Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 Tilboð í smíði útvarpshússins: Lægsta tilboð 7,4 milljónir króna Framkvæmdir hef jast 15. apríl LÆGSTA tilboð sem barst í fyrsta áfanga smíði nýja útvarpshússins er frá Þorsteini Sveinssyni og Pétri Einarssyni, 7.437.606 kr., er það 11% undir áa'tluðu verði. en það var 8.308.144 kr. Alls bárust 18 tiiboð. Framkvæmdir eiga að hefjast 15. apríl. Reiknað er með að verkinu ljúki 15. desember næstkomandi. Tilboðin voru opnuð í gærmorgun á skrifstofu útvarpsráðs í útvarps- húsinu við Skúlagötu. Annað lægsta tilboðið var frá Vörðufelli hf., 7.449.000 kr., og þriðja lægsta frá Sveini V. Jónssyni, 7.587.446 kr. Hæsta tilboðið hljóðaði aftur á móti upp á 9.418.925 kr. og er það um 13% yfir áætluðu verði. Fyrsti áfangi byggingarinnar fel- ur í sér sökkla, leiðslugöng og plötu fyrstu hæðar hússins, sem er 7.100 fermetrar að grunnfleti. Heimilt er að taka og hafna hvaða tilboði sem er. Akvörðunar um hvaða tilboði verður tekið er að vænta í byrjun aprílmánaðar. Mat á eignum Arnar- flugs er á lokastigi VIÐRÆÐUR um mat á eignum Arnarflugs milli fulltrúa Arn- arflugs og Flugleiða, vegna hugsanlegrar solu hlutabréfa Flugleiða i Arnarflugi i hendur starfsmanna Arnarflugs. eru nú á lokastigi. Aðallega er verið að ræða um uppgjör á varahlutalager og við- MR rauf 10 ára sigurgöngu MH SKÁKKEPPNI framhaldsskóla lauk sl. mánudagskvöld og þar gerðust þau tíðindi að sveit Menntaskólans i Reykjavík rauf 10 ára sigurgöngu sveitar Menntaskólans við Hamrahlíð. Sveit MR hlaut 20'2 vinning en sveit HM, sem sigrað hafði i keppninni frá upphafi, þ.e. frá 1971. hlaut 20 vinninga. I þriðja sæti kom sveit Flensborgarskól- ans. Taflfélag Reykjavíkur annaðist framkvæmd keppninnar og mættu 13 sveitir til leiks. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Sveit MR skipuðu þessir skákmenn: Jó- hannes Gísli Jónsson, Sveinn Ingi Sveinsson, Björn Óli Hauksson, Vigfús Vigfússon, Lárus Ársælsson og Birgir Örn Steingrímsson. Sveit MH var einnig mjög sterk með Islandsmeistarann, Jóhann Hjart- arson, á fyrsta borði. Beztum árangri á fyrsta borði náði hins vegar Karl Þorsteins, sem tefldi fyrir Verzlunarskólann en hann vann allar sínar skákir og hlaut 7 vinninga. Hann vann m.a. Jóhannes Gísla og Jóhann Hjartar- son. Á öðru borði hlaut Sveinn Ingi Sveinsson MR bezta útkomu, 6% vinning af 7 mögulegum. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Þriðju nem- endatónleik- arnir í kvöld NÆRRI 30 nemendur Tónlist- arskólans í Reykjavík munu í kvöld kl. 21 koma fram á tónleik- um á Kjarvalsstöðum. Eru tón- leikarnir i kvöld þeir þriðju i röðinni af fimm á tónlistardögum skólans, sem nú er efnt til i tilefni 50 ára afmælis hans sl. haust. Á tónleikunum í kvöld verða flutt verk eftir ýmsa höfunda, m.a. Jón Þórarinsson, Chopin, Debussy, Saint-Saéns, Bach, Brahms, Fauré og Mozart. Eru það sinfóníur, svítur, stef og tilbrigði, sónötur og kvintett. Næstu tónleikar verða á föstudagskvöld kl. 21 og þeir síðustu á laugardag kl. 17 í Háteigskirkju. haldsþjónustunni, en þar er um mjög flókin mál að ræða. