Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1980 17 Þessi grein eftir Jacques- Marie Bourget birtist í franska blaöinu Ex- press um 01- ympíuleikana og afleiöingar þess aö þeir yröu hundsaöir. Gengisfall á verðlaunum verði leikarnir hundsaðir Olympiuleikarnir misstu tilgang sinn þótt aðeins Bandaríkjamenn, Bretar og Kenya hundsuðu þá Þegar er hægt að sjá fyrir hvernig næstu 01- ympíuleikar verða með fjarveru Bandaríkja- manna, Breta og ein- hverra af samveldislönd- unum, svo sem Kenya. Raunar eru þessar þrjár þjóðir einna ákveðnastar fram að þessu í að hundsa leikana í Moskvu. Fordæmi eru fyrir slíku. Til dæmis hundsuðu 27 Afríkuríki Montreal- leikana vegna nokkurra leikja milli Suður-Afríku og Nýja Sjálands, sem ollu deilum. Árið 1972 tóku 122 þjóð- ir þátt í leikunum í Miinchen. Fjórum árum seinna voru liðin ekki nema 88 í Kanada, þótt 141 þjóðir séu þátttakend- ur í alþjóðlegu Olympíu- nefndinni. Þá þegar voru leikarnir ekki það sem þeir voru áður fyrr. En, þrátt fyrir mjög mikla hæfileika nokkurra kepp- enda þeirra, þá vógu 40 afríkuríki miklu minna á vogarskál Olympíuleik- anna eri Bandaríkin með sína 94 verðlaunapeninga í Montreal. Hætt er við að nokkur verðlaun hér og þar á leikjunum fölni fyrir hvirfilvindinum úr Austri. í Montreal sópuðu 10 efstu þjóðirnar til sín 480 heiðurspeningum/ Ef þannig er skipt, þá fóru Austur-Evrópuríkin með 322 heiðursverðlaun í vös- unum, og Sovétríkin ein 125. Bandaríkin og þar á eftir Vestur-Þýzkaland og Japan vega enn þungt á móti einveldi sosialistísku ríkjanna. Frá Montreal fóru Vestur-Evrópuríkin með 95 verðlaun eða að- eins 5 færri en hið litla Austur-Þýzkaland eitt. Ef maður veltir fyrir sér slíkri flokkun í keppn- inni í Montreal, þá má geta sér þess til, að yfir helmingur mikilvægra verðlauna Bandaríkja- manna, fari til Austur- Evrópu eftir að Banda- ríkin eru hætt þátttöku. Þá mundi lokadreifingin „samkvæmt fjölda verð- launapeninga" missa alla merkingu. í Montreal hlutu Bandaríkjamenn ekki nema 4 persónuleg gull- verðlaun og tvo aðra sigra í boðhlaups íþróttum karla. Og vonir þeirra fara varia fram úr þessu í Moskvu. Samt sem áður mundi langstökkið ómark án þess að Larry Myricks tæki þátt í því. í sumar stökk Myricks 8,52 m, sem nálgast stökk aldarinnar, sem Bob Beamon afrekaði í Mexico, er hann stökk 8,90 m og varð alveg frá sér numinn. Stóri skeggj- aði svertinginn Edwin Moses er eini maðurinn, sem til greina kemur í 400 m grindahlaupinu. Væri Moses fjarverandi, þá mundi hann skilja sæt- ið autt eftir handa Vestur Þjóðverjanum og hlaupar- anum mikla Harald Schmid. I kringlukasti getur Mac Wilkins sennilega haldið sætinu sínu frá Montreal og Dave Laut, tekið í sínum flokki við af Dallas Long. í 100 m á James Sanford möguleika á verðlaunapeningi, og í 4X100 m eru Bandaríkja- mennirnir sigurstrangleg; astir, eins og venjulega. í 110 m grindarhlaupi ætti Renaldo Nehemiah að verða eftirmaður Guy Drut. I kvennaflokknum mundi fjarvera stjörn- unnar Evelyn Ashford, verða til þess að sprett- hlaupaverðlaunin kæmu í hlut Austur-þýzku stúlkn- anna Goehr og Koch. í frjálsum íþróttum mundi fjarvera Breta draga alveg úr áhuganum á 800 m og 155 m. Sebas- tian Coe og Steve Ovett, sem geta hlaupið 1500 m á 3 mín 30, eru menn sem reikna verður með í þeim greinum. Ef Kenya hundsaði leikana einnig, þá setti það óskakeppnina algerlega úr skorðum í 800 m á Olymíuleikjum þar sem Boi Maina getur farið fram úr Coe. Kiprot- ich Rono er annar Kenya- maður, sem flýgur áfram. Hann ætti að sigra á 3000 m hindrunarhlaupi, ef hann legði í það í Moskvu. I síðustu heimsmeist- arakeppni í Texas, upp- döguðu áhorfendur í Forth Worth tvo frábæra frjálsíþróttamenn. Kurt Thomas og Bart Conner hafa þegar á pappírnum náð gullverðlauna ár- angri. I körfubolta hafa Bandaríkjamenn ávallt sigrað á leikjunum, nema 1972. í boxi náðu Ameríkanarnir í 5 af 11 mögulegum titlum. Raun- ar eru boxararnir í ol- ympíuliðinu nú á ferða- lagi í Moskvu. En það er í sundgrein- unum, sem olympíukeppn- in mundi missa allan til- gang án Bandaríkjamann- anna. í síðustu heims- meistarakeppni í Tokyo, sigruðu bandarískir sund- menn og sundkonur með 50 stiga yfirburðum. Tracy Caulkins, Cynthia Woodhead, Mary Meagh- er, Kin Linhan og Linda Jezek eiga næstum öll metin. Og ekki eru karl- mennirnir eftirbátar þeirra með gamla Jim Montgomery, Bill For- rester, Bruce Furniss. Þannig yrðu þeir kepp- endur, sem færu til að sækja sér gullverðlaun til Moskvu ekki annað en gervi sigurvegarar — ef Bandaríkj amennirnir yrðu þar ekki. (Jacques Marie Boruget í Express)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.