Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 5 Gallað lagmeti á markaðnum? SAMKVÆMT skýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins voru sýnin 3 af lagmetisvörum sem athuguð voru „öll gölluð, þótt í mismunandi mæli sé. Eitt er þó sameiginlegt þeim öllum, þ.e. merkingu er mjög ábótavant. Svo virðist sem framleiðendum sé alls ekki kunnugt um þær reglur, sem gilda um þessi mál hérlendis.“ Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Neytenda samtökin boðuðu til í þeim tilgangi að kynna niðurstöð- ur af rannsóknum sem samtökin hafa látið framkvæma á þremur tegundum af íslensku lagmeti. Forsaga malsins er sú að Neytendasamtökin höfðu forgöngu um rannsókn á þessu lagmeti vegna ábendinga frá neytend- um. Þarna er um að ræða þrjú sýni af lagmeti frá jafnmörgum fyrirtækjum. Rannsóknir þessar eru fram- kvæmdar í Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins að beiðni Neytenda samtakanna. Þarna er um að ræða gaffalbita frá K. Jónsson & Co, Akureyri, kavíar frá Arctic h.f., Akranesi og sjólax frá Eldeyjar rækjunni s.f., Keflavík. Um gaffalbitana frá K. Jónsson segir að framleiðsludagsetning, 26. október 1978 hafi ekki sést vegna límmiða sem var á lokinu. Merkingum hafi verið ábótavant á margan hátt þar sem ekki hafi verið getið um síðasta söludag, þyngd innihalds, né aukaefni sem notuð eru s.s. rotvarnarefni. Við skynmat kom í ljós að gaffalbit- arnir voru mjög súrir og af þeim sökum óhæfir til neyslu. Enn fremur kemur fram að gaffalbitar hafi 6 mánaða geymsluþol í kæli og því sé þessi vara of gömul, til að vera á boðstólum. Kavíar frá Árctic h.f. sem fram- leiddur var 8. júlí 1977 var rann sakaður og kom þá í ljós að rauður litur á kavíar var orðinn mjög óeðlilegur. Sagt er að gerilsneydd- ur kafíar hafi venjulega 12 mán- aða géymsluþol og því sé þetta sýni alltof gamalt til að vera á markaðnum í dag. Bent er á að merkingu sé í mörgu áfátt. Sjólax frá Eldeyjarrækjunni fékk þá umsögn frá Rannsókna stofnun fiskiðnaðarins að skyn mat leiddi í ljós vott af þráa í vörunni. Nettóþyngd var of lítil eða 149 grömm í stað 170 gramma eins og gefið var upp á umbúðun- um, eða rúmlega 12% undirvigt. Að örðu leyti voru merkingar umbúðanna ekki í samræmi við reglugerðir hvað varðar fram- leiðsludag, síðasta söludag, olíu tegundir í framleiðslu og litarefni. Af þeim 170 grömmum sem gefin voru upp sem nettóþyngd voru aðeins 68 grömm af sjólaxinum sjálfum, afgangurinn var olía. Samkvæmt merkingum á dósinni var 0,5% af bensoat, sem er rotvarnarefni, eða 2,5 sinnum meira en reglugerð frá árinu 1976 veitir heimild til. Á þessum fundi kom fram sú skoðun forráðamanna Neytenda samtakanna að eftirlit með inn- lendri lagmetisframleiðslu væri langt fyrir neðan það sem gæti talist eðlilegt. Á sama hátt sé eftirlit með innfluttri matvöru einnig í lágmarki hérlendis. Með þessari rannsókn vildu samtökin „ieggja áherslu á það að eftirlit með matvöru, innlendri sem er lendri, verði stóraukið frá því sem nú er.“ I tilefni af blaðamannafundi Neytendasamtakanna hafði Mbl. samband við 2 þeirra fyrirtækja, sem um ræðir í skýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, til að fá fram þeirra sjónar mið í þessu máli. Ekki náðist í forráðamenn Arctic hf. á Akra nesi. „Magn rotvarn- arefna leiðrétt” —segir S verrir Matthíasson „Mér finnst þetta vera árás á okkur sem framleiðum þessar vörur. Ég harma það að ekki skyldi vera haft samband við okkur áður, þannig að við gætum hagað framleiðslu okk- ar eftir ströngustu kröfum,“ sagði Sverrir Matthíasson for- stjóri Eldeyjarækjunnar s.f. „Við sendum sýni til Rann sóknastofnunar fiskiðnaðarins í febrúarmánuði en höfum ennþá engin svör fengið við því þangað til ég heyri þetta núna. Mér finnst að Rannsóknastofn- unin hefði átt að hafa samband við okkur áður.