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl., er það sjónarmið beggja aðila, að nálg- ast mat hvors annars, og sé hugsanleg lausn í sigtinu. Eftir að upp úr viðræðum aðila sauð fyrir áramótin, var ákveðið að setja á fót nefnd beggja aðila, sem meta skyldi eignir Arnarflugs, og var þá búizt við því, að matið gæti legið fyrir innan fárra vikna, en reyndin hefur sem sagt orðið önnur. Straumsvík: Ljósm. Mbl. Kristján. Súrálsskipið hefur ekki komizt inn í rúma viku HOLLENSKT súrálsskip hefur legið í rúma viku fyrir utan höfnina i Straumsvik og ekki komizt inn. Fyrst vegna veðurs en nú síðast vegna vöntunar á dráttarbátum. Skipið kom hingað fyrir rúmri viku með 42 þúsund tonn af súráli eftir rúmlega 35 daga siglingu frá Ástralíu. Vegna hvassrar norðanáttar var ekki hægt að koma skipinu að hryggju fyrstu 5 dagana en á sunnudagskvöld hafði lægt nægilega. En þá var dráttarbát- urinn Magni ekki tiltækur vegna bilunar og Goðinn vann að björgun Sigurbárunnar svo súr- álsskipið )á enn fyrir utan Straumsvík í gærkvöldi. Sjómannasanmingam- ir felldir í Grindavík Samþykktir með 14 atkvæð- um gegn 13 í Reykjavík SJÓMANNASAMNINGARNIR voru felldir í allsherjaratkvæða- greiðslu í Grindavík fyrir skemmstu með 26 atkvæðum gegn 21. í Reykjavík voru þeir samþykktir með 14 atkvæðum gegn 13, en víða hefur verið dræm þátttaka í atkvæðagreiðslum. Að sögn Kjartans Kristófers- sonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Grindavíkur, skrifaði stjórn félagsins strax, er niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir, bréf til Útvegsmannafé- lags Suðurnesja, Landssambands íslenzkra útvegsmanna og ríkis- sáttasemjara þar sem þess var óskað að samningaviðræður yrðu teknar upp á ný. Ekki hafa þeim þó borist nein svör og sagði Kjartan, að stjórn félagsins hinkr- aði nú við eftir svari áður en ákvarðanir yrðu teknar um hvert næsta skrefið yrði. Kjartan sagði einnig, að atkvæðagreiðslan í Grindavík hefði staðið yfir í tvo daga og að hann teldi að allir þeir sem yfirleitt hefðu áhuga á þess- um málum hefðu tekið þátt í henni. Aðeins 27 manns tóku þátt í atkvæðagreiðslu hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur um samninga bátasjómanna og undirmanna á minni skuttogurum. Atkvæði féllu þannig, að 14 sögðu já, en 13 sögðu nei. Samningarnir voru því sam- þykktir með aðeins eins atkvæðis meirihluta, en atkvæðagreiðslu lauk síðastliðinn föstudag. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var spurður að því í gær, hver væri ástæðan fyrir hinni mjög svo dræmu þátttöku í atkvæðagreiðslunni og hvort sjó- menn væru yfirleitt óánægðir með nýgerða kjarasamninga. Guð- mundur sagði, að þátttakan í atkvæðagreiðslunni endurspeglaði almennt áhugaleysi fyrir þessum málum. „Menn eru því miður alltof daufir fyrir þessu, en í bland er þetta óánægja með kjörin yfirleitt," sagði Guðmundur Hall- varðsson. Kjarasamningarnir hafa verið bornir undir atkvæði og sam- þykktir á Akranesi, í Keflavík og Þorlákshöfn. Víða var mjög dræm þátttaka í atkvæðagreiðslum og á fundum um samningana. Auk stjórnarmanna mætti t.d. aðeins einn sjómaður