Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 13 deildir fyrir bráða sjúkdóma, en á slíkum deildum eru að staðaldri um 30% inniliggjandi sjúklinga á ellilífeyrisaldri. Þá tekur við öldr- unarlækningadeild, sem er við- komustaður aldraðra sjúklinga í tvo til þrjá mánuði. Þar fer fram sjúkdómsgreining og meðferð, sjúkra- og iðjuþjálfun og fjölþætt mat á hæfni einstaklingsins, verk- hæfni, hreyfigetu, geðhæfni og fieira. Þetta mat er síðan lagt til grundvallar ákvörðun um hvaða þjónustu- eða vistunarform sé heppilegast. Næst í röðinni eru langlegudeildir, sem vista þunga hjúkrunarsjúklinga, sem eru að mestu rúmliggjandi og þurfa að- stoð við að sinna flestum persónu- legum þörfum sínum. Þá koma hjúkrunarheimili, sem vista sjúkl- inga sem þurfa aðhlynningu og einhverja hjúkrun en hafa að mestu fótavist. Þá má nefna dagspítala, en þeim er aðallega ætlað að sinna tvenns konar hlutverki, þ.e. að aðlaga einstakl- inga, sem hafa dvalist til lang- frama á sjúkrastofnunum, til að iifa á ný eðliiegu lífi á eigin heimili og í öðru lagi að gefa fólki, sem dvelur á eigin vegum, eða á heimili aðstandenda, kost á lík- amlegri og félagslegri endurhæf- ingu ásamt iðjuþjálfun. Þar með eru upptaldar sjúkrastofnanir og við taka félagsstofnanir. Þær eru fyrst of fremst vist- heimili fyrir aldraða, sem einnig eru kölluð dvalar- eða elliheimili. Þau eru eins og nafnið bendir til, heimili aldraðra. Að lokum eru svo leiguíbúðir fyrir aldraða, sem geta verið verndaðar íbúðir, þar sem boðið er upp á ýmsa þjónustu innan húss. Einnig eru íbúðir án þjónustu, þar sem búa fullfærir einstaklingar. Upptalninguna hér að ofan ber fremur að skoða sem þjónustu- form, en ekki sem sérstakar stofn- anir. Hins vegar er auðvelt að tengja ýmsar tegundir þjónustu undir sama þaki og er það raunar gert á fiestum stofnunum aldr- aðra. Til viðbótar má telja þá margþættu þjónustu, sem má veita í heimahúsum, svo sem heimilishjálp, heimahjúkrun, heimsendingu matar, félagsaðstoð og ýmislegt fleira. Mestu skiptir að skapa yfirsýn yfir þarfir aldraðra í bæjarfélagi eða þjónustuhverfi og sá, sem hefur þessa yfirsýn á síðan að stjórna ráðstöfun ofannefndra úr- ræða. Visi að slíkri þjónustu- miðstöð aidraðra var komið á fót árið 1978, en var því miður of veikburða frá byrjun. Sjúkraþjón- ustumiðstöð og vistunarráð, sem ætlunin var að stofna með sam- starfi heilbrigðis- og félagsmála- yfirvalda í borginni hefði getað valdið gjörbreytingu á því ástandi, sem ríkt hefur, jafnvel þó ekki yrði í byrjun mikil fjölgun lang- legu- og hjúkrunarplássa. Nú er íjöldi fólks á heimilum úti í bæ, sem þyrfti sólarhringshjúkrun Það hefur verið reynt eftir mætti að auka heimaþjónustu, þ.á m. heimahjúkrun, og á si. ári voru farnar yfir 21 þúsund vitjan- ir í heimahjúkrun og hafði þeim þá fjölgað um rúmlega 3000 frá síðasta ári. Jafnframt fjölgaði sjúklingum um 26%. Fjöldi há- aldraðra sjúklinga jókst verulega frá árinu 1978. Utan stofnana er nú mikill fjöldi sjúklinga, sem ekki er forsvaranlegt að hafa í heimahúsum. Stefnt er að því að auka þessa þjónustu eins og unnt er, en uppbygging heilsugæslustöðva í hverfum borgarinnar mun einnig geta bætt ástandið og auðveldað mjög aðgang að iæknishjálp. Nú er unnið að þeirri uppbyggingu af fullum krafti. Jafnvel þó heimaþjónusta af öllu tagi sé aukin, þá eru takmörk fyrir því, hve langt hún nær og staðreyndin er, að nú er fjöldi fólks í heimahúsum, sem þyrfti sólarhringsvistun á langlegudeild- um eða hjúkrunarheimilum. Friðrik Einarsson yfírlæknir Hafnarbúða: Það ríkir neyðarástand í öldrunarmálum eins og er Þessi stofnun, Hafnarbúðir, hóf starfsemi sína í september 1977 og hún er eiginlega ein af deildum Borgarspítalans. Hér eru 25 rúm, þar af eru 21 fast vegna langlegu sjúkiinga, en 4 eru hreyfanleg og allflestir sjúklinganna koma hingað af Borgarspítalanum," sagði Friðrik Einarsson yfirlækn- ir "Hafnarbúða, þegar blaðið hafði samband við hann og bað hann segja frá rekstri stofnunarinnar. 