Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 Prófessorsembættið í sögu: Ráðherra endur- sendir málið til heimspekideildar VILMUNDUR Gylfason menntamálaráðherra hef- ur sent til baka til Heim- spekideildar Háskóla íslands niðurstöður deild- arinnar og umsagnir um þá þrjá menn, sem í haust sóttu um stöðu prófessors í sögu við Háskólann. Sagði Vilmundur í gærkvöldi, að hann hefði sitthvað við niðurstöður dómnefndar og atkvæðagreiðslu að at- huga. Umsækjendur um prófessorsembættið eru Þór Whitehead, Svein- björn Rafnsson og Ingi Sigurðsson. Niöurstöður atkvæðagreiösl- unnar í Heimspekideild bárust menntamálaráðuneytinu í lok nó- vember.— Eftir að vera búinn að yfirfara þetta þá skrifaði ég Há- skólanum í síðustu viku, þar sem mér fannst sitthvað orka tvímælis í afgreiðslu á þessum málum, m.a. í umsögn dómnefndar, sagði Vil- mundur. — Óskaði ég því eftir, að málið yrði skoðað betur og verður það væntanlega gert. — Almennt er málið sent Há- skólanum á ný vegna álits dóm- nefndar, en það er líka ýmislegt að athuga við atkvæðagreiðsluna. Heimspekideild, sem afgreiðir málið, er samsett af mönnum á ólíkum sviðum. Því skiptir álit dómnefndar mjög miklu máli og gera má ráð fyrir því, að menn kynni sér það eitt í þessu sam- bandi og því má spyrja frekar út í atkvæðagreiðsluna eins og hún fer fram. — Hér er um embætti að ræða, sem skiptir miklu máli, og minna má á, að annað embætti í sögu er einnig laust. Um það hefur álit dómnefndar ekki borizt. Þessi tvö mál hanga saman að mínu viti og ég lít svo á, að ekki liggi nein reiðinnar býsn á og við óvissar stjórnmálaaðstæður kaus ég að fara þessa leið, sagði Vilmundur Gylfason. UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ hef- ur tilkynnt sovézka sendiráðinu í Reykjavík að starfsmenn á Kefla- víkurflugvelii muni ekki af- greiða eldsncyti á rússnesku þot- una, sem væntanleg var til lands- ins um næstu helgi. Frekari fréttir um áform Sovétmannanna höfðu ekki borizt er Mbl. hafði síðast fregnir af í gær. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, hafa starfsmenn á Keflavíkurflugvelli, sem eru aðilar að Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur, neitað að af- greiða sovézkar vélar „fyrr en Sovétmenn hafa flutt her sinn frá Afganistan" eins og haft var eftir einum þeirra. Ölkaup Davíðs í frekan rannsókn BJÓRKAUPAMÁL Davíðs Schevings Thorsteinssonar hefur að undanförnu verið til athugun- ar hjá embætti rikissaksóknara. Þórður Björnsson ríkissaksókn- ari sagði í samtali við Mbl. í gær, að eins og málið lægi fyrir væri ekki hægt að taka efnislega af- stöðu til þess. Sagði saksóknari að nokkrar viðbótarupplýsingar vantaði, fyrst og fremst frá toll- vörðum á Keflavíkurflugvelli og yrði málið sent til lögreglustjór- ans á Keflavíkurflugvelli til frek- ari rannsóknar. h- w*Sp! v-', i . * •nsaa&iBííK i!’ í'!