Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 Arelíus kvaddur í Langholtssöfnuði SÉRA Árclíus Níelsson, prestur í Lansholtssókn, hefur nú látið af störfum sem kunnugt er. Hann hefur verið prestur Langholtssafnaðar frá því hann var stofnaður, eða í 27 ár. Rúman áratug var hann einn um starfið, en þá var söfnuðurinn orðinn það fjölmennur, að ástæða þótti til að prestar hans yrðu tveir. Hlaut þá kosningu séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sem nú við brottför séra Árelíusar verður einn prestur safnaðarins, enda hefur ibúum sóknarinnar fækkað mjög síðustu ár. Á aðalfundi safnaðarins, sem haldinn var um miðjan des. sl., afhenti séra Árelíus söfnuði sínum að gjöf eina milljón króna án skilyrða. Þótti það stórmann- lega gert, enda mun slíkt fátítt. Gera má ráð fyrir, að þessi peningagjöf renni að miklu leyti til byggingar kirkju þeirrar, sem nú er unnið að. Það er örðugt á þeim verðbólgutímum, sem nú eru, að reisa vandaða kirkju, og má segja, að bygging þessi sé allt of skammt á veg komin. Síðustu guðsþjónustu sína sem þjónandi prestur í Langholtssókn flutti séra Árelíus síðasta sunnu- dag nýliðins árs. Var til hennar vandað og hún mjög áhrifamikil. Fjölmenni var svo mikið, að. ekki gátu allir fengið sæti. Messunni var útvarpað. Sóknarnefnd og safnaðarfélög höfðu gert ráð fyrir að kveðja prest sinn með virðulegu sam- kvæmi, en hann baðst eindregið undan því. En stjórnir Kvenfélags og Bræðrafélags safnaðarins buðu honum þá til kaffidrykkju hinn 6. jan. s.l. og þá var honum afhent að gjöf ávísun á ferð til Landsins helga. Tók hann móti henni með innilegu þakklæti, kvað sig lengi hafa dreymt um ferð á þá helgu staði. Frótt írá LanKhoItssöfnuði Séra Árelíus Níelsson ásamt stjórnum Kvenfélags og Bræðrafélags safnaðarins. Skákmótið í Hollandi: Stefnir í sig- ur Seirawans GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði jafntefli í gær við Biyiasis frá Bandaríkjunum á skákmótinu í Wijk am See í Hollandi. Hefur Guðmundur þá hlot- ið 4 vinninga í 12 umferðum, en aðeins einni umferð er ólokið og teflir Guðmundur við Timman frá Ilollandi á morgun. Seirawan frá Bandaríkjun- um gerði í gær jafntefli við Brown frá Bandaríkjunum og Kortsnoj vann Ligterink. Staða efstu manna fyrir síðustu umferð er þannig að Seirawan hefur 9Ú2 vinning og mætir Sunye frá Brasilíu á morgun, Brown er með 9 vinninga og Kortsnoj 8'/2, en þeir tefla saman í síðustu umferðinni. Ljósmynd. Mbl. Kristinn. Framkvæmdir standa yfir af fullum krafti við stækkun Álversins i Straumsvik. Nýlega komu til landsins 40 ker, sem sett verða upp i nýbyggingunni. 30 ker komu með skipi beint i Straumsvik en 10 kerjum var skipað upp i Sundahöfn i Reykjavik og þaðan var ekið með þau suður i Straumsvik á stórum trukkum. Vegna þess hve breið kerin eru óku bilarnir i lögreglufylgd en allt gekk óhappalaust og kerin komust öll á áfangastað. 51 skip hefur fengið afla - Sigurður hæstur SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld höfðu 92.149 lestir af loðnu borizt á land á vertíðinni, en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn orðinn 99.604 lestir. Aflahæsta skipið i vikulokin var Sigurður RE 4 með 4493 lestir, skipstjórar Haraldur Ágústsson og Krist- björn Árnason. Síðan á laugar- dag hafa hátt í 30 þúsund lestir borizt á land og hafa Bjarni Ólafsson AK 70 og Pétur Jónsson RE 69 dregið verulega á Sigurð RE. Loðnu hafði á laugardags- kvöld verið landað á 14 stöðum, en skýrsla Fiskifélagsins um