Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 „Gömlu ævintýrin í fullu gildf heim þann og veruleika, sem þau lifa í. — segir Liv Vedeler lektor á sálar- og uppeldisfræðum Vika barnsins í Norræna húsinu „Vika barnsins“ i Norræna húsinu, sem Fósturskólinn stóð fyrir var haldin fyrir skömmu. Hófst vikan með erindi próf. Andra ísakssonar, sem nefndist: Málþroski og uppeldi. „Vika barnsins" mun standa fram til sunnudagsins 25. mars og ljúka með kvikmyndasýning- um fyrir börn og fullorðna kl. 14 og 16. Erindi um gömlu ævintýrin og gildi þeirra í barnabókmenntum SI. mánudagskvöld hélt lektor Liv Vedeler erindi um ævintýri og þjóðsögur og áhrif þeirra fyrir þróun persónuleika og uppeldi barna. Lektor Liv Vedeler er kennari að mennt, en lauk síðar prófi í sálar- og uppeldisfræðum fyrir 10 árum. Hún hefur starfað sem lektor við Fóstruskóla í Ósló, en starf- ar nú sem lektor við Staténs spesiallærerskole í Ósló. Hún hóf mál sitt með því að segja, að uppistaða erindis hennar yrði byggt á norskum ævintýrum og þá fyrst og fremst þeim, sem prestarnir Asbjörnsen og Moe hefðu safnað. Smjörhákur litli. Margir segja, að ævintýrin séu eitur fyrir hugmyndaflug barna Liv ræddi meðal annars um þann hluta fólks, sem héldi því fram, að ævintýrin væru eitur fyrir hugmyndaflug barna. Sumir fullyrða einnig, að þau hafi óheillavænleg áhrif á uppeldi og þroska barna. Ævin- týrin séu lygi og uppspuni, og á þeim sé ekkert að græða. Þau eru fjarlæg raunveruleikanum og kenna börnum ekkert um Ævintýrin eru í fullu gildi og eiga sífellt erindi til nýrra kynslóða Liv Vedeler færði nú mörg rök fyrir gildi ævintýra í barnabók- menntum. Hún las upp frægt norskt ævintýri. útskýrði tákn- mál þess og táknrænar myndir og sýndi einnig skuggamyndir úr norskum ævintýrum, máli sínu til stuðnings og skýringar. Sagði hún, að ævintýrin væru í fullu gildi, þau hefðu ákveðinn boðskap að flytja, sem sagður væri í máli og í myndum barna, og væru oft flókin vandamál einfölduð, þannig að börn skildu betur, hvað um væri að vera og með innsæi sínu ættu þau oft auðvelt með að skilja táknmál ævintýranna. Ævintýrin enda alltaf vel Einnig sagði Liv, að ævintýrin væru oft raunverulegri en menn héldu við fyrstu sýn. Þau tækju upp ýmis manneskjuleg vanda- mál og mannleg samskipti milli foreldra og barna, milli foreldra innbyrðis o.fl. Þau ræða gjarnan um vandamál óttans og hræðsl- unnar, þau taka systkinavanda- mál og öfund, þau ræða um foreldravandamál, skilnaðar- vandamál, þegar stjúpmæðurn- ar koma inn í spilið, þau koma oft inn á vandamál barna og hræðslu þeirra og ótta við að verða yfirgefin, skilin eftir og foreldrarnir eða vinirnir fari frá þeim. Þau minnast einnig á vandamál dauðans, sem menn þora varla að nefna á nafn í nútímabókmenntum og koma oft inn á sjúkdóma. Ekki má Friðrik fiðlingur: Betlarinn var ógurlega langur heldur gleyma því sígilda atviki, er „sögupersónan" tekur sig upp með nesti og nýja skó og heldur af stað út í heiminn til þess að leita hamingjunnar (eða frelsa prinsessuna, (leysa þrautirnar) o.s.frv. Það koma þeir tímar í lífi allra, að þeir þurfa að standa á eigin fótum, taka ákvarðanir upp á eigin spýtur, verða sjálf- stæðir einstaklingar. Sagði Liv, að hér væri á ferðinni táknmál, sem börnin ættu auðvelt með að skilja. Og persónan, sem fer út í heiminn, á ekki