Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 21 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Jöfnun hitakostnaðar í framkvæmd Þingræða — síðari hluti Hér fer á eftir síðari hluti framsögu Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S) fyrir frumvarpi til laga um jöfnun hitunarkostnaðar til að jafna aðstöðu og forða byggðaröskun og fólksflótta frá „olíuhitunarsvæðum“. Fyrri hluti framsögunnar birtist í Mbl. sl. þriðjudag. Nýmæli og breytingar í frumvarpinu er að finna ákvæði um hverjir skuli njóta niðurgreiðslu olíu og um form olíustyrkja. Er í þessu efni sumt óbreytt frá gildandi lögum en annað felur í sér veigamiklar breytingar frá því, sem verið hefir. í gildandi lögum er svo mælt fyrir, að olíustyrkir skuli greiðast hverjum framteljanda til skatts og einnig vegna maka og barna, sem eru á framfæri hans. En í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir, að styrkur vegna hverrar íbúðar sé greiddur einum aðila, þ.e. hús- ráðanda. Húsráðandi íbúðar er eigandi íbúðar eða leigjandi íbúð- ar. Einstaklingur, sem leigir her- bergi í húsnæði hjá öðrum, telst í þessu sambandi einn í fjölskyld- unni og olíustyrkur vegna hans greiðist húsráðanda. Þetta horfir til einföldunar í framkvæmd niðurgreiðslnanna. Önnur og eigi veigaminni breyt- ing er fólgin í því ákvæði frum- varpsins, að upphæð olíustyrks fari bæði eftir fjölskyldustærð og stærð íbúðar. I gildandi lögum er ekki tekið tillit til íbúðarstærðar. Þá er ekki tekið tillit til raunveru- legrar orkunotkunar. Þetta getur verið sérstaklega óréttlátt gagn- vart fólki, sem býr eitt sér í íbúð og á það oft við gamalt fólk. Er þá vegið að þeim, er sízt skyldi. Með frumvarpi þessu er ætlunin að gera hér bragarbót á. I reglugerð verður svo að kveða nánar á um með hverjum hætti skuli ákveða upphæð olíustyrkja. Skal þá að sjálfsögðu við það miðað, að olía verði í hverju tilfelli greidd niður sem næst að sama hundraðshluta og nemur heildarniðurgreiðslunni. Athyglisverðar eru hugmyndir um leiðir til að ákveða upphæð olíu- styrkja, sem settar eru fram í nefndaráliti um jöfnun á hitun- arkostnaði frá október s.l., sem samið var af nefnd, sem fyrrver- andi iðnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur um leiðir til jöfnunar á hitunarkostnaði. Það er nýmæli í frumvarpinu, að olíustyrki skal greiða til þeirra, sem nota olíu til upphitunar atvinnuhúsnæðis. Þetta þykir eðli- leg ráðstöfun til þess að jafna þann aðstöðumun, sem nú er hjá atvinnurekstrinum í landinu eftir því hvert orkuverðið til húshitun- ar er. Þessi niðurgreiðsla færi fram með beinum framlögum til hvers fyrirtækis eða atvinnurek- anda fyrir sig. Frumvarpið gerir ráð fyrir niðurgreiðslu olíu til skóla og annarra menningarstofnana, sjúkrahúsa og annarra heilbrigð- isstofnana og dvalarheimila fyrir unga og aldna. Þetta ákvæði ber að skýra rúmt og heyra hér undir t.d. kirkjur, þótt ekki sé sérstak- lega nefnt. I núgildandi lögum er aðeins gert ráð fyrir, að heima- vistarskólar á grunnskólastigi njóti olíustyrks. Hér er því um að ræða víðtækari niðurgreiðslur en nú er. Lagt er til með frumvarpi þessu, að olíustyrkur sé greiddur þeim aðilum, sem ekki eiga kost á raforku frá samveitu og verða að leysa raforkuþörf sína með rekstri dísilstöðva. Þetta kemur í þarfir bænda, sem enn njóta ekki sveita- rafvæðingarinnar. Ákvæði þetta er óbreytt frá gildandi lögum. Enn er ótalið, að verð olíu, sem hitaveitur nota sem orkugjafa og rafveitur nota til framleiðslu raf- magns til upphilunar húsa, skal greitt niður. Hér er gert ráð fyrir að greiða orkuveitum styrki, sem koma til góða orkunotendum í