Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 4
4 Þakka mér sýnda vinsemd á níutíu ára afmæli mínu. Sigrún Ólafsdóttir, Borgarnesi. íttorsjmtMfiínti v____________________________________ Bankaútibús- stjórar á námstefnu Dagana 27. til 29. ágúst var haldin á Laugarvatni námstefna fyrir úti- bústjóra bankanna í dreifbýlinu, en slíkt er árlegur viðburður í starfi Bankamannaskólans, þar sem kynntar eru nýjungar og málefni, sem ofarlega eru á baugi í banka- málum hverju sinni. Nú voru tekin til umfjöllunar hin nýju lög um efnahagsmál og áhrif þeirra á bankastarfsemina, vaxtastefnan nýja, framkvæmd hennar og áhrif, lánsfjáráætlunin, afurðalánin, mat lánsumsókna, ný viðhorf við gerð skuldaskjala og loks staða og stjórn útibúanna í bankakerfinu. Ýmist fór þetta fram í formi fyrirlestra, um- ræðna eða í starfshópum. Fyrirlesarar og frummælendur voru aðallega úr hópi deildarstjóra eða sérfræðinga aðalbankanna. Jón- as H. Haralz, bankastjóri Lands- banka og Ármann Jakobsson, banka- stjóri Útvegsbanka, voru frummæl- endur í umræðum um vextina og lánamálin, en Einar Njálsson, úti- bústjóri Samvinnubanka og Halldór Vilhjálmsson, útibústjóri Útvegs- banka, höfðu framsögu um stöðu og stjórn útibúanna og um bankamál dreifbýlisins. Alls voru fluttar um 15 ræður og erindi á námstefnunni, en allir þátttakendur, um 60 að tölu, tóku virkan þátt í umræðum og fundarstörfum. Þótti námstefnan takast mjög vel, og fannst mönnum mikil þörf á frekari umræðu og fræðslu innan bankanna um þessar miklu breyt- ingar, sem nú ganga yfir bankakerf- ið, og mun skólinn því halda fleiri slíkar námstefnur eða námskeið jafnhliða sínu eiginlega skólastarfi. (Fréttatilkynning). MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Sveinn Einarsson Bríet Héðinsdóttir. Þorsteinn ö. Stephensen Fimmtudagsleikritið klukkan 20.10: Við dánarbeð Leós Tolstojs I kvöld klukkan 20.10 er á dagskrá útvarpsins leikritið Dagrenning eftir Emlyn Williams. Leik- stjóri er Sveinn Einars- son, en þýðingin er eftir Helga J. Halldórsson. Með hlutverkin fara þau Þorsteinn Ö. Stephensen, Bríet Héðinsdóttir og Edda Björnsdóttir. Gítarleik annast Gunnar Jónsson. Efni leikritsins er í stórum dráttum það, að 14 ERP" HÐB HEVRH! kona á níræðisaldri rifjar upp þær stundir er hún sat við dánarbeð Leós Tolstojs, en þá var hún átján ára gömul, í nóv- emberbyrjun árið 1910. Hinn heimsfrægi rithöf- undur hafði hneykslað samborgara sína með því að strjúka að heiman, rúmlega áttræður öldung- ur. En hann kemst ekki lengra en til þorpsins Astapova. Hann vill að ung sveitastúlka sitji hjá sér, og Katja verður fyrir valinu. Og þessi næturst- und hjá deyjandi skáldinu verður henni ógleyman- leg. Emlyn Williams fædd- ist í Mostyn í Wales árið 1905. Hann stundaði m.a. nám í Oxford, en fór snemma að leika og skrifa leikrit. Fyrsta verk hans, „And So to Bed“, var frumsýnt 1927. Hann hlaut mikla frægð þegar hann lék aðalhlutverkið í leikriti sínu „Night Must Fall“ 1935, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir um tuttugu árum undir nafninu ^,Þegar nóttin kemur". A stríðsárunum var Williams þulur í brezka útvarpinu, og skömmu eftir 1950 tók hann að lesa opinberlega upp úr verkum Charles Dickens og ferðaðist þá víða, m.a. til Bandaríkj- anna og Suður-Afríku. Auk þess að leika á sviði og stjórna leikritum, kom Emlyn Williams fram í mörgum kvikmyndum. Þótt leikrit hans seú orðin fjölmörg, er þetta í fyrsta skipti sem útvarpið flytur verk eftir hann. Útsölur í útvarpi Útsölur eru fyrir- brigði, sem flestir kannast við, og þeir eru ófáir, sem finnst sem kalt vatn renni milli skinns og hörunds þeg- ar þeir heyra minnst á útsölur, — af eintómum æsingi við tilhugsun- ina. Á útsölum er oft hægt að gera reyfara- kaup, og á útsölum er einnig oft hægt að kaupa mikið af varn- ingi sem engin þörf er fyrir, en margir hugsa sem svo, að „ég hef ekki efni á að sleppa þessu, þetta er slíkt gjafverð!