afla einstakra skipa og löndunarstaði er miðuð við laugardagskvöld. Sigurður RE4 — 4493 Pétur Jónsson RE 69 — 3309 Júpiter RE 161 — 3253 Bjarni Ólafsson — 3247 Grindvíkingur GK 606 — 3204 Hrafn GK 12 — 3067 Guðmundur RE 29 — 2930 Hákon ÞH 250 — 2899 Gullberg VE 292 — 2571 Börkur NK 122 — 2506 Þórshamar GK 75 — 2077 Súlan EA 300 — 2070 Víkingur AK 100 — 2042 Húnaröst ÁR 150 — 2013 Fífill GK 54 — 1994 Helga II RE 373 — 1947 Örn KE 13 — 1916 Haförn RE 14 — 1906 Skírnir AK 16 — 1892 Sigurfari AK 95 — 1886 ísleifur VE 63 — 1852 Gígja RE 340 — 1848 Náttfari RE 75 - 1829 Skarðsvík SH 205 — 1817 Kap II VE 4 - 1715 Óskar Halldórss. RE 157 — 1710 Jón Finnsson RE 506 — 1637 Magnús NK 72 — 1637 Þórður Jónsson EA 350 — 1597 Jón Kjartansson SU 111 — 1530 Hafrún ÍS 400 — 1462 Keflvíkingur KE 100 — 1425 Rauðsey AK 14 — 1351 Sæbjörg VE 56 - 1342 Hilmir II SU 177 - 1329 (Ljósm. Mbl. Sigurgeir). Bjarni Ólafsson AK 70 er meðal aflahæstu loðnuskipanna og var þessi mynd tekin á dögunum er skipið var á leið til Akraness með afla. Magnmælingum á loðnu lokið með góðum árangri - NIÐURSTÖÐUR þessa leið- angurs eru líkari októberleið- angri Bjarna Sæmundssonar en niðurstciðum sameiginlegu leið- angranna, sem farnir voru ásamt norskum fiskifræðingum á síðasta ári, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur í sam- tali við Mbl. í gær. Hann var þá um borð i Bjarna Sæmundssyni á leið til Reykjavíkur og er skipið væntanlegt þangað í dag. Síðustu daga hafa fiskifræðingar verið við magnmæiingar á loðnu norð- ur og vestur af landinu og auk Hjálmars hefur Eyjólfur Frið- geirsson verið við þessar rann- sóknir um borð í Árna Friðriks- syni. Októberleiðangur sá sem Hjálmar vísaði til hér að ofan gaf talsvert betri niðurstöður en leið- angur sem farinn var í samvinnu við Norðmenn fyrst í þeim mánuði og einnig í júlí—ágúst. Hjálmar vildi ekki fjalla nánar um niður- stöður þessa leiðangurs, en þegar þær verða kunnar má vænta þess að sjávarútvegsráðherra taki til athugunar fyrri ákvarðanir um loðnuveiði í ár. Hjálmar sagði í gær, að þessum mælingum á Íoðnumagni hefði lokið þá um morguninn. Síðustu 4 sólarhringa hefði svæðið frá Kol- beinsey vestur í Víkurál verið Hjálmar Vilhjálmsson. kannað og mælingarnar gengið nokkuð vel, veður verið gott og síðustu dagana verið íslaust á því svæði, sem loðhan hefur einkum haldið sig. Hjálmar sagði, að vart hefði orðið við loðnu á mjög stóru svæði, austasti hluti göngunnar væri nú kominn á móts við Kolbeinsey, en loðnu væri einnig að finna vestur undir Víkurál. Loðnan færi 10 og upp undir 15 mílur á dag, en það væri algengur gönguhraði hennar. Hjálmar sagði að loðnan hefði í vetur legið mun vestar en áður í þau 15 ár, sem vel hefði verið fylgst með göngum hennar. Þá sagði hann einnig, að meira væri af yngri árganginum í göngunni og hún minni en venjulega. Albert GK 31 - 1311 Bergur VE 44 — 1276 Eldborg HF 13 — 1271 Helga Guðmundsdóttir BA 77 — 1249 Harpa RE 342 — 1195 Dagfari ÞH 70 — 1147 Óli Óskars RE 175 — 1116 Gísli Árni RE 375 — 1084 Ársæll KE 17 - 1071 Ljósfari RE 102 — 1063 Seley SU 10 — 1062 Faxi GK 44 — 1030 Arnarnes HF 52 — 835 Huginn VE 55 — 816 Svanur RE 45 — 787 Stapavík SI 4 — 575 Löndunarhafnir: Vestmannaeyjar 3393 Þorlákshöfn 2217 Grindavík 3029 Sandgerði 1670 Hafnarfjörður 4395 Reykjavík 7297 Akranes 8814 Patreksfj. 1372 Boiungarv. 6527 Siglufj. 36924 Krossanes 7336 Raufarhöfn 5212 Vopnafj. 761 Neskaupsst. 3203

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.