Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 48
Lækkar hitakostnaðinn Gull og silfur til fermingargjafa Sc é>tlfttr Laugavegi 35 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Fjárlagafrumvarpið lagt fram á Alþingi í gær: Tekjuskattur einstakl- inga hækkar um 65,1% Niðurstöðutölur frá fjárlögum ’79 hækka um 62,7% FJÁRLAGAFRUMVARP Ragnars Arnalds fjármálaráö- herra fyrir árið 1980 var lagt fyrir Alþingi í gær. Er þetta 3. fjárlagafrumvarpið, sem sér dagsins ljós frá því í oktúbermánuði. Niðurstöðutölur rekstursreiknings eru tæplega 340 miiljarðar króna. en það er 02,7% hækkun frá afgreiddum fjárlögum 1979. Þá er það 5.2% ha-kkun frá fjárlaKafrumvarpi minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins, sem lagt var fram í desember síðastliðnum, frumvarpi Sitfhvats Björgvinssonar og 2.9% hækkun frá fjárlaga- frumvarpi vinstri stjórnarinnar frá þvi í oktúber, frum- varpi Tómasar Árnasonar. í frumvarpinu er ekki meðtalin lra til 5 miiljarða króna tekjuöflun til að standa undir Kreiðslu olíustyrks, en í greinargerð segir, að ríkisstjúrnin haíi ákveðið. að fjáröflun og ráðstöfun fjár í þessu skyni, verði ákveðin með sérstökum iögum. í þessu nýja fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir tekjuafgangi, sem nemur 5,5 milljörðum króna, en tekjuafgangur samkvæmt frum- varpi Sighvats var 8,5 milljarðar og samkvæmt frumvarpi Tómasar var tekjuafgangur tæpir 9 millj- arðar. Gjaldahækkun frá frum- Rekstrar- halli ríkis- sjóðs á sjöunda milljarð SAMKVÆMT skýrslu ríkis- endurskoðunar. sem send hef- ur verið fjárveitinganefndar- mönnum alþingis, var rekstr- arhalli ríkissjóðs um sl. ára- mót á sjöunda milljarð króna. Skráður rekstrarhalli er 2,5 milljarðar kr., en þar vantar inn I skv. skýrslunni ógreidd framlög til Byggðasjóðs og Fiskveiðasjóðs að upphæð 3 milljarðar, um 600 millj. kr. millifærslur og einnig nokkra upphæð, sem sýslumannsemb- ætti hafa greitt til ríkissjóðs fyrir áramót umfram þær fjárhæðir sem þau eiga inni hjá ríkissjóði. varpi Sighvats er 6,3% en frá frumvarpi Tómasar 4,1%. Þá er gert ráð fyrir rúmlega 2ja millj- arða króna greiðsluafgangi, en í frumvarpi Sighvats var greiðslu- afgangur 267 milljónir og hjá Tómasi 275 milljónir króna. Tekjuskattar hækka frá síðustu samþykktu fjárlögum um 57,3%, en tekjuskattar einstaklinga hækka um 65,1%. Hækkun á tekjusköttum einstaklinga frá frumvarpi Sighvats er 26,4%, en frá frumvarpi Tómasar er hækk- unin 2%. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a., að frumvarpið sé miðað við það, að verðhækkun frá upp- hafi til loka árs 1980 verði um 31% og meðalhækkun verðlags 1979-1980 verði 45-46%. Um 2ja milljarða króna greiðsluafgang segir: „Gera verður ráð fyrir, að þessi greiðsluafgangur minnki nokkuð við meðferð frumvarpsins í fjárveitinganefnd, en brýnt er að frumvarpið verði þó afgreitt án greiðsluhalla." Hrognafryst- ing hafin í Eyjum HROGNAFRYSTING úr loðnu hófst í Eyjum í nótt í Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja og eru það fyrstu hrognin sem tekin eru til vinnslu á landinu á þessari vertíð. • Valsmenn tryggðu sér rétt til þess að leika til úrslita um Evrópubikarinn í handknattleik með fræknum sigri gegn spænska liðinu Atletico Madrid á sunnu- dagskvöldið. Mæta Vals- menn þýska liðinu Gross- waldstadt í Dortmund síðar í þessum mánuði. Árangur Vaismanna er einstæður hér á landi og einhver stærsta stund sem komið hefur upp í íslensku íþróttalífi. Sjá nán- ar um afrekið á íþróttasíð- um blaðsins. Ljósm. Gmilía. Reglugerð ríkisstjórnarinnar um niðurtalningu verðlags: 8 af 9 verðlagsráðs- mönnum mótmæltu „ÉG ER ekki búinn að gera það upp við mig hvað ég geri