“ — En hvað um það, í útvarpi í dag klukkan 11.00 fjallar Ingvi Hrafn Jónsson um út- sölur í þætti sínum „Verslun og viðskipti". Ingvi Hrafn Jónsson. Utvarp Reykjavfk FIM41TUDKGUR 27. september MORGUNNINN 7.00 Veðurfreiínir. Fréttí: Tónleikar. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Herútti og björninn í Refa- rjóðri“ eftir Cecil Bödker. Steinunn Bjarman lýkur lestri þýðingar sinnar (9). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Verzlun og viðskipti. Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns- son. Fjallað um útsölur. 11.15 Morguntónleikar Peter Schreier syngur lög eftir Felix Mendelssohn; Walter Oplertz leikur á píanó / Svjatoslav Rikhter leikur píanótónlist eftir Fré- dric Chor?n. 12.00 Díu' krain. Tónleikar. Tilkym gar. V>>, .u» = jc -:g 14.30 Ai - járntia IngoP Sveinsson pjónn frá fen ,i Sovétríkja.nna ár?ð 9/7; — í.»rsti hluti af fjóro Y 00 Miðdegistónlt.kar Sinfóníuhljómsveitin i Vín ieikur Coriolan-forleik op. 62 eftir Ludwig van Beethoven; Christoph von Dohnany stj. / Artur Rubinstein og Fílhar- moníusveitin í ísrael leika Píanókonsert nr. 1 i d-moll op. 15 eftir Johannes Brahms; Zubin Mehta stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.05 Atriði úr morgunpósti endurtekin. 17.20 Lagið mitt. Helga b. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. K' ',k*LD*0 y Uaauki. Til- lytur þátt- . 'ngvarar o; 20. i grenning" eítir Fmíj'í. Ailliams byöandi: Helgi J. Halldórs- son. Leikstjóri: Sveinn Ein- arsson. Persónur og leikend- ur: Tolstoj/ Þorsteinn Ö. Steph- ensen. Katja (18 ára)/ Sig- rún Edda Björnsdóttir. Katja (82 ára)/ Bríet Iléðinsdóttir. 21.05 Sinfónía í D-dúr eftir Franz Anton Rössler Kammersveitin i Kurpfalz leikur; Wolfgang Hofman stjórnar. 21.25 „Fólk og maurar", smá- saga eftir Peter Balgha. Þýð- andinn, Sigurður Jón ólafs- son, les. 21.40 Swingle Singers syngja lög eftir Stephen Foster og George Gershwin. 22.00 Maður og náttúra; — annar þáttur: Landeyðing Umsjónarmaður: Evcrt Ing- ólfsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 28. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dag- skrá 20.40 Prúðu leikararnir Gestur í þessum þætti er leikkonan Lesley Ann War- ren. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Andlit kommúnismans Þriðji og síðasti þáttur. Alþýðulýðveldið Kongó var fyrsta ríkið f Afríku, sem tók upp skipulag kommún- ismans. Siðan hefur gengið á ýmsu, og nú þykir stjórn- völdum sýnt, að ekki verði allur vandi leystur með Marx-Leninisma. býðandi Þórhallur Gutt- ormsson. Þulur FHðbjörn Gunnlaugsson. 22.00 Saga Selíms Ný, frönsk sjónvarpskvik- mynd. Aðalhlutverk Djelloul Beg- houra og Evelyne Didi. Ungur Alsírmaður kemur til Frakklands. Hann fær atvinnu, sem hæfir ekki menntun hans, og býr i vondu húsnæði, en hann kynnist góðri stúlku og er fullur bjartsýni. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.35 Dagskrárlok _______ j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.