Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 31 Dánargjöf og staða verzlunar: „Hafa ekki greitt til samneyzlu í hlutfalli við greiðslugetu“ skömm að þessari neitun og skýr- ingar væru óhjákvæmilegar. Ég þekkti þessi hjón persónulega, sagði Albert, enda sendill hjá Sig- urliða. Betra fólki var ekki hægt að kynnast. Það liggur við að ég óski þess að hafa aldrei verið kjörinn á Alþingi íslendinga, er slík lágkúra hvílir í dag yfir þessari stofnun og hér hefur komið fram í ræðustól þingdeildarinnar á hinn ósmekkleg- asta hátt. - sagði Guðrún Helgadóttir á Alþingi GUÐRÚN Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær og beindi nokkrum fyrirspurnum til viðskiptaráð- herra varðandi stöðu verzlunar á íslandi. í máli hennar var m.a. bent á dánargjöf (erfðaskrá) hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, sem gáfu afrakstur ævistarfs síns til mannúðar- og menningar- mála, sem dæmi þess, hvern veg mætti komast yfir fjármuni í verzlunarrekstri. Urðu þessi ummæli tilefni harðra orðaskipta, sem hér á eftir verða lauslega rakin. Klemma kaup- mannanna Guðrún Helgadóttir (Abl) sagð- ist ætla að tala um skiptingu þjóðarauðsins og þá klemmu, sem nýlegt erindi kaupmanna til Al- þingi hefði borizt í, og átt hefði að merkja slæma stöðu verzlunar á Islandi. Hún minnti á hús verzlun- arinnar, sem nú risi tughæða í Kringlumýri, og væri ekki klemmu- legt. Þá minnti hún á dánargjöf hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sig- urliða Kristjánssonar, en „Sigurliði var kunnur kaupmaður hér í borg alla starfsævi sína og ekki vitað til að hann hafi stundað önnur störf“. „Vandi borgarsjóðs vegna Borg- arleikhúss sýnist að verulegu leyti leystur," sagði Guðrún, og „enn koma verzlunarmenn við sögu.“ Það „sem vekur athygli launþega," sagði hún, „er umfang þessa auðs.“ „Agóði annars af eigendum þessara verzlana (Silla og Valda), sem þau hjón gefa nú til menningarmála og annarrar starfsemi, er hvorki meira né minna en eignir að brúttómati 3 milljarðar og 560 milljónir króna. Þarna var augljós- lega ekki um verzlun í klemmu að ræða ... Þessi arður er álagning verzlunar sem neytendur hafa greitt," sagði hún. „Það verður ekki hjá því komizt að benda á, að á árunum sem Sigurliði Kristjánsson safnaði auði sínum, áttu atvinnurekendur, ekki sízt kaupmenn, í greiðsluerfiðleik- um, eins og það var kallað, og þess vegna var alla jafna þröngt um launahækkun ...“ Guðrún sagði „fjarri sér að væna látna einstaklinga um lögbrot af nokkru tagi, enda liggur ekkert slíkt fyrir. En sú spurning hlýtur að vakna, hvort löggjöfin (skattalög- gjöfin) sé þá eins og hún ætti að vera ... meðan milljarðaarður af vinnu landsmanna liggur í vösum eins manns ...“ „Óhugsandi er,“ sagði Guðrún, „að hin látnu hjón hafi greitt til samneyzlu lands- manna í nokkru hlutfalli við greiðslugetu sína.“ Síðan spurði Guðrún viðskipta- ráðherra hvort kröfur um hærri álagningu verzlunar væru nauðsyn- legar vegna afkomu hennar, hver væri áætlaður hagnaður verzlunar 1980, hvort unnið yrði að betra verðlagseftirliti — og hvort ráð- herra teldi að gróði af verzlun Silla og Valda „væri eðlileg afkoma kaupmanna og þá með vísbendingu um stöðu verzlunarinnar?" Samkeppni sam- vinnuverzlunar og einkaverzlunar Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, kvaðst ekki viðbúinn að svara spurningum Guðrúnar til hlítar, þó hann svaraði henni