Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi: Fyrsta sérhannaða heimili sinnar tegundar á landinu Hér mur Hjúkrunarheimilið risa. Fyrirhugað er að byggringin taki 2 ár. EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær tók Ragnheiður Guðbrandsdóttir, elsti íbúi Kópavogs, s.I. laugardag fyrstu skóflustunguna að bygg- ingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Ragnheiður er 101 árs að aldri. í aprílmánuði 1978 komu full- trúar frá 10 félagasamtokum í Kópavogí saman til þess að ræða á hvern hátt mætti hrinda af stað byggingu Hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi. Að lokinni undirbúningsvinnu var sófnunarbaukum dreift inn á hvert heimili í bænum. Um leið var hafist handa við teiknivinnu og annan undirbúning bygg- ingarinnar. Magnús H. Magnússon heil- brigðismálaráðherra í ræðu- stól. Endanlegar teikningar Hjúkrun- arheimilisins hafa nú verið sam- þykktar. Byggingin verður 1410 fm að stærð með um 400 fm kjallara. I hjúkrunarheimilinu verður rúm fyrir 38 vistmenn. Munu þeir dveljast í 10 eins manns herbergj- um og 14 tveggja manna herbergj- um. Öll herbergin eru með baðher- bergi að undanteknum þremur tveggja manna hefbergjum sem ætluð eru þungt höldnum sjúkling- um. Húsinu er skipt í tvær deildir, annars vegar fyrir þungt haldna sjúklinga, hins vegar fyrir þá sem hressari eru. Fyrir þá verður ýmis aðstaða til endurhæfingar s.s. setustofa og fleira. Sameiginlegur matsalur er miðsvæðis í húsinu og þar verður jafnframt aðstaða starfsfólks. Öll aukarými s.s. línherbergi, geymsl- ur o.fl. eru í húsinu norðanverðu og næst Hafnarfjarðarvegi. Er þetta m.a. gert til að draga úr umferð- arhávaða í herbergjum vistmanna og sama tilgangi þjónar stein- steyptur útveggur meðfram Kópa- vogsbraut og Hafnarfjarðarvegi. Fyrirhugað er að byggja blóma- skála við húsið sunnanvert þar sem vistmenn geta átt friðsælar stundir við blómarækt og jafnvel boðið gestum upp á kaffisopa í því umhverfi. Arkitekt Hjúkrunar- heimilisins er Hilmar Þór Björns- son. Fyrirtækið Hlaðbær sér um að grafa grunninn og er áætlað að því verki verði lokið 20. mars. Húsið verður síðan reist á síðari hluta þessa árs og byggingaframkvæmd- um og frágangi að fullu lokið árið 1981. Eins og áður kom fram hefur söfnunarbaukum verið dreift í hvert hús í Kópavogi, auk þess leggja þau félög sem að bygging- unni standa fé til framkvæmd- anna. Þá hefur Gísli Sigurbjörns- son forstjóri Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar gefið 5 millj- ónir, Byggingaverslun Kópavogs gaf 1.500 þúsund, Halldóra Þórðar- dóttir og Guðmundur Þórðarson 200 þúsund og Stefnir Helgason og Sjöfn á Akureyri gáfu í samvinnu við erlendan framleiðanda stóran hluta af rafbúnaði heimilisins. Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi er fyrsta sérhannaða heimili sinnar tegundar á Islandi. Margir sérfróðustu menn hér á landi hafa lagt hönd á plóginn við undirbúning og skipulagningu og mynduðu þeir m.a. starfshóp sem vann í sjálfboðaliðavinnu sem ráðgefandi aðili fyrir arkitektinn. Níu félagasamtök standa að bygg- ingunni en byggingarstjórn Hjúkr- unarheimilis Kópavogs skipa: Ás- geir Jóhannesson formaður, Guð- steinn Þengilsson, Hildur Hálfdán- ardóttir, Páll Bjarnason og Soffía Eygló Jónsdóttir. Er Ragnheiður Guðbrandsdóttir haíði tekið fyrstu skóflustunguna var kaffisamsæti í Hamraborg. Tóku þar ýmsir til máls, þ.á m. Magnús H. Magnússon heilbrigðismálaráðherra og Kjartan Jóhannsson ráðherra og þingmaður Reyknesinga. Verzlunarráð Islands: Margt má betur fara í rekstri Pósts og síma Niðurstöður sérstakrar könnunar á vegum ráðsins kynntar NEFND á vegum Verzlunarráðs íslands hefur gert víðtæka könn- un á starfsemi Pósts og síma og skilað ítarlegri skýrslu með til- lögum, sem nefndin vill benda sérstaklega á og telur vera til úrbóta. Meginverksvið nefndar- innar var í fyrsta lagi að gera áætlun um bætta og ódýrari þjónustu og í öðru lagi að kanna þjónustu og kostnað með saman- burði við önnur lönd. Nefndin hafði í störfum sínum samráð við Neytendasamtök og einnig starfsmenn Pósts og síma. Hjalti Geir Kristjánsson, for- maður Verzlunarráðsins, sagði á fréttamannafundi í gær, þegar niðurstöður nefndarinnar voru kynntar, að framkvæmdastjórn Verzlunarráðsins hefði á fundi sínum 18. júní s.l. ákveðið að skipa nefndina til þessara athugana. Hann sagði ástæðuna þá, að at- vinnulífinu