Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Að styðja bókass- ana og polpottana ANDLÁTSSTUNDIN Jean Carlin, bandarískur læknir sem kom að þessu barni í flóttamannabúðum í Thailandi, tjáði fréttamanninum, sem myndina tók, að því yrði ekki bjargað: sulturinn var búinn að leika það svo grátt að líf þess var óðum að fjara út. Þannig lauk ævi sjö ára barns á sjálfu „barnaári". Y oung vafði full- trúa PLO örmum Islenzk stjórnvöld vinna nú hvert afrekið öðru meira. Hið síðasta afrekið er sú ákvörðun að styðja útlagastjórn Pol Pots til að skipa sæti Kambódíu hjá Sameinuðu þjóð- unum, en Rússar og Víetnamar styðja auðvitað leppstjórn sína í þessu marghrjáða landi. Leppar Rússa í öðrum löndum, t.d. í Austur-Evrópu, styðja auðvitað rússnesku kvislingana í Kambó- díu og mátti að vísu þakka fyrir, að íslenzk stjórnvöld skyldu ekki leggja það á land sitt og þjóð að styðja kvislingana. En hvaða munur er á stjórn Pol Pots og nýju valdhöfunum í Kambódíu? Sáralítill. Lepparnir styðjast við innrásarlið Víet- nama, en Pol Pot-stjórnin hrifs- aði völdin með byltingu og valdaráni. Hún er ekki þekkt fyrir neitt nema hrikalegt of- beldi og telja margir að þeir, sem hún hefur látið myrða, skipti ekki þúsundum, heldur tugum eða hundruðum þúsunda. Hvað rekur okkur til að styðja póli- tíska glæpamenn af þessu tagi? Ekkert. Svíar og Finnar sátu hjá og okkur hefði ekki verið skotaskuld úr því að fara að dæmi þeirra, í stað þess að hanga í pilsfaldinum á Kínverj- um og Bandaríkjamönnum eins og Danir og Norðmenn gerðu illu heilli. Einfaldasta leiðin hefði þó verið að mótmæla bæði aðild polpottanna og leppanna með því að vera fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. egar Víetnam-styrjöldin geisaði, voru aðeins til tvenns konar manngerðir að dómi kommúnista: guðs útvald- ir, þ.e. víetnamskir kommúnist- ar, og svo hinir. Nú er öllum ljóst, að Víetnamar eru ekki við eina fjölina felldir í pólitík sinni, heldur hafa þeir bæði ögrað fjölmennustu þjóð heims, Kínverjum, og gert innrás í land annarrar nágrannaþjóðar, Kambódíu. Hafa þeir lagt það land undir sig og komið lepp- stjórn sinni þar til valda. Stund- um heyrist sagt hér á landi, að atburðir í svo fjarlægum lönd- um sem Indókína komi íslend- ingum lítið sem ekkert við. En nú sjáum við, að þessi lönd eru ekki lengur í órafjarlægð, held- ur er engu líkara en þau séu við túnfótinn hjá okkur. Hingað hafa komið víetnamskir flótta- menn og verðum við þannig, ekki síður en aðrar þjóðir, að horfast í augu við blákaldar afleiðingar þess, að kommúnist- ar hafa lagt undir sig Indokína- skagann að mestu. Sæluríkin, sem boðuð voru undir alræðis- stjórnum kommúnista í Víet- nam og Kambódíu, hafa reynzt þarlendu fólki eins og heitasta helvíti, margir hafa verið drepn- ir, aðrir eru sjúkir og hungraðir og draga fram lífið við kjör, sem við getum ekki einu sinni gert okkur í hugarlund, og enn aðrir ieggja líf sitt í hættu og flýja „sæluna". Það er nú í ljós komið, Við eigum ekkert erindi við harðstjórnir kommúnista, nema berjast gegn þeim og leggja okkar litla lóð á vogarskál lýð- ræðisins. Við eigum að krefjast þess, að lýðræði og frjálsar kosningar séu ríkjandi í Kambó- díu — og krefjast þess eins. Að öðrum kosti kemur okkur ekki við stjórnarfarið í þessum ógæfusömu löndum. Hvort þar eru meiri eða minni hryðju- verkastjórnir kommúnista er ekkert sáluhjálparatriði í utan- ríkisstefnu okkar. Ef við getum ekki stutt lýðræðisstjórn í Kambódíu, heldur einungis póli- tískar glæpaklíkur, eigum við að halda að okkur höndum — og láta aðra um að stilla óþverran- um upp í sýningarglugga Sam- einuðu þjóðanna. En spyrja má: Verður næsta verkefnið að ríkis- stjórn íslands beiti sér fyrir því, að fulltrúi Bókassa — eða jafn- vel hann sjálfur — verði glans- fígúra á allsherjarþingi S.Þ? Á bókössum og polpottum er ekki eðlismunur, en stigsmunur að vísu, því að hinir fyrrnefndu virðast éta eitthvað af fórnar- dýrum sínum, en polpottarnir drepa bara fólk í nafni marx- ismans. Nei, látum ekki pilsfaldapóli- tíkina stjórna ferðinni. Ekki heldur hagsmunapólitíkina, þegar líf fólks liggur við. Við höfum ekkert upp úr því, nema skömmina. eins og alls staðar hefur orðið, þar sem kommúnistar hafa hrifsað til sín völdin, að boð- skapur þeirra um framtíðarrík- ið á Indókínaskaga hefur í engu reynzt haldbetri en annars stað- ar. Falsvonir marxismans minna einna helzt á þá landsýn, sem bar fyrir augu yfirstýri- manns Árna frá Geitastekk, og julluna, sem hann sá í kikkert- glasi