lítil- lega nú, en hann myndi bæta úr síðar. Hann sagði eign viðkomandi kaupmanns hafa orðið til á 50 ára starfsferli. Silli og Valdi hefðu byrjað að festa arð sinn í fasteign- um fyrir meira en 30 árum, og hefðu þeir allar götur búið að sparsemi og hagsýni í rekstri. í raun hefðu þeir verið afreksmenn í verzlun og unnið baki brotnu allt sitt líf. Verðþróun í landinu hefði svo margfaldað fasteignir þeirra, mælt í smækkandi krónum. Hér lægi að baki 50 ára starf, dugnaður og fyrirhyggja, auk verðþróunar, sem menn ættu að kunna skil á. Þessir aðilar hefðu hætt verzlun- arrekstri fyrir um 10 árum. Ævi- Albert Guðmundsson starf þeirra varpaði ekki ljósi á stöðu verzlunar í dag. Hann sagði könnun Þjóðhagsstofnunar hafa leitt í Ijós að staða innflutnings- verzlunar (vergur hagnaður fyrir skatta) hefði þróazt svo á þessum áratug: 1973 4,9%, 1974 4,7%, 1975 4%, 1976 4,5%, 1977 3% og 1978 2,6%. Hagnaður innflutningsverzl- unar hefði lækkað úr 4,1% 1973 í 2,1% 1978. Hér væri um meðaltals- tölur að ræða svo einstök fyrirtæki hefðu sýnt bæði betri og verri útkomu. Vergur hagnaður smásöluverzl- unar áður en skattar eru greiddir hefði þróazt úr 2,6%- 1973 í 1,5% 1978 og væri áætlaður 1,3%, sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar 1980. Hreinn hagnaður hefði þróazt úr 1,3% 1974 í 0,5% 1978. Ráðherra sagðist hafa fyrir því góðar staðreyndir, bæði frá sam- vinnuverzlun og einkaverzlun, að staða strjálbýlisverzlunar væri enn verri. Hún ætti vissulega í vök að verjast. Þar kæmi til hærri rekstr- arkostnaður, hægari afsetning og lánsviðskipti. Afkoma strjálbýlis- verzlunar væri áhyggjuefni, sagði ráðherra Ráðherra lagði áherzlu á auknar fjárveitingar í fjárlögum næsta árs bæði til verðlagseftirlits og neyt- endasamtaka, sem ásamt frjálsri samkeppni samvinnuverzlunar og einkaverzlunar væri bezta trygging heilbrigðra verzlunarhátta. Mesta lágkúran á löngum fundaferli Albert Guðmundsson (S) sagðist hafa tekið þátt í félagsmálaumræðu Guðrún Helgadóttir Sverrir Hermannsson langa tíð, allt frá starfi í íþrótta- hreyfingu á unga aldri til setu í borgarstjórn og Alþingi. Aldrei hefði hann þó hlýtt á ósmekklegri málflutning né meiri lágkúru en ræðu Guðrúnar Helgadóttur, þar sem hún hefði undir rós veitzt að látnu heiðursfólki, sem gefið hefði samfélaginu, mannúðar- og menn- ingarstofnunum, afrakstur ævi- starfs síns. Og það er bæði borgar- fulltrúi og þingmaður Reykvíkinga, sem þannig þakkar fyrir borgar- samfélagið! Albert sagði Silla og Valda hafa gengið á Samvinnuskóla og hafið störf í samvinnuverzlun. Á slæmri tíð fyrir verzlunina hefði þessi kaupfélagsverzlun verið lögð niður, en tveimur afgreiðslumönnum (Silla og Valda) gefinn kostur á að yfirtaka verzlunina. Þetta var upp- hafið að ævistarfi, sem skilaði miklum árangri, enda vinnufram- lag og aðhaldssemi verzlunarmann7 anna með eindæmum. Ég spyr, sagði Albert, að gefnu tilefni get- Tómas Árnason Matthías Bjarnason saka, hvort verzlanir þessara manna hafi ekki skilað jafn góðri vöru á jafn lágu verÓi til almenn- ings og t.d. verzlanir KRON, án þess að halla í nokkru á þær verzlanir? Yfirbygging verzlana Silla og Valda var iengst af ekki önnur en vinnuframlag þeirra og frú Helgu, sem annaðist skrifstofu- störf og innheimtu lengst af. Þessir kaupmenn lögðu afrakstur vinnu sinnar í fasteignir, sem verðlagsþróun í landinu gerði verð- mætari og verðmætari, ef