Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 • Pétur neKlir. • Pétur og Peters. Pétur slær í gegn! PÉTUR Pétursson sýnir stöðugar framfarir í Ilollandi með liði sfnu Feyenoord. Fram hefur komið að hann lék lengst af framan af vetri sem útherji, en hefur fengið að spreyta sig meira að undan- förnu í sinni eftirlætisstöðu sem miðherji. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, þannig skoraði Pétur 3 af 5 mörkum Feyenoord í tveimur góðum sigurleikjum um páskana. Það er ekki einungis Pétur sem rokið hefur upp með látum, heldur einnig Jan Peters, ungur leikmað- ur sem Feyenoord keypti í haust frá Den Bosch, sem leikur í 2. deild. Þeir Pétur og Peters hafa náð vel saman sem fremstu menn Feyenoord og standast fáar varnir þeim snúning eins og sakir standa. Á stóru myndinni er verið að brjóta á Pétri Innan vítateigs Go Ahead Eagles frá Deventer. Jan Peters sá um að skora úr vítinu, Feyenoord vann 5—0 og Pétur skoraði sjálfur mark í leiknum. Á annarri smærri mynd eru þeir Pétur og Jan Peters að fagna sigurmarki Feyenoord gegn PSV Eindhoven. Hér var um fræki- legan útisigur að ræða, 2—1. Peters skoraði markið og það var Pétur sem skallaði knöttinn til hans í dauðafæri. Á þriðju myndinni má sjá Pétur í marka- hugleiðingum. Feyenoord á nú allgóðan mögu- leika á að hreppa hollensku meist- aratignina og það væri meira en lítið stórkostlegt fyrir Pétur að taka þátt í slíku á sínu fyrsta keppnistímabili með Feyenoord. Blikaselirnir stóðu sig vel 11. alþjóðamótið í sundi unglinga fór fram í Luxemburg dagana 6.-8. apríl. Nokkrir keppendur fóru þangað til keppni frá Breiðabliki í Kópavogi og var frammistaða þeirra með miklum ágætum og meira að segja vel það. Mikill fjöldi keppenda tekur þátt í móti þessu, þannig eru í hverri grein aldrei minna en 20 fimm manna riðlar eða minnst 100 keppendur í hverri grein. Keppendur voru frá 13 löndum m.a. Vestur Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Frakklandi, Sviss og vekur því frammistaða UBK-fólksins bjartsýni hvað svo sem síðar kann að taka við. Kópavogsfólkið kom mest við sögu í 100 metra bringusundi kvenna. Þar hafnaði Katrín L. Sveinsdóttir í 4. sæti á 1:23,31 mín., en sigurvegarinn í þeirri grein synti á 1:20,20 mín. Margrét Sigurðardóttir var í 7. sæti í þessari grein synti á 1:24,51, Kristín Emilsdóttir synti á 1:28,73 og lenti í 14. sæti og Hrönn Bachmann varð í 23. sæti á 1:33,74 mín. Margrét Sigurðárdóttir varð auk þess í 6. sæti bæði § 100 metra flúgsundi og 200 metra skriðsundi Synti flugsundið á 1:12,90 (Sigurvegar- inn synti á 1:08,25). í skriðsundinu synti Margrét síðan á 2:21,79 mín. (þar synti sigurvegarinn á 2:13,69), Kartín L. Sveinsdóttir varð í 12. sæti í 100 metra flugsundinu og í 17. sæti í 200 metra skriðsundinu. Margrét gerði það ekki endasleppt, hún varð einnig í 4. sæti í 100 metra skriðsundinu á 1:03,94 (sigurvegarinn fékk tímann 1:01,76) og í 8. sæti í 200 metra fjórsundinu á 2:39,06 (besti tíminn var 2,29,09). Kristín Emilsdóttir varð í 8. sæti í 200 m, synti á 3:14,60 mínútum. Loks má geta þess, að Katrín L. Sveinsdóttir varð í 16. sæti í 100 metra skriðsundi kvenna KR — Valur í dag KR OG Valur leiða í dag saman hesta sína á Melavellinum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu og hefst leikurinn klukkan 16.00. Að öðrum liðum ólöstuðum eru það þessi lið tvö sem sýnt hafa skemmtilegustu taktana í mótinu til þessa og eiga það sameiginlegt að hafa bæði krækt í aukastig sem fæst fyrir að skora 3 mörk eða meira í leik 13 flokkar í Haröar- göngu ísafirði 18. aprfl HARÐARGANGAN á skíðum fer fram á Seljalandsdai við ísafjörð næstkomandi laugar- dag klukkan 14. Göngukcppni þessi hefur verið haidin undanfarin átta ár, en þetta cr opið mót og hafa keppendur verið víða að af landinu. Keppt er í 13 flokkum að þessu sinni, þ.e. 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15—16 ára, 17—19 ára, 20—34 ára, 35—44 ára, 45 ára og eldri í karlaflokkum og 12 ára og yngri, 13—15 ára, 16—18 ára, '19 ára og eldri í kvenna- flokkum. Keppt er í kvenna- flokkunum og tveimur elztu flokkum karla í fyrsta sinn nú. llarðverjar reikna með að flestir beztu göngumenn lands- ins taki þátt í göngunni. í aldursflokknum 20—34 ára er keppt um mjög veglcgan farandbikar, sem Brunabóta- félag íslands gaf á sínum tíma. Þeir sem hafa unnið bikarinn til þessa eru Kristján R. Guðmundsson tvisvar, Trausti Sveinsson Fljótum, Halldór Matthíasson Reykjavík (2), Davíð Höskuldsson og Óskar Kárason. Eins og komið hefur fram í fréttum var keppt í fyrsta sinn í göngu kvenna á nýafstöðnu skíðalandsmóti hér á ísafirði. Fyrr í vetur hafa þó stúlkur keppt í göngu á mótum á ísafirði og Ólafsfirði a.m.k. og er vaxandi áhugi meðal kvenna á þessari keppnisgrein. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.