eftir þessa af- greiðslu verðlagsráðs á umsögn um reglugerð fyrir niðurtalningu verð- lags,“ sagði Tómas Árna- son viðskiptaráðherra í samtali við Mbl. í gær, en átta af níu mönnum i verðlagsráði mótmæltu reglugerðinni. Aðeins formaður nefndarinnar, Björgvin Guðmundsson mælti með reglugerðinni. „Þetta mál verður rætt og athugað í ríkisstjórn- inni,“ sagði Tómas og ákvarðanir teknar, en ég geri ekki ráð fyrir því að ég afgreiði málið á morgun. Það er skylt að leita álits Verðlagsráðs og álitið er komið, en ríkisstjórnin er ekki bundin því áliti og getur því ákveðið fram- kvæmd málsins ef hún tel- ur það rétt og vill fram- fylgja sinni stefnu." Sigurður Helgason á fundi í Luxemburg: „Verðum að fá aðstoð við rekstur Atlantshafsflugsins“ Á FUNDI Flugleiða o« Luxair með þátttöku opinberra starfsmanna heggja landanna í Luxemburg í gær var rædd staða flugsins yfir Norður- Atlantshaf og undirstrikuðu Flug- leiðamenn þann vanda sem fyrirtæk- ið á nú við að glíma í þeim efnum að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða í samtali við Mbl. í gæi- kvöldi. Kvað Sigurður Flugleiða- menn hafa lagt á það áherzlu að félagið verði að fá einhverja aðstoð til þess að halda fluginu áfram. Fundinum lauk í gærkvöldi og var ákveðinn annar eftir um það bil hálfan mánuð. Verður þá búið að kanna nánar hvernig aðstoð kemur til greina í þessu samhandi. „Það kom í ljós á þessum fundi," sagði Sigurður, „að Luxemburgar- menn hafa áhyggjur af þeirri þróun mála sem orðið hefur á þessari flugleið, sérstaklega vegna mikilvæg- is fyrir þá að mörgu leyti. Það kom fram gagnkvæmur skilningur hjá fulltrúum beggja landanna að starf Flugleiða þurfi að halda áfram, en við undirstrikuðum að til þess yrðum við að fá einhverja aðstoð.“ Engar ákveðnar hugmyndir voru ræddar í þeim efnum, en m.a. kom til tals niðurfelling lendingargjalda. S.l. ár greiddu Flugleiðir 400 millj. kr. í lendingargjöld í Luxemburg. Þá var Sigurður spurður um beiðni Flugleiða til ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á 5 millj. dollara láni. „Árið 1975 voru samþykkt lög sem heimiluðu ríkisábyrgð til handa Flugleiðum fyrir 18,5 milljón dollara láni. Notuð var heimild fyrir 13,5 millj. dollara og umbeðin ábyrgð er fyrir ábyrgð á þeim 5 millj. dollurum sem eftir eru. Ætlunin er að nota þetta lán sem rekstrarfé til þess að styrkja fjárhagsstöðu Flugleiða, en þess má geta að af 13,5 millj. dollara láninu er búið að greiða upp um helming. Þá má geta þess að Loftleið- um var veitt ríkisábyrgð árið 1972 og 1974 fyrir 7 millj. dollara og er það lán allt greitt upp.“ Sýknaður af ákæru um klámmyndaleigu FORSTÖÐUMAÐUR kvikmyndaleigu í Reykjavík hefur verið sýknaður af ákæru um að leigja út klámmyndir. 47 slíkar myndir fundust í fórum mannsins en sakadómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri sannað að maðurinn hefði leigt myndirnar út. Það mun hafa verið í fyrra að lögreglumenn komu í kvik- myndaleiguna og veittu þá at- hygli filmuboxum með vafasöm- um skreytimyndum. Tók lög- reglan myndirnar í sínar vörzl- ur en þær voru 47 að tölu eins og fyrr er getið. Maðurinn játaði að eiga myndirnar en kvaðst ekki leigja þær út heldur aðeins sýna þær vinum sínum. Ákæra var gefin út á hendur manninum eigi að síður og fékk sakadómur Reykjavíkur málið til dómsmeðferðar. Eins og venjulega var vandað til með- ferðar málsins og m.a. þurfti sakadómurinn að horfa á allar kvikmyndirnar til þess að ganga úr skugga um að myndefnið væri í samræmi við ákæruefni en ekki eitthvað annað, t.d. Andrés Önd. Tók myndasýning- in heilan vinnudag og voru þó notaðar tvær sýningarvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.