$»*" Sovétmönnum kynnt afstaða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli bað er vetrarlegt um að litast á Egilsstöðum þessa dagana. enda kannski ekki við öðru að búast i byrjun þorra. (Ljósm. Jóhann). Loðnuveiðarnar ekki stöðvaðar fyrr en við 160—180 þúsund lestir ÁKVEÐIÐ hefur verið að heimila veiði á 60—80 þúsund lestum af loðnu fram yfir þær 100 þúsund lestir, sem ákveðið hafði verið að veiða mætti í janúarmánuði. Áð- ur hafði verið gert ráð fyrir 180 þúsund lesta veiði til frystingar og hrognatöku, en vegna þess hve söluhorfur á frystri loðnu eru slæmar á þessum afurðum er nú ekki gert ráð fyrir meira en 100 þúsund lesta veiði í þessu skyni. Loðnan heldur sínu striki aust- ur á bóginn, en hefur verið erfið viðfangs síðustu daga, auk þess Þriðji viðræðu- fundurinn í dag SAMNINGANEFNDIR aðila vinn- umarkaðarins, Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands munu í dag hittast á þriðja viðræðufundi sínum. Fundurinn er að þessu sinni i húsakynnum ASÍ, en fyrri fundir hafa verið haidnir til skiptis í húsakynnum sambandanna. Á fundinum í dag verður áfram fjallað um kröfur aðila og ennfremur verður rætt, hvort ástæða þyki til á þessu stigi málsins, að skipaðar verði undirnefndir til þess að taka fyrir einstaka málaflokka. Fundurinn hefst klukkan 15. sem erfitt veður var komið á miðunum í fyrrinótt. Heildarafl- inn var í gærkvöldi orðinn um 120 þúsund lestir, en eftirtalin skip tilkynntu um afla í fyrrakvöld og gær: Mánudagskvöld: ísleifur 430, Börkur 1120, Bergur 500. Samtals á mánudag 9 skip með 5730 lestir. Þriðjudagur: Húnaröst 620, Magn- ús 520, Þórshamar 550, Seley 390, Sigurfari 680, Pétur Jónsson 540, Gullberg 520, Keflvíkingur 380. Verðlagsstjóra falið að setja reglur um verðsaman- burð á afborgunarkjörum „Ég tel að Islarjd eigi að taka þátt í OL“ — segir Gísli Halldórsson, formaður íslenzku ólympíunefndarinnar „ÉG TEL að íslendingar eigi að taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu. Íþróttaíólk verður að standa vörð um Ólympíuleik- ana. Ég held. og er raunar viss um. að heimsfriðnum stafaði hætta af ef Ólympíuleikarnir féllu niður. Við viljum því Ieggja okkar lóð á vogarskál- arnar svo Ólympíuhugsjónin megi lifa," sagði Gísli Halldórs- son, formaður íslenzku ólymp- íunefndarinnar og forseti ISÍ. Islenzka ólympíunefndin held- ur í dag fund, þar sem meðal annars verður rædd þátttaka Islands í Ólympíuleikunum. „Engin ákvörðun verður tekin að svo stöddu,“ sagði Gísli enn- fremur. Hann sagði að endanleg ákvörðun yrði tekin um miðjan febrúar. Nefndin vjldi bíða þess að íþróttaráðherrar V-Evrópu- ríkja funduðu í Strassbourg þann 5. febrúar, auk þess sem framkvæmdastjórn alþjóða ol- ympíunefndarinnar þingaði í Mexíkó og alþjóða ólympíu- nefndin kemur saman í Lake Placid þann 10. febrúar. „Ég á ekki von á deilum innan ólympíunefndarinnar um þátt- töku íslands. Framkvæmda- nefndin hefur verið einhuga um að halda áfram undirbúningi leikanna. Hins vegar er óvarlegt að spá nokkru — ástandið hefur breyst frá degi til dags og fljótt geta veður skipast í lofti,“ sagði Gísli að lokum. I íslenzku ólympíunefndinni eiga sæti Gísli Halldórsson formaður, Sveinn Björnsson varaformaður, Örn Eiðsson, Hermann Guðmundsson, Bragi Kristjánsson, Gunnlaugur J. Briem, Sigurður Jónsson, Frið- jón B. Friðjónsson, Torfi B. Tómasson, Ásgeir Guðmunds- son, Sigurður Björnsson, Ingi- mar Jónsson, Eysteinn Þor- valdsson, Bogi