Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1979 35 Séra Sigurjón Þ. Árnason — Minning Jeg get ekki sagt, að mjer kæmi lát sjera Sigurjóns á óvart, þó að jeg hefði ekki frjett af honum síðustu vikurnar. Hann var orðinn gamall maður, og hafði fyrr á æfinni kennt lasleika, þó að hann bæri ekki slíkt utan á sjer. Hann var harður af sjer, hraustlegur í útliti, rösklegur í framkomu og mikill að vallarsýn. Sjera Sigurjón var fæddur á Sauðárkróki 3. marz 1897. Þar var faðir hans prestur, sjera Árni Björnsson. Kona sjera Árna og móðir sjera Sigurjóns var frú Líney Sigurjónsdóttir frá Laxa- mýri. í júlílok 1913 flutti sjera Sigurjón með foreldrum sínum suður á land, er faðir hans fjekk veitingu fyrir Görðum á Álftanesi. Hann var alinn upp á stóru heimili meðal margra systkina. Mjer er kunnugt um, að sjera Sigurjón mat bernskuheimili sitt mjög mik- ils, og þær minningar, sem hann átti frá uppvexti sínum. Konan mín kveðst varla í annan tíma hafa orðið jafn-snortin af því að heyra ræðumann rifja upp jóla- minningar frá bernsku sinni held- ur en sjera Sigurjón eitt sinn á fundi kvenfjelags Hallgríms- kirkju. Annars var það ekki venja sjera Sigurjóns að vera persónu- legur í ræðum sínum innan eða utan kirkju. Sjera Sigurjón varð stúdent í Reykjavík 1917, og kandídat í guðfræði 1921. Næsta ár nam hann við Kaupmannahafnarháskóla og lagði stund á trúarheimspeki. Sú vísindagrein hefir vafalaust átt vel við hann, en jeg geri mjer í hugarlund, að áhuginn hafi snemma færst yfir á trúfræði kirkjunnar. Hann kynnti sjer einnig safnaðarstarfsemi í Dan- mörku. Haustið 1922 varð hann aðstoðarprestur föður síns í Garðaprestakalli og tók presta- vígslu 29. okt. s.á. Hinn 5. jan. 1924 var hann settur sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, en fjekk veitingu fyrir embættinu í maí-byrjun um vorið. Prestur Vestmannaeyinga var hann síðan til þess tíma, er hann varð prestur í Hallgríms- prestakalli frá 1. jan. 1944. Sumar- ið 1938 hafði hann raunar haft á hendi aukaprestsþjónustu við dómkirkjuna í Reykjavík. Það var í Hallgrímsprestakalli, að við sjera Sigurjón vorum sam- verkamenn, þangað til hann ljet af embætti fyrir aldurs sakir. Þegar tveir prestar vinna við sömu kirkju, veltur allt á því, að þeir geri sjer ljóst, hvenær og í hverju þeir geti unnið saman og hvenær ekki. Mjer duldist ekki, að við sjera Sigurjón vorum í mörgu ólíkir menn, en jeg held, að við höfum smám saman lært að þekkja hvor á annan. Er skemmst af að segja, að þegar um var að ræða hið hefðbundna starf kirkj- unnar, get jeg ekki hugsað mjer liprari, greiðviknari og tillitssamri mann en sjera Sigurjón var. Á hinn bóginn var jeg nýjungagjarn- ari og stundum fljótfærnari en hann, og þegar hann hafði ákveðið að taka aðra stefnu, vissi jeg, að honum yrði ekki þokað. Hann sagði mjer hreinskilnislega, að hann sæi ekkert við það að athuga, að við færum hvor sínu fram, þegar við fyndum, að við gætum ekki átt samleið. Og jeg vona, að enginn geti brugðið okkur um, að við höfum viljandi sett fótinn hvor fyrir annan. Jeg fullyrði ef til vill meira en jeg veit, þegar jeg held því fram, að sjera Sigurjón hafi haft algera sjerstöðu meðal íslenzkra kenni- manna. Hann sagði mjer eitt sinn, að hin þýzka nýguðfræði eða „frjálslynda guðfræðin" hafi ætlað að