lægri gjaldskrám. Það er nýmæli, að olía sé greidd niður til hita- veitna, sem nota þann orkugjafa. Að því marki sem olía er notuð tekur þessi niðurgreiðsla einnig til hitaveitna, sem bæði nota jarð- varmá og olíu. Hins vegar er það ekki nýmæli, að greidd sé niður olía til framleiðslu rafmagns, eins og hér er gert ráð fyrir, því að svo er mælt fyrir í gildandi lögum. Styrki skal greiða rafveitum að því marki sem þær nota olíu sem orkugjafa til framleiðslu raf- magns til hitunar húsnæðis. Aríðandi er, að engin hljóti olíustyrk aðrir en þeir sem til er ætlast. Bein ákvæði er um þetta að finna í frumvarpinu. Lögð er áherzla ■ á, að öll framkvæmd þessara mála verði sem einföldust og þess gætt að koma í veg fyrir misnotkun á niðurgreiðslunni. Sú skipan er nú, að viðskipta- ráðherra fer með mál er varða olíuniðurgreiðslu. Hér er gert ráð fyrir að á verði sú breyting, að mál þessi heyri undir iðnaðarráðherra. Þykir þetta eðlileg breyting, þar sem hér er um að ræða orkumál og þau fer iðnaðarráðherra með. ALÞINGI Þorvaldur Garðar Kostnaðar- hliðin Er þá komið að kostnaðinum af niðurgreiðslunni. í frumvarpinu scgir, að ríkissjóður skuli greiða í Orkusjóð óafturkræft framlag, sem varið skal til að greiða niður verð á olíu til upphitunar húsa. Það er nýmæli að þetta fjármagn gangi í gegnum Orkusjóð. Þykir það eðlileg meðferð og er hliðstætt því sem nú fer um verðjöfnunar- gjald af rafmagni. Útgjöld ríkissjóðs vegna olíu- niðurgreiðslunnar verða breytileg eftir hreyfingum á verði olíu og gjaldskrám hitaveitna. Og þegar litið er til lengri tíma koma fram áhrifin af þeim orku- framkvæmdum, sem nú er unnið að og gera mögulegt að hita upp húsnæði með innlendum orkugjöf- um í stað olíu. Hefir nú verið sett fram það markmið, að um 80% af því húsnæði, sem í árslok 1978 var hitað upp með olíu, verði á árinu 1983 hitað upp með innlendum orkugjöfum. Gangi þetta fram hraðminnkar á næstu árum það fjármagn, sem þarf til niður- greiðslu olíu. Það ber því að líta á þau miklu fjárútlát, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, sem bráða- birgðaskipan. En til þess að svo verði má einskis láta ófreistað til að hraða þeim orkuframkvæmd- um, sem leysa olíuna af hólmi til húshitunar svo og að leggja áherzlu á orkusparandi aðgerðir. En hvað sem þessu líður felur frumvarpið í sér mikinn kostnað á árinu 1980. Áætla má, að niður- greiðsian á þessu ári muni nema 7—8 milljörðum króna. Um þetta efni vísa ég til útreikninga á áætluðum niðurgreiðslum olíu, sem Edgar Guðmundsson verk- fræðingur hefir gert og er að finna með frumvarpinu á fylgiskjali nr. 6. Þá er til þess að taka, hvernig eigi að gera ríkissjóði mögulegt að mæta þeim útgjöldum, sem frum- varp þetta felur í sér. Langt er nú síðan talið var sjálfsagt að leggja fram almannafé til jöfnunar á hitunarkostnaði í landinu. Með lögum nr. 5/1974 um álagningu sérstaks gjalds til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana var fjár aflað til niðurgreiðslu olíu með því að leggja 1% gjald á söluskatts- . stofn. Aætlað er að þessi tekju- stofn gæfi nú fyrir árið 1980 rúma 5 milljarða króna. En tekjustofn þessi er nú ekki lengur. Hann var aflagður árið 1977. Síðan hefir sú skipan verið, að fjárhæð þeirri, sem ákveðin er í fjárlögum hverju sinni skal varið til að draga úr áhrifum olíuverðshækkunar á hit- unarkostnað íbúða. Ef frumvarp þetta verður sam- þykkt, sem ég vænti fastlega, bæri að ákveða fjárhæð í fjárlögum hverju sinni fyrir útgjöldum sam- kvæmt því. Það væri að formi til óbreytt skipan frá því sem nú er. En þá er eftir spurningin hvar eigi að taka peningana. Mitt svar er, að það