væri það mikið hags- munamál, að þjónusta og gjald- skrá Pósts og síma sé sem hag- kvæmust, því notkun póst- og símaþjónustunnar væri snar þátt- ur í rekstri þeirra. Eins og kunn- ugt er, er Póstur og sími rekinn algerlega í umsjá ríkisins og hefur hann einkarétt á þeirri starfsemi, sem stofnunin rekur. Hjalti benti á, að í allri tillögugerðinni hefði verið leitazt við, að úrbætur þjón- uðu hag notenda og íþyngdi ekki rekstri Pósts og síma. Pétur J. Eiríksson, sem var formaður nefndarinnar, gerði grein fyrir störfum hennar og niðurstöðum. Nefndin tekur ein- dregið undir þá hugmynd póst- og símamálastjóra að söluskattur verði felldur niður af umframsím- tölum. Með því fengist tvennt áorkað: Söluskattur af símtölum við útlönd er nú 4%. Með tilkomu sjálfvirkra símtala gæti farið svo að fullur söluskattur, 22%, yrði innheimtur af þeim, sem nefndin telur óverjandi. Þetta vandamál yrði ekki til staðar, ef söluskattur er ekki af umframsímtölum. í öðru lagi yrði símakostnaður milli gjaldsvæða jafnaður að nokkru leyti. Nefndin bendir sérstaklega á það ákvæði í núgildandi gjaldskrá, að hvers konar verzlunar- og atvinnufyrirtækjum er gert að greiða 30% hærra fastagjald en almennum notendum. Þetta eru leifar frá tímum handvirkra símstöðva og nefndin telur því nauðsyn að þetta ákvæði verði fellt niður. Framboð og fjölbreytni sím- tækja var sérstakt umfjöllunar- efni og talið að því hefði verið mjög ábótavant. Guðmundur 01- afsson verkfræðingur hefur verið nefndinni til ráðuneytis, en hann rekur fyrirtækið Símtækni, sem er ráðgefandi í þessum málum. Hann kynnti á fundinum sérstakan síma-sjálfveljara með minni og sagði nýtízku tæknibúnað vera mikið atriði í atvinnufyrirtækjum sem gæti aukið framleiðni og afköst til muna. Pósti og síma er gert að standa undir ýmiss konar félagslegri þjónustu, t.d. fríum síma fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, kosn- ingasíma o.fl. Nefndin telur ekki rétt, að slík þjónusta sé borin upp kostnaðarlega af hinum almenna notanda. Þá er nokkuð fjallað um rekstr- arhlið Pósts og síma og bent á, að á mörgum sviðum mætti fara ódýr- ari leiðir, s.s. með lokuðum útboð- um við innkaup á símabúnaði o.fl. Ennfremur bendir nefndin á að stofnunin gæti veitt betri þjónustu á mörgum sviðum, og sérstaklega bent á erfiðleika við að fá pósthólf, bréf og símskeyti berist seint og Póstur og sími fylgist ekki með breyttum heimilisföngum, og erf- itt geti oft reynst að ná í frímerki. Margt má betur fara í póstgíró- málum að áliti nefndarinnar og bendir hún í því máli á þjónustu- gjaldið og telur þessi mál hafa verið skipulögð án nokkurrar sam- vinnu við þá, sem þjónustuna þurfa að nota. Við samanburð á leíexgjöldum kom fram mun hærri fastur kostn- aður hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Nefndin gerði at- hugasemd við þennan gífurlega mun og vonist til að þetta verði leiðrétt. Við samanburð á heild- arsímakostnaði í 58 löndum heims, sem vestur-þýska símafyrirtækið Siemens gaf á s.l. ári út, kom í ljós að ísland er nr. 21 í röðinni og varla hægt að segja, segir í áliti nefndarinnar, að sá samanburður sé íslandi beinlínis í óhag. Svipaða sögu er að segja um samanburð á póstburðar- og símskeytagjöldum. Til skýringa á hinum mikla mun milli landanna á telexgjöldum hef- ur verið nefnt að önnur lönd hafi miklar tekjur af telexsendingum, hins vegar eiga íslendingar ekki nema örstuttan kapalspotta til Vestmannaeyja, sem gefur litlar tekjur af sér. Hjalti Geir Kristjánsson sagði í lok fundarins, að Verzlunarráð íslands myndi kanna skýrslu nefndarinnar til hlítar og væri ráðið tilbúið að gerast tengiliður milli notenda og Pósts og síma. Könnunin væri ekki einhliða, mál- ið hefði einnig verið athugað frá hlið Pósts og síma og sagði hann í lokin, að hann vænti þess að takast myndi gott samstarf þessara aðila til að landsmenn allir gætu fengið eins góða þjónustu á þessu sviði og hægt væri. Auk Péturs J. Eiríkssonar áttu sæti í nefndinni Anton Örn Kærnested, og Steinar Berg Björnsson. Auk þeirra störfuðu með nefndinni Árni Árnason og Bjarni Snæbjörn Jónsson, sem jafnframt var ritari nefndarinnar. Ljósm. Mbl. R.A.X. Þessi mynd er tekin á fréttamannafundinum i gær. Fyrir miðju er Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðsins, honum á hægri hönd Pétur J. Eiríksson, formaður nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.