ríða sjer að fullu í andlegu tilliti. Jeg var ekkert undrandi yfir því. Þýzka nýguðfræðin var í siálfu sjer mjög neikvæð. Próf. Haraldur Níelsson hafði á sínum tíma gefist upp á henni og tekið stefnu, sem hafði mikil áhrif á sjálfan mig og marga aðra læri- sveina hans. En sú leið fullnægði ekki sjera Sigurjóni. Þá skeði það, að sjera Sveinbjörn Högnason sendi honum guðfræðirit eftir mann, sem varð til að vekja mikla athygli í Evrópu. Það var sivss- lendingurinn Karl Barth, sem átti eftir að verða einn frægasti og áhrifamesti guðfræðingur á þess- ari öld. í guðfræðistefnu hans fann sjera Sigurjón sjálfan sig. Hjer var ekki um neina fljótfærnis- ákvörðun að ræða. Hann sökkti sjer niður í guðfræðina með þvílík- um áhuga, að jeg efast um, að við höfum átt lærðari guðfræðinga innan íslenzku kirkjunnar í minni samtíð en hann. Hann aflaði sjer bóka, sem annars voru í fárra höndum hjer á landi, til að fylgjast með. Sjálfur stend jeg í þakkar- skuld við hann fyrir bókalán, þegar svo bar við, að ekki vannst tími til pantana og ritin voru ekki til hjer á söfnum. Sjera Sigurjón las fræðirit sín ofan í kjölinn og braut efnið til mergjar. Þegar jeg lít til baka, finnst mjer, að það hefði verið gaman að mynda lesflokk guðfræðinga og heimspekinga, eins konar sem- inarium, til að „bera saman bækur sínar" og virða fyrir sjer hin ýmsu sjónarmið, gömul og ný, — og einu sinni gat sjera Sigurjón þess við mig, að hann hefði haft löngun til að gangast fyrir slíkú, en jarðveg- urinn var ekki nógu góður. Auðvit- að hefði guðfræðistefna Barths ekki verið sú eina, sem íhuguð hefði verið. Sjálfur hlýddi jeg aðeins einu sinni á Barth sjálfan, og las ekki öll hans stóru rit, en þó að jeg gæti ekki fallist á sum hans sjónarmið, duldist mjer ekki, að það er varla hægt að kynna sjer slíka afburðamenn án þess að verða fyrir einhverjum áhrifum af þeim. Það kann að láta undarlega í eyrum, en tveir prestar í sama prestakalli hafa sjaldan tækifæri til að vera við messu hvor hjá öðrum. En nokkuð kynntist jeg þó predikunarstíl sjera Sigurjóns. Ræður hans voru vel unnar og vel undirbúnar. Hann var ekki gjarn á að tala til tilfinninganna, en sennilega hefi jeg sjaldan hlustað á sjera Sigurjón án þess að hann vekti hjá mjer umhugsun, um efni sem ekki gleymdist. Þrátt fyrir það, þótti jeg hafi ekki gott minni, hefir mjer gengið betur að muna úr ræðum sjera Sigurjóns en flestra annarra presta. Sjera Sigurjón Árnason hafði mikinn áhuga á kristniboði, var framarlega í kristniboðsfjelaginu, einn af stofnendum kristniboðs- sambandsins og í stjórn þess. Jeg hefi gert mjer í hugarlund, að áhugi hans á kristniþoðinu hafi öðrum þræði staðið í sambandi við hina barthiönsku guðfræðistefnu, þó að svo þurfi ekki endilega að vera. Hann vann einnig að barna- verndarmálum um skeið, og bind- indishugsjónin átti öruggan fylgis- mann, þar sem hann var. Ekki ■ræddum við mikið um stjórnmál, en vorum samhuga um, að það hefði orðið bæði landinu og kirkj- unni til góðs, að all-margir kenni- menn höfðu gengið í lið með hinum nýrri þjóðmálahreyfingum, svo sem jafnaðarstefnunni, á sín- um tíma. Sjera Sigurjón var fram- arlega í samtökum presta og minnist jeg með ánægju sam- starfsins við hann í stjórn Presta- fjelags Islands. Hann hafði bæði •skilning og áhuga á bættum