alltaf sjö dag- ana sæla (frekar en í raun- veruleikanum). Hún lendir í ýmsum vanda, þarf að leysa þrautir og glíma við vandamál, áður en hamingjan hlotnast henni. Þetta er eins og draumur barna og hugmyndir um fram- tíð, sem þau eiga í vændum. Hún er hvorki dans á rósum né eilíf víma. Það er sitthvað, sem mætir okkur á vegferð okkar í leitinni að sjálfum okkur, leit- inni að hamingjunni og í leitinni að makanum. En sem betur fer, sagði Liv, enda ævintýrin alltaf vel. Þau sýna börnunum, að það er unnt að yfirstíga erfiðleik- ana, það er unnt að finna sjálfan sig og hamingju lífsins — og það hefur mikið gildi fyrir börn. —Þ. A-vítamín (framh.). A-vít- amín finnst í lifur allra dýra, en í miklu magni í lifur ísbjarna, sela og fiska, en í minna magni í mjólk og smjöri. Lýsi inniheldur mjög misjafnlega mikið af a-vít- amíni. Til dæmis að taka inni- heldur lúðulýsi 60,000 alþjóða- einingar (a.e.) í hverju grammi að meðaltali, en þorskalýsi inni- heldur 850 a.e. í hverju grammi. Hér á landi er bætt 30 a.e. af a-vítamíni í hvert gramm af smjörlíki. Ymis náttúruleg litarefni, svokölluð karótínlitarefni, sem finnast í grænum jurtum, gul- rótum, smjöri, korni og eggja- rauðu eru öll A-forvítamín. Af þessum litarefnum er beta- karótín verðmætast þar eð sérhver sameind þess getur breytzt í tvær sameindir af A-vitamíni í líkamanum. Ef karótínríkrar fæðu er neytt, getur húðin orðið gulleit vegna þess, að karótínlitarefnin nýtast illa, þ.e. þau breytast ekki nema að nokkru leyti í a-vítamín og safnast saman óbreytt í húðinni. A-vítamín hefur þýðingu fyrir húð, slímhúð og sjón. Það er stundum kallað vaxtarvítamín vegna þess, að skortur þess í fóðri veldur vaxtarstöðvun hjá ungum rottum. Fyrsta einkenni A-vítamínskorts er náttblinda, en hún lýsir sér sem óeðlileg sjóndepra í rökkri. Hefur komið í Ijos, að a-vítamín er hluti af sjónrauða í sjónhimnu, en hann skynjar ljósið í rökkri. Síðar getur myndazt bólga í horn- himnu auga og augnþurrkur, sem getur leitt til blindu, ef ekki er að gert. Einnig er vaxtar- stöðvun hjá börnum mjög áber- andi einkenni og þurrkur og sármyndun á slímhimnum í meltingarvegi, öndunarvegi og þvagrás, sem hefur mikla smit- unarhættu í för með sér. Ef mjög stórir skammtar eru gefn- ir af a-vítamíni, koma ýmis eitureinkenni í ljós svo sem lystarleysi, velgja, uppsala, megrun, kláði, hárlos, rifur í munnvikum, lifrarstækkun og sársaukafull bólga í beinum og liðum. Þörf einstaklinga fyrir A-vít- amín er mjög breytileg. Venju- legur dagskammtur A-vítamíns mældur í alþjóðaeiningum er eftirfarandi: Börn 0—12 mánaða 1500 a.e., börn 1—3 ára 2500 a.e., fullorðnir og börn 4 ára og eldri 5000 a.e., þungaðar konur og brjóstmæður 8000 a.e. A-vítam- ín finnst í ýmsum fæðutegund- um ásamt D-vítamíni, sem einn- ig er fituleysanlegt. Þar sem A- og D-vítamínskortur kemur oft í Ijós samtímis, innihalda mörg lyfjaform blöndu af þessum tveimur vítamínum. A-vítamín er mjög óstöðugt efni og skal þvitgeyma A-vítamínlyf varin ljoái og lofti og afsvölum stað. Helztu A-vítamínlyf eru: Lýsi (sem einnig inniheldur D-vítam- ín), Guttae A-vitamini (A-vít- amíndropar), Pilulae A-vitamini (A-vítamínpillur) og Avimin töflur, sem er sérlyf. Bi-vítamín, aneurín, tíamfn. Árið 1896 var hollenzkur læknir að nafni Christian Eijkman sendur af stjórnvöldum lands síns til