Þorsteinsson, Björn Lárusson, Björn Haralds- son, Sveinn Ásgeir Lúðvíksson, Brynjar Valdimarsson og Þor- steinn Einarsson. Auk þeirra hefur Sæmundur Óskarsson, formaður Skíðasambands Is- lands, starfað með nefndinni að undirbúningi vetrarleikanna. í framkvæmdastjórn nefndarinn- ar eru þeir Gísli Halldórsson, Sveinn Björnsson, Örn Eiðsson, Bragi Kristjánsson og Torfi Tómasson. VlðSKIPTARAÐUNEYTIÐ hef- ur falið verðlagsstjóra að vinna að því að setja reglur á grund- velli verðlagslaga, sem gera selj- endum vöru með afborgunarskil- málum skylt að tilgreina til hvaða eiginlegra vaxta sérhver afborgunarkjör svara. Jafnframt hefur verðlagsstjóra verið falið að kanna leiðir til þess að auð- velda seljendum að mæta þessum skilyrðum svo sem með reikni- þjónustu. Morgunblaðið sneri sér í gær til Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra og skýrði hann blaðinu frá því, að Verðlagsstofnunin væri þegar byrjuð að vinna að þessu verkefni. Hann kvað ekki unnt að segja neitt til um það hvenær reglurnar yrðu tilbúnar. I fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu í gær segir, að afborgunarkjör í ýmsum viðskipt- um hafi tíðkast mjög um langa hríð til hagræðis fyrir neytendur og hafi þetta aðallega gilt um heimilistæki og húsgögn. Á hinn bóginn hafi verðsamanburður á grundvelli afborgana verið afar torveldur fyrir neytendur. Segir ennfremur, að ráðuneytið hafi undanfarið leitað leiða til þess að auðvelda neytendum slíkan verð- samanburð á afborgunarkjörum og í framhaldi af því hafi verð- lagsstjóra verið falið það verkefni, sem að framan greinir. íþróttafólk geri sjálft upp hug sinn RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um bréf það, sem borizt hefur frá Carter Bandaríkjaforseta, þar sem hann fer fram á að þjóðir heims sýni hug sinn til innrásar Sovétmanna í Afganistan með því að taka ekki þátt í Ólympíu- leikunum i Moskvu. Vísaði ríkisstjórnin málinu til Ólympíunefndar og íþróttahreyf- ingarinnar. Vilmundur Gylfason menntamálaráðherra, sagði í gær, að sé,r fyndist eðlilegt að það fólk, sem hlut ætti að máli, sem í þessu tilviki væri íþróttafólkið og íþróttaforystan ætti sjálft að gera upp hug sinn. Hann sagði að um mál sem þessi ættu stjórnvöld ekki og gætu ekki skipað fyrir um. Voru á móti þætti um andófsmenn: „Nóg komið af Sovétníði“ — lét Jón Múli Árnason bóka Á FUNDI útvarpsráðs í gær greiddu fulltrúar AJþýðubanda- lagsins, Jón Múli Árnason og Vilborg Harðardóttir, atkvæði gegn því að þáttur um andófs- menn yrði á dagskrá útvarpsins á sunnudaginn. Lét Jón Múli bóka, að andófsmenn hefðu verið svo mikið í fréttum að undan- förnu og nóg væri komið af Sovétníði. Fyrir útvarpsráðsfundinn í gær var lagt fram bréf frá íslenzku andólfsnefndinni, þar sem hún oskaði eftir því að standa að útvarpsþætti um andófsmenn. Gerði Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri það að tillögu sinni, að þátturinn yrði á dagskrá klukkan 19.30 n.k. sunnudag, en þá væri laus tími. Þessi tillaga var sam- þykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Þátturinn mun standa í u.þ.b. 30 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.