kjör- um prestanna og aðstöðu þeirra til menntunar bókakaupa og lestrar, eftir að þeir væru komnir í em- bætti. Framhaldsnám stundaði hann sjálfur manna bezt, svo aS hann gat djarft úr flokki talað. Hinn 4. jan. 1924 gekk sjera Sigurjón að eiga Þórunni Eyjólfs- dóttur Kolbeins. Heimili þeirra var fagurt og höfðinglegt, og bjart yfir samverustundum stórrar fjöl- skyldu og heimilisvina. I þeim hópi var sjera Sigurjón vinmargur og vinsæll. Börn þeirra hjóna eru sjö að tölu, og eiga þau öll heima hjer í grennd. Þau eru (talin eftir aldri) Eyjólfur Kolbeins löggiltur endur- skoðandi, kvæntur Unni Friðþjófs- dóttur og eiga þau 4 börn. Árni fulltrúi lögreglustjóra, kvæntur Þorbjörgu Kristinsdóttur, þau eiga 5 börn. Líney húsfreyja, gift Matthíasi Matthíassyni rafvirkja- meistara, og þau eiga 3 börn. Þórey barnalæknir, Páll verkfræð- ingur, kvæntur Sigríði Gísladótt- ur, og eru börn þeirra 4, Þórunn kennari og húsfreyja, gift Bjarka Elíassyni, yfirlögregluþjóni, Snjó- laug kennari og húsfreyja, gift Tryggva Viggóssyni lögfræðingi. Þau eiga 2 börn, en 1 barn á hún frá fyrra hjónabandi. Það er því stór hópur vandamanna, sem kveður sjera Sigurjón, þegar með eru talin systkini, frændfólk og fyrrverandi safnaðarfólk. Frú Þór- unn kona hans andaðist 4. apríl 1969 og verður okkur hugsað til hennar um leið. Fáein einstök atvik hafa fest í huga mínum, sem jeg hefði nefnt hjer, ef þau væru ekki of persónu- leg, en þar er um að ræða minn- ingar, sem eru mjer mikils virði, og fyrir slíkar minningar þakka jeg, og um leið fyrir samvinnu liðinna ára. „Guð gefi honum raun lofi betri". Lýk jeg svo línum þessum með samúðarkveðju til allra aðstandenda frá mjer og mínum. Jakob Jónsson fyrrv. sóknarprestur. Á morgun, föstudaginn 20. apríl, verður séra Sigurjón Þ. Arnason kvaddur hinstu kveðju frá Foss- vogskirkju. Hann lést í Borgar- sjúkrahúsinu þann 10. apríl eftir erfiða sjúkdómslegu. Séra Sigur- jón var fæddur 3. marz 1897 á Sauðárkróki, sonur hjónanna séra Árna Björnssonar prófasts í Görð- um á Álftanesi og Líneyjar Sigurjónsdóttur. Séra Sigurjón lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík vorið 1917 og guðfræðipróf við Háskóla Islands tók hann 14. feb. 1921. Veturinn 1921—22 var hann við framhalds- nám í Kaupmannahöfn. Las hann þar trúarheimspeki og kynnti sér jafnframt safnaðarstarf. Hann var skipaður sóknarprestur í Vest- mannaeyjum 3. maí 1924 og þjón- aði því prestakalli til ársloka 1944 er honum var veitt Hallgríms- prestakall í Reykjavík frá 1. jan. 1945. Þjónaði hann því prsstakalli til ársloka 1967 er honum var veitt lausn sökum aldurs. Séra Sigurjón kvæntist 4. jan. 1924 eiginkonu sinni, Þórunni Eyjólfsdóttur Kolbeins, frá Staðarbakka í Miðfirði, en hún lést 4. apríl 1969. Þau eignuðust 7 börn sem öll eru á lífi. Með séra Sigurjóni er horfinn sjónum okkar einn sá kunnasti úr hópi þeirra guðfræðinga, er staðið hafa traustan vörð um Lúthersk- an, kristinn boðskap á íslandi. Gundvöllur þeirrar varðstöðu var lagður í föðurhúsum, þar sem hann yar leiddur fyrstu sporin á vegi trúarinnar. Fyrir mjög góðum áhrifum varð hann einnig þann tíma sem hann dvaldist við nám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann ýmsum trúuðum mönnum, þeirra á meðal hinum kunna danska presti A. Fibiger og urðu þau kynni