Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 39 r, Sagt eftir leikinn Klaus Jurgen Hilbert þjálíari ÍA Þetta er besti leikur ÍA í sumar. Markmið okkar var að reyna að leika knattspyrnu en ekki leggjast í vörn, og að mínum dómi tókst það bærilega. Barcelona var hepp- ið að sigra í leiknum 1—0. Við áttum góð tækifæri sem hæglega hefðu getað gefið okkur mörk. Mér fannst lið Barcelona ekki leika neitt sérlega vel. Það vill nefnilega brenna við að atvinnumenn líti niður á áhugamannalið. — Þá fór það greinilega í taug- arnar á sumum þeirra hversu illa þeim gekk að komast inn í leikinn. Ég vil þakka leikmönnum mínum fyrir leikinn, þeir léku allir vel, og síðast en ekki síst áhorfendum fyrir frábæran stuðning þeirra í leiknum. Joaquin Rife þjálfari F.C. Barcelona: — Þetta var ekki mjög erfiður leikur fyrir okkur. En þó verð ég að viðurkenna að leikmenn ÍA komu okkur nokkuð á óvart, þeir börðust allan tímann af dugnaði og virtist ekki skorta úthald. Leikmenn IA eru hávaxnir, og sterkir, og ég varð að gera breyt- ingu á liði mínu í síðari hálfleik, fá meiri brodd í sóknina, og það heppnaðist. Það munar miklu að Asensi og Migueli voru ekki með. Þeir leika í Barcelona á miðviku- dag og þá er ég ekki hræddur um útkomuna. Völlurinn hér var þungur og illa yfirfarinn. — Mér fannst enginn einn í liði ÍA skara fram úr. Liðið er jafnt, helstu kostir þess eru hversu skipulega þeir verjast og halda boltanum vel. Árni Sveinsson: — Það var slæmt að skora ekki mark úr þessu góða marktækifæri sem ég fékk í síðari hálfleiknum. Ég var kominn úr jafnvægi og náði ekki til knattarins á réttu augnabliki, fór undir hann og sópaði honum framhjá. Þetta var greinilega gott lið, en vörn okkar var sterk og þeim gekk illa að komast í gegn um hana. Bjarni Sigurðsson markvörður í A: — Ég reiknaði boltann framhjá markinu, en svo skyndilega snar- beygði hann og hafnaði alveg í samskeytunum. Ég er efins um að mér hefði tekist að verja skotið sem var glæsilegt þó að ég hefði lagt mig allan fram. Framlína þeirra sýndi ekkert sérstakt og það fór lítið fyrir stórstjörnunum Simonsen og Krankl. Jón Alfreðsson lék sinn 15. Evrópuleik fyrir íA: — Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Sérstaklega þó í fyrri hálfleiknum. Lið Barcelona er svipað að styrkleika og þau bestu lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni. Róðurinn á Spáni verður sjálfsagt erfiður fyrir okk- ur. Jón Gunnlaugsson: — Mér fannst lítið fara fyrir Krankl í fyrri hálfleik og þá gekk vel að gæta hans. í þeim síðari var það erfiðara, þá hreyfði hann sig meira. Satt að segja reiknaði ég með þeim betri. Allan Simonssen: — Við áttum ekki góðan dag, við getum leikið svo miklu betur en við gerðum hér í dag. En ég er ekki að gera lítið úr leik ÍA, þeir eru með gott áhugamannalið og léku vel. Þeir voru allir góðir og barátta þeirra var einstök. Einna mesti munur sem ég finn frá því að ég lék hér síðast er sá að lið í A hefur meira og betra úthald en þau íslensku lið sem ég hef mætt. Hans Krankl: — Við gerum betur úti í Barce- lona, þetta var ekki okkar dagur. Lið IA var gott af áhugamannaliði að vera. ÞR. Seint í síðari hálfleik i leiknum i gær, var Sveinbjörn Hákonarson sparkaður svo illa niður af Lopz Canito, að hann varð að yfirgefa leikvöllinn. Félagi hans í ÍA, Guðjón Þórðarson, lyfti þá hend- inni með krepptum hnefanum framan í Spánverjann, en hann gerði sér lítið fyrir og hrækti framan í Guðjón. Við þetta reidd- ust svo féiagar hans í Barcelona að um tíma Iá við handalögmál- um milli þeirra inni á vellinum. Á myndinni sem óiafur K. Magn- ússon ljósmyndari Mbl. tók má sjá hvar leikmennirnir eru að rífast innbyrðis, en fjær er stumrað yfir Sveinbirni. BORÐTENNIS- KLÚBBURINN ÖRNINN Æfingar eru hafnar. Skráningar f borðfennissal Laugardalshall- ar mánudaqa og fimmtudaga kl. 18—20. Hans Krankl hafði ekki erindi sem erfiði í leiknum í gær. Hér sést kappinn skjóta þrumuskoti að marki ÍA. en vörn þeirra var vel á verði og bjargaði. Ljósm. Kristján Einarsson USA SWEATSHIRTS (háskólabolir Osvikin amerísk gæðavara á góðu verði. Litir: dökkblátt — rautt Stærðir: 12 — 14 — 16 hvítt — grátt — beige| S — M — L — XL Sendum í póstkröfu samdægurs Laugavegi 37,______Laugavegi 89, sími 12861. sími 10353. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.