Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 Mondale ásamt Ólafi Halldórssyni og Ragnarí Arnalds skoðar íslenzku handritin. — Ljósm.: ÓI.K.M. Útvarp og sjónvarp ræóa viö William P. Rogers, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, fyrir tæpum 7 árum. — Ljósm.: ÓI.K.M. „Þar er svo góður gestur sem húsbóndinn” TVISVAR á síðastliðnum 7 árum hefur það gerzt, að bandarískir ráðamenn, sem verið hafa í opin- berri heimsókn á íslandi, hafi ætlað að skoða hina íslenzku kjörgripi í Árnagarði, handritin. Móttökurnar, sem þeir hlutu á þessum stað, voru þó mjög svo tvenns konar. Hinn 3. maí 1972 var William P. Rogers, þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í opin- berri heimsókn hér og ætlaði þá ásamt Einari Ágústssyni, — þáverandi utanríkisráðherra, að skoða handritin í Stofnun Árna Magnússonar. Frá þessum atburði segir í Morgunblaðinu: „Það var laust fyrir klukkan 13 í gær, að bandaríski utanríkisráð- herrann kom ásamt fylgdarliði sínu að Árnagarði. Þegar ráð- herrann hugðist ganga inn í bygginguna, hafði hópur ungs fólks — 150 að sögn lögreglu, en fleiri að sögn mótmælenda — tekið sér stöðu á göngum og í fordyri Árnagarðs og neitaði ráðherranum og fylgdarliði um inngöngu. Þá átti að vísa ráðherranum inn um suðurdyr hússins, en þá kom í ljós að mótmælendurnir höfðu bundið hurðir þar aftur og meinuðu forstöðumönnum handritastofn- unarinnar aðgang til að opna fyrir gestinum. Utanríkisráð- herra, Einar Ágústsson, gekk þá þar að og spurði þá, sem voru í forsvari fyrir mótmælendum, hvort þeir ætluðu í raun og veru að neita gestinum um inngöngu í stofnunina. Hann fékk þau svör, að morðingjar færu þar ekki inn.“ í frásögn Morgunblaðsins hinn 4. maí 1972 segir að afráðið hafi verið að hætta við heimsóknina í Árnagarð og er Rogers ætlaði að aka á brott í bíl sínum hefði hópur ungmenna þyrpzt að bíln- um og varnað því að hann kæmist leiðar sinnar. Ungur piltur stökk upp á vélarhlíf bílsins, þaðan upp á þakið og niður á farangurs- geymsluna og dældaði með þessu bílinn. Að loknum þessum atburðum, var ætlunin að utanríkisráðherr- ann færi til Bessastaða til fundar við forseta Islands. Á veginum á Álftanesi var þá um 40 til 50 manna hópur í tveimur lang- ferðabifreiðum, sem hafði meðferðis bensínbrúsa, nagla- tappa og naglasaum til þess að stöðva bifreiðarnar. Lögreglan hafði spurnir af þessum aðgerðum og beindi utanríkisráð- herranum aðra leið til Bessa- staða, gegnum Hafnarfjörð. Á Álftanesveginum dreifðu mót- mælendurnir bréfi, þar sem m.a. sagði, að Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra hafi verið „furðu djarfur, að ætla þjóð sinni annan eins skriðdýrshátt og sæta þessari heimsókn þegjandi og hljóðalaust... og um leið og mótmælt er þessari ögrun, mótmælum við komu þessa út- sendara heimsvaldastefnunnar til Islands." I samtali við Morgunblaðið harmaði Einar Ágústsson að ekki hefði reynzt unnt að halda dagskrá, sem skipulögð hefði verið fyrir gest- inn og fylgdarlið hans og kvaðst Mótmælendur fylltu ganga Árnagarös, avo aö utanríkisráöherrann komst ekki í stofnunina. fremur hafa kosið að þetta unga fólk hefði látið sitja við mótmæli utanhúss eins og oft hefði tíðkast í áþekkum tilvikum. „Ég harma það, að ekki var hægt að sýna William Rogers og fylgdarliði hans íslenzku handritin," sagði utanríkisráðherra. Hinn 12. apríl 1979, á skírdag, kom Walter Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, í heimsókn á þennan sama stað. Árnagarð, tæplega 7 árum eftir að Rogers var þar á ferð. I frásögn Morgun- blaðsins í gær, þar sem frá þessu er skýrt, segir svo: „Að loknum fundum í ráðherrabústaðnum, skoðaði Walter Mondale stofnun Árna Magnússonar í fylgd Ólafs Halldórssonar handritafræðings og Ragnars Arnalds mennta- málaráðherra. Þar skoðaði Mondale m.a. Konungsbók Eddu- kvæða, Flateyjarbók og Möðru- vallabók. Heyra mátti að vara- forsetinn var sæmilega vel að sér í sagnaritun norrænna manna til forna og handritagerð, enda sjálfur af' norsku fólki kominn. I gestabók Árnastofnunar í lok heimsóknarinnar, reit Mondale: „Hafið þakkir fyrir þá innsýn, sem ég hef fengið í hina miklu sögu forfeðra vorra.“ Eins og í dagskrá heimsóknar Rogers fór Mondale síðan til Bessastaða að hitta forseta íslands. Hann fékk ólíkt betri viðtökur en utanríkisráðherra lands hans hafði fengið 7 árum áður. „Þar er svo góður gestur sem húsbóndinn." J Aösúgur geröur aö bíl utanríkisráöherra Bandaríkjanna hinn 2. maí 1972. Þannig leit Árnagaröur út, er gestina bar aö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.