honum til mikillar blessunar. Séra Sigurjón var víð- lesinn maður og sagði sjálfur svo frá, að lestur hefði verið honum innri nauðsyn og mest las hann auðvitað guðfræði. Hann lagði mikla áherslu á að kynna sér viðhorf annarra guðfræðinga á boðskap Biblíunnar, einkum þýskra og svissneskra. Kenningar svissneska guðfræðingsins Karls Barth höfðu mikil áhrif á hann og taldi hann sjálfur að kynni hans af guðfræði Barths hafi, ásamt því veganesti sem hann hlaut í föður- húsum, bjargað honum frá m.a. óheillavænlegum áhrifum „nýguð- fræðinnar" svokölluðu, sem lifði sitt blómaskeið hér á landi fyrri hluta þessarar aldar. í kenningum Barths sá hann Jesúm Krist sem sannan Guð, enda varð það höfuð- inntak allra hans prédikana. Hann boðaði kærleika Guðs í Kristi. „Guð var í Kristi" og„Guð hefur í Kristi sætt heiminn við sig“. Þetta var grundvöllur hans eigin trúar og hann vissi að hann var kallaður til þess af Drottni að flytja öðrum þennan gleðilega boðskap. Þeirri köllun reyndist hann trúr allt til enda. Hann hafði ávallt mikinn áhuga fyrir leik- mannastarfi innan kirkjunnar, sem best sést á því að hann var aðalhvatamaður að stofnun K.F.U.M. í Vestmannaeyjum, og formaður frá stofnun þess 30. nóv. 1924 og alla tíð meðan hann dvaldist í Eyjum. Hann stofnaði einnig K.F.U.K. í Vestmannaeyj- um 1926. I Vestmannaeyjum var hann driffjöðrin í leikmannastarf- inu og studdi slíkt starf hér í Reykjavík eftir að hann fluttist hingað. Var þar einkum um að ræða starf K.F.U.M. og K. og kristniboðsfélaganna. Séra Sigur- jói) hafði brennandi áhuga fyrir kristniboði meðal heiðingja sterk- um böndum. Við stofnun Sambands ísl. Kristniboðsfélaga árið 1929 var hann kosinn í vara- stjórn þess, þá starfandi prestur í Vestmannaeyjum og hafði það sæti til ársins 1945, að tveimur árum undanskildum, en þá sat faðir hans í varastjórninni. Þegar hann fluttist til Reykjavíkur árið 1945, var hann strax kosinn í aðalstjórn Kristniboðssambands- ins og sat í henni til ársins 1973, sem varaformaður og formaður síðasta eitt og hálfa árið, en gaf þá ekki kost á sér til endurkjörs sökum heilsubrests. Okkur sem áttum þess kost, að sitja með honum í stjórn Kristniboðs- sambandsins duldist ekki, hversu miklum gáfum hann var gæddur og hve þekking hans var mikil og haldgóð. Hann virtist að eðlisfari vera hlédrægur maður og þess vegna kom það skemmtilega á óvart, hve léttur og kátur hann gat verið í litlum hópi. Samverustund- irnar með honum í stjórninni skilja eftir ljúfar endurminningar um mikinn persónuleika, sem þrátt fyrir gáfur og lærdóm, var hógvær og lítillátur gagnvart þeim sem með honum voru. Hverri stund með honum fylgdi einhver hátíðleiki og gerði manni ávallt eitthvað gott. I fjölþættu starfi hans innan kirkjunnar, bæði í Vestmannaeyjum og hér í Reykja- vík, eru biblíulestrar sem hann hélt, fyrir almenning og smærri félagshópa, ógleymanlegir þeim er þeirra nutu. Við félagarnir í Kristniboðsfélagi Karla minnumst biblíulestranna, sem hann hélt hjá okkur, með mikilli gleði og þakk- læti. Það var ávallt tilhlökkunar- efni að koma á biblíulestrana. Á eftir var rætt um efnið hverju sinni og tækifæri gafst til að bera fram spurningar. Þá naut þekking hans sín vel og þá gleymdu menn stund og stað, svo að oft var langt liðið á kvöldið þegar menn