Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 ' Mætir Ásgeir Feyenoord ígömlu ÍBV peysunni? Ásgeir Sigurvinsson heíur reynt að fá leyfi hjá félagi sinu Standard Liege, til þess að leika með ÍBV, þegar ÍBV mætir Feyenoord í vináttuleik í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. _ Verði af þessu er víst, að Eyjamenn munu fagna því að fá að sjá Ásgeir leika með sínu gamla félagi á ný, þó aðeins sé um einn leik að ræða. Ásgeir er einn besti knattspyrnumaður sem ísland hefur átt og hefur aldrei verið betri en nú. Real og Valencia leika til úrslita REAL Madrid og Valencia tryggðu sér sæti í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu, sem leikinn verður á laugardaginn. Real Madrid sigraði Sevilla 2—1, en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Smáliðið Valladolid vann Valencia óvænt f siðari leik liðanna, 2—1, en Valencia vann fyrri leikinn 2—0 og komst því í úrslitaleikinn á samanlögðu markatölunni 3—2. Real Madrid er þegar spænskur deildarmeistari og leikur Valencia því í Evrópukeppni bikarhafa hvort sem liðið sigrar Real eða ekki í úrslitaleiknum. • Ásgeir Sigurvinsson, einn af snjallari knattspyrnumönnum landsins. • Og hvað er að sjá. Atli Aðalsteinsson hellir úr golfpokanum úti á miðri braut. Ljósm. Sigurg. • bað er mikið fjör hjá þeim í golfskálanum í Eyjum á Jónsmessunótt. Og mikið var sungið við undirspil Gísla vélstjóra á Kópi sem kann enn á vélina, því að hann leikur einnig golf og á gítar. Ljósm. Sigurg. tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Skagamenn fly tja enn heimaleikina LEIKUR ÍA og ÍBV, sem fara átti fram á Akranesi á laugardaginn, hefur verið fluttur til Eyja. Þetta er í annað skiptið í sumar, sem Skagamenn víxla heimaleikjum og er ástæðan nú hin sama og síðast, þegar heimaleikur liðsins gegn Val var fluttur í Laugardalinn. Grasvöllurinn á Akranesi er engan veginn tilbúinn í slaginn og malarvöllurinn hefur aldrei verið í fremstu röð. Það er merkilegt, að meðan Skagamenn hafa ekki einn einasta grasvöll, eru Eyjamenn á sama tíma að velta því fyrir sér á hvorum grasvellinum þeir eigi að mæta ÍA. í Eyjum eru nefnilega tveir góðir grasvellir! Hafa fyndnir menn verið að stinga upp á því að undanförnu, að Skagamenn ættu að leigja einn völlinn fyrir heimaleiki sína. Varla græddu þeir á þeim viðskiptum þegar ferðakostnaðurinn bættist við. 2. deild f kvöld: Topplióin i ströngu TVEIR leikir fara í kvöld fram í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. í þeim báðum eiga í hlut efstu lið deildarinnar. Breiðablik sækir Austra heim á Eskifjörð og FH fær Þrótt frá Norðfirði f Kaplakrika. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.00. Ekki þarf að f jölyrða um mikilvægi leikjanna, en allt getur gerst og er þess skemmst að minnast, að Áustri veitti FH harða keppni í Kaplakrika um sfðustu helgi og Þróttur kom nýlega suður og gerði sér þá lítið fyrir og hirti stig af UBK, besta liðinu í deildinni. Golfleikur um miðja nótt ÞAÐ ER ekki víða í veröldinni sem golf er leikið um miðja nótt. Þetta er þó siðvenja hjá flestum íslenskum golfklúbbum á Jónsmessunótt. En þá er venjulega slakað á öllum reglum og jafnan brugðið á Ieik. Og sjálfsagt er það eina fþróttamótið þar sem aðeins er brugðið út af regluseminni. Hjá Goifklúbbi Vestmannaeyia mættu 33 keppendur til leiks og var keppnin fjörug og spennandi. I lokin voru jafnir þjálfari ÍBV og markvörður ásamt gömlum knattspyrnusnillingi hér á árum áður, Grími á Felli, cn í bráðabana sigraði Ársæll markvörður. Lagði hann þjálfara sinn á annarri holu, þeir voru á þeirri fyrstu. Enginn veit því enn hvort hann heldur sæti sínu í liði IBV. — þr. • Þjálfari ÍBV í knattspyrnu, Viktor Helgason, og sigurvcgarinn í keppninni, Ársæll Sveinsson markvörður ÍBV. Þeir létu sér ekki duga að sigra Hauka fyrr um daginn 4—0 heldur komu þeir galvaskir í golfkeppnina og sigruðu. Ársæll þó endanlega. Ljósm. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.