hollenzku Austur-Indía til þess að rannsaka orsakir „beri-beri“, en sá sjúkdómur var þá landlægur þar. Orðið beri- beri ku merkja „ég get ekki“ og gefur til kynna, að manneskja, sem hefur sjúkdóminn, sé of máttfarin til þess að vinna, en helztu einkenni hans eru lyst- arleysi, þreyta, tilfinningaglöp, lömun og hægðatregða. Einnig getur tíamínskortur valdið hjartabilun og bjúgi. Eijkman þóttist viss um, að um smitsjúk- dóm væri að ræða og þess vegna tók hann með sér nokkur hænsni, er hann ætlaði að nota við tilraunir sínar til þess að einangra þann sýkil, sem sjúk- dóminum olli. En vísindalegar niðurstöður er sjaldnast hægt að sjá fyrir og svo fór hér. Fljótlega fengu . öll hænsni Eijkmans lömunarsjúkdóm, sem sum þeirra dóu úr, en eftir um það bil fjóra mánuði fengu hænsnin, sem ennþá lifðu heilsu sína á ný. Þar sem Eijkman tokst ekki að finna neinn sýkil, sem gæti gefið skýringu á sjúk- dóminum, hóf hann að rannsaka fæði kjúklinganna. Hann komst að raun um, að maðurinn, er upphaflega hafði verið falið að fóðra hænsnin, hafði í sparnað- arskyni notað þær matarleifar, aðallega afhýdd hrísgrjón, er til féllu frá nálægu hersjúkrahúsi. það vildi svo til, að nokkrum mánuðum síðar var ráðinn nýr matsveinn, sem einnig tók að sér að fóðra hænsnin. Hann hætti að nota matarleifar, en gaf fuglunum venjulegan hænsnamat, sem meðal annars hafði að geyma hrísgrjón, er ekki höfðu verið afhýdd. En þessi breyting á mataræði lækn- aði hænsnin að fullu. Eijkman og samverkamenn hans hófu nú að rannsaka fæðuna nánar og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, að eitthvert efni væri í hrísgrjónahýði, er væri lífi og heilsu manna og dýra nauðsynlegt. Þetta efni reyndist vera amína og hafa brennistein í sameindinni og hlaut það því nafnið tíamín (af gríska orðinu theion, sem merkir brenni- steinn). Tíamín var fyrsta vít- amínið, sem einangrað var úr hrísgrjónahýði og gerðu það Jansen og Donath í Hollandi árið 1926. Fyrir rannsóknir sín- ar hlaut Eijkman Nóbelsverð- laun árið 1929. Tíamín er vatns- leysanlegt vítamín, sem einkum finnst í kjöti, lifur, geri, korni, brauði, eggjum og grænmmeti. Vítamínið er notað gegn beri- beri, en sá sjúkdómur er ennþá algengur í Suðaustur-Asíu, Kyrrahafseyjum og sums staðar í Afríku og Ástralíu. Einnig skýtur hann upp kollinum á Nýfundnalandi og Labrador. Þá er vítamínið notað gegn tíamín- skorti, sem stafar af óhóflegri víndrykkju og gegn þreytu, ef hún stafar af tíamínskorti. Tíamín gegnir mikilvægu og vel þekktu hlutverki í efnaskipt- um kolvetna, en þau eru mikil- vægasti orkugjafi taugakerfis. Þörf fyrir tíamín er þessvegna háð kolvetnaneyzlu og orku- framleiðslu líkamans, sem merkir, að vítamínþörf eykst hjá einstaklingum í örum vexti, hjá þunguðum konum, brjóst- mæðrum, hjá einstaklingum, er stunda erfiðisvinnu og við aukin efnaskipti. En í flestum tilvik- um eiga 2 millígrömm af tíamíni á dag að vera nægileg. Þó stórir' skammtar séu gefnir af tíamíni veldur það sjaldnast eiturverk- unum vegna þess, að það skilur hratt út úr líkamanum með þvagi. Eiturverkanir eru þó þekktar og lýsa þær sér sem uppsala, taugaslappleiki, and- nauð og mikil svitamyndun. Vítamínlyf, sem inniheldur tíamín, er Tablettae thiamini 3 mg (tíamíntöflur 3 mg). Lyfjahandbókin Vítamín II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.