síðustu 10 ára. sagði í samtali við Morgunblaðið að undanfarið hefði verið rætt við hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og reynt hefði verið að finna lausn á veiðitakmörkunum, sem flestir gætu unað við. Tillögurn- ar um takmarkanir og aflahá- mark sagði Björn að yrðu lagðar fram einhvern næstu daga. Sjá blaðsíðu 24: „Annar Kver veiddur þorskur .. Sovétmenn vilja byggja olíutanka í Reykjavík Fullyrðingar Sovétmanna um ófullnægjandi aðstöðu órökstuddar, segir hafnarstjóri SOVÉTMENN haía gert athugasemd við þá aðstöðu, sem olíuskipum þeirra er látin í té í Reykjavík. Haía þeir boðist til að byggja hér olíutanka og einnig mun hafa verið látið að því liggja, að þeir væru tilbún- ir til að veita aðstoð við uppbyggingu olíustöðvar í Reykjavík. A fundi Hafnarstjórnar fyrir tveimur vikum var rætt um bréf, sem olíufélögunum hafði borist frá Latvian -Steamship Company og síðan sent áfram til Hafnarstjórn- ar. I bréfinu frá Sovétmönnunum segir m.a., að Reykjavíkurhöfn sé óörugg fyrir olíuskip þeirra vegna tíðra storma, ófullnægjandi drátt- arbáta og að höfnin tryggi ekki nægilegt öryggi fyrir tankskipin við bindingar og landdælingar. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóra í gær og staðfesti hann, að þetta væri rétt. Gunnar sagði, að.fullyrðingar Sovétmanna um ónóga aðstöðu í Reykjavík væru órökstuddar og sagðist ekki skilja gerla hvað þeir væru að fara í bréfi sínu. Af hálfu alþjóðafyrirtækisins Shell hefur verið gerð könnun á legufærum og aðstöðu olíuskipa við Örfirisey í samráði við Esso- fyrirtækið. Niðurstöður þeirrar könnunar voru þær, að aðstæður við Örfirisey væru fyllilega örugg- ar fyrir olíuskip allt að 32.500 DW tonn að stærð. Sagði Gunnar, að þess hefði verið farið á leit við BP, að af hálfu þess fyrirtækis yrði sömuleiðis látið fara fram mat á því hvort aðstaðan við Laugarnes gæti talist ófullnægjandi á ein- hvern hátt. —Við gerum okkur grein fyrir því, að aðstaðan sem við bjóðum upp á er ekki sú albezta sem þekkist, en við teljum hana örugga, sagði Gunnar B. Guðmundsson. —Segja má að aðstaðan í Skerjafirðinum sé í rauninni úr leik og vera kann, að í bréfi Sovétmannanna sé að ein- hverju leyti átt við Skerjafjörðinn. Ég veit ekki til þess að skip Sovétmanna hafi orðið fyrir óhöppum, sem orð er á gerandi, við losun hér, en stundum hafa þau þurft að liggja hér lengur en ella vegna veðurs. Það getur þó varla verið tilefni þessara bréfaskrifta eða bollalegginga, sagði Gunnar B. Guðmundsson að lokum. Deila BSRB og ríkisins: Framlenging samning- anna helsta þrætueplið LÁTLAUS fundahöld fulltrúa BSRB og rikisins stóðu yfir í gær- dag um samningsrétt bandalagsins og á siðasta fundi samninganefndar BSRB, sem stóð langt fram eftir kvöldi, virtist svo sem samnings- grundvöilur væri fyrir hendi nema hvað BSRB-menn gætu ekki sætt sig Iðnaðarráðuneytið: Stækkun Alversins seinkaðum 5 mán. -Framleiðslutap1630 millj. FRAMKVÆMDIR við stækkun Álversins í Straumsvfk verða hægari en áformað var f fyrstu og munu nýju kerin 40 komast 1 gagnið 5 mánuðum seinna en ísal hafði áætlað. Er þctta samkvæmt ákvörðun iðnaðarráðuneytisins, sem vill að innlend fjárfesting drcifist á tvö ár, 1979 og 1980, en ekki aðeins á þetta ár. Ragnar Halldórsson forstjóri ísals tjáði Mbl. í gær, að fyrirtæk- ið hefði nýlega fengið bréf frá ráðuneytinu, þar sem fyrrgreind ákvörðun var tilkynnt. Þetta hefði það í för með sér, að framkvæmd- um við lengingu skála tvö seinkaði um 5 mánuði og nýju kerin 40, sem þar verða, kæmust ekki í gagnið fyrr en í maí 1980 en samkvæmt áætlunum ísals átti framleiðsla í kerjunum að hefjast um áramótin 1979/80. Sagði Ragnar að miðað við markaðsverð í dag væri fram- leiðslutapið þessa fimm mánuði 1630 milljónir íslenzkra króna. Kostnaður við stækkun Álvers- ins er áætlaður um 5200 milljónir króna og sagði Ragnar, að kostn- aðinum yrði skipt nokkuð jafnt milli áranna 1979 og 1980. Á þessu ári á að byggja skálann upp og gera hann fokheldan en á næsta ári verður kerjunum komið þar fyrir og gengið frá hreinsibúnaði. Framkvæmdir eru þegar hafnar og byrjað að steypa undirstöður undir skálann. við hugsanlega framlengingu samn- inganna, eins og kemur fram f hráðabirgðalögunum frá í septcm- ber s.1. Sexmanna-nefnd BSRB gekk á fund fjármálaráðherra árla í ,gær- morgun og lagði fyrir drög að sam- komulagi milli BSRB og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs. í drögun- um var gert ráð fyrir því, að ríkis- stjórnin beitti sér fyrir ákveðnum efnisbreytingum á lögum um kjara- samning BSRB gegn niðurfellingu 3% áfangahækkunar, sem átti að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót samkvæmt kjarasamn- ingi. Eftir að samningsaðilar hqfðu ræðst við þrívegis í gærdag, var ákveðið að kynna síðustu tillögur annars vegar í samninganefnd BSRB og hins vegar í ríkisstjórninni sem fundar árdegis í dag. Eins og áður sagði var helzt búist við, að framlenging samninganna yrði helzti þyrnir í augum BSRB-manna, en ekki tókst að ná sambandi við Tómas Árnason fjár málaráðherra til að heyra álit hans á stöðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.