Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 29 Sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu: Ríkið greiði kostnað við framhaldsskóla- stigið að öllu leyti Sýslunefnd Borgarfjarðar hef- ur gert samþykkt á aðalfundi sinum varðandi frumvarp til laga um framhaldsskóla. Segir þar m.a. að taka verði mið af því grundvallarsjónarmiði að allir þegnar þjóðfélagsins geti haft jafna aðstöðu til menntunar og verði ekki séð að þessa hafi verið gætt. Þá er mótmælt þeirri stefnu i frumvarpinu, að sveitarfélögin séu skattlögð til að byggja upp skólastofnanir i þéttbýli, sem engin vissa sé fyrir að nemendur frá hinum smærri sveitarfélögum vilji sækja. Er bent á að nemend- ur af dreifbýlissvæðum óski oft fremur eftir að komast til náms á Stór-Reykjavíkursvæðið t.d. vegna betri möguleika á að afla fæðis og húsnæðis og er því mótmælt að nemendur verði með lagasetningu þvingaðir beint eða óbeint til að stunda nám á framhaldsskólastigi í fyrirfram ákveðnum skólum og ætti persónulegur ákvörðunarréttur að gilda. Siðan segir orðrétt i fréttatil- kynningu frá sýslunefnd borgar- fjarðarsýslu þar sem rakin er samþykktin: „Öll verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hlýtur að miðast við það að sveitarfélögin annist þau verkefni, sem þau nálægðar sinna vegna geta haft stjórnunarleg áhrif á. Með þessu frumvarpi, ef að lögum verður, er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið ákveði út- gjöld sveitarfélaga til fram- haldsskóla og væri það hliðstætt því að sveitarfélögum væri gefið vald til að ákveða útgjöld ríkisins á tilteknum sviðum þjóðlífsins. Telja verður óeðlilegt að sama stofnun sé rekin sameiginlega af ríki og sveitarfélögum fyrstu tvö námsár nemenda en síðan taki ríkið alveg við rekstrinum. Slíkt fyrirkomulag hlýtur einlægt að valda ágreiningi um skiptingu kostnaðar. Vitað er að fjárlaga- og hag- sýslustofnunin fær einatt til um- sagnar öll lagafrumvörp sem fyrir Alþingi liggja og reiknar hún út áætlaðan kostnað ríkissjóðs, sem leiða mun af samþykkt þeirra. Líta ber á það sem sjálfsagða lágmarkskröfu að slíkur kostnað- arútreikningur liggi einnig fyrir um kostnað sveitarfélaga af nýj- um álögum, sem ákveðnar eru á Alþingi. Telja verður furðu sæta, að sveitarfélögin skuli engan fulltrúa eiga í nefnd, sem skipuð er til þess að semja lög, sem ætlað er að leggja miklar álögur á sveitarfé- lögin. Eru slík vinnubrögð auðvit- að óviðunandi. Samkvæmt búsetuþróun á íslandi síðustu 60—70 ár má segja að dreifbýlið hafi verið að ala upp æskufólk, sem síðan vinnur starfs- aldur sinn í þéttbýlinu og greiðir þar nær öll þau gjöld, sem renna til ríkis og sveitarfélags. Má líta svo á að ríkið njóti einatt tekna af störfum þessa fólks en meiri tilviljun ráði, hvaða sveitarfélag njóti tekna af búsetu þess. Eigi að krefjast greiðslu fyrir námskostnað á framhaldsskóla- stigi teljum við eðlilegast að ríkið greiði námskostnað framhalds- skólanemenda, en endurkrefji síðan það sveitarfélag sem nýtur starfa þeirra að námi loknu. Leggja ber áherzlu á, að hér- aðsskólarnir hafa verið bjargv- ættir dreifbýlisins hvað varðar byrjun framhaldsnáms. Ber því að styrkja þær stofnanir fremur en vinna gegn þeim eins og frum- varpið gerir ráð fyrir. Að lokum skal lögð áherzla á, að svo sem komið er málum í þessu þjóðfélagi, er varðar rekstur skól- anna, sýnist réttast fyrirkomulag miðað við allar aðstæður að ríkið greiði kostnað við framhaldsskólastigið að öllu leyti." Málfreyjur með kynn- ingarfund í Hafnarfírði Nú eru Samtök málfreyja á íslandi að hefja vetrarstarf sitt. íslenskar málfreyjur eru aðilar að Alþjóðasamtökum málfreyja, sem á ensku heita International Toastmistress Clubs. Þessi sam- tök ha.'a að markmiði að efla með einstaklingnum þroska og hæfni til að tjá sig. Samtökin eru fjörutiu ára gömul og hafa innan sinna vébanda konur um víða veröld. Fyrsta málfreyjudeildin hér á landi var stofnuð í Keflavík á kvennaárinu, en nú eru starfandi þar tvær deildir. Þrjár deildir hafa verið stofnaðar í Reykjavík, sú fyrsta 1977. Forseti 1. ráðs málfreyja á íslandi er nú Patricia Hand. Nú stendur til að halda kynn- ingarfund í Hafnarfirði og verður hann í veitingahúsinu Gafl-Inn við Reykjavíkurveg n.k. laugardag þann 29. sept. og hefst kl. 14.00. Allar konur úr Hafnarfirði og nágrenni sem langar að kynnast starfsemi málfreyja eru boðnar velkomnar og er aðgangur ókeyp- is. Ný fræðslubók um ál-samskeytingu ÁL-SAMSKEYTING er nafn á bæklingi sem Skan-aluminium, samtök álframleiðenda á Norður- löndum, hafa nýlega gefið út á islenzku. Bæklingurinn er ætlaður sem kennslubók fyrir iðnnema og hönnuði. Eins og nafnið ber með sér er þarna f jallað um ýmsar aðferðir við að skeyta saman ál svo sem hnoðun, skrúfun, limingu, lóðningu og ýmsar aðferðir við álsuðu. Á-Samskeyting er annað ritið, sem gefið er út á íslensku af Skan-Aluminium um meðhöndlun áls. Fyrri bókin, sem út kom á síðast liðnu ári, var handbók um TIG-MIG suðu. Handbækur þessar fást hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar og Bókabúð Olivers Steins og kostar eintakið kr. 1.000.