á fund í Sandgerði þar sem afgreiða átti samningana. Þá var ákveðið að efna ti) allsherj- aratkvæðagreiðslu og átti henni að ljúka í gærkvöldi, en um kvöldmatarleytið höfðu aðeins fjórir sjómenn greitt atkvæði af 35, sem skráðir eru í Sandgerði. í Keflavík var sömuleiðis dræm þátttaka, en 10—15 manns mættu á félagsfund, þar sem samning- arnir voru samþykktir með naum- um meirihluta. Nokkuð aðra sögu er að segja frá Siglufirði. Þar tóku 38 starf- andi sjómenn þátt í allsherjar- atkvæðagreiðslu um samningana, 37 þeirra samþykktu þá, en einn skilaði' auðu. Sagðist Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Vöku á Siglufirði, ætla, að yfir 60% þátt- taka hefði verið í atkvæðagreiðsl- unni. „Þegar 10 fleiri sjómenn taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu á Siglufirði heldur en í Reykjavík, þá fæ ég ekki betur séð en eitthvað vanti í félagsstarfið hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Ég veit, að samningarnir sem slíkir eru litnir misjöfnum augum, en þátt- tökuna í Reykjavík fæ ég ekki skilið," sagði Kolbeinn Friðbjarn- arson. Á Snæfellsnesi hafa kjarasamn- ingarnir ekki verið bornir undir atkvæði ennþá. Bárður Jensson, Jökli, Ólafsvík, sagði í gær að atkvæðagreiðsla um aðalkjara- samning færi ekki fram fyrr en ýmsir sérsamningar hefðu verið afgreiddir heima fyrir. í gær- kvöldi var fundur fulltrúa verka- lýðsfélaga á Snæfellsnesi og full- trúa Útvegsmannafélags Snæ- fellsness. Samkvæmt upplýsingum Mbl. vilja sjómenn á Snæfellsnesi halda inni í sérsamningum atrið- um varðandi helgarfrí, laun fyrir einstaka róðra og fleira. Gunnar Torfason, Golfklúbbi Reykjavíkur: Fráleitt og fáheyrt að ráð- ast gegn útivistarsvæðum „ÞAÐ KEMUR ekki til greina að láta taka þetta af okkur. Við hyggjumst beita öllum tiltækum ráðum og þrýstingi til þess að losna við slíkar hugmyndir í eitt skipti fyrir öll. Við ætlum ekki að hlusta aftur á tal um einhvern frest í 20 ár.“ sagði Gunnar Torfa- son stjórnarmaður í Golf- klúhbi Reykjavíkur, er Mbl. spurði hann álits á þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um að hluti golfvallar- ins á Grafarholti verði tekinn undir byggingarframkvæmd- ir á vegum borgarinnar. Gunnar sagði, að hann hefði þó ekki séð þessar hugmyndir á blaði ennþá. „En okkur finnst fráleitt og fáheyrt að ráðast gegn útivistarsvæði borgarinnar á þennan hátt og einnig þar sem búið er að leggja mjög mikla vinnu og fjármuni í byggingu á þessum velli. í okkar huga hefur það alltaf verið að svæði þetta verði með tímanum opnaö meira fyrir almenningi, til að mynda með aukinni trjárækt og bygg- ingu göngustíga inn á milli golfbrautanna og slíkt kæmi alls ekki til með að trufla golfíþrótt- ina. Þarna mætti einnig útbúa mjög gott svæði til að stunda skíðagöngu og fleira mætti nefna." Gunnar ítrekaði í lokin, að sér fyndist það ekki ná nokkru tali að eitt af fáum útivistarsvæðum á höfðuborgarsvæðinu yrði eyði- lagt með þessu móti. Þá sagði hann, að stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur myndi fjalla um málið fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.