áttuðu sig. Það leyndi sér ekki í þessu, sem og öllu hans starfi, af hve mikilli ábyrgðartilfinningu hann starfaði. Þegar trúr þjónn Guðs og góður vinur er kvaddur, verða orð manns oft fátækleg, og svo fer einnig nú. En við sem störfum í stjórn Kristniboðssambandsins og ég veit að ég mæli fyrir munn allra íslenskra kristniboðsvina, lútum höfði í djúpri þökk til Guðs fyrir séra Sigurjón, fyrir líf hans og störf, sem áfram munu bera vitni um náðugan Guð, sem hefur vitjað okkar mannanna í sínum eingetna syni, Drottni Jesú Kristi. Guð blessi ástvinum hans og okkur öllum, dýrmætar minningar um þennan mæta mann. Baldvin Steindórsson. Séra Sigurjón Þ. Árnason andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 10. apríl síðastliðinn eftir langa sjúkdómslegu. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn af mætustu prestum íslensku kirkjunnar. Hann var einn þeirta presta, sem gengu fremstir í flokki undir játningar hinnar lúthersku kirkju. Prédikun hans var Kristsprédik- un: Guð hefur opinberast. „Hann bjó með oss, fullur náðar“. Yfir- gnæfandi náð lét hann oss í té“ í Kristi. Hann „hefur borið syndir vorar til grafar í honum og yfir- unnið dauða vorn með upprisu hans“ (Barth). Guð hefur búið oss lausn. Hann hefur í Kristi þegar framkvæmt allt, sem framkvæma þurfti til þess að endurleysa mannkynið. „Það er fullkomnað“ fyrir alla. Þannig var kjarninn í boðskap séra Sigurjóns, í samræmi við boðskap kristinnar kirkju og boð- skap Biblíunnar, markviss og áreiðanlegur, fluttur af brennandi sannfæringu og heitu hjarta. Þess vegna glöddust margir, er þeir hlustuðu á prédikun hans, ekki síst er hann talaði á samkomum KFUM og K og kristniboðshreyf- ingarinnar. Á slíkum samkomum talaði hann venjulega blaðalaust, með fáeina punkta á blaði. Þá var eins og ræður hans kæmu beint frá hjarta hans, knúnar fram af alvöruþunga og kærleika til þes Drottins, sem hafði kallað hann til þess að flytja skilaboðin um kær- leika Guðs í Kristi og hvetja menn til þess að gefa sig honum á vald. Eg minnist margra slíkra kvöld- stunda undir ræðustóli hans, er rödd hans hljómaði í fullum sal áheyranda, sem hlustuðu með eftirvæntingu og athygli á boð- skap hans, og var þögnin svo mikil, að heyra hefði mátt saumnál detta. Sumum þótti kirkjuprédikanir hans of guðfræðilegar og þung- skildar. Ef til vill kom það til af því, að hann reyndi að vanda sem mest allan undirbúning prédikana sinna, sem hann flutti í kirkjunni. og skrifaði þær því orði til orðs. Og þeir, sem þekktu séra Sigurjón og hlustuðu á hann að staðaldri, áttu ekki heldur erfitt með að skilja boðskap hans í kirkjunni. Það kom oft fram í prédikunum hans, hve hann var víðlesinn og fylgdist vel með því, sem var að gerast á kristilegum og guðfræðilegum vettvangi hverju sinni. Séra Sigurjón lét sér ekki nægja að inna aðeins af hendi þau skyldustörf, sem honum bar sem presti, heldur tók hann alla tíð mikinn þátt í margs konar kristi- legu sjálfboðastarfi innan kirkjunnar. Hann hafði mikinn áhuga á því, allt frá fyrstu prestsskaparárum sínum, að koma á leikmannastarfi innan kirkjunnar. Á þeim árum var ekki mikið um leikmannastarf innan kirkjunnar. Kristileg félög ungra manna og kvenna höfðu þó starfað í Reykjavík í aldarfjórð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.