114 heimili hafa notið hreyfanlegu plássanna hjá okkur Eins og ég sagði hefur mér tekizt að halda 4 hreyfanlegum plássum og inn í þau er fólk tekið til um það til mánaðardvalar í senn og er það gert til að létta á heimilum og aðstandendum aldr- aða fóiksins. Þetta er mjög nauð- synlegur þáttur í þjónustunni við aldraða og heizt viidi ég að öll plássin væru svona. Það eru mörg dæmi þess að fólk hefur verið bundið yfir sjúkum gamalmenn- um árum saman án þess að fá svo mikið sem sumarfrí. Hvað hin plássin varðar þá er i þeim gamalt sjúkt fóik, sem væntanlega verður í þeim til dauðadags. Erum einnig með dagspítala Frá því í október höfum við haft hér dagspítaia. Þá eru sjúklingar sóttir heim um klukkan 9 á morgnana, fá hér morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi áður en þeir fara heim aftur um klukkan 16. Þetta er þeim allt að kostnað- arlausu. Meðan fólkið dvelur hér tekur það þátt í hópleikfimi, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun auk þess sem það blandar geði hvort við annað, sem er mjög nauðsyn- legt. Sumir eru hér tvo daga í viku, aðrir þrjá og í hverjum hópi eru 10 til 12 manns. Vistmenn dagspitaia eru valdir í samráði við þjónustumiðstöð aldraðra. Vandamál lasburða gamalmenna stærsta vandamál heilbrigðis- þjónustunnar Hreyfanlegu plássin eru mikil- vægasti þátturinn í starfsemi okkar vegna þess að þau eru svo gríðarlega mikil hjálp við heimilin og yfirleitt má segja að vandmál lasburða gamalmenna sé stærsta vandamál heilbrigðisþjónustunn- ar hér á landi og allt of seint var byrjað að sinna því. Ég hélt áður, þegar ég stóð fyrir stórri skurðlæknisdeild, að að- staða gamalmenna vildu ekki passa þau heima, en sem betur fer skjátlaðist mér mjög og skjátlast mörgum þar um enn. Það er mjög margt fólk, sem sýnir alveg undraverða hjálpsemi og fórnfýsi, jafnvel við sér algjörlega óviðkom- andi. En hins eru líka dæmin að börn láta gamia móður sína þvæl- ast á milli sín, stuttan tíma í einu og heimta jafnvel að móðir á niræðisaldri skipti búi, tii að þau fái peningana strax. Held að við höfum byrjað á öfugum enda við lausn vandamálanna Þetta er stórkostlegt vandamál með aðbúnað gamla fólksins og nú vantar beinlínis hjúkrunarheimili. Talsvert hefur verið gert af því að útvega gömlu fólki íbúðir, en það held ég sé að byrja á öfugum enda. Það er fjöldi fólks, sem þarf að hírast heima og veit ekki sitt rjúkandi ráð vegna sjúkleika og ellihrumieika, en samt eru ætt- ingjar neyddir til að hafa það á heimilum, þar sem erfitt er að veita því næga þjónustu. Hvernig halda menn að gömlu fólki líði, sem hefur komið upp stórum hópi barna, sem það hefur annazt eftir beztu getu, en þarf svo í ellinni að hrekjast á milli þeirra og hafa á tilfinningunni að það sé hvergi veikomið. Það er bezt að hver iíti í eigin barm og spyrji sig þeirrar spurningar. Nú er álagið komið á heimahjúkrunina Ég hef verið ákaflega heppinn með starfsfólk, það er ekki mér að þakka hve góða umönnum gamia fólkið fær hér og með hve mikilli alúð það er stundað. Ég viidi bara að þessi stofnun væri þrisvar sinnum stærri. Það er að vísu verið að byggja B-álmu Borgar- spítalans og hún kemur til með að hjálpa mikið, en það verður varla lengi því reikna má með að hún fyllist fljótlega. Það er ekki þörf á aukningu á bráðatilfella sjúkra- rúmum hér, en inni á slíkum deildum liggur fjöldi gamals fólks, sem hefur orðið þar innlyksa og er ekki hægt að senda heim. Fyrir þetta fólk þyrfti ódýrari sjúkra- rúm. Stærðin á Hafnarbúðum er ekki heppileg, þetta er of lítið, en hjúkrunarheimili eiga heldur ekki að vera stór, helzt ekki stærri en fyrir svo sem 70 manns, þannig er mögulegt að varðveita nokkuð af heimilisbragnum, svo sem nauð- synlegur er. En þegar ástandið er orðið eins og raun ber vitni verður álagið mest á heimahjúkrunina og heim- ilishjálpina, sem eru mjög góðar stofnanir og vinna gott starf, en ekki nema upp að vissu marki og þá þurfa hjúkrunarheimilin að vera til staðar til að taka við. Það ríkir neyðarástand í öldrunarmál- um eins og er, en ef þessara stofnana nyti ekki við væri ástandið vonlaust. Ég hef bent aðstandendum gamla fólksins á að stofna þýsti- hóp til að reyna að fá stjórnmála- mennina til að opna augun fyrir þessu, það er, held ég, eina leiðin, því að þeir virða bara atkvæði." ÖLDRUNARMÁLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.