sínu. Hann sá þrjár árar á borð og sigldi jullan fagurlega fyrir landi í kikkertglasi stýri- manns. En þegar nánar var að gætt, reyndist jullan lús, sem hrökk af kikkertglasinu. Þannig er einnig landsýn marxismans, og þannig hafa jullurnar einnig hrokkið af kikkertglasi kommúnismans, hvort sem stýrimennirnir hafa verið undan Kínaströndum eða annars staðar. Þess vegna þurfum við íslendingar nú að horfast í augu við flóttamannavandamál, ekki síður en aðrar þjóðir. Eina lausnin á vandanum er sú, að alþýða manna geri sér grein fyrir því, að eitt er julla, en annað lús. Það læra menn af reynslunni, en hvorki gylliboð- um né fagurgala kommúnískra lýðskrumara né lestri marx- ískra nítjándualdar rita. En pólitísk kikkertglös geta brenglað öllum staðreyndum, ekki sízt ef stýrimennirnir hafa fengið sér einum of mikið af „kenningunni". New York, 26. Keptember. Reuter. ANDREW Young fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum vafði fulltrúa PLO örmum við myndatökur í gærkvöldi í salarkynnum hótels í New York. Moshe Dayan utan- ríkisráðherra ísraels gisti hótelið er atvikið atti sér stað. Young og eiginkona hans voru heiðursgestir í kvöldverði Abdulla Bishara sendiherra Kuwait hjá Sþ., en á heimili sendiherrans fór fram fundur Youngs og Zehdi Terzi sendifulltrúa PLO hinn 26. júlí síðastliðinn. Er upp komst um þann fund neyddist Young til að A-Berlln — 26. sept. — AP — Reuter A-ÞÝZKA stjórnin hyggst náða pólitíska fanga, að því er sagði í yfirlýsingu frá Enich Honecker, leiðtoga kommúnistaflokksins, í a-þýzkum blöðum í gær. Náðunin er t tilefni 30 ára afmælis alþýðu- lýðveldisins hinn 7. október. Það var ekki nánar skýrt hverjir yrðu náðaðir, aðeins sagt að náðun- in næði ekki til stríðsglæpamanna, morðingja, síbrotamanna, ofbeldis- fanga og njósnara. Talið er, að þúsundir fanga verði náðaðir en yfir 30 þúsund fangar eru nú í Nairobi, 25. september. Reuter. GODFREY Binaisa, forseti Úg- anda, skýrði frá því í dag, að yfir 800 manns hefðu verið settir í „gæzluvarðhald" eins og hann orðaði það fyrir að stuðla að óróa í Iandinu. „Við munum halda áfram að hneppa þá í gæzluvarðhald, segja af sér sendiherrastarfi hjá Sþ. I ræðu sem Young hélt í veizl- unni sagði hann að það hefði verið honum á móti skapi að blanda sér í mál Palestínumanna. Hann sagði að á fundinum með Terzi hefðu þeir komizt að þeirri niðurstöðu að það hefði verið í þágu allra aðila, þ.e. Bandaríkjamanna, Ar- aba og ísraela, að ekki kæmi til neins ágreinings í sambandi við ályktun öryggisráðs Sþ. er lét málefni Palestínumanna til sín taka. Sagði Young það kaldhæðni a-þýzkum fangelsum, þar af yfir 5000 pólitískir fangar. Flestir þeirra, sem reynt hafa að flýja land en verið gripnir, verða náðaðir að talið er. Þá er líklegt talið að einn þekktasti andófsmaðurinn, Rudolf Bahro, verði náðaður en hann var í fyrra dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að gagnrýna stefnu kommún- istaflokksins. Hann smyglaði bók úr landinu, sem gefin var út vestan járntjalds. Þar gagnrýndi hann stefnu kommúnistaflokksins og sýndi tölulega fram á vankanta a-þýzka efnahagslífsins. sem stuðla að óróa í landinu," sagði forsetinn. Hann tilkynnti þetta skömmu eftir að hann kom frá Tanzaníu, þar sem hann ræddi við Julius Nyerere, forseta lands- ins, um ástandið í Úganda. Yfir 20 þúsund tanzanískir hermenn eru nú í Úganda. örlaganna að PLO-samtökin hefðu verið reiðubúin að viðurkenna tilverurétt ísraela. í ályktuninni hefði verið skírskotað til ályktana númer 242 og 338. Sagði Young að fátt hefði auglýst betur málstað Palestínumanna en írafárið sem varð þegar fregnaðist um fund hans með Terzi. Veður víða um heim Akureyri 3 skýjaó Ameterdam 18 rígning Aþena 32 heióekírt Barcelona 22 skýjað Berlín 16 heiðekírf Brueael 14 heiðskírt Chicago 25 heiðskirt Feneyjar 18 heiðekírt Frankfurt 15 ekýjað Genf 11 heíðskírt Helsinki 15 heiðekírt Jerúsalem 31 heíðskirt Jóhanneaarborg 26 rigning Kaupmannahötn 17 akýjaó Lae Palmas 23 lóttekýjað Litsabon 28 heiðakirt London 20 skýjað Loe Angelee 29 heiðskfrt Madríd 22 heiðskfrt Malaga 23 heiðskírt Mallorca 21 skýjað Miami 29 skýjað Moekva 15 skýjað New York 20 heiðskfrt Óeló 11 skýjað Paríe 17 skýjað • Reykjavfk 5 lóttskýjaö Rio De Janeiro 35 skýjað Rómaborg 22 heiðskfrt Stokkhólmur 13 skýjað Tel Aviv 30 heiðskírt Tókýó 21 rfgning Vancouver 23 heiðskírt Vínarborg 16 heiðskfrt Kikkertglas kommanna Náða fanga Yfir 800 manns í „gæzlu” í Úganda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.