-. Fræðslubækur þær sem út eru komnar á vegum SKAN-ALUMINIUM á íslenzku um ál-samskeytingu og ál-suðu. NÚ um helgina heldur verzlunin Blóm og ávextir upp á hálfrar aldar starfsafmæli sitt eins og vikið hefur verið að í Mbl. Af þvi tilefni verður á laugardag og sunnudag sýning á Hótel Loftleiðum á þurrkuðum blómum, lifandi blómum og sérstæðum blómahöldum sem notaðar voru af hefðarmeyjum í útlöndum á árum áður. Verzlunin hefur fengið hingað til lands Hanne Plaug danskan blómaskerytingasérfræðing og þegar litið var inn í Blóm og ávexti i gær, var starfsfólkið önnum kafið við að hnýta alls konar skreytigar úr þurrkuðum blómum, allt frá njóla og upp i rósir. Notuð eru öll möguleg islenzk blóm og innflutt líka og hafa þau verið i þurrkun að undanförnu, eru látin hanga um hríð og siðan er þeim raðað saman eftir kúnstarinnar reglum. Næstu daga koma svo hinn þekkti blómaskreytingamaður Erik Bering og fleiri aðstoðarmenn hans til landsins og vinna við uppsetningu sýningarinnar og umgjörð. Auk þess verður efnt til tizkusýningar á vegum verzl. Evu og Salon Veh, Pétur Friðrik sýnir blómamyndir og fleira verður gert þar til hátiðabrigða. Strætisvagnar Reyk javíkur: Enn engin ákvördun um endurnýjun vagnanna 29 af 62 vögnum SVR eru nú 11 ára gamlir Ekkert verður af því að Stræt- isvagnar Reykjavíkur fái nýja vagna á þessu ári eins og óskað hafði verið eftir, og er nú ekki útlit fyrir að nein endurnýjun eigi sér stað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, en það er raunar ekki ákveðið enn. „Við fórum fram á það í nóvember í fyrra að vagnakaup yrðu tekin inn á fjárhagsáætlun ársins 1979, en það var ekki gert,“ sagði Eiríkur Ásgeirsson forstjóri S.V.R. í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Eiríkur að gerð hefði verið fimm ára áætlun um vagnakaup, þar sem gert var ráð fyrir kaupum á 40 vögnum næstu fimm árin, eða átta á ári. Var farið fram á að fyrstu átta vagnarnir yrðu afgreiddir á ár- inu 1979, en enn hefur það ekki verið samþykkt sem fyrr segir, og er enn allt í óvissu um hvort farið verður eftir óskum SVR um þetta fimm ára tímabil til endurnýjunar vagnanna. Sagði Eiríkur Ásgeirsson málið hafa verið til afgreiðslu í borgarráði á þriðjudag, en þar hafi engin samþykkt verið gerð, og sé málið því enn til athugunar hjá borg- arráði. Eiríkur sagði ekki gott að segja til um hvaða áhrif þetta hefði á þjónustu og rekstur strætisvagnanna, en ef um far- þegaaukningu yrði að ræða á tveimur mestu annatímunum, kvölds og morgna, væri ljóst að nýja vagna skorti tilfinnanlega. Ljóst væri að viðhald yrði mikið á vögnunum í vetur og búast mætti við meiri bilunum, enda hefði veturinn í fyrra verið erfiður og farið illa með vagn- ana. Sagði Eiríkur áætlun SVR hafa miðast við lágmarksþarfir, og hefði verið talið nauðsynlegt að umræddir átta vagnar kæmu inn á áætlun nú áður en vetur gengi í garð. Seinkun á komu þeirra þýddi hins vegar að aka yrði enn um sinn vögnum sem átti að leggja nú í haust. Allir 40 vagnarnir samkvæmt fimm ára áætluninni hefðu átt að fara til endurnýjunar, utan þrír, sem átti að bæta við til að anna mikilli umferð á sumum leiðum. Þá sagði Eiríkur ennfremur, að mikill hluti vagnanna væri beinskiptur, og þeir svöruðu ekki tii krafna tímans í dag, og dygðu ekki á öllum leiðum. Eiríkur sagði, að 29 strætis- vagnanna væru nú 11 ára gaml- ir, en meðalaldur þeirra væri talinn vera 12 ár. Ekki væri því um að ræða neinn viðbótarakst- ur í áætluninni, heldur aðeins endurnýjun. En hefði verið farið eftir áætluninni um endurnýjun yrði elsti vagninn orðinn 16 ára gamall er henni lyki. Strætisvagnar Reykjavíkur eru nú með 62 vagna í notkun, og starfa um 120 vagnstjórar hjá fyrirtækinu. Ekki verður af þvi að Strætisvögnum Reykjavikur bætist nýir vagnar í flotann í haust eins og óskað hafði verið eftir- * Ljósm: Ól. K. Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.