“ „Varðandi magn rotvarnar- efna þá fór ég eftir norskri reglugerð. Eftir að ég fékk þess- ar upplýsingar í hendur þá minnkuðum við magn rotvarnar- efnanna niður í þau 0,2% sem leyfileg eru samkvæmt íslensku reglugerðinni. Þetta hefur því verið lagað." „Ég tel mig hafa farið eftir tilmælum Heilbrigðiseftirlits ríkisins hvað viðvíkur merkingu umbúða. Ég sendi þeim eintak af þessum merkingum og gerði á þeim þær breytingar sem þeir óskuðu." Kolmunnaverð ákveðið: 12 kronur hvert kg sem kemur til skipta YFIRNEFND verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað í gær verð á kolmunna. en verðlagning hans hefur dregizt f um það bil 2 mánuði vegna þess olfuvanda, sem steðjað hefur að útgerðinni. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær hefur olíukostnaður útgerðarinnar vaxið svo mjög, svo og vinnslukostnaður, að ekki hefur verið unnt að ná saman verði. Hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að leggja til um 50 milljónir króna til þess að endar náist saman og unnt verði að stunda kolmunna- veiðar. Þá var einnig ákveðið verð á sandsíli. Verð á kolmunna var ákveðið 9 krónur á hvert kíló. Síðan hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta þar við sem svarar 33% upp að 15 þúsund tonnum, þannig að verð á hverju kílói innan þeirra marka verður um 12 krónur, sem kemur til skipta. Mun þetta verð vera mjög svipað og það var í fyrra, þannig að verðbólguhækkunin milli ára næst ekki fram. 'jc * í r JW 1 f' * ■ _ Jónas Bjarnason varaformaður Neytendasamtakanna kynnir niðurstöður Rannsóknastofu fiskiðnaðarins „Hlynntir auknu segir Kristján Jónsson „ÉG HEF ekki fengið í hendur þessa umsögn Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins,“ sagði Kristján Jónsson forstjóri K. Jónsson & Co. „Gaffalbitarnir hafa 6 mánaða geymsluþol og þess vegna eru þessir gaffalbit- ar sem rannsakaðir voru of gamlir til að vera til sölu f búðum. Þegar þetta gerist á að skila þeim inn til okkar aftur. Þegar við komumst að þessu þá kölluðum við inn þessa vöru og settum nýja gaffalbita f stað- inn. En vegna þess að við seljum alla okkar framleiðslu í gegnum heildsala þá veitist það okkur ákaflega erfitt að haía stjórn á þvf hvort gömul vara sé enn á boðstólum í búðum.“ „Við lagmetisframleiðendur erum mjög hlynntir því að eftir- lit fari fram á framleiðslu okkar. í reglugerð frá árinu 1976 er skýrt kveðið á um þess konar eftirlit sem skal vera í höndum Heilbrigðiseftirlitsins og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Eftir þessum lögum er bara ekki farið — en þar stöndum við lagmetisframleiðendur ekki í veginum." „Fleira hef ég ekki um þetta mál að segja að sinni" sagði Kristján að lokum. Vinkilslípivél til iðnaöarnota. Stórviöarsögin meö bensínmótor. Þvermál skífu 7”. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keðju- Hraði: 8000 sn/mín. smurning. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraði: 13.500 sn/mín. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og by99in9ameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/mín. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. Fullkomin iðnaðarborvél meö tveimur föstum hraðastillingum, stiglausum hraðabreyti í rofa, og afturábak og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött öflug beltaslípivél með 4” beltisbreidd. Hraði: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. V1 Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viðbrugðið hefur verið fyrir gæði, um allan heim í áratugi. Þvermál sagarblaðs: 7%”. Skurðardýpt: beint 59 mm, við 45° 48 mm. Hraöi: 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. Létt og lipur stingsög með stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraði: 0-3500 sn/mín. Mótor- 350 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmur fræsari. Hraði: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött. .«0*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.