skuli gert án skattahækk- ana með því að skera niður á móti önnur útgjöld ríkisins. Það mætti gera á árinu 1980 með flötum niðurskurði á öðrum málaflokkum en orkumálum. Ég reikna í þessu sambandi ekki með þeim útgjöld- um ríkissjóðs, sem hann á að bera að óbreyttum reglum um niður- greiðslu olíu. Ég geri ekki ráð fyrir, að nokkur fyrirfinnist, sem vilji afnema niðurgreiðslur á olíu eða minnka hana frá því sem nú er. Þess vegna hef ég í huga niðurskurð sem svarar viðbótar- útgjöldum ríkissjóðs vegna þessa frumvarps en það myndi nema um 1% af upphæð fjárlaga. Hin leiðin er að fá ríkissjóði markaðan tekjustofn til að standa undir olíuniðurgreiðslunni eins og var áður. Það fer væntanlega eftir ríkjandi stjórnarstefnu í ríkis- fjármálum hver aðferðin yrði við höfð. En hvaða leið, sem farin yrði, felur þetta frumvarp í sér, að undir niðurgreiðslu olíu sé staðið með skatttekjum ríkissjóðs svo sem alltaf hefir verið. Frumvarp þetta fjallar ekki um heildarskipan á verðjöfnun á þeim orkugjöfum, sem þjóðin notar. Það mál er í biðstöðu nú og tekur tíma að leysa. En hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á verðjöfnun, hljóta allir sanngjarnir menn að sjá, að við svo búið má ekki sitja sem nú er hjá þeim hluta þjóðar- innar, sem notar olíu til upphitun- ar húsa. Þær búsifjar, sem verð- hækkun olíu veldur þessu fólki, eru svo miklar að jafna má við áföll vegna náttúruhamfara eða aðra óáran, sem sjálfsagt þykir, að hið opipbera bæti úr þegar í stað. Aðgerðarleysi í þessum efnum er í hróplegri mótsögn við anda þeirr- ar samhjálpar og skilnings, sem þjóðin er vön að sýna þeim, sem í nauðum eru staddir. En hér er ekki einungis um sanngirnismál að ræða, heldur hagsmunamál þjóðarheildarinnar. Ef ekkert er aðhafst og ekki er skjótt við brugðið, vofir yfir brottflutningur fólks frá olíuhit- unarsvæðunum og stórfelld byggðaröskun í landinu öllum til ómælanlegs tjóns. I þessu ljósi ber að líta á það frumvarp, sem hér er til umræðu. Ethel Wiklund, sendiherra Svíþjóðar, afhendir Sigurði Reyni Péturssyni riddarakross hinnar konunglegu Norðurstjörnuorðu. Sigurður Reynir Pétursson hlýtur riddarakross hinnar konunglegu Norðurstjörnuorðu VIÐ móttöku í sænska sendiráð- inu þann 24. janúar afhenti sendi- herra Svíþjóðar, Ethel Wiklund, Sigurði Reyni Péturssyni hæsta- réttarlögmanni, framkvæmda- stjóra í Sambandi tónskálda og eiganda flutningsréttar, riddara- kross hinnar konunglegu Norður- stjörnuorðu af fyrstu gráðu. Sigurður Reynir Pétursson hlaut orðuna fyrir samvinnu sem hann hefur átt þátt í að koma á milli hinna norrænu útgáfurétt- arfélaga á sviði höfundarréttar sem framkvæmdastjóri STEF. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8. □ Helgafell 59801307 VI. I.O.O.F. 9=1611308 = Bh I.O.O.F. 7 = 1611308V2 = □ Glltnir 59801307 1 atkv. íbúð úti á landi tll leigu. Fyrirframgreiösla. Reglusamt fólk. Upplýsingar í síma, 98-2090. Viðlagasjóðshús óskast mjög góö útborgun, jafnvel staögreiösla fyrir rétta eign. Eignamiölun Suðurnesja Hafnargötu 57. Sími 3868. Veröbréf Fyrirgreiösluskrifstofan Vestur- götu 17, sími 16223. Fiskverzlun Óska eftir aö taka á leigu húsnæði fyrir fiskbúö á góöum stað í borginni. Tilboö leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Stórlax — 4738 Gerum skattframtöl einstaklinga og fyrirtækja. Lögmenn Jón Magnússon hdl., Siguröur Sigur- jónsson hdj., Garöastræti 16, sími 29411. Skattframtöl — Reikningsskil Tek aö mér gerö skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson viösk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl. 17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.