lagt er á þær mat smækkandi gjaldmiðils. Hér kom því ekki verzlunarálagn- ing ein við sögu né annað, eins og dylgjað var um hér áðan. Albert vék að starfi Sigurliða fyrir íþróttahreyfinguna (formaður IR) og kaup hans á verkum fátækra myndlistarmanna, sem sumir hverjir urðu síðar frægir og eftir- sóttir. Hann hjálpaði mörgum lista- manninum, sagði Albert: Ég vil spyrja menntamálaráðherra, hvað veldur því að Listasafn ríkisins neitar móttöku gjafar, 600 mynd- listarverka? Á hvaða forsendum, með hvaða heimildum? Hann sagði Athugasemd þingdeildarforseta Sverrir Hermannsson. þing- deildarforseti, tók fram, að þegar hann leyfði umræður utan dag- skrár, um stöðu verzlunar, hefði sér' ekki komið til hugar, að inn í þær umræður yrði blandað látnum ein- staklingum eins og raun hefði á orðið. Ekki heyrt neitt sam- bærilegt á 19 þingum Matthías Bjarnason (S) sagði viðskiptaráðherra hafa svarað fyrirspyrjanda af háttvísi og hygg- indum. I leiðinni mátti hann þó láta í ljós andstyggð á þeim málflutn- ingi, sem var viðhafður. Ég bjóst ennfremur við að forsætisráðherra tæki upp hanzkann fyrir náinn samstarfsmann, en hann kaus að ganga út undir ræðu Guðrúnar Helgadóttur. En enginn þarf að segja mér að honum hafi ekki mislíkað ummæli hennar. Ég hélt satt að segja, sagði Matthías, að þessi látni heiðursmaður hefði fengið sinn skammt illmælis í lifanda lífi á síðum Þjóðviljans, þó hann látinn fengi að vera í friði af aðstandendum blaðsins. Ég tek undir með Albert Guð- mundssyni, og tel ekki óeðlilegt þó honum hitnaði í hamsi, er ein mesta rausnargjöf, sem gefin hefur verið til menningarmála, ekki að- eins hér á íslandi heldur þó víðar væri leitað, er nýtt til jafn ósmekk- legs málflutnings og við heyrðum hér áðan. Ég keypti hús fyrir fjórum árum á 25 m.kr., sagði Matthías. Það er í dag fjórfalt að verðgildi í flotkrónum mælt. Þetta er þó sama húsið, aðeins 5 árum eldra. Þetta er verðgildisbreyting sem þjóðin öll þekkir, þó horft hafi verið fram hjá henni í málflutningi hér og nú. Ég tek líka undir það með Albert, sagði Matthías, að nauðsyn ber til að menntamálaráðherra skýri Al- þingi frá forsendum neitunar Lista- safns ríkisins á móttöku á myndar- legri listaverkagjöf. Ég vona að Guðrún Helgadóttir lýsi yfir eftirsjá á fljótræði sínu; ósmekklegri málflutning hef ég ekki heyrt á 19 þingum, er ég á að baki. Tilfinningasemi Alberts Guðrún Ilelgadóttir (Abl) þakk- aði ráðherra málefnaleg svör. Vera mætti að rekstur Silla og Valda hefði verið til fyrirmyndar, t.d. fyrir ýmis ríkisfyrirtæki. Hún sagði það ekki lágkúru, eins og fram hefði verið haldið, þó undrazt va>ri yfir því, að ein fjölskylda léti eftir sig hátt í fjóra milljarða króna. Hún sagðist m.vndu sjá svo um að dagblöðin birtu ræðu sína svo fólk mætti sjá svart á hvítu, að hún hefði ekki farið út fyrir eðlileg takmörk í málflutningi. Ég talaði ekki niðrandi um þau hjón, og þau mega hafa heiður fyrir gjafir sínar. En ekki er eðlilegt að slíkur auður komi upp úr vösum einnar fjöl- skyldu. Og ég tel ástæðu til að kanna ofan í kjölinn, hver hagur verzlunarinnar er á liðandi stund. Tilfinningasemi Alberts Guð- mundssonar væri svo mál út af fyrir sig og hverju kemur við, hvort hann var sendill hjá einhverjum manni út í bæ? spurði hún. Hef ekki heyrt ósmekklegri málflutning á 19 ára þingferli - sagði Matthías Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.